Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 44
Gæfan fylgi þér
í umferðinni
SJOVAÖHALMENNAR
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK
SÍMl 691100, SlMBRÉF 601181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Veðurstofan telur að breytileg átt einkenni helgarveðrið um land allt
Norðanátt í
næstu viku
HELGARVEÐRIÐ mun einkenn-
ast af breytilegri vindátt um allt
land; fremur hægri norðlægri
eða breytilegri átt á laugardag
og austanátt með skaplegu veðri
vestanlands á sunnudaginn. Har-
aldur Olafsson veðurfræðingur
telur þó ekki útlit fyrir að blíða,
sem ríkt hefur á Norðurlandi
síðustu daga, verði langvarandi.
Eftir helgina er líklegt að hann
snúist í norðanátt og gangi það
eftir sé ekkert sem gefi tilefni
til að ætla að henni linni fljótt.
„Það verður líklega norðlæg eða
breytileg átt á laugardaginn og þar
sem lægðir munu ganga nálægt
landinu er hætta á að væta geri
vart við sig_ víða um land,“ segir
Haraldur. „A sunnudaginn má aft-
ur á móti búast við skaplegu veðri
vestanlands en að líkindum mun
vindur snúast frá austri til norðurs
þegar líður á helgina.
Eftir helgi má búast við norðan-
átt með ótíð fyrir norðan. Sunnan-
lands hefur norðanáttin líklega þau
áhrif að stytta mun að mestu upp
og létta eitthvað til,“ sagði Harald-
ur.
Morgunblaðið/Þorkell
Rigning og rok
RIGNING og rok var í Reykjavík í gær en slíku veðri hafa höfuðborgarbúar ekki kynnst vikum saman.
Blönduós
Tvo menn
rak á haf út
TVO unga menn rak á haf út við
Blönduós í gærdag eftir að þeir
misstu seglin af seglbrettum, sem
þeir voru á. Þeir voru sóttir á
gúmbj örgunarbát.
Að sögn lögreglu á Blönduósi
voru þeir á seglbrettum við ósa
Blöndu er þeir misstu seglin. Þá rak
út á sjó, en þar sem vindáttin var
hagstæð voru þeir ekki í mikilli
hættu.
Þeir voru kaldir þegar náð var í
þá, en varð ekki meint af. Báðir
voru þeir klæddir þurrbúningum.
-----♦ ♦ ♦--
Þjóðvegurinn
fórísundur
ÞJÓÐVEGUR númer eitt fqr í
gær í sundur við Valagilsá í
Norðurárdal í Skagafirði vegna
vatnavaxta og í gærkvöldi var
umferð beint um Ólafsfjarðarveg
og um Lágheiði.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerð ríkisins á Akureyri hófst
viðgerð seint í gærkvöldi með stór-
virkum tækjum og var stefnt að
því að ljúka viðgerð í nótt.
____i____
Morgunblaðið/Halldór Nellett
Á leið í land
SVANURINN með Sigurð í togi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi.
Varð vélarvana með
fullfermi af loðnu
LOÐNU SKIPIÐ Sigurður VE-15
varð vélarvana í fyrradag, með
1300 tonn af loðnu, nálægt miðlín-
unni milli Islands og Grænlands
um 270 mílur norður af landinu.
Svanur RE-45 tók drekkhlaðið
skipið í tog og var áætlað að skip-
in kæmu til Siglufjarðar um níu-
leytið í gærkvöldi. Drifbúnaður í
Sigurði brotnaði og sagði Krist-
björn Arnason, skipstjóri, að von-
ast væri til að unnt yrði að halda
á veiðar aftur fljótlega.
„Við vorum búnir að keyra í sex
klukkutíma á leið til Siglufjarðar
þegar við heyrðum einhver óeðlileg
hljóð og þá hafði gírinn bara brotn-
að,“ sagði Kristbjöm. „Við vorum á
ljúfri keyrslu og urðum ekki varir
við að hafa fengið neitt í skrúfuna
eða þess háttar og sáum enga ástæðu
fyrir þessu.“
1.600 tonn í þremur köstum
Sigurður VE var að veiðum í
grænlensku lögsögunni austur af
Scoresbysundi og á heimleið er skip-
ið varð vélarvana. „Við köstuðum
þrisvar og fengum fullfermi, sem er
1300 tonn, og gáfum skipi 300 tonn.
I tveimur fyrstu köstunum fengum
við 1250 tonn, köstuðum þá einu
sinni til og gátum svo gefíð báti rest-
ina. Við komum þarna um hálffimm
að degi til og vorum búnir að af-
greiða þessi tvö köst snemma kvölds,
svo það gekk mjög vel. Svo vorum
við búnir að keyra í sex tíma þegar
þetta gerðist."
*
Batnandi afkoma Islenska j ár nblendifélagsins hf.
Verð á kísiljámi hef-
ur hækkað um 7-8%
VERÐ á kísiljárni hefur farið hækkandi á mörkuðum að undanförnu
og að sögn Jóns Sigurðssonar, framkvæmdasijóra íslenska jám-
blendifélagsins hf., má ætla að hækkunin sé á bilinu 7-8% á milli
annars og þriðja ársfjórðungs. Félagið hefur byggt sínar áætlanir
á að lágt verð haldist áfram á mörkuðum. Hagnaður varð af rekstri
félagsins á fyrri helmingi ársins sem nam um fimm milljónum norskra
króna sem jafngildir um 50 milljóna ísl. króna og er það í fyrsta
skipti sem afkoman er jákvæð frá árinu 1990 en á síðasta ári varð
567 milljóna króna tap á rekstrinum.
„Við höfum miðað allar okkar
áætlanir við áframhaldandi mjög
lágt verð á okkar afurðum en það
er greinilegt að verðið fer hækk-
andi nánast allstaðar. Það er þegar
komin fram hækkun í Bandarikjun-
um og hún er að koma í Evrópu.
Það ræðst svo á næstu dögum eða
vikum hvemig verðið verður á
þriðja ársfjórðungi í Japan. Þetta
gerir okkar stöðu þeim mun betri
en áætlanir gerðu ráð fyrir,“ sagði
Jón.
Hlutafjáraukningu ekki lokið
Ekki er fullfrágengið hvemig
staðið verður að endurfjármögnun
félagsins en gert er ráð fyrir að
norska fyrirtækið Elkem og jap-
anska fyrirtækið Sumitomo taki
þátt í hlutafjáraukningunni.
6.300 tonn af brotajárni
seld til Spánar og Kóreu
BROTAJÁRNSVINNSLA Furu hf. á verksmiðjulóð stálbræðslunnar í
Hafnarfirði hefur gengið vel að undanförnu að sögn Haraldar Ólason-
ar eiganda Furu en um seinustu mánaðamót var búið að framleiða
6.300 tonn til útflutnings í brotajárnstætara félagsins. Helmingur brota-
járnsins var seldur til Spánar en afgangurinn var seldur til Kóreu.
Sagði Haraldur að gott verð hefði fengist fyrir brotajárnið.
Um 30 þúsund tonna brotajárns-
haugurinn sem safnast hafði upp við
verksmiðjuna eftir gjaldþrot íslenska
stálfélagsins hefur minnkað nokkuð
að ummáli á undanfömum mánuð-
um. Fura hefur þegar tætt niður um
8.500 tonn frá því að brotajárnstæt-
arinn var gangsettur í febrúar sl. en
um 30% rýrnun á sér stað við vinnslu
járnsins. Á sama tíma hefur svo ver-
ið tekið á móti 5-6 þúsund tonnum
af nýju brotajámi á verksmiðjulóð-
inni. Auk þess hefur Fura flutt um
500 tonn af áli og kopar til Hollands.
Haugurinn minnkar
Að sögn Haraldar liggur vinna nú
niðri í tvær vikur vegna sumarleyfa
starfsmanna en 16 fastráðnir starfs-
menn starfa við brotajárnsvinnsluna.
Sagði hann að haldið yrði óslitið
áfram við að tæta niður brotajámið
til áramóta og sagðist þegar vera
búinn að ganga frá samningi um
sölu á einum farmi brotajáms til við-
bótar til Spánar sem færi í skip þeg-
ar starfsmenn snéru aftur til vinnu
um miðjan mánuðinn.
Sigri fagnað
Sigurður Björgvinsson og Óli
Þór Magnússon fagna sigrin-
um.
Keflavík
stöðvaði
Valsmenn
ÞAÐ verða Keflavík og íA sem
leika til úrslita í bikarkeppni
KSÍ, eftir að ÍBK stöðvaði sig-
urgöngu Vals í bikarkeppninni
með 2:1 sigri á Laugardalsvelli
í gærkvöldi.
Óli Þór Magnússon skoraði
sigurmarkið á síðustu mínútu
leiksins. Fyrir leikinn í gærkvöldi
höfðu Valsmenn leikið 16 leiki í
röð í bikarkeppninni án taps.
Sjá bls. 43: „Dramatík í ..."