Morgunblaðið - 12.08.1993, Page 40

Morgunblaðið - 12.08.1993, Page 40
IÞROTTIR UNGLINGA / KNATTSPYRNA GOLF MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 12. AGUST 1993 Valinn bestur á alþjóðamóti FINNUR Bjarnason, fjórtán ára piltur sem leikur með 4. flokki Fram í knattspyrnu var valinn besti leikmaðurinn á sterku alþjóð- legu móti í Wales. Valið er mikil viðurkenning fyrir Finn því mótið var mjög sterkt og á því léku meðal annarra unglingalið frá Bayern Múnchen, Aston Villa, Liverpool og Dukla Prag svo nokkur séu nefnd. Knattspyrnan sem leikinn var á mótinu er nokkuð öðruvísi en heima. Það er meira um spil hér heima, en hraðinn var hins vegar mun meiri og miklu meira leyft í leikjunum," sagði Finnur þegar hann var spurður út í mótið. „Auð- vitað er ég svolítið stoltur yfir að fá þessi verðlaun en satt að segja datt mér ekki í hug að ég kæmi til greina.“ Finnur var valinn besti leikmaður í sínum aldursflokki og jafnframt besti leikmaður mótsins af þjálfur- um liðanna en 12 - 16 ára piltar kepptu á þessu móti. Að sögn Lár- usar er Finnur yngsti leikmaðurinn frá upphafi til að hljóta þessa viður- kenningu. Þess má geta að knatt- spyrnumaðurinn þekkti hjá Manc- hester United, Ryan Giggs fékk sömu verðlaun á mótinu fyrir nokkrum árum. Fram náði fimmta sætinu á mót- inu sem haldið er í welska bænum Abeswithe og kennt við Ian Rush, leikmann Liverpool en Abeswithe er fæðingarbær hans. Framarar fóru í tveggja vikna keppnisferð. Fyrri vikuna voru þeir í Skotlandi Morgunblaðið/Frosti Finnur Bjarnason ásamt Lárusi Grétarssyni, þjálfara 4. flokks Fram. þar sem þeir lögðu unglingalið Glasgow Rangers að velli 8:2 og síðari vikuna á fyrrnefndu móti í Wales. Lárus og Finnur voru sam- mála um að hinn mikli agi sem var ríkjandi á mótinu hefði komið þeim á óvart. Leikmenn þurftu að vera háttaðir á ákveðnurq tímum og brot á agareglum gat þýtt gult eða rautt spjald sem gátu orsakað leikbann. Alls tóku sautján lið þátt í keppn- inni i þessum aldursflokki en flest liðin tefldu fram eldri leikmönnum þar sem víða erlendis er aldursskipt- ing í flokka miðuð við 1. ágúst en ekki áramót eins og hér á landi. Fyrir nútíma eldhúsið Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 00 ■ FAX 69 15 55 Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Efnilegir kylfingar frá Akranesi. Frá vinstri: Birgir Leifur Hafþórsson, Gunnar Helgason, Helgi Dan Steins- son, Rósant Birgisson og Þórður Emil Ólafsson. Góður árangur hjá ung- um kylfingum á Akranesi Á undanförnum árum hafa nokkrir drengir innan Golf- klúbbsins Leynis á Akranesi vakið athygli fyrir góðan árang- ur á golfvöllum landsins. í sum- ar var einn þeirra, Þórður Ólafsson, valinn i'landsliðið og einn efnilegasti golf leikari landsins ídag, Birgir Leifur Hafþórsson, er einnig kominn í fremstu röð. En hvað kemur til að í litlum klúbbi skuli slíkur árangur nást? Við ræddum við Reyni Þorsteins- son lækni á Akranesi sem hefur fylgst með drengjunum á undanförnum árum og aðstoðað þá á margan hátt. Að sögn hans hefur árangur strákanna verið mjög góð- ur og nú er-svo komið að tveir þeirra teljast með fremstu golfleikurum landsins. „Þessir strákar eru allir mjög áhugasamir og reglusamir og eru góðir félagar innan vallar sem utan. Þetta er kannski lykillinn að því sem þeir hafa verið að gera“, segir Reynir. En er aðstaða til golf- iðkunar góð á Akranesi? „Já, hún er ágæt svo langt sem hún nær“, segir Reynir en bætir við að vissulega sé þörf á betri aðstöðu til að framfarir efnilegra spilara verði örari og markvissari. Það mætti riefna fleiri unga stráka, en Þórður hefur nú þegar leikið í landsliði karla og raunar er Birgir Leifur á þröskuldi þess. Birg- ir Leifur er reyndar enn í unglinga- flokki og lykilmaður unglinga- landsliðsins. „Þessir strákar leika golf allt sumarið með bestu spilurum lands- ins, bæði í landsliðunum og eins á stórmótum heima og erlendis og við bíðum spenntir eftir því að sjá hvernig árangur þeirra verður á næstu árum“, segir Reynir. „Við höfum reynt að fá kennara til að leiðbeina þeim og reynt að aðstoða þá sjálfir eftir megni. Á þeim tíma þegar þessir strákar voru að byrja jókst til muna áhugi ungra drengja fyrir íþróttinni og það virk- aði vel hjá okkur. Ég held í sjálfu sér að unglingastarfið hjá okkur gæti verið betra. Áhugi þessara stráka hefur bara verið svo gífur- legur. Þetta er góður hópur á svip- uðum aldri. Þeir hafa gaman af því sem þeir eru að gera, spila mikið saman á æfingum og keppa saman. Þetta er galdurinn", segir Reynir. J.G. !i steinprýði Stangarhyl 7, sími: 672777. Ahoro Vatnsfælur — SILAN — SILOXANE — SILIKON Þaulprófuð og með reynslu ÚTSALA 20-60% AFSLATTUR »hummel^ S P O R T B Ú Ð I N íþróttaskór, íþróttagallar, bolir, sundfatnaður, dúnúlpur, regnfatnaður o.fl. Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655 (yOlda- ^vélar fyrir nútfma eldhúsið Þýskar úrvalsvélar sem metnaöur er lagður í. endingagóöar og þægiiegar i alla staöi. Eigum tyrirliggjandi vélar 50-60 sm. breíðar meö eöa án blástursofni Verö frá kr. £1.705,- ■¥ I stgr. Komdu til okkar í heimsókn, sjón er sögu ríkari Féllu úrí 1. og 2. umferð Íslensku kylfingarnir sem tóku þátt í „British boys amateur open champinship," sem er óopin- bert Evrópumeistaramót átján ára og yngri féllu úr keppni í 1. og 2. umferð. Sigurpáll Sveinsson GA tapaði leik sínum í fyrstu umferð og féll þar með úr keppni. Birgir Leifur Hafþórsson og Tryggvi Pét- ursson GR sigruðu í sínum leikjum í fyrstu umferð en þurftu að játa sig sigraða gegn sterkum andstæð- ingum í annarri umferðinni. Þremenningarnir munu halda til Aberdeen þar sem Sigurpáll og Tryggvi munu taka þátt í mótinu „North-East district open Champi- onship,“ sem fram fer dagana 14. og 15. þessa mánaðar en þar verð- ur leikinn 36 holu höggleikur. Birg- ir Leifur verður hinsvegar fulltrúi íslands á „Doug Sanders Internat- ional junior Championship,“ sem fram fer dagana 16-18 ágúst. SNOKER Jóhannes fyrsturtil aðná 100 JÓHANNES B. Jóhannesson varð fyrsti keppandinn til að ná 100 stigum íeinni lotu á Heims- meistaramótinu í snóker fyrir spilara 21 árs og yngri sem fram fer á snókerstofunni í Faxafeni. Jóhannes skoraði 109 stig í röð í 1. umferð mótsins í fyrradag þegar hann sigraði spilara frá Sri Lanka 4:2. Islendingar eiga tvo spil- ara sem raðað er í tíu efstu sætin samkvæmt styrkleika. Jóhannes B. var raðað sem tíunda besta spilaran- um og Kristján Helgason sem þeim Qórða besta. 46 keppendur taka þátt í mótinu og leikir hefjast kl. 12, 16 og 20 á hveijum degi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.