Morgunblaðið - 12.08.1993, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993
3
Framfærsluvísitalan íágúst 1993(169,2) Breytmg
______ fráfyrri
Ferðir og flutningar (20,0)
Húsnæði, rafmagn og hiti (18,1)
Matvörur(16,5)
Tómstundaiðkun og menntun (11,5)
Húsgögn og heimilisbún. (6,7)
Föt og skófatnaður (6,0)
Drykkjarvörur og tóbak (4,3)
Heilsuvemd (2,8)
Aðrar vörur og þjónusta (14,1)
Vísitala vöru og þjónustu
FRAMFÆRSLUVÍSITALAN
Tölur í svigum vísa til vægis einstakra liða af 100.
Mest hækkun á mat-
og drykkj arvörum
Skráði lögheimili sitt hjá
fólki án samþykkis þess
HJÓNUM nokkrum í Reykjavík brá heldur betur í brún er þau
fóru að fá póst ókunnugs manns sendan á heimili sitt. Þegar þau
fóru að grafast fyrir um málið kom í Ijós að maðurinn var kunn-
ingi dóttur þeirra og hafði hann flutt lögheimili sitt á heimili
þeirra án þess þó að flytjast þangað sjálfur. Við nánari eftir-
grennslan komust hjónin að því að hægt er að flytja lögheimili
án þess að þurfa samþykki húsráðenda þangað sem lögheimilið
er flutt.
„Þetta er niaður sem dóttir okk-
ar þekkir, sem skráir sig hér á
heimilið án okkar samþykkis. Svo
fer póstur þessa manns að koma
hingað heim og þar sem við erum
ekki sátt við þetta hringir maður-
inn minn á Hagstofuna. Þar fær
hann þau svör að ekki þurfi sam-
þykki húsráðenda þess heimilis
sem lögheimilið er flutt til. Þegar
hann sagðist vilja taka nafn þessa
manns af skrá hjá okkur er honum
sagt að hann verði að koma sjálf-
ur niður á Hagstofu og fylla þar
út eyðublað til þess að það geti
gerst,“ segir eiginkonan og annar
húsráðandinn.
Hún segir að nú verði annað
hvort hún eða maður hennar að
fara og fylla út eyðublaðið, þar
sem þau kæri sig ekki um að hafa
þennan mann, sem áður var með
lögheimili úti á landi, skráðan með
lögheimili hjá sér. Dóttirin hafi,
án samþykkis foreldra sinna, sem
eru húsráðendur, leyft manninum
að skrá sig á heimili þeirra.
„Það er nú alveg fáránlegt að
ekki sé talað við okkur eða undir-
skrift okkar fengin til leyfa ókunn-
ugum manni að skrá sig heima
hjá okkur. Samkvæmt þeim upp-
lýsingum sem við fengum hjá
Hagstofunni getur hver sem er
flutt lögheimili sitt án þess að það
sé athugað hvort það sé í lagi
húsráðendanna vegna,“ segir hún.
VÍSITALA framfærslukostnaðar
er 0,9% hærri í ágúst en í síðasta
mánuði. Hækkunin samsvarar
11,3% verðbólgu á ári. Hækkun
vísitölunnar síðustu þrjá mánuði
samsvarar 7,2% verðbólgu á ári.
Hækkun hennar síðustu sex og
tólf mánuði samsvarar 4,8% verð-
bólgu.
Rúmur þriðjungur vísitöluhækk-
unarinnar, eða 0,32%, stafar af
hækkun mat- og drykkjarvara.
Þannig hækkaði verð á brauði til
dæmis um 6%, grænmeti og ávext-
ir um 8,3% og nýjar kartöflur um
33,6%. A móti kemur 6,1% lækkun
á dilkakjöti.
Viðhaldskostnaður hækkar
Viðhaldskostnaður húsnæðis
hækkar um 2,7% og hefur í för
með sér 0,10% vísitöluhækkun.
Rafmagn og húshitun hækka um
2,3% sem veldur 0,07% hækkun
vísistölu framfærslukostnaðar.
Hækkun á nýjum bílum um 1,2%
veldur 0,09% hækkun vísitölunnar.
Húsgögn og aðrar vörur til heimilis
hækka um 1,8% og valda 0,12%
vísitöluhækkun og gjafir hækkuðu
um 5,6% sem veldur 0,11% hækkun
framfærsluvísitölunnar.
3 tonn féllu
til jarðar er
vír slitnaði
TALSVERT tjón varð þegar vír
í krana togarans Más SH slitnaði
þegar verið var að hífa 3 tonna
rafmótor um borð í skipið eftir
viðgerð þar sem það lá við
bryggju í Hafnarfirði í gærmorg-
un.
Að sögn lögreglu féll mótorinn
niður á dekk skipsins og stór-
skemmdist og mátti litlu muna að
menn yrðu undir hlassinu. Um var
að ræða mótor fýrir spil skipsins.
Að sögn lögreglunnar er talið að
vírar í löndunarkrananum hafi verið
í lélegu ástandi og ekki verið nægi-
lega traustir til að bera hlassið.
-----♦ ♦ «----
Grunnskólar Reykjavíkur
Sótt um styrk
til verkefna
BORGARRAÐ hefur samþykkt
að sækja um styrk úr Atvinnu-
Ieysistryggingasjóði til ráðning-
ar fólks í 64 störf við verkefni í
grunnskólum borgarinnar. Ráðið
verður í störfin í 6 mánuði, frá
septemberbyijun til áramóta.
Verkefnin eru þau sömu og þau
sem styrkur var veittur til frá mars-
mánuði til mafloka á þessu ári, eða
til umferðaröryggisgæslu 26 störf,
næringarátaks í grunnskólum 26
störf og vegna undirbúnings tölvu-
væðingar skólasafna 12 störf.
Kostnaður við verkefnin er áætlað-
ur samtals um 28 milljónir króna.
Sparnaðnr!
Sparnaðnr!
Spajnaður!
ÍJrval! ÍJrval! Urval!
Gaman! Gaman!
Gaman!
NYR HADST OG VETRARLISTI1993
FREEMANS
UClí
Á {S LAN DI
Haust og vetrarlisti
Freemans
1993 er kominn.
Ótrúlega fjölbreytt
vöruúrval á um
700 litprentuðum síðum.
Athugið að verðið hefur
aldrei verið hagstæðara.
Verð frá
því fyrir
gengisfellingu!
91-65 39 00
Ósícir þú eftir að fá listann
sendan þá getur þú hringt í síma:
Eða sent meðfylgjandi miða. Haust og vetrarlisti
Freemans 1993 kostar 490 kr., sem fæst endurgreitt við
fyrstu pöntun, ekkert burðargjald.
>1
Ég óska cftir aö fá sendan nýja haust og
vetrarlista Freemans 1993.
Nafn:
//i'illl{l/sf. _
Pástnúmer:
Kennit.
Sladur: -
Sendist til: Freemans, Bæjarhrauni 14, 222 Hafnarfirði