Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
27
Eysteinn Jónsson
fyrrv. ráðherra
Fæddur 13. nóvember 1906
Dáinn 11. ágúst 1993
Pólitíkin var allt hans líf. Tutt-
ugu og sjö ára gamall var Ey-
steinn Jónsson orðinn ráðherra,
yngstur allra til að gegna ráð-
herraembætti hér á landi. Það var
árið 1933. Þá þegar hafði Eysteinn
fengið meiri pólitíska þjálfun en
ætla mætti, m.a. hjá dómsmála-
ráðherranum Jónasi Jónssyni sem
bauð honum „magurt skrifstofu-
starf“ í ráðuneyti sínu á umbrota-
sömum tíma. Síðar hafði hann
gegnt stöðu skattstjóra í Reykja-
vík. Eysteinn átti eftir að starfa í
þágu flokks og þjóðar í hálfa öld,
sem þingmaður, ráðherra, formað-
ur Framsóknarflokksins, formaður
stjórnar SÍS og formaður Náttúru-
vemdarráðs svo sitthvað sé nefnt.
Til að helga sig stjórnmálum ævi-
langt þarf mikinn áhuga á þjóð-
málum, lagni, gáfur, þekkingu,
dugnað og úthald; allt þetta hafði
Eysteinn Jónsson í ríkum mæli.
Eysteinn Jónsson ólst upp í
anda samvinnuhugsjónarinnar og
var henni trúr alla ævi sem maður
og stjórnmálamaður. Aldrei notaði
hann aðstöðu sína í eigin þágu.
Hér á vel við fræg saga af Pétri
Jónssyni á Gautlöndum sem barði
snjóinn af vörðunum þegar hann
fór yfir heiðina til að þeir sem á
eftir kæmu sæju betur leiðina.
Hversu andstæð er þessi gjörð
þeirri einstaklingshyggju, sam-
keppnisanda og blindri markaðs-
hyggju sem ræður ferð nú um
stundir.
Kynni okkar Eysteins hófust
þegar hann var kominn undir sjö-
tugt, hættur þingmennsku eftir
fjögurra áratuga starf á þeim vett-
vangi. Hann gegndi þá for-
mennsku í Náttúruvemdarráði,
kunnur fyrir störf sín að umhverf-
ismálum, útilífsmaður af lífi og
sál, góður skíðamaður sem m.a.
fór árlega í Kerlingarfjöll á sumr-
um. Hann naut virðingar sem „the
grand old man“ íslenskra stjórn-
mála. Við Eysteinn sátum saman
í miðstjórn og framkvæmdastjórn
Framsóknarflokksins um skeið.
Það sem mér þótti einkenna fram-
komu Eysteins var látleysi hans.
Hann var meðalmaður á hæð, enn-
ið hátt, augnaráðið sérkennilegt
þar sem annað augað var eilítið
skjálgt. Hann kom stundvíslega á
fundi og sagði mér að þess þyrfti
vildi maður hafa áhrif. Eg minnist
þess ekki að hafa setið fund með
Eysteini án þess að hann tæki til
máls og gerði grein fyrir skoðun-
um sjnum. Hann talaði skýrt og
skipulega, var ekki langorður og
hafði skoðun á sérhveiju máli.
Þótt hann væri elstur að árum var
hann ungur í anda. Hann hafði
laumulega kímnigáfu og var þægi-
legur í allri umgengni. Hann var
stuðningsmaður minn í prófkjöri
til borgarstjórnar og sagði mér að
hann hefði svo mikla ánægju af
að vera kominn í baráttu að nýju
að nú svæfi hann miklu betur!
Við Eysteinn unnum ásamt öðr-
um að stefnumótun í málefnum
fjölskyldunnar fyrir Framsóknar-
flokkinn. Hann gerði sér grein
fyrir því að hlutverk fjölskyldunn-
ar hefur breyst, svo og hlutverk
karla og kvenna og við því yrði
þjóðfélagið að bregðast á skyn-
samlegan hátt. í þessu máli reynd-
ist hann nútímalegri og framsýnni
en flestir. Við Eysteinn áttum enn-
fremur sæti í stjórn Samvinnuskól-
ans um skeið og_ fórum margar
ferðir í Bifröst. Ég minnist sér-
staklega hversu mikla áherslu
hann lagði á að samvinnusaga
yrði ekki vanrækt í kennslunni.
Heimili Eysteins og Sólveigar
t
Maðurinn minn, faðir okkar, stjúpfaðir,
afi og langafi,
HÖSKULDUR OTTO GUÐMUNDSSON
frá Randversstöðum,
Breiðdal,
Bjargarstíg 17,
Reykjavík,
lést þann 23. ágúst sl. á öldrunardeild
Landakotsspítala.
Útförin verður auglýst síðar.
Ingibjörg Valdimarsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Móðir okkar, + JÓHANNA ÁGÚSTSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
Boðahlein 20,
Garðabæ,
er látin. Guðrún Ágústa Óskarsdóttir, Haraldur Baldursson, Birna Baldursdóttir, Liija Hanna Baldursdóttir.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR I. BRYNJÓLFSDÓTTIR,
lést á elliheimilinu Grund mánudaginn 23. ágúst.
Ingibergur G. Helgason, Sigriður Óskarsdóttir,
Sigríður Bryndís Helgadóttir, Ólafur Steinþórsson,
Jósep H. Helgason,
Hrönn Helgadóttir, Pétur Njarðvik,
Einar Helgason, Anna I. Gunnarsdóttir,
Helgi Gestsson, Guðmundur Vestmann,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eyjólfsdóttur á Ásvallagötu 67,
þar sem þau bjuggu lengst, ein-
kenndist af gestrisni, myndarskap
og látleysi. Ljóst er hversu góður
og traustur lífsförunautur Sólveig
var manni sínum alla tíð. Sólveig
starfaði mikið í Félagi fram-
sóknarkvenna í Reykjavík og Ey-
steinn kom oft á fundi hjá kvenfé-
laginu og í ferðir á vegum þess.
Mér er minnisstæð leiðsögn um
Bláfjallasvæðið á vegum kvenfé-
lagsins, en Eysteinn var mikill
áhugamaður um þetta útivistar-
svæði og átti frumkvæði að friðun
þess. Frá svo mörgu hafði Ey-
steinn að segja að varla varð hlé
á máli hans. Þarna naut sín vel
áhugi hans og þekking, gott minni
og gleði af að fræða.
Fyrir tæpum sjö áratugum tók
afí minn, Jónas Jónsson, Eystein
Jónsson í pólitískt fóstur. Hann
sá að mikið mannsefni var í svein-
inum og bauð honum „magra
skrifstofuvinnu" í ráðuneyti sínu,
eins og áður hefur verið vikið að.
Síðar átti eftir að koma til upp-
gjörs og_ vinslita á milli þessara
manna. Ég spurði Eystein aldrei
um þessa tíma, en ekki fór hjá
því að hann minntist á kynni þeirra
Jónasar við mig. Var það mjög í
samræmi við frásögn hans í ævi-
sögu hans sem Vilhjálmur Hjálm-
arsson skráði og kom út í þremur
bindum á árunum 1983-85.
Síðustu árin hef ég lengstum
dvalist erlendis, fjarri vettvangi.
Samt kom mér á óvart að heyra
andlát Eysteins Jónssonar þann
11. ágúst, sama dag og óvenjuleg
stjörnuhröp sáust á himni: Og mér
sem fannst hann alltaf svo ungur.
Á þessum tímamótum sendum
við Gunnar Sólveigu og börnunum
innilegustu samúðarkveðjur.
Gerður Steinþórsdóttir.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR HANNESSON,
fyrrverandi bifreiðastjóri frá ísafirði,
til heimilis íVailargerði 34,
Kópavogi,
sem lést sunnudaginn 22. ágúst sl., verður jarðsunginn frá
ísafjarðarkapellu mánudaginn 30. ágúst nk. kl. 14.00.
Minningarathöfn verður í Kópavogskirkju föstudaginn 27: ágúst
nk. kl. 13.30.
Anna Málfríður Sigurðardóttir,
Hafsteinn Sigurðsson, Kristín Anna Bjarkadóttir,
Eiríkur Hans Sigurðsson, Sigrún Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN MAGNÚSSON,
Efstasundi 6,
verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 26. ágúst kl. 13.30.
Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim, sem vilja minnast hins látna,
er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Halldóra Einarsdóttir
og fjölskylda.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
HALLDÓRU ANDRÉSDÓTTUR
hjúkrunarkonu,
Kleppsvegi 48.
Fríða Björnsdóttir, Bergsveinn Jóhannesson,
Trausti Björnsson, Sigurlína Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þessi augljsing er birt í upplýsingaskyni ogfelur ekki í sér tilboð um sölu skuldabréfa.
1 S LA N D S B A N K I
íslandsbanki hf.
kt. 421289-5069
Kringunni 7, Reykjavík
Tilkynning um skráningu skuldabréfa á
Verðbréfaþingi Islands
Flokkur Gjalddagi Upphæð
l.fl.A1993 04.07.1996 500.000.000
l.fl.B1993 04.07.1997 500.000.000
l.fl.C1993 04.07.1998 500.000.000
l.fl.D1993 04.07.1999 500.000.000
Skuldabréfin eru verðtryggð skv. lánskjaravísitölu.
Útgáfudagur var 19. apríl 1993.
Grunnvísitala er 3278.
Ávöxtun yfir hækkun lánskjaravísitölu nú er 7,25%
Skráningarlýsing skuldabréfanna, ársreikningur og samþykktir
íslandsbanka hf. liggja fyrir hjá Verðbréfamarkaði
íslandsbanka hf., Áimúla 13a.
VÍB
VEROBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Myndsendir 68 15 26.