Morgunblaðið - 12.08.1993, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993
Styðjum Guðlaug1 til áfram-
haldandi formennsku í SUS
eftirAra Edwald og
Þorgrím Daníelsson
Næstkomandi sunnudag kjósa
ungir sjálfstæðismenn sér forystu til
næstu tveggja ára, á landsþingi
Sambands ungra sjálfstæðismanna
á Selfossi og í Hveragerði. Tveir
menn verða í framboði til for-
mennsku sambandsins, þeir Guð-
laugur Þór Þórðarson, formaður, og
Jónas Fr. Jónsson, sem á sæti í stjórn
Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Öflug hreyfing ungs fólks
Það skiptir miklu máii, nú þegar
tvennar kosningar eru framundan,
að valinn maður skipi hvert sæti í
forystu Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna. Samtökin hafa átt stóran
þátt í kosningabaráttu Sjálfstæðis-
flokksins undanfamar kosningar og
í ljósi stöðu flokksins nú má ætla
að það verði enn mikilvægara.
í síðustu kosningum, bæði til Al-
þingis og sveitarstjórna, hefur Sam-
band ungra sjálfstæðismanna kosið
að fara nýjar leiðir til að laða ungt
fólk til fylgis við flokkinn, og meðal
annars komið hugmyndum og sjón-
armiðum flokksins á framfæri í kvik-
myndahúsum og á hljómplötu. Það
starf hefur skilað miklum árangri
og skoðanakannanir sýna yfirgnæf-
andi fylgi ungs fólks, sem afstöðu
tekur til stjórnmálaflokka, við Sjálf-
stæðisflokkinn.
Traust forysta
Guðlaugur Þór Þórðarson, for-
„Innan Sambands
ungra sjálfstæðis-
manna mætist fólk með
fjölbreytt viðhorf og
ólíkan bakgrunn.
Strengir samtakanna
verða því ekki stilltir
saman með einsýni og
kreddufestu, heldur
verður formaður sam-
takanna að kunna þá
list að leiða saman ólíka
einstaklinga, jafnt sem
stjórnandi og félagi, og
vera um leið trúr þeim
hugsjónum sem sam-
eina sjálfstæðismenn.“
maður SUS, hefur átt stóran þátt í
nýjum leiðum í starfi samtakanna
undanfarin ár. Hann hefur gegnt
þar varaformennsku síðustu fjögur
ár og setið í stjórn í sex ár samtals.
Þar áður hefur hann verið formaður
félaga ungra sjálfstæðismanna í
Borgarnesi og á Akureyri. Guðlaug-
ur hefur því mikla reynslu sem ætti
að nýtast vel þegar til kosninga
kemur. Hann situr jafnframt í mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins og er
hann yngsti maður sem þangað hef-
ur verið kjörinn, sem sýnir vel það
traust sem hann nýtur meðal sjálf-
stæðismanna um alit land.
Lýðræðislegri vinnubrögð
Margt gott hefur áunnist í starfi
ungra sjálfstæðismanna undanfarin
ár. Félögum hefur fjölgað mikið um
allt land og góður árangur náðst í
kosningum. Félagsmenn í SUS eru
nú um átta þúsund talsins og SUS
þar með tvímælalaust stærsta og
öflugasta fjöldahreyfing ungs fólks
á Islandi. Nú í vor hófst málefnaund-
irbúningur fyrir sambandsþingið og
að frumkvæði Guðlaugs Þórs Þórð-
arsonar, sem þá var nýorðinn for-
maður samtakanna, var ákveðið að
beita nýjum og lýðræðislegri vinnu-
brögðum í þessu starfi og fá fleiri
til að taka virkan þátt. Árangurinn
hefur orðið sá að aldrei hafa fleiri
komið að málefnastarfi ungra sjálf-
stæðismanna, eða á þriðja hundrað
manns.
Mikilvæg verkefni bíða
En þótt margt hafi áunnist í starfi
hreyfingarinnar á undanförnum
árum bíða stór verkefni. Skoðana-
kannanir sýna minnkandi fylgi
kvenna við Sjálfstæðisflokkinn og
staða flokksins á landsbyggðinni er
víða alltof veik. Ungir sjálfstæð-
ismenn þurfa að hleypa lífi í stefnu-
mörkun flokksins í þeim málaflokk-
um, sem ekki hefur verið sinnt nægi-
lega. Þeir þurfa einnig sérstaklega
að eiga uppbyggilegt framlag til
þess hvernig leysa skuli þau vanda-
mál sem blasa við í efnahagslífi okk-
ar, án þess að alið sé á sundrungu
milli þéttbýlis og dreifbýlis. Á þess-
Ari Edwald
um sviðum geta ungir sjálfstæðis-
menn átt stóran þátt.
Afram Guðlaugur!
Hvaða framhald verður á því
starfi, sem hafíst hefur, veltur að
miklu leyti á þeirri forystu sem ung-
ir sjálfstæðismenn kjósa sér á sunnu-
dag. Miklu varðar að til formennsku
veljist reyndur og hæfur maður, sem
hefur starfað dyggilega innan hreyf-
ingarinnar. Raunverulegur árangur
byggist ekki á háværum yfirlýsing-
um og upphrópunum, heldur á sam-
stöðu og vinnu. Innan Sambands
ungra sjálfstæðismanna mætist fólk
með fjölbreytt viðhorf og ólíkan bak-
gi-unn. Strengir samtakanna verða
því ekki stilltir saman með einsýni
og kreddufestu, heldur verður for-
maður samtakanna að kunna þá list
★ *
★ *
* ¥
Þaö verða sannkallaðir *
i Sulnasal laugardagskvöld!
&gfótrisoe/tín
GLEÐIGJAFAR
Carl Moller - hljómborö
Einar Bragi - sax
Árni Scheving - bassi
Einar Scheving - trommur
ANDRÉ BACHMANN
S<BJARNI ARA
ásamt MÓEIÐI
JÚNÍUSDÓTTUR
V
Vi
f/U/mcr/' f Hh'/vva\s'o// A'/ent/ft///'
OPIÐ FRÁ KLUKKAN 1 9:00 - 03:00
Doktorsvörn í
barnalækningnm
ÞANN 28. maí sl. varði Geir
Gunnlaugsson barnalæknir dokt-
orsritgerð sína „Transmission of
qualities through breast milk:
breastfeeding practices and child
health in Guinea-Bissau“. Vörnin
fór fram við barnadeild Karol-
inska sjúkrahússins/St. Göran í
Stokkhólmi þar sem Geir hefur
starfað undanfarin ár. Andmæ-
landi var dósent Mehari Gebre-
Mehin barnalæknir á Háskóla-
sjúkrahúsinu í Uppsala og 5
manna dómnefnd var skipuð há-
skólakennurum við Karolinska
institutet.
Doktorsritgerðina byggði Geir á
vinnu sinni í Guineá-Bissau á vest-
urströnd Afríku á árunum
1982-85. í ritgerðinni er lýst hug-
myndum kvenna frá ýmsum ætt-
flokkum í landinu um gæði brodds,
fyrstu mjólk móður eftir fæðingu,
og bijóstamjólkur yfirleitt. Konurn-
ar hafa ýmsar aðferðir við að meta
ágæti mjólkurinnar og til að bæta
hana ef þær telja þörf á því. Þessar
hugmyndir geta þó leitt til tafa,
allt að nokkrum dögum, á bytjun
bijóstagjafar. Slík töf gæti orðið
nýfæddu barni til skaða, ekki aðeins
fyrstu dagana eftir fæðingu heldur
einnig fyrstu æviárin. Sú skoðun
byggist á þeirri þekkingu sem við
höfum í dag um sérstaka eiginleika
brodds, aðallega hvað varðar vörn
gegn sýkingum. Er nú almennt tal-
ið æskilegt að hefja brjóstagjöf inn-
an 30 mínútna frá fæðingu, og er
unnið að því víða um heim með
stuðningi Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar og Bamahjálpar
Sameinuðu þjóðanna.
Til að kanna hversu mikil töfin
á byijun bijóstagjafar er í reynd
meðal gíneanskra kvenna var far-
aldsfræðilegum aðferðum beitt.
Kom í ljós að fáar konur í höfuð-
borginni Bissau byija bijóstagjöf
strax eftir fæðingu, hvort sem þær
fæddu heima hjá sér eða á sjúkra-
húsi, og að aðeins helmingur kvenn-
anna hafði gefið barni sínu bijóst
fyrsta sólarhringinn. Konur sem til-
Sögrifræg- hús merkt á
afmælisdegi Reykjavíkur
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
að 10 söguleg hús í Reykjavík
verði merkt á afmælisdegi borg-
arinnar 18. ágúst nk. Árbæjar-
safn hefur látið vinna útlit skilt-
anna og mun hafa umsjón með
staðsetningu þeirra á húsin.
Skiltin verða í A - 5 stærð og
úr koparblöndu. Umhverfis-
málaráð Reykjavíkur greiðir
kostnað af merkingunum.
Valin hafa verið 10 gömul hús
til að merkja í fyrsta áfanga en
þau eru eftirfarandi: Geysishúsið
að Aðalstræti 2, Stöðlakot að Bók-
hlöðustíg 6, Bjamaborg að
Hverfisgötu 83, Lækjargata 2,
Bryggjuhúsið að Vesturgötu 2,
Bankastræti 3, Norska bakaríið
að Fishersundi 3, Franski spítalinn
að Lindargötu 51, Hótel Borg að
Pósthússtræti 11 og Iðnó að Von-
arstræti 3.
Danskeppni í Singapore
Komust í
undanúrslit
BJARNI Þór Bjarnason og Jó-
hanna Jónsdóttir frá Nýja Dans-
skólanum eru nú í Singapore og
tóku þar þátt í danskeppni laug-
ardaginn 7. ágúst st.
Bjarni Þór og Jóhanna náðu þeim
árangri að komast í undanúrslit
bæði í latín og standard dönsum.
Á mánudag fara þau til Ástralíu
og keppa fyrir ísland í heimsmeist-
arakeppni í 10 dönsum.
Þorgrímur Daníelsson
að leiða saman ólíka einstaklinga,
jafnt sem stjórnandi og félagi, og
vera um leið trúr þeim hugsjónum
sem sameina sjálfstæðismenn.
Undirritaðir hafa átt þess kost að
starfa með Guðlaugi Þór á ýmsum
vettvangi í Sjálfstæðisflokknum. Það
er vegna þeirrar reynslu, sem við
treystum okkur til að fullyrða að
öflugt framlag ungra sjálfstæðis-
manna, innán flokksins og í þjóðfé-
laginu, verður best tryggt á kom-
andi árum með áframhaldandi for-
mennsku Guðlaugs Þórs Þórðarson-
ar. Við skorum á ungt sjálfstæð-
isfólk að kjósa Guðlaug í formanns-
kjörinu á sunnudag.
Arí Edwald er 1. varaformaður
SUS og Þorgrímur Daníelsson
situr í miðstjóm
Sjálfstæðisflokksins
Dr. Geir Gunnlaugsson
heyra balanta-ættflokknum höfðu
tilhneigingu til að seinka byijun
bijóstagjafar í allt að 3-7 daga í
samræmi við hugmyndir þeirra um
skaðsemi brodds fyrir nýfætt barn-
ið. Allar gáfu þó konumar að lokum
bijóst og héldu því áfram í allt að
2-3 ár. Sú seinkun sem varð á
bijóstagjöfinni hafði engin augljós
áhrif á vöxt eða lifun barnanna
fyrstu þijú æviárin. Næringar-
ástand þeirra var almennt slæmt
og dánartíðni há. Líkindi voru á að
215 af 1.000 frískum börnum deyi
á aldrinum 1-35 mánaða (til sam-
anburðar má geta að á íslandi deyja
6-7 af hveijum 1.000 fæddum
börnum innan 12 mánaða aldurs).
Aftur á móti fannst vísbending um
að seinkun bijóstagjafar geti valdið
meiri tíðni niðurgangs fyrsta æviár-
ið. Tímalengd bijóstagjafar gínean-
skra barna virtist þó ekki hafa nein
verndandi áhrif á sýkingu í niður-
gangi af völdum rotavírus, einni
algengustu orsök niðurgangs hjá
börnum um allan heim.
Geir fæddist 24. maí 1951 og er
sonur hjónanna Gunnlaugs Pálsson-
ar arkitekts og konu hans, Áslaugar
Zoéga. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
1971. Hann stundaði nám við lækna-
deild Háskóla íslands 1972-78 og
varð sérfræðingur í bamalækning-
um 1990. Geir er kvæntur Jónínu
Einarsdóttur kennara og mannfræð-
ingi og eiga þau þijá syni. Fjölskyld-
an er nú á förum til starfa í Guinea-
Bissau á vegum Hjálparstofnunar
dönsku kirkjunnar.
€
1
I
4