Morgunblaðið - 12.08.1993, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993
Hálfur lambaskrokkur
á 299 krónur kílóið hjá Hagkaup
í DAG hófst sérstakt kjöttilboð hjá verslunum Hagkaups og kost-
ar kílóið af hálfum lambaskrokki Dla frá Goða 299 krónur.
í pokunum eru eitt lambalæri,
hálfur hryggur, slag og frampart-
ur sagaður í súpukjöt. Meðalþyngd
er 6-7 kíló. Þetta þýðir að sjö kílóa
poki er á rúmlega tvö þúsund krón-
ur. Venjulega er gott læri á bilinu
1.800-2.200 krónur.
Alls eru 100 tonn af þessu kjöti
afgreidd í verslanir Hagkaups og
mun tilboðið standa á meðan
birgðir endast eða til 18. ágúst.
Sólunin kostaði 1.850
krónur, nýir skór 2.495 krónur
JANÚAR s.l voru keyptir karlmannaskór á útsölu hjá Steinari
Waage í Toppskónum, Veltusundi, sem útaf fyrir sig er ekki merki-
legt nema að einungis voru borgaðar 1.995 kr. fyrir settið.
Skómir eru hinir vönduðustu og
kostuðu líklega helmingi meira áður
en þeir lentu á útsölu. Eigandi hef-
ur notað skóna mikið og kominn
tími til að sóla fótabúnaðinn.
Þegar til skósmiðsins kom upp-
lýsti hann að gúmmísólun með hæl
kostaði 1.700 kr. og ef botninn
væri heill undir kostaði hann 3.000
kr. Þessar 1.700 krónur væru
grunnverð og ef aukavinnu þyrfti
að leggja í skóna myndi upphæðin
hækka. Þetta þótti dýrt og var
ákveðið að leita til fleiri. Sá næsti
•^&gðist taka 1.850 kr. fyrir sólun
með hæl og sá þriðji 1.820 kr.
Nú voru góð ráð dýr. Átti að
borga um 2 þús.kr. fyrir að láta
sóla skóna eða kaupa nýja á útsöl-
unni sem var hafín í umræddri
verslun. Ut úr versluninni Veltu-
sundi var farið með stóran poka,
m. a nýja, nokkuð vandaða ítalska
herraskó á 2.495 kr. Skór í dýmm
merkjum eins og Lloyds og Sala-
mander eru seldir á um 4.000 kr.
Geta má geta að síðustu daga útsöl-
■^mnar lækkar verðið á herraskónum
'til muna og líklega verða allir kven-
og herraskór þá á um 1.500 kr.
Eflaust má gera svipuð kaup hjá
öðrum skókaupmönnum þessa dag-
ana.
Kolbeinn Gíslason, form. lands-
sambands skósmiða, segir að verðið
á skósólun sé ekki hátt ef tekið er
tillit til rekstrarkostnaðar og bendir
á að miðað við Norðurlöndin séu
íslenskir skósmiðir yfirleitt sann-
gjarnir. Skósmiðir hafa um 750 kr.
á tímann og það verð hefur verið
óbreytt lengi vegna samkeppni við
skóverslanirnar. „Það er ekki sam-
bærilegt að taka skó sem eru fram-
leiddir í Tævan eða skó sem verslun-
areigendur eru að reyna að losna
við og miða við okkar vinnu á ein-
stökum skópörum. Kolbeinn segist
viss um að vandaðir skór sem séu
á útsölu á áðumefndu verði séu
seldir langt undir kostnaðarverði
og enginn vegur sé að selja skó á
þessu verði nema fjöldaframleidda
í Austurlöndum. ■
grg
Verdkönnun
vikunnar
5 0 % verðmunur á
dýrasta og ódýrasta villta laxinum
VILLTUR lax í heilu er um 50%
dýrari' í Fjarðarkaupum en í
versluninni Kjöti og fiski í Mjódd.
I Fjarðarkaupum kostar kíló 695
kr., en í Kjöti og fiski 465 kr.
Verðmunur er enn meiri þegar
kemur að sölu villta laxins niður-
sneiddum og munar allt að 57%
á hæsta og lægsta verði, skv.
skyndiverðkönnun Daglegs lífs
sem gerð var í lok síðustu viku.
Kannað var verð á ferskum laxi
í átta verslunum á höfuðborgar-
svæðinu, fímm stórmörkuðum og
þremur fískbúðum. Að gefnu tilefni
skal tekið fram að ekki er tekið til-
lit til gæða hráefnisins. Hér er ein-
göngu um verðkönnun að ræða, en
gerður er greinarmunur á villtum
laxi, eldislaxi og hafbeitarlaxi..
88% verðmunur
á reyktum laxi
Jafnframt var gerð athugun á
verðlagningu reykts og grafins lax,
sem ýmist er seldur í bitum eða
sneiðum og reyndist verðmunurinn
allt að 88% á ódýrasta og dýrasta
reykta laxinum, sem seldur var í
bitum. Ódýrasti reykti laxinn var á
1.198 kr. kg frá Reykveri á Höfnum
og fékkst hann í Bónus, en sá dýr-
asti var til í öllum verslunum, sem
farið var í. Sá var frá íslenskum
matvælum í Hafnarfirði á 2.256 kr.
kg. í nokkrum tilfellum fæst reyktur
og grafinn lax í heilum flökum og
er kílóverðið þá nokkru lægra en
þegar hann er seldur í minni pakkn-
ingum. Það skal ítrekað að ekki er
tekið tillit til gæða, verkunar- eða
reykingaraðferða vörunnar. ■
ji
„Lax, lax, lax og aftur lax"
Haf-/
beitar-
Villtur lax Villtur lax Eldislax Eldislax beitar- lax í
heill ísneiðum heill ísnelðum laxheill sneiðum
Hagkaup 569 755 698 869
Fjarðarkaup 695 915 T~ /
Garðakaup 640 910 585 810
Kjöt og fiskur 465 584 465 584 1 /
Nóatún 598 798
Fiskbúðin Arnarbakka y 590 690
Fiskbúðin Hafrún 695 795
Fiskbúð Hafliða 650 750
Laxinn reyktur eða grafinn Reyktur lax Reyktur lax Grafinn lax Grafinn lax í bltum í sneiðum í bitum í sneiðum
íslensk matvæli, Hafnarfiröi 2.256 2.496 2.256 2.496
Eðalfiskur, Borgarnesi 2.015 2.441 2.093 2.488
Silfurborg, Reykiavík 2.194 2.474 2.194 2.474
Reykhúsið, Reykjavík 1.860
Egilssíld, Siglufiröi 1.946
Eldisfiskur, Garðabæ 1.398-1.465*
Reykver, Höfnum 1.198-1.450* 1.450
Borgarbræður, Kópavoqi 1.898
Reykhúsið, 1.849 , Geiteyiarströnd, Mývatnssveit
* í Fjaröarkaupi kostaöi reyktur lax I bitum frá Eldisfiski 1.398 krVkg, en (Kjöt og fiski 1.465. Sömuleiðis var laxinn frá Reykveri á 1.198 krTkg í Bónus en 1.4501 Kjðt og fiski.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
I hverju hádegi er hlaupið með
bakkana tilbúna yfir götuna frá
veitingahúsinu.
Verslun á
Baldursgötu
selur tilbúinn mat
frá Þremur Frökkum
VERSLUNIN á Baldursgötu 11
byrjaði nýlega að selja matar-
bakka frá veitingahúsinu Þremur
Frökkum sem er í næsta nágrenni
við verslunina.
Sigfús Almarsson, eigandi verslun-
arinnar, sagði að þar sem fyrirtækin
væru svo til hlið við hlið hefði þessi
hugmynd komið upp hjá honum og
Úlfari Eysteinssyni matreiðslumanni.
Það eru eingöngu fiskréttii' sem
eru á boðstólnum og sagði Sigfús að
meðlæti fylgdi með og kostaði bakk-
inn 350 kr. „Við vildum reyna að
bjóða upp á ódýran mat í hádeginu,“
sagði Sigfús.
Hann sagði að það væru fastir við-
skiptavinir búðarinnar sem vissu af
þessu sem keyptu bakkana, en þeir
Úlfar hefðu ekkert auglýst þessa
matsölu. Segir hann að það seldust
um 12-15 bakkar á dag, en þeir
kæmu tilbúnir frá Þremur Frökkum
og væri skokkað með þá yfír götuna
um hádegisleytið. ■
Losun húsasorps í Sorpu
hækkar sökum gengisfellingar
SORPA tekur nú fjórar krónur
fyrir móttöku á einu kílói af
húsasorpi í stað 3,50 kr. áður.
Hækkunin tók gildi þann 1. ág-
úst sl. og kemur við eigendur
Sorpu, sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu, sem sjá um sorp-
hirðu hjá almenningi.
Ásmundur Reykdal, stöðvar-
stjóri, segir að rekja megi hækkun-
ina til gengisfellingar krónunnar
ekki alls fyrir löngu þar sem Sorpa
væri með meirihluta fjárfestingar
sinnar í erlendum lánum.
Þá var um sl. mánaðamót sett
afgreiðslugjald á litla farma til að
stemma stigu við umferð smábíla
upp í móttökustöð Sorpu í Gufu-
nesi. „Við viljum beina smærri fyrir-
tækjaförmum inn á gámastöðvam-
, ar, sem einnig eiga fyrst og fremst
að þjónusta einstaklinga, en það
án gjaldtöku,“ segir Ásmundur.
„Við settum upp lágmarksaf-
greiðslugjald í Gufunesi, en fyrir-
tæki verða samt eftir sem áður að
greiða fyrir losun í gámastöðvun-
um.“ í Gufunes kemur svo allur
stærri framleiðsluúrgangur frá fyr-
irtækjum og fer gjaldskráin eftir
því hver úrgangurinn er og hversu
þungur hann er. „Eftir því sem
farmurinn er minni, þeim mun dýr-
ari er losunin. Gjaldskrá Sorpu er
uppbyggð þannig að hún „verðlaun-
ar“ þá, sem flokka vel, annars veg-
ar endurnýtanlegan og hins vegar
óæskilegan úrgang frá alménnu
Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins í Álsnesi.
ónýtanlegu sorpi. Á sama hátt má
segja að hún „refsi“ þeim sem gera
ekkert eða gera illa,“ segir Ás-
mundur.
Hann segir að gjaldskráin bjóði
upp á mjög breytilega möguleika
fyrir þá, sem eru að henda rusli og
með henni væri verið að reyna að
stýra því hvernig sorpið kæmi inn
á móttökustað, en þess má geta að
alls tekur Sorpa að jafnaði við 7-8
þúsund tonnum á mánuði af úr-
gangi.
Fyrirtækjum verður heimiluð los-
un á úrgangi í móttökustöðinni í
Gufunesi eins og áður en lágmarks
greiðsla fyrir hvern farm verður
1.370 kr. með vsk. óháð tímastýr-
ingu, en ódýrast er að losa þar úr-
gang fyrir kl. 10.00 á morgnana,
þegar er 20% afsláttur af gjaldskrá.
A gámastöðvunum mun fyrir-
tækjum áfram verða heimil losun á
flokkuðum úrgangi fyrir 875 kr. á
rúmmetrann, en sú breyting hefur
verið gerð að losa má minnst hálfan
rúmmetra og hámarkslosun verður
þar áfram tveir rúmmetrar. ■
Hvernig
á að flokka?
HÚSASORP er að meiri hluta
til „lífrænn“ úrgangur, t.d.
frá heimilum, veitingahúsum,
matvælaiðnaði og matvöru-
verslunum. I því má vera
matarúrgangur og alls konar
smáar umbúðir. Engir timb-
ur- eða málmhlutir mega vera
í húsasorpi vegna skemmda,
sem slíkt getur valdið á vél-
búnaði Sorpu.
Ekki eru nema rúm tvö ár
síðan Sorpa tók til starfa og
má fullyrða að flokkun sorps sé
enn ekki orðin almenn á íslensk-
um heimilum. Til að auðvelda
almenningi flokkunina, látum
við hér fylgja nokkur heilræði
frá Sorpu.
Við flokkum í:
- dagblöð, tímarit, prentpappír
- bylgjupappa
- timbur
- málma
- garðaúrgang og gróðurmold
- steinefni, múrbrot, gler
- drykkjarumbúðir
- annan úrgang
- spilliefni ■