Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 23
f MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 23 inum útbjuggu opnuð í gær Morgunblaðið/Þorkell Eg hlýt að komast í gegn! VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi opnaði leiksvæðin tvö nieð viðhöfn en við Holtaveg var honum gert að vígja svæðið með því skríða í gegnum leikrör vallarins, sem grafið er undir einn grashólinn. Vilhjálmur segist vera mjög ánægður með starf ungling- anna og leggur það til að vinnuskólakrakkar hanni fleiri opin svæði á þennan hátt. mínum við leik. Síðan hafa liðið mörg ár en seint er betra en aldr- ei og nú munu barnabörn mín geta unað sér glöð á vellinum," sagði Sigurður. Hann telur svæðið hafa heppn- ast vel en það sé ekki síst starfi unglinganna að þakka. „Snemma í sumar þegar framkvæmdir hóf- ust sáust börn hvergi en nú þegar völlurinn hefur tekið á sig mynd spretta þau fram úr öllum horn- um,“ sagði Sigurður að lokum. starf Vinnuskólans og gatnamála- stjóra eindregið og leggja sitt af mörkum til að auka það. íbúarnir hrifnir Sigurður Ásmundsson hefur búið við Kleppsveginn alla sína tíð og kveðst lítast mjög vel á leik- svæðið milli húsa við Holtaveg, Kleppsveg og Sæviðarsund. „Eg hef lengi barist fyrir því að svæð- ið, sem var illa hirt, yrði gert að leikvelli, sem nýst gæti börnum Aflabrög'ðin sæmileg sunnanlands og vestan Togarar afla vel en gæftir slæmar norðan- og austanlands ALLGÓÐUR afli hefur verið hjá togurum að undanförnu. Krókaleyf- isbátar eru í veiðibanni til 7. ágúst en vel'hefur fiskast á handfæri vestanlands að undanförnu. Rækjubátar hafa aflað vel undanfarið en humarvertíðinni er nú að ljúka. Morgunblaðið hafði samband við nokkr- ar verstöðvar og spurðist fyrir um aflabrögð og gæftir.- í Grindavík hefur verið lítið um að vera í síðustu viku og það sem af er þessari. Búnir með kvótann Flestir sjómenn tóku sér frí um verslunarmannahelgina enda eru margir bátar búnir með kvótann og sumir hafa keypt mikinn kvóta. Vel hefur aflast af rækju við Eldey að undanförnu. Að sögn hafnarvarðar er búist við að lítið berist á land af fiski í Grindavík út mánuðinn. Þrír Grindavíkurbátar eru enn á humar og eru þeir um það bil að ná sínum kvóta. Aflast vel á handfæri Handfærabátar frá Ólafsvík fisk- uðu vel fyrir helgina og afli rækju- báta sem þaðan róa hefur glæðst að undanförnu. Nokkrir bátar hafa verið á snurvoð frá Ólafsvík en afli þeirra er fremur lítill. Krókaleyfis- bátarnir munu hefja veiðar á ný um næstu helgi og hafa menn trú á að sæmilega muni fiskast. Að sögn hafnarvarðar er enginn barlómur í mönnum og telja ðlsarar að afla- brögð hafi verið viðunandi í sumar. Mikil rækja Fjórir togarar eru gerðir út frá ísafirði og hafa þeir aflað vel, feng- ið um 100 tonn í róðri að undan- förnu. Handfærabátum hefur gengið vel en tæplega 40 trillur hafa verið gerðar út þaðan í sumar-. Tveir bátar hafa verið á snurvoð og aflað sæmi- lega. Afli rækjubáta hefur verið góð- ur í sumar. í síðustu viku barst mik- ill fiskur á land og mikil vinna var í fiskvinnsluhúsunum. Að sögn hafn- arvarðar voru fáir á sjó yfir verslun- armannahelgina og því lítið um land- anir í byijun vikunnar. Góður afli hjá togurum Þrír togarar eru gerðir .út frá Sauðárkróki og hafa þeir aflað vel að undanförnu. Hjá smábátunum hafa slæmar gæftir hins vegar haml- að veiðum. Tveir bátar hafa verið gerðir út á dragnót frá Sauðárkróki í sumar og hefur gengið sæmilega hjá þeim. Fimm togarar eru gerðir út frá Ólafsfirði og hafa þeir aflað vel að undanförnu. 17 trillur hafa verið gerðar út þar í sumar en aflað lítið. Trillurnar voru á grásleppu fram eftir sumri en vertíðin var mjög slök að þessu sinni. Þessir bátar eru nú komnir á handfæri fyrir nokkru en slæmar gæftir hafa orðið til þess að lítið hefur fískast. Togarinn Mána- berg landaði um 240 tonnum á Ólafs- firði um síðustu helgi og var aflinn til helminga þorskur og grálúða. Akureyrartogararnir hafa aflað vel að undanförnu. Nokkrar trillur hafa verið gerðar út þaðan í sumar en afli hjá þeim verið lítill. Gæftaleysi Á Dalvík hefur gengið illa hjá smábátum vegna gæftaleysis en sæmilegur afli hefur fengist þegar gefur. Rækjubátarnir hafa hins veg- ar aflað vel í sumar. Stokksnesið landaði 100 tonnum á Höfn í Hornafirði eftir helgina og hefur það aflað vel að undanförnu. Þrír bátar eru þar enn á humarveið- um. Nokkrir bátar hafa verið á hand- færum þaðan i sumar en afli verið fremur lítill það sem af er. Miðlungs vertíð Að sögn hafnarvarðar í Vest- mannaeyjum hafa aflabrögð á vertíð- inni í sumar verið í meðallagi. Afli Vestmannaeyjatogaranna hefur ver- ið heldur tregur undanfarið. Um 20 handfærabátar eru gerðir út frá Vestmannaeyjum en gæftir hafa verið slæmar og fremur lítið fiskast þegar gefið hefur á sjó. Einn stór bátur hefur verið á línu og gengið vel. Verr hefur gengið hjá nokkrum minni bátum sem eru á línu. Humar- bátarnir eru um það bil að hætta en sæmilega hefur gengið á humri í sumar. Sjómönnum hefur þó ekki fundist humarveiðarnar skila nógu miklu að þessu sinni og eru þess dæmi að bátar hafi hætt veiðum þrátt fyrir að útgerðarfyrirtæki sem þeir afla fýrir eigi óveiddan humark- vóta. Hugmyndir um stæni fríðlönd og þjóðgarða NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ vinnur nú frumkönnun á því hvort komi til greina að stækka einstaka þjóðgarða eða einstök frið- lönd. Þóroddur Þóroddsson, framkvæmdastjóri ráðsins, segir þessa hugmyndavinnu skammt á veg komna og bendir á að í ýmsum tilvikum séu ekki hafnar viðræður við landeigendur. Þór- oddur nefndi hugmyndir um stækkun þjóðgarðsins í Jökulsár- gljúfrum en sú stækkun fæli í sér að austurbakki gljúfranna til- heyrði þjóðgarðinum. Einnig segir hann að rætt sé um-að stækka þjóðgarðinn í Skaftafelli og að stofna friðlönd vestast á Snæfells- nesi, á miðhálendinu og að fjallabaki frá Heklu að Laka. „Með því að friðlýsa svæði gefst tækifæri til að setja ákveðnari reglur um umgengni, mannvirkja- gerð og umferð um viðkomandi svæði. Við getum því haft aukin áfrif á það hversu langt megi ganga í framkvæmdum,“ sagði Þóroddur. Hann sagði að Náttúruverndar- ráð vinni nú fyrstu drög að hug- myndum um stækkun þjóðgarða eða friðlanda. „Það er áhugi á því að fjölga friðlýstum svæðum en síðustu ár höfum við ekki lagt í að friðlýsa fleiri svæði þar sem við eigum fullt í fangi með að sinna eftirliti á þeim svæðum sem þegar eru friðlýst.“ Hann sagði að því valdi tvennt. Annars vegar skorti fjármagn til starfseminnar og hins vegar felist starf ráðsins æ meira í ráðgjöf og umsögnum vegna mannvirkjagerðar. „Við höfum viljað breyta þessu og leggja rík- ari áherslu á eftirlit, upplýsinga- söfnun og aðgerðir, sem nauðsyn- legar eru til verndunar á hveiju svæði.“ Jökulsárgljúfur og Skaftafell Þóroddur skýrði frá því að kynnt hefði verið sú stefna Náttúru- verndarráðs að stækka þjóðgarð- inn í Jökulsárgljúfrum. „Okkar áhugi beinist helst að austurbakka Jökulsár á Fjöllum og ef af stækk- un yrði bættist við garðinn land- ræma meðfram jökulánni. Hann segir að eðlilegt sé að fossarnir, Dettifoss og Selfoss, séu friðlýstir að öllu leyti en ekki aðeins vestur- hlutinn og margar náttúruperlur séu nú austan árinnar svo sem Forvöðin. Einnig hefur lítillega verið rætt um að stækka þjóðgarðinn í Skaftafelli að sögn Þórodds. Sú stækkun fælist í því að hafa Ör- æfajökul og nágrenni hans inni í garðinum. Hann segir umferð á jöklinum mjög mikla og telur að ástæða sé til að kanna hvort hafa þurfi eftirlit með þeirri umferð. Friðlönd stækkuð Þóroddur segir ,að umræða spinnist oft um stofnun friðlanda hér og þar á landinu. Dæmi um hugmyndir, sem nú séu ræddar, séu stofnun friðlands vestast á Snæfellsnesi og tengingu og stækkun friðlanda og náttúru- minja á miðhálendinu og á svæð- inu að fjallabaki. Hann leggur aft- ur á móti ríka áherslu á að þessi áform séu enn á hugmyndastigi og að eftir eigi að ræða málið við landeigendur. Á miðhálendinu kemur til greina að mati Þórodds að stofna friðland, sem tengi saman náttúru- minjar frá Hvítárvatni við Lang- jökul í vestri, norður til Hveravalla og næði yfir Kerlingarfjöll, Þjórs- árver allt að Tungnafellsjökli í austri. Á sama hátt mætti hugsa sér að stækka friðland að fjalla- baki verulega og láta það jafnvel ná yfir Heklu, Þórsmörk, Kötlu og Eldgjá eða ganga enn lengra og hafa Lakagíga og Veiðivötn einnig innan þess. Hann segir þó mörgum spurningum enn ósvarað, svo sem hvort stækkun sé hag- kvæm frá verndunarsjónarmiði auk þess sem eftir eigi að að ræða við landeigendur. Samstarf mikilvægt Hann segir að Náttúruverndar- ráð muni setja kraft í að vinna að þessum hugmyndum í haust og næsta vetur. „Það er mjög mikilvægt," sagði Þóroddur, „að öll verndun og allt eftirlit með frið- lýstum svæðum sé rækt í góðu samstarfi við íbúa og landeigendur viðkomandi svæða. Samstarfið er víða allt of lítið núna og fjarri því að vera nógu víðtækt,“ sagði hann „Til dæmis þarf að fjölga heim- sóknum á svæðin verulega og um þessar mundir er einn starfsmaður ráðsins á ferð um landið til þess að skoða svæðin, lagfæra merk- ingar og hitta landeigendur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.