Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
5
Berggrunnur Hvalfj ar ðar g anganna kortlagður
Norðmenn við mæling-
ar á fjarðarbotninum
Ekki mikil hætta á leka í berginu vegna þykkra setlaga
JARÐLAGARANNSÓKNIR standa nú yfir í Hvalfirði á vegum
Spalar hf., til undirbúnings jarðgangagerðar undir fjörðinn. Fjórir
menn frá norska fyrirtækinu Geoteam standa nú fyrir bergfræði-
mælingum á svokallaðri Hnausaskersleið, frá Saurbæ yfir í land
Innra-Hóls í Innri-Akraneshreppi. Mælingarnar eru gerðar í fram-
haldi af mælingum Orkustofnunar á svæðinu, og munu gefa upplýs-
ingar um samsetningu jarðlagasniðsins eftir lengdarstefnu gang-
anna. Ekki er talin ýkja mikil hætta á leka í þessum berglögum,
því allt að 80 metra þykkt set er yfir berggrunninum, sem hefði
væntanlega þétt allar sprungur sem þar kynnu að vera.
Guðlaugur Hjörleifsson, verk- jarðgöngin, og þéttriðnara net
efnisstjóri hjá Speli hf., sagði að
tæknilega væri unnt að hefja fram-
kvæmdir við gangagerðina hvenær
sem er, ef ekkert óvænt kemur
útúr rannsóknum Norðmannanna.
Fjármögnun, gerð útboðsgagna og
undirbúningur vinnu á landi væri
þó ekki lokið, en ef allt gengi að
óskum yrði vonandi hægt að hefja
framkvæmdir á öðrum ársfjórð-
ungi næsta árs.
„Nú er verið að rannsaka betur
þá leið sem valin hefur verið fyrir
mælipunkta getur gefið nákvæm-
ari upplýsingar um hvort það eru
gjár í klöppina. í sambandi við
þetta er Orkustofnun að mæla
dýpt fjarðarins niður á setlögin í
botni hans, og í framhaldi af því
að mæla þykkt setlaganna, niður
á klöpp. Þá finna þeir yfirborð
klapparinnar með nákvæmari
hætti en þeir gerðu í mælingum
sínum 1991. Geoteam er hins veg-
ar að vinna upplýsingar um bergið
fyrir neðan setlögin. Rannsóknin
er gerð með sama hætti og Orku-
stofnun gerði 1991, en Norðmenn-
irnir hafa yfir að ráða fullkomnari
búnaði.“
Skjálftamælingar með
dínamíti
Að sögn Haralds Deisz,. yfir-
manns vinnuhóps Norðmannanna,
er hljóðhraðinn í berginu mældur
með sérstökum titrings- eða
skjálftamælingum. Komið er fyrir
hljóðnemum sem nema endurvarp
skjálftabylgna sem komið er af
stað með dínamíthleðslum. Með
þessu móti má komast að því hver
þykkt setlaganna yfir berggrunn-
inum er, og hversu þétt bergið
sjálft er.
Þannig er staðið að mælingun-
um að lagður er út allt að 400
metra langur kapall, með áföstum
neðansjávarmíkrófónum. Við
kapalinn eru einnig festar sprengi-
Morgunblaðið/Rax
Kapall eftir Hvalfirði
VIÐ bergfræðimælingarnar er
lagður út að 400 metra langur
kapall, með áföstum neðansjáv-
armikrófónum.
hleðslur með 25 metra millibili,
sem fljóta einum metra fyrir ofan
kapalinn. Kapallinn er lagður í
beina stefnu á sjávarbotninn, og
ein og ein hleðsla sprengd. Hljóð-
nemarnir nema síðan endurkast
titringsbylgnanna, og útfrá því má
Unnið er að mælingum
á þéttleika bergs og
þykkt setlaga á Hval-
fjarðarbotni á fyrir-
huguðum stað Hval-
fjarðarganga. M.a. eru
notaðar bergmálsmæl-
ingar með sprengi-
hleðslum á hafsbotni.
reikna hraða þeirra í berginu og
setinu. Þannig er unnt að teikna
snið af jarðlögunum í dengdar-
stefnu kapalsins — í stefnu fyrir-
hugaðra jarðganga.
Niðurstöður mælinganna gefa
vísbendingu um hversu hart og
þétt bergið er. Mismunandi lög af
bergi sjást, en ekki er hægt að sjá
hvort vatnsæðar eru í göngum.
Hins vegar er hægt að sjá hversu
hart bergið er, en gera má ráð
fyrir að minni líkur séu á vatns-
leiðni í hörðu bergi en mjúku.
Loðnunni
mokað upp
MOKVEIÐI var á loðnumiðunum
og komu mörg skip inn til löndunar
í gær og í nótt. Loðnan hefur geng-
ið til suðausturs og veiðist á stóru
svæði suðvestur af Jan Mayen.
Vart hefur orðið við göngu við ís-
röndina norðvestur af landinu en
loðna ekki fundist þar í veiðanlegu
magni.
Svanur RE leitaði loðnu fyrir Norð-
urlandi fyrr í vikunni en hélt af stað
á miðin við Jan Mayen í gær.
Mikið af smáloðnu
Gunnar Gunnarsson skipstjóri sagði
að ekki væri ólíklegt að loðna væri í
veiðanlegu magni norðvestur af land-
inu en bátamir myndu varla leita frek-
ar þar meðan veiðin héldist í aðal-
göngunni. Hann sagði að Víkingur
AK hefði leitað á vestursvæðinu en
ekki rekist á veiðanlega loðnu. Þar
væri hins vegar mikið af smáloðnu
og væri hún í stómm torfum.
Um 3.000 tonn bárust til Raufar-
hafnar í gær. Að sögn Árna Sörens-
sonar, verksmiðjustjóra SR-mjöls á
Raufarhöfn, hafa 40 þúsund tonn
borist þar á land á vertíðinni. Hann
sagði að hvergi væri löndunarbið þrátt
fyrir góða veiði enda tekur siglingin
af miðunum um sólarhring og tefur
það mjög veiðamar.
------♦ ♦ ♦
Þrír stóðu að
tveimur eitur-
lyfjasendingfum
FÍKNIEFNALÖGREGLAN hefur
þrjá menn grunaða um að hafa
farið tvær ferðir til landsins með
hass og amfetamin í sumar. Lagt
var hald á það sem reynt var að
smygla í annarri ferðinni, 3 kg af
hassi og 900 g af amfetamíni, en
ekkert af því sem flutt var inn í
hitt skiptið, og er óvíst um hve
mikið magn var þá að ræða.
Tveir þessara manna, annar 47 ára
hinn 51 árs, vom handteknir í Leifs-
stöð 25. júlí sl. og var annar þeirra
þá með á sér 3 kg af hassi og 900 g
af amfetamíni. Öðram var sleppt úr
gæsluvarðhaldi 11. ágúst en í dag
rennur út gæsluvarðhald ferðafélaga
hans. Að sögn fíkniefnaiögreglunnar
krefst rannsóknin þess ekki að maður-
inn sé hafður lengur í haldi og verður
hann látinn laus í dag.
Við rannsóknina hefur einnig upp-
lýst um þátt þriðja mannsins í málinu.
Sá er 38 ára og talinn hafa átt þátt í
að flytja hass og amfetamín inn til
landsins fyrr i sumar en ekki liggur
fyrir hve mikið og lögregla hefur ekki
lagt hald á neitt af þeirri sendingu.
* Næstu sýningar
* 04.sept.
NU ERU 10 AR SIÐAN STORSYNINGIN
ROKK '83 SLÓ SVO RÆKILEGA í GEGN Á
ECCADWAr
AF ÞVÍ TILEFNI OG VEGNA FJÖLDA
ÁSKORANA SETJUM VIÐ UPP SÝNINGUNA
A HOTEL ISLANDI
KYNNIR ER ÞORGEIR ÁSTVALDSSON.
GAMLA ROKKLANDSLIÐIÐ ÁSAMT
STÓRHUÓMSVEIT GUNNARS ÞÓRÐARSONAR
!■.' 11
SEM SKIPA:
irson - Rúnar Júlíusson
Engilbert Jensen - Jón Kjell
Rúnar Georgsson - Einar Scheving
Asgeir Steingrímsson - Helga Möller
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
ll.sept.
18.sept.
Miða- og borðapantanir milli kl. 13.00 - 17.00
alla daga í S - 68 71 11
25. sept.
‘v K
★
FRÆGASTA HUÓMSVEIT
★ ALLRATÍMA
HLJÓMAR
LEIKA FYRIR
DANSIÁSAMT ★
ROKKSTJÖRNUNUM
★ TILKL3.00
Verð kr. 3.900,- m/sýningu og mat
Verð kr. 1.500.- m/sýningu
Verð kr. 1.000.- eftir sýningu
ROKKSTJÖRNURNAR
M/ITS0ILL
Sjávarréttatrío m/sinnepssósu
Lambahnetusteik m/bakaðri
kartöflu og koníakssveppasósu
Kaffiís m/sherrysósu og kiwi.
TILVALIÐ FYRIRT.D
VINNUSTAÐAHÓPA
FÉLAGASAMTÖK 0G
SAUMAKLÚBB/
Þór Nielsen
Harald G. Haralds
Stefán Jónsson
Mjöll Hólm
Garðar Guðmunds.
★
★
★
★
★
★
★