Morgunblaðið - 12.08.1993, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993
Ökumaður grunaður um ölvun velti jeppa við brúna yfir Kársnesbraut
Morgunblaðið/Ingvar
Hætt kominn í veltu
OKUMAÐUR Bronco-jeppa vap hætt kominn er bifreið hans valt nokkrar veltur á Reykjavíkurvegi við brúna yfir Kársnesbraut. Maðurinn
er grunaður um ölvun, en hann hafði áður ekið á kyrrstæðan bíl og götuvita.
Ok á bíl, götuvita og ljósastaur
MAÐUR slasaðist lítillega er Bronco-jeppi sem hann ók lenti á ljósa-
staur við Reykjavíkurveg nálægt brúnni yfir Kársnesbraut. Við þetta
fór bíllinn nokkrar veltur og mátti litlu muna að hann færi niður
bratta brekku og hafnaði á Kársnesbrautinni. Skömmu áður hafði
lögreglunni í Reykjavík borist tilkynning um að jeppinn hefði ekið
utaní bfl við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar, farið af vett-
vangi og lent við það á götuvita. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík
er maðurinn talinn hafa verið ölvaður og var tekið úr honum blóð-
sýni til rannsóknar. Hann gekkst undir minniháttar aðgerð í gær,
þar sem gert var að sárum hans.
Að sögn lögreglunnar í Reykjavík hlíð við Miklubraut er hann ók utan
var maðurinn á leið suður Löngu- í kyrrstæðan bíl við umferðarljósin.
Eftir að maðurinn hafði ekið yfir
Miklubraut á ljósunum tók hann
u-beygju við Barmahlíð, en lenti á
götuvita er hann kom aftur að
Miklubraut. Bakkaði hann frá og
hélt í átt til Kópavogs.
Fór nokkrar veltur
Þremur mínútum síðar, klukkan
18.18, barst lögreglunni í Kópavogi
tilkynning um að bíllinn hefði lent
utaní ljósastaur við Reykjavíkur-
veg, nálægt brúnni yfir Kársnes-
braut. Við það fór bíllinn nokkrar
veltur yfir og útfyrir vegrið. Mátti
ekki miklu muna að hann færi nið-
ur bratta brekku sem þar er og
hafnaði á Kársnesbrautinni.
Tækjabíll slökkviliðs var kallaður
á staðinn, því klippa þurfti manninn
úr bílnum eftir veltuna. Hann var
svo fluttur með sjúkrabíl á slysa-
varðstofu en meiðsli hans munu
ekkj vera alvarleg.
Sjómað-
urinn lát-
inn laus
ÍSLENSKI sjómaðurínn, sem set-
ið hefur í fangelsi í borginni
Mobile í Alabama-fylki í Banda-
ríkjunum frá því á Iaugardag, var
látinn laus í gær. Sjómaðurinn,
Valdimar Haraldsson, tók
skammbyssu af öryggisverði við
höfnina í Mobile á laugarjjag er
vörðurinn ætlaði að taka'hann
fastan fyrir að vera í leyfisleysi
á lokuðu svæði. Valdimar kom
fyrir dómara í gær og var sektað-
ur um 18 þúsund krónur, en hann
átti áður yfir höfði sér kæru fyr-
ir gróft rán. Að sögn Guðmundar
Ásgeirssonar, framkvæmda-
stjóra Nesskipa, mun Valdimar
koma aftur um borð í skip sitt,
Akranesið, í dag.
Nancy Turner, blaðamaður á dag-
blaðinu Newark Post, hitti Valdimar
að máli eftir að hann var látinn laus
í gær. Hún sagði að allt hefði þetta
byggst- á misskilningi - Valdimar
hafi verið á ieiðinni til skips af bar,
er hann fór yfir lokað svæði við
höfnina. „Öryggisvörðurinn kom að
honum mjög snögglega og reyndi
að hafa hendur á honum. Valdimar
hélt að til stæði að ræna hann eða
misþyrma, því vörðurinn setti byss-
una upp í andlitið á honum og sagð-
ist ætla að skjóta hann. Þá tók
Valdimar byssuna af verðinum, án
þess þó að meiða hann, og þegar
lögreglan tók hann var hann enn
með byssuna.“
Gikkurinn spenntur
Að sögn Nancyar var skothylki í
hlaupi byssunnar og gikkurinn
spenntur þegar vörðurinn beindi
henni að Valdimar. Eftir að hafa
tekið byssuna af verðinum hleypti
Valdimar skotinu af í jörðina, en
vörðurinn var þá á bak og burt.
Guðmundur Ásgeirsson sagði að
ötullega hefði verið unnið að því á
vegum Nesskipa að leysa málið. Það
væri þó meðal annars því að-þakka
að málið leystist svo fljótt, að örygg-
isvörðurinn hafí ekki sett sig upp á
móti niðurstöðu dómsins, en það
hefði getað flækt málið og dregið
það á langinn.
Víkingalottó
Norðmaður
fær 133 millj.
FYRSTI vinningur í Víkinga-
lottóinu upp á tæplega 133 miiy-
ónir króna féll óskiptur í hlut
Norðmanns í gærkvöldi. Bónus-
vinningurinn, 1,5 milljónir, gekk
út hér á landi.
Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar,
stjómarformanns íslenskrar get-
spár, var slegið sölumet hér á landi
og lottómiðar seldir fyrir tæplega
20 milljónir króna.
í dag
Snóker
Heimsmeistaramót 21 árs ogyngri
í snóker er haldið í Reykjavík 16
Álfar í Hafnarfirði
Huliðsheimar Hafnarfjarðar hafa
verið kortlagðir 17
Gengur með níbura
Dönsk kona gengur með níbura
eftir frjósemisaðgerð 20
Verðkönnun vikunnar
50% verðmunur á villtum laxi 26
Leiðarí _______________________
Sjúkrahjálp og sjálfsvirðing íslend-
inga 22
Breki VE heldur til veiða
í Barentshafi á morgnn
„Skuldum Norðmönnum ekki neitt,“ segir Sighvatur Bjarnason ótgerðarmaður
VINNSLUSTÖÐIN í Vestmanna-
eyjum hefur ákveðið að senda
togarann Breka á veiðar í Bar-
entshafi gegn vilja stjórnvalda.
Mun Breki halda til veiða á morg-
I ______
j!
un, föstudag. Togaranum er ætl-
að að stunda veiðar á alþjóðlega
svæðinu fyrir utan 200 mílna lög-
sögu Noregs og Rússlands, í
grennd við Svalbarða, en tveir
Viðskipti/Atvinnulíf
► Hagnaður hjá Hampiðjunni og
Granda - Upplýsingar fyrir er-
Ienda íjárfesta - Islendinganý-
lenda á Kamsjatka - Verður
grænmeti dreift um fiskmarkaði?
Dagskm
► Bókaflokkur byggður á Be-
verly Hills 90210 - Myndbönd -
Hetjur breskra sakamálaþátta -
Evrópubandalagið og bandarískt
sjónvarpsefni - Bíóin í borginni
togarar skráðir í Dóminíkanska
lýðveldinu hafa landað afla það-
an á Norðausturlandi. Sighvatur
Bjarnason, framkvæmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar, segir að
hann sjái ekki ástæðu til að taka
tillit til óska Norðmanna um að
veiða ekki á svæðinu, þar sem
Islendingar skuldi Norðmönnum
ekki neitt í þessum efnum.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra hefur gefið út yfirlýsingar
um að stjórnvöld hérlendis séu al-
farið á móti því að íslensk skip
stundi veiðar á fyrrgreindu svæði í
óþökk Norðmanna. Eins og fram
kom í frétt Morgunblaðsins í gær-
dag hefur sjávarútvegsráðuneytið
nú til athugunar að setja reglugerð
sem banni íslenskum skipum veiðar
á hafsvæðum utan lögsögu ríkja
og hyggst Þorsteinn Pálsson kynna
þær hugmyndir í ríkisstjórn í næstu
viku. Sighvatur Bjarnason segir
hinsvegar að Vinnslustöðin sé stað-
ráðin í að nýta sér þá möguleika
sem til staðar eru á þessu veiði-
svæði í Barentshafi.
Skilja ekki afstöðu ráðherrans
Sighvatur Bjarnason segir að
hann skilji ekki þá afstöðu ráðherr-
ans að taka tillit til óska Norð-
manna í þessu máli. „Norðmenn
hafa hvað eftir annað eyðilagt fyrir
okkur markaði ytra eins og til dæm-
is saltfiskmarkaði og nú síðast ufsa-
markaðinn í Þýskalandi," segir Sig-
hvatur. „Að mínu mati skuldum við
Norðmönnum ekki neitt.“
Afstaða Þorsteins Pálssonar
byggir m.a. á því sjónarmiði að fá
aðstoð Norðmanna til að reyna að
koma stjórn á veiðar á alþjöðlega
veiðisvæðinu suður á Reykjanes-
hrygg. Sighvatur segist hafa skiln-
ing á því sjónarmiði og það sé gott
°S gilt. „Hinsvegar eigum við ekki
að sitja hjá meðan verið er að koma
þessum málum í höfn heldur nýta
þá möguleika sem okkur gefast nú
á öðrum miðum en okkar eigin enda
eftir heldur litlu að slægjast hér við
land sem stendur,“ segir Sighvatur.
Aðspurður um aflabrögðin á fyrr-
greindu veiðisvæði segir Sighvatur
að honum skiljist að þessir dóminík-
önsku togarar hafi gert það ágætt.
Hinsvegar sé Breki mun öflugra og
betur búið togskip og geti tekið um
300 tonn af fiski í kör. Hann sé
því bjartsýnn á þessa útgerð.