Morgunblaðið - 12.08.1993, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993
Námsmenn erlendis
spari sér tryggingagjöld
eftir Ástu R.
Jóhannesdóttur
Um þetta leyti árs höfum við hjá
Tryggingastofnun reynt að vekja
athygli þeirra sem stunda nám er-
lendis á þeirri tryggingu sem þeir
hafa sjálfkrafa, séu þeir með lög-
heimili hér á landi. Nú er þessi hóp-
ur að undirbúa brottför sína og því
tímabært að minna á sjúkratrygging-
ar námsmanna.
Ýmsir skólar erlendis krefjast
ákveðinna trygginga af nemendum.
Dæmi eru um að íslenskir náms-
menn, sem ekki hafa kynnt sér rétt
sinn gagnvart almannatryggingun-
um, hafa lagt út í heilmikinn kostnað
vegna slíkra trygginga að óþörfu.
Allir landsmenn eru sjúkratryggð-
ir samkvæmt lögum um almanna-
tryggingar, eigi þeir lögheimili hér á
landi. Þar með eru íslenskir náms-
menn erlendis sjúkratryggðir sam-
kvæmt þessum lögum, eigi þeir lög-
heimili hérlendis.
Reglur sem gilda um þátttöku al-
mannatrygginga í sjúkrakostnaði
erlendis eru mismunandi eftir lönd-
um.
Gagnkvæmir samningar
Gagnkvæmur samningur um fé-
lagslegt öryggi er í gildi milli Norð-
urlandanna. Samkvæmt honum njóta
íslenskir námsmenn og fjölskyldur
þeirra sömu réttinda og íbúar við-
komandi lands gagnvart sjúkra-
kostnaði. Algengast er að íslenskir
námsmenn á Norðurlöndum flytji
lögheimili sitt til viðkomandi lands
og gangi þar með inn í almanna-
tryggingakerfi þess.
Sjúkrakostnaður úr íslenska al-
mannatryggingakerfinu er því eng-
inn vegna þessara námsmanna.
íslenskir námsmenn í Bretlandi,
sem þarfnast nauðsynlegrar sjúkra-
hjáipar, eiga sama rétt og íbúar við-
komandi landsvæðis til þeirrar þjón-
ustu sem opinbera heilbrigðisþjón-
ustan breska (National Health
Service) veitir. Réttindin eru sam-
kvæmt gagnkvæmum samningi miili
Iandanna um heilbrigðisþjónustu.
Sjúkrahjálp aðila í einkarekstri
heyrir ekki undir þennan samning.
Fæst kostnaður vegna hennar að
takmörkuðu leyti endurgreiddur hjá
Tryggingastofnun.
Aðrir námsmenn erlendis og
EES-samningurinn
Námsmenn erlendis með lögheim-
ili á Islandi eru sjúkratryggðir hér á
meðan þeir dveljast erlendis, nema
þar sem gagnkvæmur samningur er
í gildi milli landanna. Trygginga-
stofnun ríkisins endurgreiðir því er-
lendan sjúkrakostnað í sama mæli
og kostnaður Tryggingastofnunar
hefði verið af samskonar tilviki hér-
lendis. Á reikningum vegna læknis-
þjónustu erlendis verða að vera allar
nauðsynlegustu upplýsingar um
hverskonar sjúkrakostnað sé um að
ræða og helst þarf læknisvottorð að
fylgja.
Dæmi um sjúkrakostnað sem end-
urgreiðist eftir sömu reglum og hér-
lendis er sjúkrahúsvist, læknishjálp,
rannsóknir, lyf, röntgengreining,
sjúkraþjálfun, sjúkraflutningur,
tannlækningar á börnum og lífeyris-
þegum og kostnaður vegna fæðing-
ar.
Verði námsmaður fyrir verulegum
kostnaði vegna veikinda eða slyss
erlendis og fær hann ekki endur-
greiddan nema að litlu leyti, er heim-
ilt að sjúkratryggingarnar taki meiri
þátt í slíkum kostnaði. Trygginga-
stofnun greiðir þá 75% af hlut sjúkl-
ings í fyrstu 1.000 Bandaríkjadollur-
um, en 90% af þeim kostnaði sem
fer þar yfír. Reglan tekur til náms-
mannsins sjálfs, maka hans og
barna. Umframkostnaður greiðist þó
ekki vegna fæðingar. Námsmaður
samkvæmt þessu er sá sem er í láns-
hæfu námi. Sé námsmaður tryggður
hjá tryggingafélagi, sem greiðir
hluta kostnaðar, á hann ekki rétt á
þátttöku almannatrygginga nema að
því leyti, sem tryggingafélagið bætir
ekki.
Búast má við að EES-samningur-
inn taki gildi á næstunni. Ekki verða
Ásta R. Jóhannesdóttir
„Nemendur geta fengið
skriflega staðfestingu á
ýmsum tungumálum
hjá Tryggingastofnun
um að þeir séu sjúkra-
tryggðir samkvæmt ís-
lenskum lögum og hvað
í tryggingunni felst. “
neinar breytingar hvað varðar náms-
menn við gildistökuna, þar sem
samningurinn miðast við atvinnu-
þátttöku. Reglur gagnvart náms-
mönnum verða því óbreyttar á Evr-
ópska efnahagssvæðinu hvað þetta
varðar, nema um atvinnuþátttöku í
landinu sé að ræða, þá verða þeir
sjúkratryggðir í viðkomandi landi.
Staðfesting frá Trygginga-
stofnun getur sparað útgjöld
Margir erlendir skólar krefjast
þess að nemendur hafí tilteknar lág-
marks sjúkra- og slysatryggingar.
Þær þurfa oft að vera betri en þær
tryggingar sem almannatrygging-
amar bjóða. Einnig krefjast sumir
skólar þátttöku í hóptryggingu hjá
tilteknu erlendu vátryggingafélagi.
Nemendur geta fengið skriflega
staðfestingu á ýmsum tungumálum
hjá Tryggingastofnun um að þeir séu
sjúkratryggðir samkvæmt íslenskum
lögum og hvað í tryggingunni felst.
Vottorð frá skóla eða lánasjóði þarf
að fylgja beiðni um staðfestinguna.
Með því að framvísa þessari staðfest-
ingu er oft hægt að sleppa við eða
fá afslátt af skyldutryggingum er-
lendra skóla.
Þessar upplýsingar ættu samt ekki
að draga úr því að námsmenn kaupi
sér tryggingar hjá tryggingafélög-
um. Slíkar tryggingar greiða oft mun
fleiri tegundir sjúkrakostnaðar en
almannatryggingakerfíð. Einnig
þurfa menn að leggja út fyrir kostn-
aði og fá síðan endurgreitt sam-
kvæmt almannatryggingunum, en
sjúkrareikningar eru sendir beint til
tryggingafélags gegn framvísun
tryggingaskírteinis í hinu tilvikinu.
Það er því að ýmsu að hyggja í þess-
um efnum.
Námsmenn og aðrir sem ætla utan
til dvalar, ættu því að kynna sér
þann rétt sem þeir eiga samkvæmt
íslenskum lögum, áður en haldið er
af stað.
Höfundur er deildarsijóri félags-
mála- og upplýsingadeildar
Tryggingastofnunar ríkisins.
Fúnir innviðir
Höfuðstöðvar vega-
gerðar í Borgames
eftir Þorvald
Gylfason
Það er stundum sagt um arki-
tekta, að mistök þeirra séu afdrifa-
ríkari en mistök annarra manna.
Þetta á líka við um aðra húsbyggj-
endur, þar á meðal byggingarmeist-
ara samfélagsins: þá, sem setja okk-
ur lög og leikreglur í umboði almenn-
ings. Þjóðarskemman, hús og heimili
okkar allra, er eins og önnur hús.
Hún útheimtir vandlegt viðhaid og
endurbætur. Hún er líka eins og
aðrar byggingar að því leyti, að fún-
ir innviðir sjást ekki auðveldlega:
Utan frá getur hún virzt vera í góðu
lagi, þótt innviðimir séu að veikjast
eða jafnvel bresta vegna vanrækslu.
Bolshoi-óperan í Moskvu er gott
dæmi um þetta. Frábært leikhús
hefur verið látið drabbast niður að
innan árum saman, þótt framhliðinni
hafí verið haldið sæmilega við til að
villa um fyrir vegfarendum. Nú er
svo komið, að Rússum sjálfum er um
megn að gera við bygginguna, svo
að Menningarstofnun Sameinuðu
þjóðanna (UNESCO) hefur ákveðið
að gera húsið upp fyrir eigin reikn-
ing.
Færeyjar, Argentína
og Úrúgvæ
Eitthvað þessu líkt getur hent
heil þjóðfélög, ef þau gá ekki að
sér. Ef þjóðarskemman er látin
drabbast niður að innanverðu getur
viðhaldskostnaðurinn orðið illvið-
ráðanlegur á endanum. Þá geta aðr-
ir þurft að taka að sér nauðsynlegt
viðhald og endurbætur. Þetta eru
Færeyingar að reyna um þessar
mundir. Þeim er ókleift að vinna sig
út úr þeim vanda, sem þeir hafa
komið sér í, án verulegrar fjárhags-
aðstoðar frá Dönum. Færeyingar
nutu mikillar velvildar í Danmörku,
á meðan allt lék í lyndi. Nú er gert
grín að þeim í dönskum blöðum.
Færeyjar eru ekkert einsdæmi.
Argentína var eitt ríkasta land heims
á fyrsta þriðjungi þessarar aldar, en
dróst síðan aftur úr öðrum hátekju-
löndum og er nú ekki nema svipur
hjá sjón. Þetta gerðist smám saman,
þannig að sumir tóku jafnvel ekki
eftir því fyrr en eftir dúk og disk.
Þetta gerðist meira að segja án þess,
að efnahag landsins hnignaði beinlín-
is. Það, sem gerðist, var, að efna-
hagslífið 1 Argentínu staðnaði, á
meðan önnur hátekjulönd bjuggu við
mikinn hagvöxt. Og hagvöxtur hleð-
ur utan á sig með tímanum. Ef tvær
þjóðir búa við jafnmiklar tekjur á
mann í upphafí og önnur þeirra býr
til dæmis við 3% meiri hagvöxt en
hin að öðru jöfnu, þá verður önnur
orðin sex sinnum ríkari en hin eftir
sextíu ár. Þetta henti Argentínu.
Úrúgvæ, sem er næsti bær við
Argentínu, var velferðarríki að evr-
ópskri fyrirmynd fram yfír 1960, en
þá tók að halla mjög undan fæti í
efnahagslífi landsins. Verðbólgan
þar hefur verið nálægt 60% á ári að
meðaltali síðan þá. Erlendar skuldir
hafa þrefaldazt síðastliðinn áratug 1
sem hlutfall af þjóðarframleiðslu,
þótt þær séu að vísu mun lægri en
hér heima á þennan mælikvarða. |
Menntafólk hefur flúið landið í
hrönnum. Nú eru þjóðartekjur á
mann þar suður frá nálægt áttunda
parti af tekjum á mann í Evrópu.
Hvernig gat þetta gerzt?
Efnahagshnignun Færeyinga,
Argentínumanna og Úrúgvæbúa á
rætur að rekja til óstjómar fyrst og
fremst. Hér á ég ekki aðallega við
óstjórn í efnahagsmálum frá degi til
dags af því tagi, sem menn þrátta
um í blöðunum alla daga. Nei, ég á
við vanrækslu á viðhaldi. Innviðir
efnahaglífsins fúnuðu án þess að
stjórnvöld gættu þess að styrkja þá
jafnharðan með því að leiðrétta lög
og leikreglur atvinnulífsins í sam-
ræmi við kall og kröfur tímans.
Tökum Færeyjar fyrst. Færeying-
ar urðu óhóflegri skuldasöfnun og
ofveiði að bráð. Þeir héldu uppi háum
tekjum með því að safna skuldum í
útlöndum og ganga á sameignina í
sjónum umhverfis eyjamar. Þeir
hefðu átt að hafa betri stjórn á
bankamálum sínum, sjávarútvegs-
málum og samskiptum við Dani.
Þeir hefðu líkast til umfram allt átt
að breyta kjördæmaskipan eyjanna
þannig, að einstakir dreifbýlisþing-
menn kæmust ekki upp með að láta
byggja jarðgöng í gegnum fjöll
handa sauðfé auk annars og maka
krókinn sjálfír um leið. Þá hefðu
Færeyingar trúlega getað komizt hjá
því að sigla efnahagslífi eyjanna í
strand. Færeyskir stjómmálamenn
voru varaðir við. Þeir kusu að hafa
vamaðarorðin að engu. Þess vegna
fór sem fór.
Hnignun Argentínu á sér flóknari
skýringar, enda er landið stórt og
Þorvaldur Gylfason
„Færeyingar urðu
óhóflegri skuldasöfnun
og ofveiði að bráð.“
fjölmennt og efnahagslífið fjölbreytt
eftir því. Eitt stendur þó upp úr. Á
sama tíma og heimsbúskapurinn
blómstraði í skjóli fijálsari viðskipta
eftir heimsstyijöldina síðari lagðist
Argentína gegn fríverzlun og reyndi
þess í stað að loka efnahagslíf lands-
ins inni í vemdarmúrum. Argentínu
tókst ekki að viðhalda góðum við-
skiptatengslum við Evrópu eða afla
nýrra viðskiptasambanda í staðinn.
Sjálfsþurftabúskapurinn dró úr hag-
vexti og viðgangi í landinu. Aukin
einangrun átti þannig talsverðan
þátt í því, að lífskjör almennings í
Argentínu drógust aftur úr kjörum
fólks í Evrópu og Norður-Ameríku.
Þetta gerðist ekki aðallega vegna
þess, að ríkisstjórn landsins væru
mislagðar hendur við stjóm efna-
hagsmála frá degi til dags, þótt
ýmisleg hagstjómarmistök yfírvalda
reyndust argentínsku þjóðinni sann-
arlega þung í skauti, en það er ann-
að mál. Nei, þetta gerðist öðru fram-
ar vegna þess, að stjórnvöld van-
ræktu að skapa trausta og heilbrigða
umgerð um efnahagslífíð og búa
þannig um hnútana í lögum og leik-
reglum, að lýðræði væri virkt og við-
skipti væru frjáls. En margt annað
lagðist á sömu sveif, eins og nærri
má geta.
Höfundur er prófessor í hagfræði
við Háskóla íslands.
eftir Ingibjörgu
Pálmadóttur
Um langt skeið hefur verið unnið
að því að finna ríkisstofnunum stað
á landsbyggðinni og með því móti á
að draga úr þeirri miklu byggðarösk-
un sem víða hefur átt sér stað og
flestir eru sammála um að ekki sé
aðeins óæskileg heldur líka dýr fyrir
þjóðarbúið í heild.
Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar
hefur sl. tvö ár unnið að gerð til-
lagna um flutning ríkisstofnana út á
land og hefur hún nú skilað af sér.
Tillögumar hafa fallið í misgóðan
jarðveg eins og við mátti búast.
Einna mesta og jafnframt neikvæð-
asta umræðan er um flutning höf-
uðstöðva Vegagerðarinnar í Borg-
arnes og margir hafa tjáð sig um
hversu óhugsandi þessi flutningur
sé. En þegar betur eru skoðuð rökin
með og á móti kemur í ljós að varla
er hægt að hugsa sér heppilegri stað
en Borgarnes fyrir höfuðstöðvar
Vegagerðarinnar. Borgames er í
þjóðbraut og samgöngur hinar ákjós-
anlegustu, stutt frá höfuðborginni á
fyrsta flokks vegi svo ekki sé minnst
á það ef Hvalfjarðargöng verða að
veruleika.
Starfsfólk
Að sjálfsögðu hefur þessi flutning-
ur í för með sér röskun fyrir starfs-
fólk Vegagerðarinnar engu síður en
almenn byggðaröskun hefur haft
veruleg óþægindi í för með sér fyrir
landsbyggðarfólk. Það sem kemur
manni mest á óvart í umræðunni um
þetta mál er það að fullyrt er að
sérhæft og vel menntað starfsfólk
Vegagerðarinnar telji það ekki koma
til greina að flytja sig um set. Það
kann vel að vera erfítt að flytja stofn-
un sem slíka í einum áfanga en ég
trúi ekki öðru en að hægt sé að flytja
hana í áföngum. Það er búið að of-
meta nútíma fjarskiptatækni ef hún
nýtist ekki í tilvikum sem þessum.
Ég minnist umræðunnar þegar
Grundartangaverksmiðjan var í upp-
byggingu. Þá var fullyrt fullum fet-
um að það yrði að koma upp loftpúða-
skipi milli Grundartanga og Reykja-
víkur til þess að fá til verksmiðjunn-
ar þá menntuðu menn sem auðvitað
gætu hvergi búið nema í Reykjavík.
Reynslan hefur sýnt að þessir sér-
Ingibjörg Pálmadóttir
„En þegar betur eru
skoðuð rökin með og á
móti kemur í Ijós að
varla er iuegt að hugsa
sér heppilegri stað en
Borgarnes fyrir höfuð-
stöðvar Vegagerðar-
innar.“
hæfðu og vel menntuðu einstaklingar
hafa fest rætur á svæðinu og hafa
óneitanlega verið byggðarlaginu
mikil lyftistöng.
Kostnaðarþátturinn
Það er fullyrt að mun dýrara verði
fyrir heildina að höfuðstöðvar Vega-
gerðarinnar verði staðsettar í Borg-
amesi í stað Reykjavíkur. Ekki hefur
sá útreikningur komið fyrir sjónir
almennings og nauðsynlegt er að
nákvæmlega sé farið ofan í saumana
á því dæmi áður en fullyrt er án
raka að rekstrarkostnaður verði mun
meiri. Það er skylda ráðamanna að
fara vel yfír þetta mál og leita allra
leiða til að færa ríkisstofnanir út á
land. Það er byggðastefna í raun.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Vesturíandskjördæmi.