Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 Minning Svanborg Guðbrands- dóttir sjúkraliði Fædd 16. ágúst 1933 Dáin 29. júlí 1993 Okkur hjónin langar til að minn- ast elskulegrar vinkonu okkar, sem við höfum þekkt að öllu svo góðu um fjölda ára og aldrei borið skugga á þau kynni. Hún barðist við erfiðan sjúkdóm um margra ára bil, en nú er því stríði lokið. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvfldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Svanborg lést fimmtudaginn 29. júlí eftir mjög erfiðan og langvinnan sjúkdóm, sem hún bar með einstakri þolinmæði. Það vissu fáir nema þeir, sem þekktu hana mjög náið, hvað hún leið mikið allt til síðustu stund- ar. Svo bar hún veikindi sín vel — og líf sitt helgaði hún því fórnfúsa starfi að hlynna að sjúkum og öldr- uðum, jafnt þó hún þyrfti sjálf hjúkr- unar við í sínum miklu veikindum og var það með ólíkindum hvað hún stóð lengi að því starfi, en það hlaut samt að koma að því, að hún þyrfti á aðhlynningu að halda sjálf. Víst urðu margir til að leggja henni lið þegar hún þurfti þess með og það taldi enginn eftir sér. En það er bara svo grátlega lítið sem við getum gert þegar að því kemur að hlynna að sjúkum og veita þeim síðustu aðstoð, því að lokum lætur líkaminn undan, hversu sterkur sem hann annars kann að hafa verið. Þá kem- ur að kveðjustundinni, hún er þyngst, en hvað er svo þessi dauði sem við óttumst svo mjög og kvíðum á allri lífsleiðinni? Hann skilur lífið frá líkamanum ég held að flestir — sem nú lifa, skilji það sem flutning milli vista, og eitt er víst að hún var þeirrar skoðunar — og ég trúi því líka að nú hafí henni verið fagnað af áður fömum vinum og ættingjum — og þá vitum við líka að hún hefur verið leyst frá þeim miklu þjáning- um, sem hún þoldi hér — og það ber að þakka. En nú er okkur ætlað að sam- hryggjast og syrgja góðan vin um stund, þar til að því kemur að við megum gleðjast með henni og öðrum vinum í guðaheimi ofar jarðar böli og amstri. Þá þökkum við í viðkvæmri lotn- ingu fyrir samfylgd hennar og minn- umst þeirra góðu stunda, sem okkur auðnaðist í návist hennar meðan hún var enn á meðal okkar og biðjum guð að geyma sál hennar, og vernda svo við megum hittast heil á himin- vegum kærleikans — og á samri stund að hann líti í náð sinni til þeirra er syrgja og sakna hennar — og veita þeim huggun. Við biðjum fyrir bömum hennar og mökum þeirra og svo þeirra börn- um, sem hún unni svo heitt. Þjer kæra sendir kveðju með kvöldstjömunni blá, það hjarta, sem þú átt en sem er svo langt þjer frá, þar mætast okkar augu þótt ei optar sjáumst hjer, Ó, Guð minn ávallt gæti, þín, ég gleymi aldrei þjer. (Bjami Þorsteinsson) Guð blessi ykkur öll. Fjóla og Jón. ... því sannleikurinn er ekki í bókum, og ekki einu sinni í góðum bókum, heldur í mönnum sem hafa gott hjartalag. (H.K.L.) í dag er Svanborg Guðbrandsdótt- ir sjúkraliði kvödd hinstu kveðju. Við samstarfskonur hennar í Hafnarbúð- um viljum minnast hennar með nokkrum orðum. Hún hafði háð langa og stranga baráttu við illvígan sjúkdóm er hún lést hinn 29. júlí síðastliðinn. Hún Krístrún Guðmimds dóttir - Minning Fædd 27. júní 1945 Dáin 30. júlí 1993 Þögla nótt í þinum örmum þar er hljótt og hvíld í hörmum hvfld er öllum oss. (Siprður Sigurðsson) Við kynntumst henni Sigrúnu, einsog hún var kölluð, fyrst í Kvennaskólanum á Blönduósi vet- urinn 1962-63. Það fylgdi henni svo hressandi kraftur og gleði. Síðan skildu leiðir og við héldum hvor í sína áttina með væntingar um fram- tíðina sem biði okkar á lífsleiðinni. Við fréttum samt alltaf af henni og lífið virtist brosa við henni og fjöl- skyldu hennar. Þar til fyrir nokkrum árum að lífsljós hennar fór að blakta. Veikindi heltóku hana, samt hélt hún alltaf ró sinni og alltaf örlaði á bros- inu. Þegar henni var sagt, að við skólasystur hennar ætluðum að hitt- ast síðastliðið vor, brosti hún og sagði: „Eg mæti.“ Svona var hún. Aðfaranótt 30. júlí slokknaði lífs- ljós hennar og sumarnóttin tók hana í faðm sinn og flutti han yfír móð- una miklu, yfír á himneska strönd þar sem öll mein batna. Ættir hennar verða ekki raktar hér, en við sendum fjölskyldu hennar samúðarkveðjur, hún er búin að ganga í gegnum mikla Iífsreynslu. Við kveðjum Kristrúnu og þökk- um fyrir að hafa fengið að kynnast henni. í Guðs friði. Skólasystur að norðan. Hún Kristrún frá Helgafelli er dáin, eftir nokkurra ára sjúkdóms- legu. Þar er góð kona fallin í valinn frá eiginmanni og sjö börnum. Við Kristrún höfðum lengi verið málkunnugar, en ég kynntist henni fyrst vel, þegar hún kom að vinna hjá mér á Dvalarheimili aldraðra hér í Stykkishólmi. Þar fékk ég góðan starfskraft, en fyrst og fremst góða konu og hlýja, enda varð hún fljótt hvers manns hugljúfi, alltaf hress og kát og hlífði sér hvergi. Einnig var gott að fara bónarveg að Kristr- únu, þegar á þurfti að halda. Ég hafði líka Hönnu dóttur henn- ar í vinnu, var hún ekki síðri, enda sýndi hún það ásamt Ástu systur sinni hvaða öðlingsmanneskjur þær voru í umönnun móður þeirra þegar hún gat verið heima. Kristrún þurfti að vera talsvert á sjúkrahúsi í Reykjavík og hér í Stykkishólmi sem hún vildi helst vera, enda nær fjölskyldu sinni og gat farið heim á Helgafell um helg- ar, sem var henni svo mikils virði. Leiðir okkar Kristrúnar lágu sam- an á ný þegar hún kom á St. Frans- iskuspítalann þar sem ég starfa nú. Þótti mér mjög sárt og erfitt að horfa upp á þessa dugnaðarkonu svona ósjálfbjarga, en hún var alltaf hress í lund og mjög stutt í brosin hennar. Kristrún mín, við eigum eftir að hittast aftur, en þangað til vertu ævinlega sæl og blessuð og hafðu þökk fyrir allt. Fjölskyldu Kristrúnar, eigin- manni, börnum og móður, votta ég samúð mína. Petrína Bjartmars. Svo helgist hjartans varðar. Ei hrynur tár til jarðar í trú, að ekki talið sé. Í aldastormsins straumi og stundarbarnsins draumi oss veita himnar vernd og hlé. (Einar Ben) Hún Kristrún á Helgafelli er dáin. Það er erfítt að hugsa það til enda hver tilgangurinn er með því að taka unga konu og móður margra bama af lífsins braut. Húp. var búin að stríða við erfiðan sjúkdóm í full tvö ár, sjúkdóm sem læknavísindin stóðu ráðþrota frammi fyrir. Kristrún barðist hetjulega við sinn sjúkdóm. Hún þurfti að dveljast vikum og mánuðum saman á sjúkrahúsum í Reykjavlk, en alltaf var hugurinn heima og við það að komast heim þegar stund var á milli stríða. Hún átti líka fjölskyldu sem studdi að- dáunarvel við bakið á henni í öllum hennar veikindum. Kristrún var einkabarn hjónanna Jóhönnu Sigmundsdóttur og Guð- mundar Jónssonar sem bjuggu á Hofsósi og ólst Kristrún þar upp. Árið 1967 giftist hún eftirlifandi eig- inmanni sínum, Hirti Hinrikssyni, sem er sonur hjónanna Ragnheiðar Þorgeirsdóttur og Hinriks Jóhanns- sonar, sem búið höfðu á Helgafelli allan sinn búskap, og hófu ungu hjónin búskap í samvinnu við þau. Það var mikið starf sem beið ungu konunnar á þessum víðfræga kirkju- og sögustað, því margur ferðalang- urinn hefur lagt leið sína að leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur og gengið síðan á fjallið helga. Hafa ábúendur þurft að leiðbeina ferðafólki um staðinn, jafnframt því að sinna um- fangsmiklum búskap. Fljótlega fengu þó ungu hjónin góðan liðsauka sem voru börnin þeirra, en þau eru Jóhanna Kristín (f. 4.6. 1966), Ástríður (f. 5.8. 1967), Guðmundur Helgi (f. 1.4. 1972), Hinrik (f. 28.5. 1974), Ragnheiður (f. 25.4. 1978) og yngstir eru tvíburamir Ósk og Óskar sem eru aðeins sex ára. Ég bið algóðan Guð að styrkja eiginmann hennar og börn í þeirra þungu sorg. Kristrúnu heitinni þakka ég margra ára vináttu. Hjart- ans þökk fyrir liðnar stundir. Blessuð veri minning hennar. Sigurlín Gunnarsdóttir. hóf störf í Hafnarbúðum fljótlega eftir að þar var stofnuð iegudeild frá Borgarspítalanum og starfaði þar af frábærri samviskusemi og ósérhlífni meðan kraftar leyfðu. Stundum var eins og hennar andlega þrek og járn- vilji væri ósigrandi. Hún mætti til vinnu ef hún gat staðið í fætuma, kvartaði aldrei, en gekk til starfa með bros á vör, hress og skemmti- leg, traust og raungóð. Svana var sterkur og heillandi persónuleiki, virtist hijúf við fyrstu kynni, röddin djúp og sterk svo hinir heymardaufu skjólstæðingar hennar áttu ekki í neinum vandræðum með að nema orð hennar. Hún gat orðið höstug ef því var að skipta, en hlýja og nærgætni voru þó mest áberandi í fari hennar. Hún var einstaklega góð og þolinmóð við sjúklinga og sýndi þeim mikla ástúð og skilning. Henni nægði jafnvel ekki alltaf bros- ið, heldur átti hún það til að hafa með sér pönnukökur eða annað góð- gæti meðferðis á vaktina og gera skjólstæðingum sínum dagamun með smáveislu. Svana bar af sér sérlega góðan þokka, tággrönn, bein í baki með mjög fallegt dökkjarpt hár, sem allt- af fór sérlega vel. Það var alltaf gleðiefni fyrir sjúklinga og sam- starfsfólk að sjá hana birtast á vakt glaða og hressa, því allir vildu vinna með Svönu og sjúklingamir fengu bros og glettnislegt spjall. Svana bar ekki erfiðleika eða veikindi á torg, heldur gladdi viðstadda með léttu fasi og frábæru skopskyni. Að leiðarlokum er okkur efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina. Þakkir fyrir að hafa fengið að njóta krafta svo heilsteyptrar manneskju. Samfylgd sem hefur varað i mörg góð ár, en nú munu vera sextán ár síðan hún hóf hér störf. Við hörmum að Svönu skyldi ekki endast líf og heilsa til áframhaldandi starfa, en hún var aðeins tæplega sextug er hún lést. Margs er að minnast og einna helst óbrigðuls heiðarleika og mannlegrar hlýju. Þeir eðlisþættir verða samofnir í minningu góðrar konu. Svönu er sárt saknað af sjúkling- um og samstarfsfólki. Megi minning hennar verða okkur hinum leiðarljós í störfum okkar. Þá er engin þörf fyrir sjúklinga og aldraða að kvíða ellinni. Blessuð sé minning þín, elsku Svana mín. Samstarfsfólk og sjúklingar, Hafnarbúðum. Móðir okkar: Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Anprs horfí ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hvað allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín elsku góða mamma mín. - Allt sem gott ég hefi hlotið, hefír eflt við ráðin þín. Þó skal ekki vfla og vola, veröld þótt oss bijóti í mola. Starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. - Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærust blysin þín. Flýg ég heim úr fjarlægðinni, fylgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. - Okkur seinna í éilffðinni eilíft ljós frá pði skín. (Ámi Helgason - Móðir mín) Þóranna, Hermann og Grétar. * Guðný Asm unds- dóttir — Minning Fædd 16. júní 1922 Dáin 28. júlí 1993 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Mig langar að minnast í örfáum orðum vinkonu minnar, hennar Guðnýjar, sem nú hefur kvatt þenn- an heim. Guðný varð því miður ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga góða heilsu. Þegar ég fyrir tuttugu og einu ári kynntist Guðnýju, átti hún þá þegar langa sjúkdómasögu. Á endanum varð hún að láta í minni pokann I baráttu sinni við dauðann sem hún hafði svo oft á lífsleið sinni háð. Guðný átti stórt hjarta og alltaf pláss fyrir lítilmagnann. Hún var yndisleg kona, sama hvað á gekk, alltaf var ég föðmuð og kysst þegar við nú í seinni tíð alltof sjaldan hittumst. í minningunni lifir góðmennska, um- burðarlyndi og hjartahlýja Guðnýjar í þúsund, þúsund ár. Þessi fátæklegu orð eru rituð í virðingarskyni við Guðnýju vinkonu mína sem ég átti eftir að þakka og segja svo margt. Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar, elsku Gvendur, Auda, Ljósbrá, Emil, Maja, Jónas og fjölskyldur, megi guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Vinarkveðja. Aðalheiður. í dag verður jarðsungin frá Seyð- isfjarðarkirkju mágkona mín, Guðný Ásmundsdóttir, sem lést á Landspít- alanum 28. júlí eftir erfíða sjúkdóms- legu og langar mig að minnast henn- ar með nokkrum orðum. Ég minnist þess með hlýhug þeg- ar við Rúna kona mín vorum í Al- þýðuhúsinu í Keflavík með son okk- ar Tedda ársgamlan, þá bjuggu Guðmundur bróðir og Guðný þar og var Valla systir hjá þeim, og gættu þau Tedda á meðan Rúna var að vinna og reyndist Guðný honum sem besta móðir. Eins er margs að minn- ast frá Seyðisfirði, en þar bjuggu þau Guðmundur mestan sinn bú- skap. Aldrei kom maður svo til Seyð- isfjarðar að ekki væri komið við hjá Guðnýju og þegnar góðgerðir. Guðný var fædd 16. júní 1922, á Úlfsstöðum í Vallarhreppi, en ólst upp á Strönd í Fljótsdal frá átta ára aldri, þar til hún varð fímmtán ára. Hún giftist Guðmundi Emilssyni frá Seyðisfírði og eignuðust þau sex börn, Maríu, Jónas, Ljósbrá, Emil og Auðbjörgu og dóttur sem lést skömmu eftir fæðingu. Ég vil votta Guðmundi bróður og systkinunum samúð mína og bið Guð að styrkja þau í þeirri sorg sem fráfall Guðnýj- ar er. Guðjón Emilsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.