Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
félk í
fréttum
ROKK
Ovenjuleg samvínna
að hefur vakið athygli í tónlistarheiminum,
að söngvari lokalags nýjustu breiðskífu U2
er ekki Bono, heldur enginn annar en gamla brýn-
ið og dreifbýlisraularinn Johnny Cash. Það voru
írsku rokkararnir sem sóttust eftir samstarfinu,
en Cash hefur áður sungið með þekktum stjömum
úr rokkgeiranum, t.d. Bob Dylan árið 1968.
Cash, sem er orðinn 61 árs gamall, segir að
það hafí verið mjög skemmtilegt og þægilegt að
vinna með liðsmönnum U2, sérstaklega sé Bono
mikill snillingur. „Bono er ótrúlega vel að sér í
dreifbýlis- og rokkabillítónlist af rokktónlistar-
manni að vera,“ segir Cash. Cash segir einnig
að tækifærið til að vinna með U2 hafi verið
kærkomið þótt það verði aldrei annað eða meira
en þetta eina lag. „Ég var kominn á það stig á
ferli mínum, að mér fannst ég spóla látlaust í
sömu hjólförunum. Á sama tíma heldur dreifbýlis-
tónlistin striki sínu og mín er ekki saknað," seg-
ir Cash.
Johnny Cash
GLEÐSKAPUR
Minnistap Idols
Billy Idol hefur gaman af
hneyksla mann og annan.
"Dokkarinn
JLVmikli
Billy Idol,
hefur löngum
þótt vera
söng- og
gleðimaður
mikill og í
seinni tíð hef-
ur farið meira
fyrir honum í
litríku sam-
kvæmislífi
Hollywood
heldur en í
tónlistar-
bransanum
þar sem hann
naut mikilar
hylli fyrir fáum árum meðal þeirra
sem aðhyllast rokk í þyngri kant-
inum.
Já, Billy þræðir partíin og hefur
honum verið þannig lýst að hann
sé svo fundvís á gleðskap að hann
hljóti að vera með fálmara sem
hann geti dregið inn í höfuðið.
Einu sinni, eigi alls fyrir löngu,
var hann spurður þeirrar spurn-
ingar: „Hvað var skemmtilegasta
partíið? Ekki vildi kempan taka
eitt samkvæmi fram yfir annað,
raunar hlaut það að vefjast fyrir
honum miðað við mat hans á hvað
væri góður gleðskapur og hvað
ekki: „Ég skal segja ykkur, að til
þess að ég
telji partí
hafa verið
gott er nauð-
synlegt að ég
muni ekkert
eftir því dag-
inn eftir.
Einu góðu
partíin eru
þau
maður
ekkert
sem
man
eftir
Svo mörg
voru þau orð
og raunar
hefur kapp-
inn fremur
vakið á sér athygli fyrir eitt og
annað misjafnt í seinni tíð: Bar-
smíðar, slysfarir, drykkjuskap og
nú síðast var hann einn þeirra sem
nafngreindur hefur verið sem
stöðugur og arðbær viðskiptavin-
ur gleðikonunnar Heidi Fleisch og
fylgikvenna hennar. Gagnstætt
flestum af meintum kúnnum
hennar er Idol einhleypur og þarf
því naumast að afsaka gjörðir sín-
ar, en hann fyrtist eigi að síður
við fregnina og gaf út yfirlýsingu
þess eðlis að hann hefði aldrei
þurft að greiða grænan túskilding
fyrir blíðu kvenna.
GARÐAPANILL
Ný falleg viðhaldsfrí
húsKiæðning!
Héðinn Garðastál hefur hafió framleiðslu á nýrri
viðhaldsfrírri panilklæóningu úr stáli með PVC-húð,
klæðningin nefnist GARÐAPANILL.
Garðapanillinn er auðveldur í uppsetningu, samsetningar
eru þéttar og festingar faldar. Hann er framleiddur í þrem
stöðluðum breiddum en lengdir eru eftir óskum kaupenda,
allir fylgihlutir fást í söludeild. Hvort sem þú ert með íbúðar-
eða iðnaðarhúsnæði, nýtt eða gamalt þá er GARÐAPANILL
ódýr og hagkvæm lausn á klæðningu bæði úti og inni.
Kynntu þér þessa tslensku hönnun og
framleiöslu á sýningarstandi í
verksmiöju okkar.
= HÉÐINN =
GARÐASTÁL
STÓRÁSI 6, GARÐABÆ, SÍMI 652000
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
Haraldur Már Stefánsson við teiginn á 4. braut golfvallarins að
Hamri ofan Borgarness.
GOLF
Hola í höggi
á Hamarsvelli
Síðdegis sunnudaginn 15. ágúst
síðast liðinn gerðist það á golf-
vellinum að Hamri ofan Borgarness
að Haraldur Már Stefánsson 18 ára
Boorgnesingur, fór holu í höggi á
par 4 braut sem er 310 metrar að
lengd og liggur í sveig til hægri.
Ekki er vitað um lengra upphafs-
högg hérlendis sem hafnað hefur í
holunni. Talið er að fyrra metið
hafí Olafur Skúiason átt en hann
sló 15. júní árið 1968 holu í höggi
á Grafarholtsvelli á braut sem talin
er þá hafa verið um 240 metrar
að lengd.
Það var hæglætisveður sunnu-
daginn 15. ágúst sl. er Haraldur
Már Stefánsson kom að teignum
að Ijórðu brautinni á Hamarsgolf-
vellinum ofan Borgarness. Hann
þurfti að bíða aðeins vegna fólks
sem var að klára brautina. Hann
sló síðan upphafshöggið með ásnum
og horfði á eftir kúlunni. Aðspurður
kvaðst Haraldur hafa fundið og séð
að þetta var langt og gott högg
með rétta stefnu á flötina en hann
hafí ekki séð hvar kúlan lenti. Það
sem hann hafi hins vegar séð var
hvar, annars siðprútt og rólegt fólk,
sem hann kannaðist við og var við
flötina, byijaði skyndilega að láta
öllum illum látum. Sumir hafí hopp-
að og patað með höndunum á með-
an aðrir hafi hent húfum sínum og
öðru lauslegu hátt í loft upp. Kvaðst
Haraldur Már heldur hafa hraðað
sér til fólksins og á miðri leið hafi
hann áttað sig á því hvers kyns var
og þá hafí hann tekið kröftuglega
þátt í fögnuði fólksins. Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem að Haraldur
Már fer holu í höggi, það hefur
hann gert einu sinni áður á par 3
braut á Hamarsvelli og einu sinni
á par 3 braut golfvellinum á Akra-
nesi. Þetta er því í þriðja skiptið
sem hann vinnur þetta afrek. Har-
aldur er án efa besti kylfíngur í
Golfklúbbi Borgamess. Hann er eini
meistaraflokksmaðurinn í klúbbn-
um og hefur þrisvar orðið Borgar-
nesmeistari, auk þess sem hann
hefur unnið til fjölda annara veð-
launa.
TKÞ.