Morgunblaðið - 12.08.1993, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 199S
Undirmenn á Herjólfi segja úskurð gerðardóms rugl
Launalækkunin verður
15-17 þúsund á mánuði
„ALGJÖRT rugl. Það er það eina sem ég vil segja um þetta,“ sagði
Ágúst Ingvarsson, bátsmaður í Herjólfi, um þann úrskurð gerðardóms
að fella niður óunna yfirvinnutíma sem hásetar og bátsmaður hafa
fengið samkvæmt sérsamningum við stjórn Herjólfs hf. og nemur einni
klukkustund hvern virkan daga. Grétar Þorgilsson, háseti, kveðst full-
viss um að dómnum verði freklega mótmælt. Hjá skrifstofu Heijólfs
fengust þær upplýsingar að laun undirmanna lækkuðu sem svaraði
15.000 kr. á háseta og 17.000 kr. á bátsmann ef miðað er við stöðugildi
á mánuði við úrskurð gerðardóms.
Grétar sagðist aðeins hafa fréttir
af niðurstöðu dómsins úr fjölmiðlum
þegar rætt var við hann. „En við
vissum auðvitað að þetta myndi fara
svona og bitna á þeim sem ekki voru
í verkfalli og vildu aðeins halda sínu,“
sagði Grétar.
Aðspurður sagði hann að dómur-
inn væri svo nýfallinn að menn hefðu
ekki haft tíma til að ræða hann. „En
ég held að honum verði mjög frek-
lega mótmælt'því þetta er algjört
svínarí. Við fengum þessa tíma upp-
haflega vegna þess að við voru færri
en við áttum að vera og erum enn
jafn fáir,“ sagði Grétar og vísaði
þannig til þess að 4 undirmenn, há-
setar og bátsmaður, væru að jafnaði
í skipinu í stað 6 sem upphaflega
hefði verið gert ráð fyrir.
Að auki sagði hann að gengið
hefði verið á rétt undirmannanna
með því að hætta að greiða út frí-
daga ef svo hitti á að þeir Ientu á
sunnudegi. „Þeir tóku þetta af þegj-
andi og hljóðalaust þegar verkfallið
byijaði í vetur en það hlýtur að fara
í mál,“ sagði Grétar.
Hann neitaði því að laun stýri-
manna hefðu verið verri en undir-
manna. „Þeir eru ekki með lélegri
laun en við því vinnutími þeirra er
mun styttri en okkar,“ sagði hann
og benti á að undirmenn ynnu 24
daga í mánuði en stýrimenn 21 dag.
Tvígreiðsla
Jón H. Magnússon, lögfræðingur
VSÍ, var fulltrúi útgerðarinnar fyrir
gerðardómi. Hann segir að með úr-
skurðinum sé verið að leiðrétta tví-
greiðslu til undirmannanna því þeir
hafi bæði fengið 5% grunnkaups-
hækkun 1984 og einn óunnfmn yfir-
vinnutíma á hvem virkan dag með
samningi við stjórn Heijólfs 1981 en
ættu aðeins að fá annað hvort. Hann
segir að seinni samningurinn hafi
orðið upphafið af samanburðardeild-
um um borð en með dómnum sé
launamunur milli hópa nær því sem
gerist á öðmm kaupskipum.
\ y Y 10°
t__i/ ^ fJ r ,u
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 i gær að ísl. tíma hili voöur , Akureyri 9 fikýjeft Reykjavík 8 lénskýjað
Bergen 11 skýjaö
Helsinki 19 skýjað
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Narssarssuaq 11 hálfskýjað
Nuuk 6 þokaígrend
Osló 16 skýjað
Stokkhólmur 18 skýjað
Þórshöfn 8 skýjað
Algarve 28 heiðskírt
Amsterdam 14 súld
Barcelona 26 léttskýjað
Berlín 17 hálfskýjað
Chicago 21 þoka
Feneyjar 26 léttskýjað
Frankfurt 19 skýjað
Glasgow 12 rigning
Hamborg 18 skýjað
London 21 skýjað
LosAngeles 18 skýjað
Lúxemborg 18 hálfskýjað
Madríd 32 léttskýjað
Malaga 28 mistur
Mallorca 29 skýjað
Montreai 20 mistur
NewYork vantar
Orlando 24 léttskýjað
Paris 21 skýjað
Madelra 23 léttskýjað
Róm 29 léttskýjað
Vín 20 skýjað
Washlngton 22 mlstur
Wlnnipeg vantar
m •' ' 5 i Morgunblaðið/Kristinn
Trjagroour snyrtur
MARGT bendir til þess að tijágróður geti skemmst í vetur og þá
einkum á Norðurlandi. Það kemur til vegna slæms árferðis í fyrra-
sumar og sviptingasams veðurs það sem af er þessa sumars.
Tijávöxtur hefur lítill á norðan- og austanverðu Iandinu en í þokka-
legu meðallagi sunnan- og vestanlands.
Trjávöxtur verður í meðallagi
sunnan og vestanlands
Hætta á skemmd-
um á Norðurlandi
TRJÁVÖXTUR hefur verið lítill á Norður- og Austurlandi það sem
af er sumri. Vöxtur hefur verið í þokkalegu meðallagi annars staðar
á landinu. Aðalsteinn Sigurgeirsson skógerfðafræðingur segir að
vaxtarskilyrði allra tegunda tijáa ráðist af árferði síðasta árs og ára.
í fyrrasumar hafi sumarið verið kalt og blautt en afleiðingar þess
koma nú fram í takmörkuðum vexti tijáa. Hann telur að ef vaxtar-
skilyrði batni ekki í þeim mánuði, sem er að líða, vofi hætta á tijá-
skemmdum í vetur yfir, einkum á Norðurlandi.
„Það má segja að afkoma trjá-
gróðurs skiptist í tvo horn,“ sagði
Aðalsteinn Sigurgeirsson skó-
gerfðafræðingur. „Á Suður- og
Vesturlandi hefur trjávöxtur verið
í þokkalegu meðallagi en á Norður-
og Austurlandi er ástandið mun
verra og vöxtur verið almennt mjög
lítill.
„Suðvestanlands má greina góð-
an vöxt hjá lauftijátegundum á
borð við ösp og víði. Vöxtur er einn-
ig í meðallagi hjá greni en afkoma
furutegunda er afleit," sagði hann.
„Um norðanvert landið og austan-
vert er vöxtur lítill í flestum tegund-
um en sérstaklega hjá þeim tegund-
um, sem fóru illa í vorhretinu um
mánaðamótin maí og júní. í því
sambandi nefni ég lerkið sérstak-
lega en sú tegund hefur alls ekki
náð sér á strik í sumar.“
Tijáskemmdir?
Aðalsteinn segir að þar sem sum-
arið sé senn búið sé útlit fyrir að
töluverðar skemmdir kunni að eiga
sér stað á tijágróðri í vetur, einkum
á Norðurlandi. „Það getur þó enn
brugðið til beggja vona og ef veður
batnar eitthvað síðasta mánuðinn
kann það koma í veg fyrir hugsan-
legar skemmdir."
En hvemig þarf að viðra til að
trén taki við sér? „Það þarf að vera
vel hlýtt yfir daginn. Ennfremur er
ágætt að hitamunur sé nokkur milli
dags og nætur en þó má hann ekki
vera svo mikill að það geri snögg
næturfrost. Næsta 'víst má þykja að
kal muni myndast í þessum síðasta
ársvexti en reynslan kennir okkur
þó að við þurfum ekki að vera ugg-
andi um að tijágróður eyðileggist
eða drepist alveg. Ég bendi á að við
höfum upplifað álíka slæm sumur
og sem dæmi má nefna sumarið
1979 þegar kals varð vart í barrtij-
ám. Þau náðu sér á strik síðar.“
Aðalsteinn segir ábyggilegt að
lítils vaxtar sé að vænta næsta
sumar og ftuldinn í ár líklega eink-
um bitna á barrtrjám um allt land
og öllum tijágróðri á Norðurlandi.
------♦ ♦ ♦-----
Loðnuveiðar
glæðast á ný
BATNANDI verður er á loðnu-
miðunum eftir brælu að undan-
förnu og hafa loðnuveiðar glæðst
á ný. Nokkrir bátar voru á leið í
Iand með fullfermi £ gær. Um 180
þúsund tonn hafa borist í land á
vertíðinni en þar af hafa erlend
skip landað tæplega 8 þúsund
tonnum.
Loðnubræðslur SR-mjöls hafa
tekið á móti um 100 tonnum það
sem af er vertíðinni.
Hvergi löndunarbið
Að sögn Árna Sörenssonar, verk-
smiðjustjóra hjá SR-mjöli á Raufar-
höfn, hefur verksmiðjan haft nægi-
legt hráefni og von var á tveimur
loðnubátum með fullfermi til Rauf-
arhafnar í dag. Rúmlega sólarhrings
sigling er á loðnumiðin og hægir það
mjög á veiðunum. Hvergi mun vera
löndunarbið þessa dagana.