Morgunblaðið - 12.08.1993, Síða 22

Morgunblaðið - 12.08.1993, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Sjúkrahjálp og sjálfs- virðing Islendinga • • Orlög Irmu Hadzimuratovic, fimm ára gamallar músl- imastúlku frá Sarajevo, hafa verið almenningi á Vesturlönd- um hugleikin síðustu daga. Irma særðist lífshættulega fyrir tæpum hálfum mánuði af völd- um serbneskrar sprengikúlu, einnar af tugþúsundum, sem skotið hefur verið á heimaborg hennar. Móðir hennar lézt í sprengingunni. Irma litla hlaut meiðsli inn- vortis og á höfði og hrygg. Læknir hennar áttaði sig á því að á rafmagns-, vatns- og tækjalausu sjúkrahúsinu í Sarajevo yrði lífi hennar ekki bjargað. Hann leitaði því til flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo og bað um að stúlkan yrði flutt frá borg- inni til einhvers vestræns ríkis, þar sem hún gæti fengið þá aðhlynningu, sem til þyrfti ef hún ætti að fá að lifa. Læknirinn talaði fyrir dauf- um eyrum. Fjögurra manna nefnd á vegum flóttamanna- hjálparinnar, sem dæmir um hvaða sjúklinga skuli flytja úr landi, hittist aðeins .einu sinni í mánuði, og ræður ekki yfir neinu kerfi brottflutnings. Lækninum var því sagt að stúlkan ætti litla von. Hann sneri sér þá til fjölmiðlafólks í Sarajevo, sem birti myndir og frásagnir af Irmu. Fjölmiðla- umfjöllunin ýtti við brezkum stjórnvöldum, sem sendu flug- vél eftir telpunni. Á sjúkrahúsi í Lundúnum hefur allt verið reynt til að bjarga lífí hennar, en óvíst er hvort það tekst. Irma Hadzimuratovic hefur verið kölluð „tákn Sarajevo“, þar sem hún berst fyrir lífí sínu líkt og borgin umsetna. Örlög hennar eru því miður ekkert einangrað tilfelli. Undanfarið ár, meðan á umsátri Serba um Sarajevo hefur staðið, hafa rúmlega þúsund börn fallið fyr- ir kúlum leyniskyttna eða látizt í sprengingum. Fjöldamörg hafa særzt alvarlega. Þau liggja nú á sjúkrahúsum í Sarajevo og fá ekki þá aðhlynningu, sem þau þurfa til að geta náð sér og lifað eðlilegu lífi. Framtíð þeirra er ekki björt, heldur sjá þau aðeins fram á örorku og fátækt. Nefnd flóttamannahiálpar- innar hefur að undanförnu úr- skurðað að nauðsynlegt sé að flytja 41 Sarajevo-búa, bæði börn og fullorðna, burt frá borginni til þess að hægt sé að koma þeim fyrir á vestrænum sjúkrahúsum. Nefndin hefur að auki 400 mál til skoðunar. Hins vegar standa sjúkrarúm þessu særða og sjúka fólki ekki til boða og það fær enga hjálp. Vestræn ríki hafa tregðazt við að opna sjúkrahús sín. Banda- ríkin hafa tekið við, 19 manns. Að sögn talsmanns flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna í Sarajevo vildu Banda- ríkjamenn einkum taka við særðum hermönnum, en með eftirgangsmunum tókst að fá þá til að taka við eins árs gam- alli stúlku með gat á hjartanu. Talsmenn mannúðarsamtaka í Sarajevo segja jafnframt frá því að í ýmsum tilvikum hafi vestræn sjúkrahús heimtað fyr- irframgreiðslu, ættu þau að taka við særðu fólki frá Bosníu. „Við vonum að mál Irmu muni draga athyglina að öðr- um, sem þurfa á læknishjálp að halda, en geta ekki fengið hana í Sarajevo," sagði Peter Kessler, starfsmaður flótta- mannahjálparinnar, í samtali við vestræna fréttamenn. „Ef einhver hefði sagt okkur í morgun að við gætum gengið að sjúkrarúmum vísum, hefðum við getað komið fleira fólki um borð í flugvélina með henni.“ Ákall Sarajevo-búa og tals- manna Sameinuðu þjóðanna hlýtur að ýta við stjórnvöldum á Vesturlöndum að gera eitt- hvað til þess að lina þrautir særðra í hinni stríðshrjáðu Bosníu. Ýmsar hjálparstofnan- ir, þar á meðal Rauði kross ís- lands, hafa lagt mikið af mörk- um til þess að koma matvælum, fötum og öðrum nauðþurftum til Bosníumanna, en þessar stofnanir geta ekki látið í té þá læknishjálp, sem nauðsynleg er fyrir illa sært fólk. íslendingar búa við eitthvert bezta heilbrigðiskerfi í heimi, eiga lækna á heimsmælikvarða og vel búin hátæknisjúkrahús. Á mörgum sjúkrahúsum standa sjúkrarúm auð vegna sparnaðar og endurskipulagningar. Þeirri hugmynd skal hér velt upp, að íslenzk yfirvöld leggi þann skerf til mannúðarmála í Bosníu að bjóða nokkur sjúkrarúm fyrir særð börn frá Sarajevo. Hér á íslandi gætu þau fengið nauð- synlega læknishjálp og endur- hæfingu. Slíkt myndi að sjálf- sögðu kosta nokkurt fé, en er engu að síður það, sem við gætum gert einna bezt til að hjálpa meðbræðrum okkar, sem þjást vegna borgarastríðsins í Bosníu. Slíkt stæði nær þjóðar- sál íslendinga og sjálfsvirðingu en að leggja á ráðin um hemað- araðgerðir. AF INNLENDUM VETTVANGI ÓMAR FRIÐRIKSSON Athugasemdir um öryggismál Odin Air 1 bréfi framkvæmdastj óra flugslysarannsókna Lent á síðustu dropunum eftir flug frá Kulusuk MIKILL ágreiningur er risinn vegna samþykktar flugráðs á mánu- dag þar sem mælt var með því að flugfélagið Óðinn hf. fengi leyfi til áætlunarflugs á flugleiðinni Reykjavík-Kulusuk á Grænlandi. Yfir- menn öryggismála hjá Loftferðaeftirliti og flugslysanefnd leggjast eindregið gegn því að samgönguráðherra mæli með því við dönsk flugmálayfirvöld að flugfélagið Óðinn hf. fái leyfið og hafa einnig lagst gegn því að félaginu verði veitt flugrekstrarleyfi. I bréfi sem Skúli Jón Sigurðarson, framkvæmdastjóri flugslysadeildar Flugmála- stjómar, hefur sent samgönguráðherra koma fram alvarlegar athuga- semdir um öryggismál í Grænlandsflugi sem Helgi Jónsson stundaði þar sem því er m.a. lýst að nokkmm sinnum hafi Iegið við slysi vegna harðfylgni Helga og Odin Air í Grænlandsfluginu. Yfirmenn öryggismála gera sér- staklega athugasemdir vegna meintra brota aðstandenda Óðins á reglum um flugöryggi, í flugrekstri Helga Jónssonar og Odin Air, sem nú er til gjaldþrotaskipta, en Óðinn hf. var stofnað til að hefja á ný flug- rekstur með þær fjórar flugvélar sem Helgi og Jytte kona hans notuðu í flugrekstri sínum. Er Helgi og fjöl- skylda hans skráð fyrir meirihluta hlutafjár félagsins. Hafa flug- málayfirvöld þó formlega séð litið á Óðinn hf. sem nýtt flugfélag þótt sömu aðilar stæðu að því og að Odin Air hf. Helgi var sviptur flugrekstrarleyfi sl. haust þegar bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Sonur hans Jón Helgason flugstjóri fékk þá viður- kenningu Flugmálastjómar til að taka að sér starf flugrekstrarstjóra Óðins hf. Félagið lagði inn umsókn um leyfi til þjónustuflugs og áætlun- arflugs í janúar sl. en Loftferðaeftir- litið lagðist gegn útgáfu leyfis þar sem félagið uppfyllti ekki skilyrði reglugerðar um lágmarks eigið fé. Einnig var mikill ágreiningur um verðmæti varahlutalagers sem var í eigu Helga jónssonar og hann hugð- ist leggja til hins nýja félags. Leyfi til þjónustuflugs Þrátt fyrir afstöðu Loftferðaeftir- lits mæltu þrír af fimm fulltrúum flugráðs með því við samgönguráð- herra 30. mars að félagið fengi flug- rekstrarleyfi ef því tækist að upp- fylla skilyrði um eigið fé. Að sögn Jóns Helgasonar, flugrekstrar- og framkvæmdastjóra Óðins fékk fé- lagið svo útgefíð flugrekstrarleyfi 12. júlí til þjónustuflugs en ráðuneyt- ið tók sér frest til að afgreiða leyfi til áætlunarflugs. Hafði aðstandend- um Óðins þá tekist að styrkja eig- infjárstöðuna nægilega að sögn Jóns og safna um 18 milljónum króna í nýju hlutafé frá aðilum á íslandi, Grænlandi og Danmörku. Segir Jón að endurskipulagning félagsins hafi fyrst og fremst byggst á því að félag- ið fengi fyrri áætlunarflugsréttindi Helga Jónssonar á flugleiðinni til Kulusuk. Ágreiningur um bókun á fundi flugráðs Fjórir flugráðsmenn greiddu álit- inu atkvæði á fundinum á mánudag en Leifur Magnússon, formaður ráðsins, tók ekki þátt í afgreiðslu þess en hann er starfsmaður Flug- leiða sem sækja um leyfi til áætlun- arflugs til Kulusuk auk Óðins hf. og íslandsflugs. Birgir Þórgilsson og Leifur sátu hjá þegar Flugráð mælti með því við samgönguráðu- neytið 30. mars sl. að Óðni hf. yrði veitt flugrekstrarleyfi. Samgönguráðuneytið sendi flug- ráði bréf sl. föstudag og óskaði eftir afstöðu ráðsins til umsóknar Óðins hf. um leyfi til áætlunarflugs til Kulusuk en ekki var óskað eftir umsögn um umsóknir Flugleiða og íslandsflugs. Ekki eru allir á einu máli um það hvaða afstöðu fulltrúar Flugmálastjórnar og Loftferðaeftir- lits lögðu fyrir fundinn. Lét Birgir Þorgilsson sem sæti á í ráðinu bóka afstöðu sína með svofelldum orðum: „Að fenginni yfírlýsingu flugmála- stjóra í dag um að Flugmálastjórn hafi engar athugasemdir við að Oð- inn hf./flugfélag fái leyfi til áætlun- arflugs milli Reykjavíkur og Kulusuk er undirritaður meðmæltur því að flugfélagið fái leyfi til þessa flugs. “ Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að engin formleg breyting hafi orðið á afstöðu Loftferðaeftirlitsins frá í vetur þegar flugráð mælti með flugrekstrarleyfí til handa Óðni. Hann sagði að ýmsar athugasemdir hefðu komið fram um öryggismál á flugrekstri aðstandenda Óðins að undanförnu en þær hefðu ekki kom- ið fram á fundi flugráðs á mánudag og væru því ekki formleg afstaða Loftferðaeftirlitsins. í áliti flugráðs sem sent var ráð- herra í gær segir að ráðið sé sam- þykkt því að Oðni verði veitt leyfi til áætlunarflugs á flugleiðinni Reykjavík-Kulusuk að gefnu sama skilyrði og tilgreint var í lok mars sl. þ.e. að félagið fullnægi ákvæðum reglugerðar um lágmarks eigið fé. Um bókun Birgis Þorgilssonar segir þar einnig að hann hafi tekið fram að afstaða sín byggðist á þeirri for- sendu að Loftferðaeftirlit Flugmála- stjórnar hefði staðfest að fyrri viður- kenning sín á tilnefningu flugrekstr- arstjóra og tæknistjóra stæði óbreytt, að sögn Þorgeirs Pálssonar. Umsókn byggð á reynslu Helga Jónssonar Aðspurður hvort Flugráð hefði ekki tekið tillit til athugasemda yfir- manna öryggismála í umljöllun sinni um málefni Óðins sagði Leifur Magnússon að það hefði að sjálf- sögðu verið gert. Þegar meirihluti ráðsins hefði samþykkt að mæla með því að óðinn fengi flugrekstrar- leyfi í vor hefði sú niðurstaða byggst á þeim fosendum sem fyrir lágu í vetur að nýir hluthafar kæmu inn í félagið og að uppfylltar yrðu kröfur um lágmarks eigið fé. í gögnum sem nú hafa borist hafa frá dönskum flugmálayfirvöldum komi hins vegar fram að í umsókn Óðins til danskra flugmálayfirvalda væri því lýst yfir að fiugfélagið hyggist hafa óbreytt- an flugrekstur enda sé rúmlega 70% hlutafjár félagsins í eigu Helga Jóns- sonar og fjölskyldu hans. “Við höfum mætt velvilja í danska samgönguráðuneytinu sem byggist á reynslu þeirra af starfsemi Helga í þessu flugi og sú er líka ástæðan fyrir því að okkur hefur tekist að koma þessu af stað, það er velvilji sem Helgi nýtur á Grænlandi vegna þeirrar starfsemi sem hann hélt uppi til Kulusuk," segir Jón Helgason. „Fráleitt að mæla með leyfi“ Grétar H. Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Loftferðaeftirlitsins, Skúli Jón Sigurðarson og Karl Ei- ríksson, formaður flugslysanefndar, hafa allir mælt gegn leyfisveitingu til Óðins og á minnisblaði sem Grét- ar sendi samgönguráðherra segir m.a.: „Loftferðaeftirlitið telur fráleitt að samgönguráðuneytið mæli með því við dönsk flugmálayfirvöld að Óðinn hf. flugfélag fái áætlunarflug- leyfi til Kulusuk miðað við það að félagið er nýtt sem flugrekandi og engin reynsla komin á flugrekstur þess, enginn grundvöllur virðist vera fyrir arðbærum rekstri áætlunar- flugs milli Reykjavíkur og Kulusuk með 18 farþega flugvélum sem geta borið aðeins sjö farþega að jafnaði. Aður hefur komið fram við umföllun um umsókn Óðins hf. flugfélags um flugrekstrarleyfí að loftferðaeftirlit- ið telur varahlutalager Helga Jóns- sonar ofmetinn." í bréfi Skúla til samgönguráð- herra 26. júlí sl. um öryggismál Odin Air hf. koma fram mjög alvar- iegar athugasemdir á hendur að- standenda Öðins hf. um meint brot á regliim um flugöryggi. Morgun- blaðið hefur umrætt bréf undir hönd- um en í því segir: „Lá við stórslysi“ “Undanfarin ár hefur loftferðaeft- irlit/flugslysarannsóknadeild Flug- málastjórnar skráð hátt í 200 mál á hveiju ári af ýmsu tagi, þ.e. uppá- komur, óhöpp og slys ííslensku flugi. Þetta eru mál sem tekin voru til nánari athugunar eða rannsóknar. Þar hafa átt hlut að máli einkaflug- menn og flugrekendur, auk klúbba og einstaklinga. Þegar litið er yfír þessa sögu, mætti halda að hjá sumum flugrek- endum, svo sem Flugleiðum hf., FN (Flugfélagi Norðurlands-innskot Mbl.) eða íslandsfíugi væru öryggis- reglur slukar, svo og fylgni við þær, þar sem ýmiss konar atvik eru sí og æ að koma þar fyrir, en hjá sum- um öðrum ætti allt að vera mjög öruggt, þar sem aldrei kemur neitt fyrir, og engar bilanir eða gallar verða eða koma í Ijós. Sá flugrekandi sem hefur skorið sig úr að þessu leyti og þetta síð- asta á sérstaklega við, erHelgi Jóns- son/Odin Air. Hann hefur aldrei til- kynnt neitt í flugrekstri sínum, sem fyrir hefur þar komið og telja má óhapp eða slys eða nærri óhapp/slys (near incident/accident). Hann hefur aldrei heldur tilkynnt lofthæfídeild Lfe (Loftferðaeftirlits-innsk. Mbl.) um bilanir eða galla sem komið hafa upp íflugvélunum eða búnaði þeirra og skv. frásögn deildarstjóra loft- hæfideildar Björns Björnssonar, hef- ur HJ aldrei tilkynnt neitt sem hon- um er skylt að tilkynna Flugmála- stjórn að þessu Ieyti. Upplýsingar um þau atvik sem við vitum um íflugrekstri þessa fíug- rekanda og lúta að því sem miður hefur farið, hafa borist til okkar eftir öðrum Ieiðum. Flugslys höfum við að sjálfsögðu frétt um án tafa, en upplýsingar um nokkur óhöpp eða atvik hafa ekki borist til okkar fyrr en löngu síðar og því engin leið eða erfítt að sanna eða staðreyna málsatvik. Við vitum eftir frásögn starfsfólks HJ, að þvíhefur verið beinlínis bann- að að gefa FMS (Flugmálastjórn- innsk. Mbl) upplýsingar eða tilkynna atvik, hvað þá að skrá tæknileg vandamál sem upp hafa komið í bækur flugvélanna, svo sem skylt er að gera. Nokkrum sinnum hefur legið við slysi vegna harðfylgni HJ/Odin Air í Grænlandsflugi og í fíestum tilfell- um var tvísýnt veður með í spilinu og naumlega sloppið. Nefnt verður hér atvik sem henti TF-ODE 19.12.1989, á leið frá Rvk. til Kulusuk og gerð var skýrsla um á sínum tíma, en þar munaði litlu að flugvél færi í hafið eftir hreyfil- stöðvun. Ennfremur má tilgreina nokkur tiltekin atvik, þar sem fíugvélum HJ/Odin Air var lent á síðustu drop- unum eftir fíug frá Kulusuk og sann- arlega lá þar við stórslysi. Meðal fíugstjóra þar var Jón Helgason. Dæmi um atvik sem vitað er um eftir frásögn flugvélavirkja HJ og sem enn hefur ekki tekist að sanna, er að í einu síðasta eða síðasta flug- inu á einni HP-137 flugvélanna til Kulusuk sl. haust, kviknaði í rafal annars hreyfilsins og eyðilagðist ra- fallinn og olli þetta töluverðu tjóni á flugvélinni. Sót og ummerki voru vandlega hreinsuð af hreyfilhlífum, til þess að við kæmumst ekki að atvikinu og ekkert var skráð í bæk- ur, frekar en endranær. Þetta er m.a. ástæða til þess, að loftferðaeftirlit fíugmálastjórnar getur alls ekki treyst HJ til þess að fara með þá ábyrgð sem fylgir því að annast flugrekstur í atvinnuskyni. HJ mun ráða mestu í væntanleg- um fíugrekstri Óðins Air hf. og það ásamt öðru getur ekki breytt þeirri skoðun undirritaðs, að engra breyt- inga sé að vænta á viðhorfi eða á starfsemi flugrekstursins. Því er ekki unnt að treysta HJ til þess að vera flugrekstursstjóri eða tækni- stjóri í flugrekstri þess félags, en þeir sem hafa þessar stöður í flug- rekstri eru sérstakir trúnaðarmenn Flugmálastjórnar. HJ mun sem stærsti hluthafi í fíugfélaginu, sem er fjölskyldufyrir- tæki að meginhluta, enn sem fyrr ráða mestu í málum og viðhorfum í fíugrekstrinum. Þótt JH (Jón Helgason-innsk. Mbl.) hafí nú formlega verið viður- kenndur flugrekstrarstjóri Óðins Air hf., þá er trúnaður loftferðaeftirlits- ins ekki enn fyrir hendi. Nægir að nefna að JH var staðinn að því að gera rangar hleðsluskýrslur fyrir flug HJ/Odin Air, þar sem Loftferða- eftirlitið rannsakaði sérstaklega yfír- hleðslu flugvélanna, “ segir í bréfinu. Ríkissaksóknari fellir niður kæru í júlí árið 1991 kærði Flugmála- stjórn Helga Jónsson til Rann- sóknarlögreglu ríkisins fyrir brot á reglum um hámarksmassa flugvéla. Voru kærð þijú flug frá Reykjavík til Kulusuk en hún var byggð á rann- sókn loftferðaeftirlitsins, sem komst að þeirri niðurstöðu, að um brot á loftferðalögum hefði verið að ræða. Eftir rannsókn hjá RLR var málið sent ríkissaksóknara sem fyrir nokkrum dögum komst að þeirri nið- urstöðu að ekki væri ástæða til frek- ari aðgerða í málinu og var málið fellt niður. Jón Helgason sagðist fagna þess- ari niðurstöðu ríkissaksóknara en sagði jafnframt að ásakanir um að félagið uppfyllti ekki skilyrði um öryggismál væru mjög alvarlegar í garð félagsins og einkennilega tíma- settar. Þær ættu þó ekki við nein rök að styðjast. Þeim væri beint gegn Helga fyrir atvik sem starfs- menn loftferðaeftirlits héldu að hefðu hent í flugrekstri hans. Þó Helgi væri einn af eigendum félags- ins færi hann ekki með neina ábyrgðarstöðu í rekstri Óðins hf. Ákvörðun um hvort Óðni hf. verð- ur veitt leyfi til að stunda áætlunar- flug og hvaða meðmæli verða send dönskum flugmálayfirvöldum vegna Grænlandsflugsins hvílir nú á herð- um samgönguráðherra. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verða ákvarðanir væntanlega teknar á næstu dögum. • • Oryggismál sæta gagnrýni EIN af fjórum flugvélum sem Óðinn hf. hyggst nota til áaetlunarflugsins til Kulusuk en þessar sömu vélar voru áður í rekstri Helga Jónssonar og Odin Air hf. „... sl. haust kviknaði í rafal annars hreyfilsins og eyðilagðist rafallinn ... Bót og ummerki voru vandlega hreinsuð af hreyfilhlífum, til þess að við kæm- umst ekki að atvikinu,“ segir m.a. í bréfi framkvæmdasljóra flugslysarannsókna um öryggismál Odin Air. Álitsgerð nefndar um framtíð Skálholtsstaðar lögð fram Þjónustu- og safnahús verði reist í Skálholti Sumarbústaðir þjóðkirkjusafnaða hugsanlegir Gjöf Gissurar GISSUR ísleifsson Skálholtsbiskup, 1082-1118, gaf Skálholt til biskups- seturs. „Er í Skálholti heitir, er nú allgöfugastur bær á íslandi," segir í Hungurvöku, sögu fyrstu biskupa. Á SKÁLHOLTSHÁTÍÐ nýlega var lögð fram álitsgerð og til- lögur nefndar um málefni Skál- holts. Nefndin leggur til að þjónustu- og safnahús verði reist á staðnum. Einnig er lagt til að skógi verði plantað á Skál- holtsjörð og hugað verði að möguleikum til útvistar. Ein af tillögum nefndarinnar er sú að 70 hektarar verði teknir undir sumarbústaðabyggð. Áætlaður framkvæmdakostnaður ef allar tillögur fá framgang er á bilinu 300-450 milljónir króna. Hinn 27. maí 1991 skipaði Þor- steinn Pálsson kirkjumálaráðherra í samráði við biskup íslands og menntamálaráðherra nefnd til að huga að málefnum Skálholtstaðar og gera tillögur þar að lútandi. Formaður nefndarinnar var Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismð- ur en aðrir nefndarmenn voru, Ás- dís Sigurjónsdóttir deildarsérfræð- ingur, sr. Jónas Gíslason vígslubisk- up, sr. Jón Einarsson prófastur í Saurbæ og sr. Sigurður Sigurðar- son sóknarprestur, Selfossi. Þorláksbúð Meðal þess sem nefndin bendir á í sinni álitgerð er að þótt Skálholts- kirkja sé veglegt hús sé aðstöðu í kirkjunni nokkuð ábótavant. „Til greina kemur að dýpka kór hennar og bæta aðbúnað í skrúðhúsi. Þór- láksbúð er forn tóft norðan við kirkjuna. Hlutverk búðarinnar til forna er ekki þekkt með vissu. Til álita kemur að endurbyggja Þor- láksbúð þannig að hún mætti hvort tveggja endurspegla forna bygg- ingargerð og nýtast í tengslum við kirkjulegar athafnir,“ segir í nefnd- aráliti. Þjónustumiðstöð og safnahús Skálholtsnefnd segir þróun þjón- ustu við ferðamenn ekki hafa verið í samræmi við aukinn fjölda þeirra. Með tiliti til þeirrar miklu sögu sem staðurinn geymi sé tiltölulega lítið um upplýsingar og fátt sem boðið sé að skoða utan kirkjuna og minj- ar í kjallara hennar. Gerð er tillaga um að reist verið hús fyrir ferðamannaþjónustu. Verði því valinn staður vestan við skólahús og nærri bifreiðastæði sem gert er ráð fyrir samkvæmt deilskipulag staðarins. Nefndin vill skoða þann möguleika að þessi þjónustumiðstöð verði reist í tengsl- um við safnahús. Þjónustumiðstöð með veitingarekstri og minjagripa- sölu, sem jafnframt hýsi kirkju- munasafn, kirkjusögusafn, bóka- safn, sýningar- og ráðstefnusal o.fl. Nefndin bendir á margt góðra muna hafa varðveist frá Skálholti hinu forna. Flestir þeirra séu nú geymdir í Þjóminjasafninu og komi sumir þeirra sjaldan fyrir augu al- mennings. Nefndin minnir einnig á að í Skálholtsbókasafni sé á annan tug þúsunda rita. Bókasafnið sé mikill fjársjóður og ómetanlegur grunnur að endurreisn Skálholts sem mennta- og fræðaseturs. Sumarbústaðir í álitsgerð nefndarinnar kemur fram að land Skálholtsjarðar muni vera rúmir 1.300 hektarar, mest allt grasi vaxið og gott land. Lagt er til að allt að 300 hektarar verði teknir til nytjaskógræktar. Skál- holtnefnd bendir jafnframt á að ætla verði rúman hluta jarðarinnar til frjálsrar útivistar. Merkja verði gönguleiðir og örnefni. Ennfremur . verði að huga að tjaldstæðum fyrir fólk. Nefndin telur heppilegt að allt að 70 ha af landi jarðarinnar verði tekið undir sumarbústaða- byggð. Sumarbústaðalóðir verði rúmar eða u.þ.b. 1 hektari og gef- ist sumarbústaðeigendum kostur á trjárækt á lóðum. Vel má hugsa sér að sóknir þjóðkirkjunnar hefðu forgang að leigu á sumarbústaða- lóðum. Kostnaður í álitsgerð Skálholtsnefndar kemur fram að heildarfram- kvæmdakostnaður, miðað við að allar tillögur næðu fram að ganga, gæti lauslega áætlað orðið á bilinú ' 300-450 milljónir króna. Dýrasta framkvæmdin sem gerð er tillaga um er bygging fyrir þjónustumið- stöð og safnahús en þar er kostnað- ur áætlaður 100-125 milljónir króna. Ráðherra skipar verkefnishóp til að stofna reynslusveitarfélög Sveitarfélög sem stefna að sameiningu hafa forgang SVEITARFÉLÖG sem hyggja á sameiningu eru hvött til að sækja um sameininlega þátttöku í verkefni um reynslusveitarfélög, með fyrirvara um sameiningu. Alþingi samþykkti í vor tillögu til þings- ályktunar um reynslusveitarfélög. Öllum sveitarfélögum er heim- ilt að sækja um þátttöku í verkefninu en sveitarfélög sem sækja um verkefnið í tengslum við sameiningu hafa forgang. Umsóknar- frestur rennur út 1. október. í tillögunni sem Alþingi sam- þykkti til þingsályktunar segir: „Al- þingi ályktar að heimila félagsmála- ráðherra að hefja undirbúning að stofnun allt að fimm reynslusveitar- félaga, er starfi frá 1. janúar 1995 til 31. desember 1998, á grundvelli hugmynda sem fram koma í skýrslu sveitarfélaganefndar. Með hliðsjón af því skipi félagsmálaráðherra fjögurra manna verkefnisstjórn sem hafi yfirumsjón með framkvæmd þessa tilraunaverkefnis. Frumvarp til laga um reynslu- sveitarfélög verði lagt fyrir Alþingi vorið 1994 að undangengnum við- ræðum milli verkefnisstjórnar, reynslusveitarfélaga, félagsráðu- neytis og annarra fagráðuneyta um hvernig skuli staðið að framkvæmd tilraunaverkefnisins." Gert er ráð fyrir að samningum við reynslusveitarfélög verði lokið vorið 1994 og lög þar að lútandi samþykkt á Alþingi þá um vorið. Verkefninu er ætlað að standa í 4 ár, 1995-1998, segir í fréttatilkynn- ingu frá félagsmálaráðuneytinu. Verkefnissljórn Verkefnisstjóm hefur verið skip- uð. í henni eiga sæti Sigfús Jónsson landfræðingur, sem er fonnaðurj Húnbogi Þorsteinsson skrifstofu- stjóri, Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri og Sigríður Stefánsdótt- ir bæjarfulltrúi. Verkefnisstjórnin er reiðubúin að kynna málið frekar á fundum með sveitarstjórum eða með öðrum hætti og aðstoða sveit- arstjórnir við undirbúning umsókna^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.