Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993 15 Reikningar Hitaveitu Hveragerðis miðast við samþykktan rúmmetrafjölda á hverri byggingarlóð Hefur greitt 80 þús. fyrir heitt vatn í bíl- skúr sem ekki er til Selfossi. „Ég hef undanfarin 7 ár borgað hitunarkostnað til Hitaveitu Hveragerðis fyrir 49,6 fermetra bílskúr sem ekki er til nema á samþykktri teikningu. Hlutur bílskúrsins í hitakostnaðinum er 28% eða um 955 krónur á mánuði og á 7 árum eru þetta um 80 þúsund krónur,“ segir Kara Jóhannesdóttir Lyngheiði 3 í Hveragerði. Hún segist hafa reynt að fá það leiðrétt að hún þurfi að greiða hitakostnað fyrir óbyggðan bílskúr. Svör hita- veitunnar hafa verið á þann veg að samkvæmt reglugerð veitunn- ar þá sé farið eftir samþykktum rúmmetrafjölda á lóðinni sem gengið er út frá við útreikning minútulítra fyrir húsnæðið. „Og þá gildir einu hvort búið er að byggja eða ekki,“ segir Kara. Kara segist greiða fasteigna- gjöld sem miðist við 435 rúm- metra hús en við útreikning hit- unarkostnaðar sé rúmmetrafjöld- inn hátt í 600 rúmmetrar. „Þetta stríðir gegn minni réttlætiskennd og mig langar til að vita hovrt þetta stenst lög. Ég vil gjarnan borga fyrir það sem ég fæ og ég vil ekki trúa því fyrr en í fulla hnefana að ég eigi að borga hita fyrir hús sem ekki er til,“ sagði Kara. Hún tók sem dæmi að sam- kvæmt þessu þá ætti húsbyggj- andi sem fengi lóð að byija að greiða hitakostnað af grunnfleti bygginganna um leið og teikn- ingarnar væru samþykktar, þó svo hann hefði ekki tekið fyrstu skóflustunguna. „Á meðan Hitaveitan í Hvera- gerði styðst við þessa furðulegu reglugerð, sem ég efast um að standist landslög, verð ég að borga 28% hærra hitunargjald en ella vegna míns teiknaða bíl- skúrs,“ sagði Kara og hún sagð- ist oft hafa leitt hugann að því hvað þeir væru margir í Hvera- gerði sem ættu samþykkta teikn- ingu af óbyggðum bflskúr. „Þetta er ekkert annað en villa hjá hita- veitunni og hana verður að leið- rétta, það er engin sanngirni í öðru,“ sagði Kara Jóhannesdóttir í Hveragerði. Greiðir eftir rúmmáli skv. samþykktri stærð „Þegar fólk tengist hitaveitunni með hús sín þá er það að kaupa hitarétt fyrir lóðina. Við ákvörð- un gjalds er gengið út frá sam- þykktri stærð húss og bílskúrs á lóðinni. Fólk má síðan nota vatn- ið að vild á lóðinni," sagði Guð- mundur Baldursson hitaveitu- stjóri í Hveragerði. Guðmundur sagði að ekki væri unnt að mæla orkuna sem 'átin væri af hendi til húsanna vegna úrfellinga í vatninu og þess vegna væri gengið út frá því að nota samþykkta stærð mannvirkja á lóðinni sem grunn að því hversu mikinn hitarétt lóðin hefði. Hann sagði eina skilyrðið vera það að vatnið sem færi frá húsinu væri ekki yfir 45 stiga heitt. Hann sagði þessa reglu hafa gilt um árabil í Hveragerði. Guðmundur sagði erfitt að ganga út frá rúmmáli í fasteigna- mati vegna þess að upplýsingar þaðan skiluðu sér seint og oft væri fólk búið að búa í húsunum án þess að upplýsingar um stærð þeirra kæmu fram frá fasteigna- matinu. Hann sagði það hafa verið rætt í veitustjórn hvort ekki væri rétt að sleppa bílskúrunum úr grunni útreikninganna og setja þá inn í grunninn þegar þeir hefðu risið. Á næsta veitu- stjórnarfundi 7. september yrðu samræmingarmál í hitaveitunni rædd og þar yrði meðal annars tekið á þessu máli, þar sem óbyggðir bílskúrar kæmu inn í útreikninga, vegna ýmissa fyrir- spurna þar um. Neyðarlending Guðmundur sagði að aðferðin sem notuð væri við útreikning á hitakostnaði væri viss neyðar- lending vegna eiginleika vatns- ins. Það væri gífurlega dýrt að gera breytingar á hitaveitunni þannig að hægt væri að mæla nákvæmlega orkunotkunina hjá notendum. Sama regla væri not- uð gagnvart gróðurhúsum. Þar keyptu menn ákveðinn hitarétt fyrir húsin eftir stærð þeirra en réðu því síðan sjálfir hvað þeir gerðu við vatnið. Hann sagði visst óréttlæti vissulega koma fram en hitaréttindin væru for- réttindi í Hveragerði vegna mik- iuorgunoiaoio/aigurour jonsson „I bílskúrnum“ KARA Jóhannesdóttir á staðnum þar sem bílskúrinn er teiknaður við hús hennar í Hveragerði. Undanfarin 7 ár hefur hún greitt 80 þúsund krónur fyrir upphitun bílskúrs sem ekki hefur verið byggður. illar orku á staðnum. Orkuverð hefði ekki hækkað síðan 1989. í reglugerð fyrir veitustofnanir Hveragerðis segir um álestur og uppgjör fyrir heitt vatn og jarð- gufu:„Veitustofnun Hveragerðis er heimilt, vegna vandkvæða við orkumælingu heita vatnsins og jarðgufunnar í Hveragerði, að innheimta gjald fyrir heitt vatn og jarðgufu í hlutfalli við sam- þykkt rúmmál mannvirkja og skal þá orkuþörf íbðúðar-, þjón- ustu-, verslunar- og iðnaðarhúsa áætlað 22 W/m3 en gróðurhúsa 67 W/m3. Reiknað er með 35 stiga mismun á hitastigi úti og inni (toppálag) Gert skal ráð fyr- ir að afl hvers mínútulítra (ML) sé 2,790 W (kólnun um 40 stig C).“ Vsk. af tímaritum Lögmæti skráningar til tölvunefndar RITARI Tölvunefndar leggur til að nefndin kanni hvort yfirvöld- um sé heimilt að skrá upplýs- ingar um erlend timarit sem ber- ast ahnenningi í pósti, vegna inn- heimtu virðisaukaskatts. Tölvu- nefnd kemur næst saman til fundar 2. september. Fjármálaráðuneytið hefur falið Pósti og síma að annast innheimtu virðisaukaskatts af erlendum tíma- ritum sem berast í pósti til viðtak- enda. Hefur verið ákveðið að póst- hús haldi skrá yfir þau tímarit sem berast einstaklingum í pósti og verði blöðin ekki borin út til viðtak- enda nema að þeir geti sýnt fram á að þeir hafi goldið skattinn. Jón Thors, ritari Tölvunefndar, sagði að í reglugerð um innheimtu virðisaukaskatts af erlendum tíma- ritum í áskrift væri ekki kveðið á um varðveislu og notkun þeirra upplýsinga sem pósturinn þarf að afla. Ástæða væri til að kanna hvort þessi skráning stæðist lög um pers- ónufrelsi. Samkvæmt lögum hefur Tölvu- nefnd eftirlit með framkvæmd laga um skráningu og meðferð persónu- upplýsinga. Nefndin veitir starfs- leyfi, heimild eða samþykki til ein- stakra athafna og verða úrskurðir hennar ekki bomir undir aðrar stjórnvaldsstofnanir. Nefndin getur skipað aðilum að hætta skráningu upplýsinga, bannað að gögn verði látin öðrum í té eða farið fram á að upplýsingar verði afmáðar eða skrár eyðilagðar. Einn vinsælastí áfangastaöur þeirra sem vilja gera hagstæö innkaup, stærsta verslunarborg Skotlands. Skemmtun og afþreying. Fjölmargir góðir veitingastaðir. Öflugt tónlistar- og leikhúslíf. Mjög góð listasöfn. Einstök náttúrufegurð skosku hálandanna skammt undan. Brottfarir á þriöjudögum og laugardögum. Heimflug á laugardögum og þriójudögum. fnt velur um J eða */ nœhir Vegna mikillar eftir- spurnar verður þraut- reyndur íslenskur fararstjóri, Anna Þorgrímsdóttir, farþegum Flugleiöa til aöstoöar og leiósagnar í Glasgow strax frá og meö 18. sept. til 4. des. á manninn í tvíbýli í 3 ncetur og 4 daga á Marriott Hotel. * í Glasgow bjóöum viö gistingu á eftirtöldum gæöahótelum: Hospitality Inn, Marriott, Stakis Grosvenor og Copthome. Innifalið er flug, gisting, morgunverður og flugvallarskattar. Á tímabilinu 18. sept. til 4. des. er innifalið í verði akstur til og frá flugvelli í Glasgow og íslensk ferarstjórn. Akstur þarf að bóka sérstaklega. Börn, 2ja - 11 ára, fá 9.500 kr. í afslátt. Börn að 2ja ára aldri greiða 3.000 kr. Enginn bókunaríýrirvari. Forfallagjald, 1.200 kr., er ekki innifalið í verði. Forfallagjald er valfrjálst en Flugteiðir hvetja farþega til að greiða það til að firra sig óþarfa áhættu. *Verð miðast við gengi 6. ágúst 1993. LMSJ Tilboö fyrir hópa: 2.000 kr. afsláttur á mann ef í hópnum eru 15 manns eða fleiri. 40.000 kr. spamaður fyrir 20 manna hóp. Hafðu samband við söluskrifetofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifetoíurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.) FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.