Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 21 Gífurlegur húsnæðisvandi rússneska hersins veldur erfiðleikum Sala kjamorkueldflaugíi svarið? Pétursborg. Frá Lárusi Jóhannessyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NÚ að loknu kalda stríðinu er rússneski herinn þegar tekinn að draga saman segl- in. Afvopnunarsamningar gera einnig ráð fyrir að talsverður fjöldi langdrægra eldflauga fyrir kjarnaodda verði tekinn úr umferð. Aðferðin verður að standast ýtrustu kröfur um umhverfisvernd og er því kostnaðarsöm svo að Rússar hafa varla bolmagn til framkvæmdanna. A sama tíma er mikill fjöldi rússneskra at- vinnuhermanna að snúa heim frá fyrrum yfirráðasvæðum Sovétríkjanna. Hús- næðisvandi vegna heimkomu þeirra er gífurlegur. Þúsundir fjölskyldna eru á götunni, enn fleiri búa við ömurlegar aðstæður og herinn ræður ekki við ástandið, sem versnar sifellt. Til að bregðast við þessari þróun freista menn þess að slá tvær flugur í einu höggi með áætlun sem kalla má: Húsnæði í stað- inn fyrir eldflaugar. Korna á þeim eldflaug- um sem teknar verða úr umferð í verð og nota peningana til þess að minnka húsnæðis- vanda hermanna og fjölskyldna þeirra með kaupum eða byggingu húsnæðis. Tekið skal fram að átt er við þá sem hafa hermennsku að ævistarfi og herinn þarf að sjá fyrir, ekki þá sem gegna herþjónustu í 2-3 ár. Auk hersins munu fyrirtæki ýmist í einka- eign eða ríkisrekin taka þátt í að hrinda hugmyndinni af stokkunum, en ríkisstjórnin hefur lagt blessun sína yfir hana. Skipta má henni í þrjá meginþætti: I fyrsta lagi inniheldur venjuleg langdræg eldflaug talsvert af verðmætum málmum. Nefna má til fróðleiks 4,3 tonn af málmum er innihalda járn, 13,5 tonn málma án járns, 26,9 kíló af silfri, 913 grömm af gulli, 35 grömm af platínu o.s.frv. í bígerð er að taka 800 slíkar flaugar úr umferð fyrir árið 2001. Verðmæti málmanna er þó ekki meira en svo að ef þeir væru seldir beint eftir að eld- flaugin er tekin í sundur dygði það rétt fyr- ir helmingi kostnaðarins. Því er hugmyndin sú að reyna að fullvinna úr þeim vöru á markað neytenda og með þessu er talið að náist inn á bilinu 2,5-4 milljarðar rúblna. Gallinn við þessa leið er að hún er augljós- lega langsótt og ekki er gefið upp hvaða vörufrámleiðsla er höfð í huga. í öðru lagi er hægt að breyta eldflaugum svo þær beri varning til friðsamlegra nota s.s. gervihnetti. Talsverðar vonir eru bundn- ar við þessa leið og hún mundi gefa mun meira af sér. Rússar eiga líka aðrar flaugar sem geta borið frá einu og upp í hundrað tonn út í geim. Vandamálið er að finna við- skiptavini. Evrópumenn og Bandaríkjamenn eru svo til einráðir á markaðnum, hinir fyrr- nefndu ráða 56% haas og hinir síðarnefndu 33%. Hlutur Rússa á markaðnum er aðeins 3% þó talið sé að geta þeirra svari til allt að 60%. Geimskotin þyrftu eðlilega að fara fram í Rússlandi frá eigin skotpöllum og þar stendur hnífurinn í kúnni. Það yrði að flytja inn í landið gervihnetti með hátæknibúnaði sem samkvæmt lögum margra ríkja er bann- að. Rússar eru almennt mjög reiðir Vestur- veldunum fyrir að hafa ekki aflétt banninu sem þeir telja leifar kalda stríðsins. Þannig ræddi Borís Jeltsín Rússlandsforseti þetta við Bill Clinton Bandaríkjaforseta á fundi þeirra í Kanada og tók bannið upp á fundi Kjarnorkusprengja BÚIÐ um rússneska kjarnorkusprengju fyrir flutning áður en hún skyldi gerð óvirk. leiðtoga helstu iðnríkja heims í Japan fyrir' skömmu. Ljóst er að Rússar munu sækja málið af hörku. I þriðja lagi munu svæði þau er geymdu eldflaugar og skotpalla glata hlutverki sínu. Til stendur að taka 35 svæði úr notkun og mörg hver eru stór, allt að 60 hektarar. A þessum stöðum er innra skipulag mjög gott, húsnæði og samgöngur með besta móti. Hugmyndin er að seija þessi svæði til at- vinnurekstrár og samkvæmt heimildum hafa tekist samningar um sjö svæði. Þarna rúm- ast alls kyns rekstur frá landbúnaði til hellu- gerðar eða sögunarmyllu. Gagnstætt því sem almennt hefur verið taiið eru svæðin ekki í óbyggðum þótt þau hafi ekki fundist á nein- um kortum. Nær alltaf er stutt í byggð og þar er vinnuafl fyrir kaupendur. Herinn von- ast einnig til að hermenn sem fara á eftir- laun fái vinnu við breytingar sem óhjá- kvæmilega þarf að gera á svæðunum; þeir eru á kunnuglegum slóðum. Gert er ráð fyr- ir að herinn hagnist um rúmlega tvo millj- arða rúblna á þessu ári af þessum fram- kvæmdum. Eins og áður sagði er hugmyndin um „húsnæði fyrir eldflaugar" enn að miklu leyti á teikniborðinu og margt þarf að ganga upp eigi hún að verða að veruleika. Leggja þarf af stað með talsvert fjármagn og reyna stjórnvöld nú að vekja áhuga einkafyrir- tækja. Óvíst er hvort tekst að leysa hús- næðisvanda hermanna en mörgum finnst einkennilegt að hugsa til þess að einkaaðilar í gamla veldi kommúnismans séu nú hvattir til starfa í þágu hersins sem áður var tákn um veldi Sovétríkjanna. Reuter Heilsubót WARREN Christopher utanríkisráðherra Bandaríkjanna syndir sér til heilsubótar á hóteli í Jerúsalem. Hann freistar þess nú að koma friðarviðræðum fyrir Miðausturlönd af stað af nýju. Christopher á ferð um Miðausturlönd Vilji til að hefja aft- ur friðarviðræður Amman, Jerúsalem. Reuter. WARREN Christopher utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í gær að allir aðilar viðræðna um frið fyrir botni Miðjarðarhafs væru tilbún- ir að taka upp þráðinn að nýju. Christopher hefur ferðast fram og aftur milli höfuðborga Jórdaníu, Sýrlands, Egyptalands, Líbanons og Israels síðustu daga til að freista þess að ijúfa þá kyrrstöðu sem friðarsamningarnir höfðu rat- að í. Óskuðu bæði ísraelar og Sýr- lendingar þess að Christopher gerðist beinn milligöngumaður í viðræðunum eftir að honum tókst að koma í kring vopnahléi í suður- hluta Líbanons í síðustu viku. Þar gerðu ísraelar harða atlögu að Hizbollah-skæruliðum sem freist- uðu þess að spilla samningaviðræð- unum með eldflaugaárásum á byggðir í norðurhluta ísraels. Christopher sagði að viðræðu- nefndirnar væru reiðubúnar að hefjast handa á ný og leita nýrra leiða til þess að jafna ágreining. Vill banna skipulögð hjónabönd London. The Daily Telegraph. BRESKI íhaldsmaðurínn Winston Churchill, sonarsonur fyrrum for- sætisráðherra, vill að lagt verði bann við skipulögðum hjónabönd- um fólks frá Asíu. Með þessu móti telur Churchill unnt að draga úr straumi fólks, sem ekki er hvítt á hörund, til Bretlands. Churchill hefur sagt að „bresku lífsviðhorfi" standi ógn af „endalausu flóði innflytjenda," sérstaklega frá Indlandi og Pakistan. BRAVO PLUS Stórir og skýrir stafir Hægt er að velja tónmerki eða titrara Rafhlaða endist í 2700 Klukka skráir hvenær klukkustundir skilaboð bárust 16 númera minni Klukka er á skjánum Minnið helst inni þó Hægt er að þurrka einstök slökkt sé á tækinu númer út úr minninu PÓSTUR OG SÍMI Söludeildir i Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst og simstöðvum um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.