Morgunblaðið - 12.08.1993, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993
17
Yfírlýsing stjórnar
FUS á Sauðárkróki
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing:
Vegna greinar Andra Kárasonar
í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag,
getur stjórn Víkings, félags ungra
sjálfstæðismanna á Sauðárkróki,
ekki látið hjá líða að koma eftirfar-
andi á framfæri.
Fjórir félagsmenn, þeir Þorleifur
Óskarsson, formaður Víkings, Fjöln-
ir Ásbjörnsson gjaldkeri, Páll Brynj-
arsson, varaformaður og formaður
Kjördæmissamtaka ungra sjálfstæð-
ismanna á Norðurlandi Vestra, og
Andri Kárason, fyrrverandi formað-
ur Víkings (1987-1990) óskuðu eftir
því að fara sem fulltrúar félagsins
á þing Sambands ungra sjálfsætðis-
Borgin með í
rekstri verk-
menntabúða
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
taka þátt í rekstri „Verkmennta-
búða í Reykjavík" á árinu 1994
en það er þróunarverkefni sem
ákveðið hefur verið að fara af
stað með í tveimur grunnskólum
í borginni. Markmið verkefnisins
er að koma inn markvissri
fræðslu í grunnskólanámið svo
nemendur eigi auðveldara með
að velja sér iðnaðarstörf í fram-
tíðinni. Gert er ráð fyrir að kostn-
aðarhluti borgarinnar nemi
380.000 krónum.
Um er að ræða samstarfsverkefni
Fræðslumiðstöðva iðnaðarins, ASÍ,
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, VSI
og tveggja grunnskóla. Fræðslumið-
stöðvar atvinnulífsins munu fræða
unglingana um tilteknar iðngreinar
í þijú ár.
♦ ♦ ♦
Sveppur veld-
ur hárlosi
á hrossum
manna, sem haldið verður á Selfossi
13.-15. ágúst. Þar eð félagið hefur
aðeins rétt á að senda þijá fulltrúa
á þingið var efnt til atkvæðagreiðslu
innan stjórnar um það hveijir yrðu
fulltrúar Víkings. Við höfðum því
sama hátt á og flest önnur félög SUS
um val fulltrúa.
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar
varð sú að þeir Þorleifur, Páll og
Fjölnir voru kjörnir fulltrúar félags-
ins. Við teljum að þessi atkvæða-
greiðsla hafi á allan hátt verið eðli-
leg og lýsum yfir undrun okkar á
því hvers vegna Andri Kárason get-
ur ekki tekið því að hafa orðið undir
í atkvæðagreiðslu. Hann getur varla
borið brigður á að hinir fulltrúarnir
þrír hafi verið virkir í starfi Víkings.
í greininni ýjar Andri að því að
stjórn Víkings sé aðeins viljalaust
verkfæri í höndum Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar, formanns SUS. Það
eru okkur sár vonbrigði að Andri
skuli ekki bera meira traust til okk-
ar en svo að telja okkur ófæra um
að taka sjálfstæðar ákvarðanir.
Reyndar má geta þess að þessi
sami Guðlaugur, sem Andri ræðst
harkalega á í grein sinni, hefur unn-
ið ötullega að því að tryggja Andra
stuðning til kjörs sem fulltrúi Norð-
urlands vestra í stjórn SUS.
Stjórn Víkings FUS á Sauðár-
króki, Þorleifur H. Óskarsson
formaður, Páll Brynjarsson
varaformaður, Fjölnir Ás-
björnsson gjaldkeri og ritari,
Ragnar Pálsson, Kristjana
Jónsdóttir.
------♦ ♦ ♦------
Nýtt hús Hæstaréttar
Sýning- á tillög-
um arkitekta
Sýning á samkeppnistillögum frá
arkitektum fyrir nýbyggingu Hæsta-
réttar Islands verður í anddyri Borg-
arleikhússins virka daga frá kl. 14
til 20 og frá kl. 14 til 18 um helgar.
Sýningin er opin almenningi og
•lýkur sunnudaginn 22. ágúst nk.
(Fréttatilkynning)
Morgunblaðið/Þorkell
Erla Stefánsdóttir, sjáandi, bendir á hulduverur og bústaði þeirra
í Hellisgerði í Hafnarfirði.
Huliðsheimar
Hafnarfjarðar
kortlagðir
„ÞAÐ ER alltaf sólskin hjá álfunum, eins þó það sé rigning hjá
okkur,“ sagði Erla Stefánsdóttir, sjáandi, í álfaskoðunarferð um
Hafnarfjörð með fjölmiðlafólki í gær. Ferðin var farin í tilefni af
útkomu huliðsheimakorts af Hafnarfirði, en þar eru kortlagaðar
byggðir álfa, huldufóiks, dverga og fleiri vera. Það er Erla sem
sá um teikningar álfabyggða og texta en Koibrún Þóra Oddsdóttir
iandslagsarkitekt sá um kortlagningu og ljósmyndir. Kortið er
fáanlegt í Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Vesturgötu 8, Hafnar-
firði.
Erla hefur um árabil fengist við
að teikna álfabyggðir víða um land
en útgáfa Hafnarfjarðarbæjar á
huliðsheimakortinu mun vera ein-
stætt framtak. Á kortinu er ekki
aðeins að fínna skilmerkilegt yfir-
lit um byggð hulduvera í Hafnar-
firði heldur eru þar teikningar af
verunum_ sjálfum og híbýlum
þeirra. Á bakhlið kortsins er að
finna ýmsar upplýsingar um ver-
urnar og þar er einnig kort yfir
„orkulínur“ í nágrenni Hafnar-
fjarðar og hvernig þær tengjast
„orkulínum" landsins.
Lífsorka
Erla sagði að álfabyggðin í
Hafnarfirði væri að mörgu leyti
einstæð og verurnar velviljaðar
mannfólkinu. Hún sagði að mikil
iífsorka væri í Hamrinum og yfir
bænum væri risastór engilvera sem
væri verndari Hafnarfjarðar. í
Hellisgerði var staldrað við og lýsti
Erla þar allskyns hulduverum; álf-
um, dvergum, jarðdvergum og
byggingum þeirra. Hún sagði að
þessar verur lifðu margar langa
ævi, yrðu mörg hundruð ára gaml-
Engilvera
Huliðsheimakortið. Á kápu þess
er teikning eftir Erlu af engil-
veru yfir Hamrinum.
ar en aðrar lifðu aðeins nokkra
daga. Erla hvatti fjölmiðlafólkið til
að opna innri sjónir fyrir ævintýri
lífsins og litast um í álfabyggð-
inni. Mátti heyra að viðstaddir
voru misjafnlega trúaðir og var
Erla spurð spjörunum úr um hina
ósýnilegu íbúa Hafnarfjarðar.
Kolbrún Þóra Oddsdóttir lands-
lagsarkitekt benti á að hvort sem
fólki finnsit að umfjöllun um álfa-
byggðir samræmdust nútímanum
eða ekki væru álfar órjúfanlega
tengdir íslenskri menningu eins og
fjölmörg örnefni sönnuðu. Fróðleik
um álfa bæri því að halda til haga
og væri huliðsheimakortið dæmi
um slíka viðleitni.
Erla Stefnásdóttir mun efna til
álfaskoðunarferðar um Hafnar-
fjörð í kvöld kl. 19. Farið verður
með rútubíl frá Upplýsingastöð
ferðamanna og mun ferðin taka
um tvær klukkustundir. Ferðin
kostar 250 kr. fyrir fullorðna en
100 kr. fyrir börn.
GRUNUR leikur á að hross frá
bæ á RangárvöIIum hafi smitast
af sveppasýkingu sem veldur hár-
losi. Að sögn Lars Hansen, dýra-
læknis, kom sýkingin meðal ann-
ars fram á hrossum í Skagafirði
og Reykjavík í fyrravetur.
Lars segir niðurstöður úr grein-
ingu sýna sem tekin voru af hross-
unum á Rangárvöllum ekki liggja
fyrir, en líklegt væri að um væri að
ræða svepp sem getur valdið hárlosi
á blettum.
Aðspurður sagði Lars að sýkingin
væri ekki alvarleg, en smit gæti átt
sér stað með reiðtygjum, þegar hross
nudduðu sér við girðingarstaura eða
væru að kljást. Oftast læknuðust þau
sjálf á nokkrum vikum, en einfalt
væri að ráða niðurlögum sveppasýk-
ingarinnar.
Ómissandi
uppljsingabanki
RVORUR
VEGI 18 S
RAÐV