Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
19
Nicaragua
Skærulið-
ar sleppa
gíslum
E1 Zungano, Nicaragua. Reuter.
HÆGRI sinnaðir skæruliðar í
Nicaragua, undir stjórn Jose
Angels Talavera, fyrrum
kontraliða, slepptu í gær
tveimur gíslum til viðbótar 20
sem þeir slepptu á sunnudag.
Tóku þeir 38 embættismenn
og leiðtoga sandinista í gísl-
ingu sl. fimmtudag.
Mennirnir voru látnir lausir eft-
ir að samninganefnd sem skipuð
var fulltrúum ríkisstjórnarinnar,
stjórnarandstöðunnar og Samtaka
Ameríkuríkja (OAS) hafði náð
samkomulagi þar að lútandi við
fulltrúa skæruliða.
Skömmu eftir að skæruliðar
Talavera, sem gengur undir nafn-
inu Sjakalinn, létu 18 gísla lausa
í borginni Quilali í norðurhluta
landsins á sunnudag slepptu
vinstri sinnaðir skæruliðar tveimur
gíslum í höfuðborginni Managua.
Þeir síðarnefndu hafa Virgilio
Gody, varaforseta landsins, og um
átta blaðamenn í haldi og létu til
skarar skríða þegar pólitískir and-
stæðingar þeirra tóku mennina í
Quilali.
I gær skiptust skæruliðahreyf-
ingarnar síðan á að sleppta mönn-
um og var vonast til að allir gísl-
arnir yrðu látnir lausir í þessari
viku.
Menn Talavera krefjast þess af
Violetu Chamorro forseta að hún
setji af þá Humberto Ortega, yfir-
mann hersins, og Antonio Lacayo
herráðsforingja. Talavera fullyrðir
að Ortega og Lacayo noti aðstöðu
sína í hernum til að tryggja
sandinistum áhrif í landsstjórninni
þó að þeir hafi beðið ósigur í for-
setakosningunum 1990.
ERLENT
var handtekinn en skotinn í beinni
útsendingu sjónvarpsstöðva áður en
lögregla náði að yfirheyra hann.
Oswald hentugur morðingi
Flestir Bandaríkjamenn álíta að
Oswald hafi verið rugludallur en
Deryabin taldi að einmitt slíkur
maður hefði hentað KGB vel til að
drýgja forsetamorðið. „KGB veit
vel að flestir morðingjar sögunnar
hafa verið menn sem áttu erfitt
með að laga sig að aðstæðum og
voru ekki í andlegu jafnvægi," seg-
ir í skýrslu Deryabins. Hann tekur
þó fram að vel geti verið að KGB
hafi falið Oswald önnur verkefni í
Bandaríkjunum en hann hafi síðan
átt frumkvæði að morðinu sjálfur.
Deryabin segir að stjórn Níkíta
Khrústsjovs í Sovétríkjunum hafi
komið vel að láta athygli umheims-
ins beinast að Bandaríkjunum og
þar með frá vandamálum Sovét-
manna. Einnig hafi Sovétleiðtog-
arnir talið að bandarískur þrýsting-
ur á Sovétríkin myndi minnka þar
sem Lyndon B. Johnson varafor-
seti, arftaki Kennedys, yrði ekki
jafn harðvítugur andstæðingur.
Þetta myndi létta Sovétmönnum
róðurinn í hugmyndafræðislagnum
við Kína.
Reuter
Sláturtíð
í Dhaka
ÞESSIR geitahirðar í Dhaka í
Bangladesh eru á leið með
fénaðinn í sláturhús en miklar
rigningar og flóð gera þeim
reksturinn eða öllu heldur
dráttinn ekki auðveldan. Á
nokkrum klukkustundum
mældist úrkoman 74 mm og
ekkert útlit fyrir uppstyttu í
bráð. Miklir öfgar hafa verið
í veðurfari víða um heim á
þessu sumri, langvarandi
þurrkar á einum stað en gífur-
leg úrkoma á öðrum.
Nu er
tvöfaldur
l.vinningur
Spilaðu með fyrir j
l kl.l6ídag
Veröm* liaim
70.000.000 kr.?