Morgunblaðið - 12.08.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993
33
RALLÍKROSSBRAUTIN
Ungu áhorfend-
urnir áhugasamir
Haldi fólk að það séu einungis
karlar sem koma að fylgjast
með akstursíþróttakeppnum eða
setjist undir stýri geta þeir hinir
sömu farið að skipta um skoðun.
Að minnsta kosti voru áhorfendur
af báðum kynjum og ýmsum kyn-
slóðum sem mættu á rallíkross-
brautina í Kapelluhrauni sl. sunnu-
dag og talsvert um að heilu íjöl-
skyldurnar kæmu þar að hvetja
sína menn þrátt fyrir ausandi rign-
ingu.
Kvenökumennirnir Kristín
Birna Garðarsdóttir, íslandsmeist-
ari í rallíkrossi og Guðný Úlfars-
dóttir, sem keppir í flokki krónu-
bíla sýndu hörkukeyrslu að vanda
og Kristín Birna gerði reyndar
gott betur. Lét drauma tveggja
ungra rallíkrossáhugamanna ræt-
ast með því að bjóða þeim að sitja
í sitthvorn hringinn á brautinni
að lokinni keppni.
Sigurvegari í rallíkrossflokkn-
um á sunnudag var Hjörtur Jóns-
son á BMW, Garðar Þ. Hilmarsson
á Mitsubishi á Sapporo sigraði í
flokki krónubíla og í Teppaflokki
sigraði Brynjar Kristjánsson á
Malibu. Guðni Guðnason sigraði
svo á grind í opnum flokki.
Þessi litlu, Ás-
laug Ingþórsdótt-
ir og Kristján
Einar Kristjáns-
son, voru bæði
mætt til að hvetja
sína menn og
fannst mikið til
þess koma að fá
að skoða bílana
að lokinni keppni.
Síðasta rallíkrosskeppnin sem
gefur stig til íslandsmeistara verð-
ur haldin 29.. ágúst nk. og má þá
eiga von á mikilli keppni, t.d. í
rallíkrossflokknum, en þar eiga
þrír ökumenn möguleika á að
hljóta íslandsmeistaratitilinn.
Kristín Birna og Elías Pétursson
eru jöfn að stigum, með 57 stig
hvort og Guðmundur Friðrik Páls-
son er líklegur til að veitá þeim
harða keppni, því hann er aðeins
tveimur stigum lægri.
Lovísa Guðmundsdóttir sómdi
sér vel í hópi aðstoðarmanna
föður síns og var bara ánægð
með frammistöðu hans. Guð-
mundur Friðrik Pálsson var í
2. sæti í rallíkrossflokki á Toy-
otu Supra og er einn ökumann-
anna þriggja sem munu beijast
um Islandsmeistaratitilinn í
lokakeppninni 29. ágúst.
STJÖRNUR
Skýlir sér á bak við skupluna
Kvikmyndaleikkonan Joan
Collins er víðfræg fyrir ung-
legt útlit sitt en hún er komin vel
á sextugsaldurinn. Hingað til hef-
ur hún ekki þótt líta út fyrir að
vera deginum eldri en fertugt en
af þessari ljósmynd verður ekki
annað séð en að þeir dýrðardagar
séu að baki. Myndin var tekin af
Collins á búðarrölti í London, og
hafði hún brugðið skuplu á höfuð
sér og skellt upp sólgleraugum til
að þekkjast síður. Fátt minnir á
glæsikvendið úr Dynasty, leikkon-
an minnir einna helst á Elísabetu
Bretadrottningu, sem klæðir ekki
ósvipað þegar hún slakar á.
Það var sælusvipur á andlitum ungu mannanna sem fengu að
fara einn hring á brautinni í Porche-keppnisbifreið íslandsmeistar-
ans, Kristínar Birnu Garðarsdóttur. Hér er hún komin á leiðar-
enda með 10 ára gamlan farþega, Friðrik Kristjánsson og brosið
leynir sér ekki þrátt fyrir lokaðan hjálm.
Við bjóðum fullkomnar myndavélar,
svart/hvítar og lit og allan fylgibúnað.
• Úti og inni. • Aukið öryggi.
• Til sjós og lands. • Upplýsir misferli.
Hafðu samband viö sölumenn
okkar i síma 67 37 37 og fáðu
nánari upplýsingar - við gætum
sparaö þér fé og fyrirhöfn.
<Ö>
nýherji RADIOSTOFA N
SKIPHOLTI 37 - SÍMI67 37 37
YYS/Mu/
BORGARKRINGLUNNI, SÍMI 677230
Þvottavélar
á verði
sem allir
ráða við!
Þær nota
HEITT 0G KALT vatn
- spara tíma og rafmagn
•Fjöldi þvottakerfa eftir
þínu vali
•Sérstakt ullarþvottakerfi
•Fjölþætt hitastilling
•Sparnaöarrofi
•Stilling fyrir hálfa hleöslu
64-600 sn. vinda.
Verð 52.500,-
49.875,-Stgr.
L85-800 sn. vinda.
Verð 57.500,-
54.625,- Stgr.
(D
.0
munXlán
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SfMI 69 15 00 . FAX 69 15 55
ÚTSALAN í FULLUM GANGI
Ath: Tökum upp nýjar vörur á hverjum degi
Toppskórinn
X VELTUSUNDI • SÍMI 2
SIMI 21212