Morgunblaðið - 12.08.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993
15
l
)
\
)
>
)
í
Minning
Þorbjörg Gríms-
dóttír frá Litia-Seli
Fædd 8. júlí 1889
Dáin 3. ágúst 1993
Þá vissi' ég fyrst, hvað tregi er og tár,
sem tungn heftir, - bijósti veitir sár -
er flutt mér var sú feigðarsaga hörð,
að framar ei þig sæi’ ég á jörð;
Er flutt mér var hin sára sorgarfregn,
- er sálu mína og hjarta níst’ í gegn -
að þú hefðir háð þitt hinzta stríð svo harla
fjarri þeim, sem þú varst blíð.
Ég veit hver var þín hinzta hjartans þrá,
hugljúf móðir, - bömin þín að sjá;
ég veit þau orð, er síðast sagðir þú,.
sem sorgleg mér í eymm hljóma nú.
Nú er mér ljóst, hvað átt ég hefi bezt,
hver unni mér og hjálpaði mér mest,
sem stríddi, svo ég fengi ró og frið
og fúsast veitti mér í þrautum lið.
Það var enginn, enginn nema þú,
elsku móðir - glöggt ég sé það nú.
Nú sé ég fyrst, að vinafár ég er,
því enginn móðurelsku til mín ber.
Þér þakka’ ég, móðir, fyrri trú og tryggð;
á traustum gmnni var þín hugsun byggð.
Þú stríddir vel, unz stríðið endað var,
og starf þitt vott um mannkærleika bar.
Hvíl þig, móðir, hvíl þig, þú varst þreytt;
þinni hvíld ei raskar framar neitt.
Á þína gröf um mörg ókomin ár,
ótal munu falla þakkartár.
(Jóhann M. Bjamason, Móðir mín) .
Sonarkveðja.
Aðalbjörn Aðalbjörnsson.
Ástkær móðuramma mín, Þor-
björg Grímsdóttir, fyrrverandi hús-
móðir á Skólavörðustíg 24a, Reykja-
vík, lést á Droplaugarstöðum 3. ág-
úst sl. í hárri elli, eða liðlega 104
ára gömul.
Þorbjörg var fædd að Litla-Seli,
nú Vesturgötu 59, í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Katrín Ey-
jólfsdóttir, fædd á Hausastaða-koti
á Álftanesi, og Grímur Jakobsson,
sjómaður í Litla-Seli.
Þorbjörg ólst upp í foreldrahúsum
og vann að mestu við fisk-vinnslu-
störf og kaupamennsku þar til hún
fluttist að Skólavörðustíg 24a, árið
1914, þar sem hún gerðist ráðskona
hjá Aðalbirni Stefánssyni, prentara,
eftir að hann missti fyrri konu sína,
Kristínu Þorsteinsdóttur, það ár.
Kristín var frá Úthlíð í Biskupstung-
um og voru þau Aðalbjöm barnlaus.
Þorbjörg og Aðalbjöm giftust 22.
apríl 1915 og hófu þau búskap á
Skólavörðustíg 24a þar sem þau
bjuggu alla sína hjúskapartíð.
Aðalbjöm fæddist 28. desember
1873 að Garðsá í Eyjafirði, sonur
Stefáns Jónassonar bónda á Öngul-
stöðum við Eyjafjörð og konu hans
Guðrúnar Jónasdóttur. Aðalbjöm
gerðist einn af stofnendum prent-
smiðjunnar Gutenbergs og vann þar
til dauðadags. Hann var einn af
stofnendum Hins íslenska prentara-
félags. Auk þess var hann mjög virk-
ur í starfi templara og meðlimur í
stúkunum „Verðanda" og „Æsk-
unni“ og heiðursfélagi í þeim báðum.
Þá var hann ritfær vel og gaf út
bækur og tímarit. Ég átti því miður
ekki kost á að kynnast afa nafna
mínum, en hann lést 18. júní 1938.
Þorbjörg og Aðalbjöm eignuðust
8 böm, sem öll fæddust á Skóla-
vörðustíg 24a. Þau em: Aðalbjöm,
f. 3. ágúst 1915, verkamaður,
ókvæntur og bamlaus, búsettur á
Skólavörðustíg 24a; Grímur, ,f. 1.
mars 1917, d. 2. feb. 1987, verslun-
armaður, kvæntur Lovísu Rut Bjarg-
mundsdóttur. Þau eignuðust 4 böm
og bjuggu í Rvk; Stefán, f. 20. júlí
1918, d. 26. sept. 1991, bifreiða-
stjóri, kvæntur Sigurlaugu Guð-
mundsdóttur, d.lO.maí 1977. Þau
eignuðust 8 börn og bjuggu í Rvk;
Kristín, f. 2.júní 1920, d. 12. mars
1981, húsmóðir á Skólavörðustíg
24a. Hún var ógift, en átti 1 barn
með Karli Emilssyni, sjóm. á Djúpa-
vogi; Katrín, f. 17. ágúst 1922, d.
lO.júlí 1986, húsmóðir og verkakona,
gift Kjartani Einarssyni, húsasmíða-
meistara, d. 31. des. 1961. Þau eign-
uðust 2 böm og bjuggu á Hvolsvelli;
Guðjón, f. 30. okt. 1924, d. 31. des.
1979, slökkviliðsmaður, ókvæntur og
bamlaus og bjó á Skólavörðustíg
24a; Guðrún, f. 10. feb. 1928, hús-
móðir og verkakona, gift Helga Ein-
arssyni, múrarameistara, og eiga þau
3 böm og búa á Hvolsvelli; Þorbjörn,
f. 21. nóv. 1932, d. 4. ágúst 1977,
sjómaður, ókvæntur og barnlaus.
Hann bjó á Skólavörðustíg 24a.
Systkini Þorbjargar voru; Jakob-
ína, sem dó fárra vikna gömul, og
Georg, sem dó ókvæntur og barn-
laus. Fósturbróðir hennar var Jó-
hannes Sörensen og fóstursystir,
Geirþrúður Anna Gísladóttir.
Eftir lát Aðalbjörns kynntist
amma öðlingsmanninum Þorsteini
Jónssyni, sjómanni, f. 29. jan. 1897
á Hafurbjarnarstöðum á Miðnesi.
Þau giftust 23. des. 1944. Þau Þor-
steinn vom barnlaus, en með honum
átti hún og fjölskyldan góða daga,
og meðal annarra sá sem þetta ritar
og eiginkona hans, svo tilviljana-
kennt sem það nú er’.
Steini afi var óþreyttur við að
kenna ungum sem öldnum skyld-
mennum ömmu, svo og gestum og
gangandi, ýmis heilræði og orð hins
daglega lífs sem nauðsynleg þykja
til að túlka áherslur og viðhorf og
til að komast áfram í lífinu að hans
mati. Þorsteinn, sem lést 5. sept.
1958, var áður giftur Guðmundínu
M. Sigurðardóttur og áttu þau 5 syni.
Eins og fram kemur, átti amma
miklu barnaláni að fagna, en nú eru
aðeins tvö af átta börnum hennar á
lífi, þau Guðrún og frumburðurinn,
Aðalbjörn, en andlát ömmu bar að á
78 ára afmælisdegi hans sem sjálf-
sagt er tilviljun, en að sama skapi
táknrænt vegna þess hversu vel hann
annaðist móður sína allt frá því þau
urðu tvö ein eftir á Skólavörðustígn-
um, þar til hún fluttist að Drop-
laugarstöðum fyrir nokkrum árum,
en þar var sonurinn tíðförull gestur
svo af bar.
Talsvert hefur verið höggvið í
barna- og tengdafólkshópinn. Þenn-
an lífsglaða og fjöruga hóp sem
margir muna vel. Áð sjá á eftir svo
mörgum börnum hlýtur ávallt að
vera þung raun hverri móður. En auk
þess að eiga góða að, var amma
andlega sterk manneskja og bar
harm sinn í hljóði þegar slíkir atburð-
ir gerðust, enda trúuð mjög og vel
lesin í þeim efnum. Hún taldi fólki
vel borgið í höndum síns besta vin-
ar, Guðs almáttugs. Hún kveið ekki
brottför sinni úr þessari tilvist. Hafði
reyndar óskað sér þegar hún skynj-
aði hinn háa aldur sinn, að tími
væri kominn til að eiga aftur sam-
vistir við brottkveðna ástvini sína,
frekar en að missa stjórnina í aðrar
hendur og láta stjana við sig, en það
var ekki beint að skapi ömmu. Hún
vildi sjálf vera í því hlutverkinu hérna
megin. Skap hennar var mikið og
enginn fór í grafgötur um hver var
yfirmaður heimilisins, en undir niðri
bjó hlýtt hjarta og stutt var í húmor-
inn.
Amma hafði fastmótaðar skoðanir
á mönnum og málefnum, en aldrei
man ég eftir að hún hafi látið slæm
orð falla til nokkurs manns nema
þá ef vera skyldi fýrir þá sök að við-
komandi þætti sopinn fullgóður, enda
var amma, eins og Aðalbjörn afi,
stök bindindismanneskja, jafnvel
þegar hún fékk sér eitt og eitt sérrý-
staup á efri árum í góðra vina hópi.
En í því var ekki alkóhól og þess
vegna ekki „brennivín" eins og þetta
sull hét einu nafni.
Ein af sameiginlegum lífsskoðun-
um ömmu og afa var pólitíkin, en
þau voru bæði miklir stuðningsmenn
Alþýðuflokksins og var amma heið-
ursfélagi flokksins í Reykjavík hin
síðari ár. Ekki þótti henni allskostar
gott ef um pólitíska undanvillinga í
ættinni var að ræða, en lét sér gott
líka. Oft var fjörugt við matarborðið
á Skóló, enda mannmargt oft og
flestar stefnur í pólitík viðraðar og
varðar.
Á bestu árum ævi sinnar gafst
ömmu ekki mikill tími til annarra
hugðarefna en að halda börnum sín-
um heimili og koma þeim til vits og
ára. En þegar aðrir tóku við sem hún
treysti fyrir heimilisverkunum, greip
hún oft í pijónana auk lesturs blaða
og bóka, en oft sá maður til hennar
rýna í blöð gleraugnalaust og það
jafnvel í hálfrökkri, enda mátti ekki
eyða í óþarfa ljósanotkun. Síðustu
ár ævi sinnar á Skólavörðustfgnum
dundaði hún sér við að pijóna sokka
og urðu margir ættingjar og vinir
þéss aðnjótandi.
Fyrir mig var og er heimilið á
Skólavörðustíg 24a hvort tveggja,
minningarsjóður ungdómsáranna og
mitt annað heimili, enda fæddur þar
og uppalinn og ber lykil að mínu
„hóteli“ í Reykjavíkurferðum enn
þann dag í dag. Að vísu er þar ansi
fámennt orðið miðað við það sem var
í mínu ungdæmi. Húsrými er ekki
stórt, en þó alltaf nóg. Þar hafa
ætíð, auk fjölskyldunnar, notið hús-
rýmis frændvinir ýmsir sem og aðrir
vinir, auk allra blómanna sem amma
hafði mikið dálæti á og talaði dag-
lega til. Hún bauð þeim góðan dag
og góða nótt eins og öllum ættingjun-
um og vinunum sem myndir voru af
og betrekktu alla veggi heimilisins.
Nú er hún gengin, elsti innfæddi
Reykvíkingurinn, Þorbjörg Gríms-
dóttir, á vit þess sem öllu ræður, en
það var henni mikið tilhlökkunarefni
og fyrir það samgleðst ég henni. Á
104 ára afmælisdegi sínum, 8. júlí
sl., meðtók hún og hafði uppi spaugs-
yrði við okkur nafnana. Henni varð
aldrei misdægurt fyrir utan það að
eignast 8 börn og fá barnaveiki
ásamt tveimur bömum sínum sem
þá vom ung, en yfir það var komist.
Hún andaðist drottni sínum í friði
og ró, södd iífdaga. Afkomendur
hennar eru nú orðnir nærri 100 tals-
ins.
Á Droplaugarstöðum átti amma
sitt heimili síðustu árin og naut þar
frábærrar umönnunar sem bestu
þakkir em færðar fyrir, svo og þeim
ættingjum og vinum sem heimsóttu
hana meðan á dvöl hennar stóð þar.
Ég vil að lokum þakka ömmu sam-
fylgdina í 50 ár, ásamt umönnun og
þátt hennar í uppeldinu sem hún
reyndi eftir fremsta megni og þolin-
mæði að sinna. Við fyölskyldan á
Hvolsvelli þökkum fyrir húsaskjól og
veitingar á Skólavörðustíg 24a. I
þeirri vissu að móttakan í nýjum
heimkynnum verði sem hún, fögur
og hlý, biðjum við henni, sem og
ættingjum.og vinum, allrar blessun-
Aðalbjörn Kjartansson.
Móðir mín
Ertu horfin? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða bráin?
Anprs horfi ég út í bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskutega mamma mín.
Gesturinn með grimma Ijáinn
glöggt hefur unnið verkin sín.
Ég hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notið,
finn, hvað allt er beiskt og brotið,
burt er víkur aðstoð þín
elsku góða mamma mín. -
Allt sem gott ég hefi hlotið,
hefir eflt við ráðin þín.
Þó skal ekki víla og vola,
veröld þótt oss bijóti í mola.
Starfa, hjálpa, þjóna, þola,
það var alltaf hugsun þín,
elsku góða mamma mín. -
Og úr rústum kaldra kola
kveiktirðu skærust blysin þín.
Flýg ég heim úr fyarlægðinni,
fylgi þér í hinsta sinni,
krýp með þökk að kistu þinni,
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín. -
Okkur seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá guði skín.
(Ámi Helgason - Móðir mín)
Kveðja frá dóttur.
Optan daguf
sunnurf^
a ríelstu sb
skólinr)/a Hvarrt
aöarinsúBanþfsóknar:
'rins og^ielstu verkej
ar kynningán m.a. á matvælum, nýjum
búvélunrog Nautastpö B.í.
fj
n, úllarsel, húsdýr,
ýmsar ðyæfytar uppákomur.
H/iu, kaffivettvo^
ALLIR VELKOMNIR
Bandaftkóllnn á Hvannayrf
Hagþjönusta landbúnaöarfns
Rannsöknarstofnun landbúnaöartns
Gefðu þig töfrum Bæjaralands á vald í þessari einstöku ferð.
Glaðvært götulíf, fráþærar verslanir, Alparnir í seilingarfjarlægð og
ómótstæðilegur bæverskur matur og mjöður.
44.900 kr.
á mann í tvíbýli.
Gist á góðu hóteli í miðborg Munchen.
Örugg íslensk fararstjórn.
Aðeins þessi eina ferð.
Innifalið: Flug, gisting, skattar, ferðir til og frá flugvelli
erlendis,
íslensk fararstjórn.
*Forfallagjald 1.200 kr. er ekki innifalið í verði.
Forfallagjald er valfrjálst en Flugleiðir hvetja farþega
til aö greiða það til að firra^^^^pa^j^áh
Traustur tslenskur ferðafe'lagi