Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 4
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. AGUST 1993 Ráðstafanir Flugleiða vegria erfiðleika í rekstri Eimi kosturinn er að fækka flugvélum SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugleiða, segir að fyrirtækið eigi um tvo kosti að velja til að mæta þeirri versnandi rekstrarafkomu sem fyrirsjáanleg er á þessu ári. Annar kosturinn sé að efla enn sóknina og ná í þá farþega sem á vantar frá öðrum flugfélögum erlendis. Hins vegar geti komið til greina að fækka þurfi í flug- vélaflota félagsins og draga úr framboði. „Fyrri kosturinn er að sjálfsögðu ákjósanlegri, en við þurfum að skoða allar hliðar máls- ins sem munu væntanlega skýrast á næstu vikum,“ sagði Sigurður. Fram að áramótum verður vetr- aráætlun Flugleiða óbreytt nema hvað varðar niðurfellingu á flugi til Gautaborgar og um áramót er áætl- að að fækka ferðum til Amsterdam. Sigurður sagði að á næstu vikum yrði tekin ákvörðun um framhaldið, þar með talið hvort fyrirsjáanleg væri fækkun á flugvélum félagsins. „Á hveiju hausti er farið ofan í saumana á næstu sumaráætlun. Nú er enn frekar ástæða til þess en áður að vega og meta gaumgæfi- VEÐUR lega hvað við eigum að vera með stóra áætlun næsta sumar og hvað við eigum að vera með margar flug- vélar í rekstri.“ Grunnáætlun fyrir næsta sumar er þegar til að sögn Sigurðar, en endanleg áætlun ligg- ur væntanlega fyrir í lok septem- ber. Þá verður einnig gengið frá rekstraráætlun fyrir næsta ár. Aðspurður um áhrif vaxandi erf- iðleika í rekstri á getu félagsins til að standa undir miklum fjárfesting- um undanfarinna ára sagði Sigurð- ur að fjármagnskostnaður Flugleiða hefði farið lækkandi. „Kostnaður vegna flugvélakaupa Flugleiða er í dollurum og til mjög skamms tíma þannig að vaxtakostnaður er lítill. Það er því ekki íj'ármagnskostnaður sem er að íþyngja okkur og greiðslustaða félagsins hefur verið góð. Við höfum haidið nokkuð vel utan um kostnaðinn, en erfiðleik- arnir felast í nýtingu á flugvélunum og farþegatekjum." Sigurður sagði ennfremur að nýting á flugtíma hverrar vélar væri ágæt, en hins vegar hefðu menn orðið fyrir vonbrigðum með sætanýtingu. í héild voru farþegar Flugleiða fyrstu sex mánuði þessa árs 3% færri en gert var ráð fyrir í áætlunum félagsins og farþega- tekjur voru 8% lægri. IDAG kl. 12.00 HeimiW: Veðurstofa íslands (Byggt ó veðurspá kt. 16.15 í gœr) VEÐURHORFUR I DAG, 25. AGUST YFIRLIT: Á sunnanverðu Grænlandshafi er 1.002 mb heldur vaxandi lægð, sem þokast norðaystur. Suður af landinu er víðáttumikil 1.034 mb hæð. SPÁ: Fremur hæg vestan- og suðvestanátt, skýjað suðvestan- og vestan- lands og einnig á annesjum norðanlands, en bjartviðri t öðrum landshlut- um. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Suðlæg átt, fremur hæg víðast hvar. Súld eða rigning víða um landið sunnan- og vestanvert en þurrt og nokkuð bjart veður norðaustan til. Hiti veröur á bilinu 9 til 17 stig, hlýjast í innsveitum norðaustanlands. HORFUR Á LAUGARDAG: Fremur hæg breytileg átt og skúrir um allt land. Hiti verður á bilinu 9 til 15 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 10.30, 22. 30. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. O & A Heiöskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað / / / / / / / / Rigning * / * * / / * / Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað v ^ v Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 íg»r) Þjóðvegir landsins eru flestir i góðu ásigkomulagi og greiðfærir. Víöa er þó unnið að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam- kvæmt merkingum þar. Háiendisvegir eru færir fjallabíium, Gæsavatna- og Dyngjufjallaleiðir eru ennþá ófærar vegna snjóa, sama er að segja um Hrafntinnusker. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðín. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísL tíma hítl veður Akureyri 14 skýjaö Reykjavík 10 þokumóða Bergen 18 léttskýjað Helstnki 12 alskýjaö Kaupmannahöfn 18 skýjaó Narssarasuaq 8 súld Nuuk 4 súld Osló 17 skýjað Stokkhólmur 12 rignlng Þórshöfn 11 rigning Algarve 25 léttakýjað Amsterdam 18 skýjað Barcelona 26 súld Berltn 18 skýjað Chicago 20 þokumóöa Feneyjar 29 þokumóða Frankfurt 17 skýjað Glasgow 14 skýjað Hamborg 15 skúrósíð. kls. London 16 léttskýjað LosAngeles 17 þokumóða Lúxemborg 15 sltýjað Madrfd 18 skýjað Malaga 29 skýjað Mallorca 30 þokumóða Montreal 19 skúr NewYork 23 skýjað Orlando 25 þokumóða Parf8 18 skýjað Madelra 24 skýjað Róm 32 léttskýjað Vín 16 alskýjað Washington 22 skýjað Wlnntpeg 17 léttakýjað Af 10 cö j.8 I l6 *o § 4 0 -2 koma Flugleiða '88-'92 Framreiknuð skv. lánskjaravísitölu I l Meðalverðlag 1992 ■I Meðalverðlag hvers árs 53 §1 1988 □ 990 □ S8 iri S <NÍ o 3 8I O <ó 1991 EU 1992 Eins og sést á þessari töflu hafa verið miklar sveiflur á afkomu Flugleiða sl. fimm ár. Eftir hagnað árin 1990 og 1991 varð tap á síðasta ári og skv. nýjustu upplýsingum ur rekstri félagsins gæti svo farið að tapið rúmlega tvöfaldist á þessu ári. Ástæðuna má öðru fremur rekja til efnahagssamdráttar á Vesturiöndum ásamt harðnandi samkeppni og lækkunar á fargjöldum. __________ Gengið veltur á einni sætaröð Sigurður sagði mikilvægt fyrir rekstur Flugleiða að aukin áhersla yrði lögð á skipulag verðlagningar með það fyrir augum að hámarka það verð sem fengist fyrir hvert sæti. Félagið væri að selja flugsæti út um allan heim á ólíku verði og með betra skipulagi og aukinni tækni ætti að vera mögulegt að , auka tekjurnar nokkuð. „Það myndi t.d. auka tekjur félagins um rúmar 300 milljónir króna ef allt flug okk- ar gæfi af sér 500 krónum meira á sæti en nú er. Sama upphæð næðist ef við gætum selt 3 farmiða til viðbótar í hveija vél. Það má því segja að gengi Flugleiða velti á einni sætaröð," sagði Sigurður, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær gefa nýjustu upplýsingar úr rekstri Flugleiða til kynna að tap ársins geti orðið nálægt 380 milljón- um króna. stæðisflokksins, sem lögð var fram í borgarráði, er lagt til að borgar- stjóm samþykki að stofna hlutafé- lag, Strætisvagna Reykjavíkur hf., sem yfirtaki eignir og rekstur Strætisvagna Reykjavíkur frá 1. desember 1993. Stjórnin lögð niður Þá segir: „Stjórn Strætisvagna Reykjavíkur verði lögð niður frá og með 1. desember 1993, en kjörnir fulltrúar stjórnarinnar skulu taka sæti í stjórnarnefnd um almenn- ingssamgöngur til loka kjörtíma- bilsins. Framkvæmdastjóri lög- fræði- og stjórnsýsludeildar skal leggja tillögu fyrir borgarráð að samþykkt fyrir stjómarnefnd um almenningssamgöngur. Öllum núverandi starfsmönnum ið starf hjá hinu nýja hlutafélagi og skulu atvinnuöryggi þeirra, laun og launakjör, önnur kjör og rétt- indi, svo og lífeyrisréttindi, tryggð með þeim hætti, sem fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra lögfræði- og stjómsýsludeildar til borgarráðs, dags. 27. júlí 1993.“ Fram kemur að við stofnun hlutafélagsins verði skýrslan „Reykjavíkurborg — breytingar á rekstrarformi SVR“, dags. i júní 1993, höfð til hliðsjónar. Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir að borgar- stjóm feli borgarstjóra að undirrita stofnsamninginn og samþykktir Strætisvagna Reykjavíkur hf. fyrir hönd Reykjavíkurborgar og fram- kvæmd þeirra ákvarðana, sem af samþykktinni leiða. Stefnt að opiiun Fæðingarheimilis næsta ár Veruleg fjölgiin fæð- ínga á LandspítaJanum FÆÐINGAR á Landspítalanum eru 2.076 það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra voru þær 1.869 eða 207 færri. Að sögn Ólafar Ástu Ólafsdóttur hjúkrunarforstjóra, er útlit fyrir að fæðingar verði vel vfír 2.000 á árinu en um 200 fæðingar eru að meðaltali á mánuði. Á síðasta ári voru fæðingar samtals 2.913. Vegna annríkis var Fæðingar- heimilið opnað á ný í maí og var það opið í sex vikur fyrir sængurkon- ur. Sagði Ólöf að það væri stefnan að opna heimilið á ný á næsta ári ef fjárveitingar leyfðu. „Við sjáum fram á að að heildar- fæðingartala yfir allt árið verði mun hærri en hún hefur áður verið," sagði Ólöf. „Það er ekki hægt að tala um mismikið álag heldur fjölgar fæðing- um jafnt og þétt. Hluta skýringar- innar er að leita til lokunar á Fæð- ingarheimilinu. Þar voru um 400 fæðingar á ári en þar að auki hefur fæðingum fjölgað." Fæðingarheimilið opni Ólöf sagði að það væri stefna stjórnamefnda ríkisspítalanna að opna Fæðingarheimilið á næsta ári svo framarlega sem fjárlög heimil- uðu. „Þetta gengur allt eins og er en það er ekki launungarmál að við i \ i Aukafundur í borgarstjórn Reykjavíkur i SVR verði hlutafé- lag* frá 1. desember Hlutafé félagsins verði 200 milljónir AUKAFUNDUR hefur verið boðaður í borgarstjórn Reykjavíkur á morgun, fimmtudag, þar sem fjallað verður um tillögu Sjálfstæðis- flokksins um að breyta Strætisvögnum Reykjavíkur í hlutafélag 1. desember næstkomandi. Gert er ráð fyrir að hlutafé verði 200 miHj- ónir kr., þar af verði hlutur Reykjavíkurborgar 198 milljónir en Aflavaka Reykjavíkur hf. 2 milljónir. | í tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálf- Strætisvagna Reykjavíkur skal boð- erum ekki ánægð með þá aðstöðu sem við höfum. Álagið hefur aukist gífurlega," sagði hún. „Þetta er ekki ástand sem við getum sætt okkur við til frambúðar. Við viljum opna Fæðingarheimilið á ný vegna hús- næðisskorts sem er aðal vandamálið. Húsnæðinu sem við erum í var ekki ætlað að taka við svona mörgum fæðingum. Stefnan er sú að geta boðið konum upp á valkost við fæð- ingar en það er ekki hægt núna. Þetta er eina fæðingarþjónustan fyr- ir allt landið þegar um áhættufæð- ingar er að ræða. Það er því æski- legt að konur geti fengið að velja hvort þær fæði bömin hér eða á fæðingarheimili."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.