Morgunblaðið - 12.08.1993, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993
Línda til sölu
REKSTUR Súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu á Akureyri hefur
verið auglýstur til sölu og virðist áhugi á kaupum verulegur, en
margar fyrirspurnir bárust í gær til Faseignasölunnar við Gránu-
félagsgötu sem hefur með söluna að gera. Landsbanki íslands
er stærsti eigandi verksmiðjunnar.
Súkkulaðiverksmiðjan Linda var
stofnuð á Akureyri árið 1948 og
hefur starfsemi farið þar fram síð-
an, enda stefna eigenda að reka
fyrirtækið í bænum.
Erfiðleikar hafa verið í rekstri
fyrirtækisins síðustu misseri, fyrir-
tækið var með greiðslustöðvun
hluta úr síðasta ári og var í árslok
veitt heimild til nauðasamninga
sem tókust fyrr á þessu ári.
Landsbanki íslands eignaðist að
loknum nauðasamningum rétt
rúmlega 60% hlut í fyrirtækinu.
Aðrir eigendur eru m.a. Lífeyris-
sjóður Iðju, félags verksmiðjufólks,
Esso, fjölskylda Eyþórs Tómasson-
ar stofnanda súkkulaðiverksmiðj-
unnar og Sigurður Amórsson.
Margar fyrirspumir
Margir hafa sýnt áhuga á að
kaupa reksturinn og var hann aug-
lýstur til sölu í gær. Um er að
ræða sölu á vélum og tækjum
‘AK.unayri
Fimmtudagur 12. ágúst.
■Deiglan kl. 20.30, tónleikar
og kvöldvaka. Hljómsveitimar
Helgi og hljóðfæraleikaramir,
Skrokkabandið og Norðanpiltar
leika.
■Listaskálinn kl. 10.00. Grafík-
vinnudagar í vinnustofu Guð-
mundar Ármanns. Opið öllum.
■Grafíkvinnudagar í Listaská-
lanum.
ásamt hráefnisbirgðum, birgðum
fullunninna framleiðsluvara auk
viðskiptavildar. Hjá fasteignasöl-
unni, sem hefur með söluna að
gera, fengust þær upplýsingar í
gær að margir hefðu hringt til að
spyijast fyrir, þannig að greinilegt
væri að áhugi væri verulegur.
------» ♦ ♦
Krossanesverksmiðjan
Tíu þúsund
t af loðnu
RÚMLEGA 10 þúsund tonn af
loðnu hafa borist til Krossanes-
verksmiðjunnar nú í sumar.
Þórður Jónasson EA landar hjá
verksmiðjunni síðdegis í dag,
fimmtudag, um 700 tonnum eða
um svipað leyti og bræðslu lýk-
ur á síðasta loðnufarmi.
„Við erum ánægðir með þetta.
Það er skemmtilegra á meðan hjól
verksmiðjunnar snúast af fullum
krafti," sagði Jóhann Pétur And-
erssen framkvæmdastjóri í
Krossanesi. „Það hefur ekki verið
neitt vandamál að ná í loðnu fram
að þessu og vonandi verður góð
veiði áfram, maður hefur ekki
ástæðu til að ætla annað.“
------» ♦ ♦----
■ POPPHLJÓMS VEITIN Plá-
hnetan leikur í Sjallanum á Akur-
eyri föstudagskvöldið 13. ágúst.
Hljómsveitin leikur síðan í Mið-
garði Skagafirði á laugardags-
kvöld, 14. ágúst. Pláhnetan er skip-
uð þeim Stefáni Hilmarssyni, Ing-
ólfi Guðjónssyni, Ingólfí Sigurðs-
syni, Friðrik Sturlusyni og Sigurði
Gröndal.
Akureyrarbær
Með tilvísun til 17. og 18. greinar skipulagslaga
auglýsir Akureyrarbær hér með tillögu að breytingu
á aðalskipulagi Akureyrar 1990-2010.
í breytingartillögunni er gert ráð fyrir að heimilt
verði að byggja orlofshúsaþyrpingu norðan við
Kjarnalund, hús Náttúrulækningafélags Akureyrar
í Kjarnaskógi. Þar er óbyggðu svæði, útivistar-
svæði, breytt í svæði fyrir orlofshúsabyggð. Einnig
er lagt til að gert verði ráð fyrir að tengibraut frá
væntanlegri íbúðarbyggð vestan svæðisins tengist
Eyjafjarðarbraut í stað þess að tengjast Kjarna-
skógi eins og sýnt er á gildandi aðalskipulagi. í
samræmi við þetta eru gerðar minniháttar breyt-
ingar á afmörkun byggingarsvæða aðliggjandi
íbúðarsvæða.
Breytingartillagan, uppdráttur og greinargerð, ligg-
ur frammi almenningi til sýnis á Skipulagsdeild
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 8
vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til
mánudagsins 7. október 1993, þannig að þeir, sem
þess óska, geti kynnt sér tillöguna og gert við
hana athugasemdir. Athugasemdafrestur er til 7.
október 1993. Þeir, sem telja sig verða fyrir bóta-
skyldu tjóni vegna skipulagsgerðarinnar, er bent á
að gera athugasemdir innan tilgreinds frests, ella
teljast þeir samþykkir tilögunni.
Jafnframt hangir uppi til sýnis tillaga að deiliskipu-
lagi orlofshúsabyggðarinnar, sem auglýst var í lok
júní sl. Athugasemdafrestur vegna deiliskipulags-
tillögunnar er framlengdur til sama tíma.
Skipulagsstjóri Akureyrar.
Girðingarvinna
BRÆÐURNIR'Jngólfur og Sveinn brugðu sér út og notuðu langþráð blíðviðrið til að dytta að girð-
ingum sínum. Hundarnir Kobbi og Hringur snérust í kringum þá.
Loksins
UNDUR og stórmerki, hafa sjálfsagt margir
veðurbarðir Akureyringar hugsað í gær, en þá
brá svo við að ekki varð vart norðanáttarinnar
sem þrálátlega hefur hrellt íbúa um landið
norðan- og austanvert í sumar. Lítið sást samt
til sólar, en það eitt að sleppa undan hinni
gamalkunnu nöpru norðanátt kom ijölmörgum
í sumarskap
Veðurstofan spáir því að í dag verði léttskýj-
að og hlýjast á norðausturhluta landsins. Hins
vegar er búist við að aftur dragi til norðanátt-
ar um helgina en talið að hún standi aðeins í
tvo daga að þessu sinni.
Andarungaveiðar
ÞESSIR ungu innbæingar voru eins og aðrir Akur-
eyringar fegnir að geta geymt lopapeysuna inn í
skáp í gær. Þeir ýttu bát sínum á flot út á tjörn,
en tilgangurinn var að veiða andarunga. Fyrir eiga
krakkarnir 10 ándarunga sem þeir ala í gömlum
skúr í nágrenninu.
Samvinna Svarfaðardalshrepps og félagasamtaka í sveitinni
Framkvæmdir við félagsheimili
Dalvík.
í SVARFAÐARDAL eru hafnar framkvæmdir við byggingu fé-
lagsheimilis fyrir sveitina sem koma mun í stað gamla Þinghúss-
ins á Grund. Byggingin er við Húsabakkaskóla og á jafnframt
að nýtast sem íþróttasalur fyrir skólann. Það er Svarfaðardals-
hreppur sém stendur að byggingunni í samvinnu við félagasam-
tök í sveitinni og er heildarkostnaður við framkvæmdina áætlað-
ur liðlega 60 milljónir króna.
hússins er Helgi Már Halldórsson
hjá Arkitektum sf. í Reykjavík, en
Helgi er frá Jarðbrú í Svarfaðar-
dal. Burðarþolsteikningar eru
gerðar af Þorsteini Friðþjófssyni
frá Dalvík.
Framkvæmdir hafnar
Þetta nýja húsnæði sem er 516 ili, íþróttasal og leikskóla en í kjall-
fermetrar að grunnfleti byggt úr ara verða 170 fermetrar fyrir bún-
steinsteypu mun hýsa félagsheim- ingsaðstöðu og geymslur. Arkitekt
Skr ifstof u h úsnæði
Til sölu eða leigu er skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í versl-
unarmiðstöðinni Kaupangi á Akureyri. Stærð 117 fm
ásamt 10 fm í sameign. Gott ástand. Laust strax.
Góð staðsetning. Góð greiðslukjör.
Upplýsingar veita:
Hólmgeir, sími 96-21344,
Baldvin, sími 96-27344.
Fyrsti áfangi hússins, uppsteypt
og fokhelt var boðinn út í sumar
og bárust fímm tilboð í verkið.
Lægsta tilboð var frá Tréverk hf.
á Dalvík, 24,7 milljónir króna en
það er 88% af áætluðu kostnaðar-
verði. Tilboði Tréverks var tekið
og hefur fyrirtækið þegar hafið
framkvæmdir við grunn hússins.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum
við fyrsta áfanga ljúki fyrir ára-
mót.
Fréttaritari