Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993 35 ^ MRMMSl-CPíP^LJRrtNNl ^ ER ENKl RO SUÐfl UM FI?)K60LLDR I MRTlNN, SKIP STJÖRI. Mf^ ÉT<S TFIKO ÖVO- SEM HELMrNöINN RF . ________flFLRNUM^ ^nrŒf.l fílíi inm VELVAKANDI GÆLUDÝK Högni týndur SVARTUR, brúnn og hvítur mjög loðinn högni sem er 61- arlaus en eyma- merktur R2211 hvarf af heimili sínu í Tunguseli fimmtucíaginn 19. ágúst sl. Hann gæti hafa lokast inni í kjall- ara einhvers staðar og er fólk beðið um að leita í nærliggjandi kjöllurum en hafi einhver orðið hans var er síminn 71960. Köttur í óskilum FLEKKÓTT, brún, hvít og svört kisa sem heitir Amanda hvarf frá heimili sínu að Lækjarfit í Garðabæ fyrir u.þ.b. viku. Hún er eymamerkt RIH 170. Hafi ein- hver orðið hennar var er hann beðinn um að hafa samband í síma 658801 eða 658861. Páfagaukur tapaðist GULUR páfagaukur tapaðist frá heimili sínu við Staðarsel sl. sunnudag. Hafi einhver orðið hans var er hann vinsamlega beðinn um að hafa samband í síma 75370. TAPAÐ/FUNDIÐ Taska tapaðist BRÚN hliðartaska sem innihélt litla snyrtibuddu, tómt seðlaveski og húslykla, tapaðist aðfaranótt sunnudags fyrir utan hraðbanka Landsbankans í Breiðholti. Skilvís finnandi hringi í síma 77422. Gleraugu töpuðust LÍTIL gleraugu í svartri og gylltri ferhymdri umgjörð töpuðust á skemmtistaðnum Ömmu Lú föstu- daginn 23. júlí sl. Sjónglerin eru ólík. Skilvís fínnandi hafí sam- band við Guðrúnu í síma 93-12946. Er áfengissýki fjölskyldusjúkdómur? SÁ SEM þessar línur skrifar er náinn aðstandandi áfengissjúklings sem hefur farið í nokkrar meðferð- ir á síðasta sex og hálfa ári. Hann er búinn að vera inni á stofnun til meðferðar við áfengis- sýki samtals um 115 daga þegar þetta er ritað. Það er sagt að áfengissýki 'sé íjölskyldusjúkdómur, en af reynslu minni dreg ég þá ályktun að meðferðaraðilar líti ekki svo á. Á þeim tíma sem minn sjúkling- ur hefur verið inni á stofnun í meðferð hefur aðeins verið haft samband við mig einu sinni og lögð fýrir mig spurning sem olli mér mikilli vanlíðan. Ég vil taka það fram að ég hef leitað mér hjálpar eftir því sem mér hefur fundist þörf á eftir að minn sjúklingur fór í sína fyrstu meðferð 1988. Mín reynsla er sú að aðstand- endur sitji eftir með mikil vanda- mál og vanlíðan þegar neytandinn fer í verndað umhverfi í meðferð. Minn draumur er að okkur að- standendum áfengissjúklinga standi til boða meðferð á vernduð- um stað en þurfum ekki að leita okkur hjálpar á hlaupum frá vinnu og heimili, og auk þess í stuttan tíma í hvert skipti. Ég tel að það sé mjög mikil- vægt að um leið og neytandinn er kominn í áfengismeðferð sé haft sambannd við nánasta að- standanda og honum bent á að hann þurfti hjálp og hvar hann geti fengið hana. Enn fremur tel ég að það væri af hinu góða fyrir meðferðaraðil- ann að heyra sjónarmið aðstand- andans til að nýta við meðferð neytandans. Mér skilst að á Vífílsstöðum fái aðstandendur viðtal þegar neyt- andinn er kominn í form fyrir sameiginlegt viðtal. Mér finnst það mjög miður að við þurfum að bíða marga daga eftir að fá hjálp og það getur valdið því að aðstandandinn leiti annað eftir hjálp sem er þá ekki í neinum tengslum við meðferð neytandans. Þessu þarf að breyta ef áfengis- sýki er viðurkennd sem fjölskyldu- sjúkdómur. Aðstandandi áfengissjúklings. Undirvinna Frá Baldri Hafstað A) í tilefni fréttar Yfirvinnu undirmenna hjá yfirvöldum snapa og komast yfir yfirmenn sem undirleitir gapa. b) Fréttaskýring Yfirvinna undirmenn óska sér og yfir komast yfirmenn. En undirmannað hjá yfírmönnum orðið gæti ef yfirmenn undirmenn verða vilja. BALDUR HAFSTAÐ Ásvallagötu 24, Reykjavík LEIÐRÉTTINGAR Vopn en ekki byssur Þeirrar ónákvæmni gætti í grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um aðgerðir gegn glæpum í Banda- ríkjunum að þar sagði að 23% nem- enda í Iowa kæmu með byssur í skólann. Hið rétta er að svo hátt hlutfall nemenda í Iowa kemur vopnað í skólann, skv. því sem seg- ir í vikuritinu The Economist 24. júlí síðastliðinn. Tölur af þessu tagi eru byggðar á viðtölum við skóla- fólk og sumir sérfræðingar telja þær of háar vegna þess að æsku- fólkið sem rætt er við gorti en.t.v. af því að koma vopnað í skólann þótt sú sé ekki raunin. Bjó í Alþingis- húsinu Þau mistök urðu í dagskrárkynn- ingu í þriðjudagsblaðinu að sagt var að Halldóra Brynjólfsdóttir hefði átt heima í kjallara Alþingishúss- ins. Hið rétta er að hún bjó í gamla eldhúsinu undir kringlunni í Alþing- ishúsinu. Athugasemd Eiríka A. Friðriksdóttir, hagfræð- ingur, hafði samband við Morgun- blaðið og vildi koma með athuga- semd vegna orðalags í fréttatil- kynningu sem birtist í blaðinu í gær frá framkvæmdastjórn Öryggi barna - okkar ábyrgð. Þar segir að Eirika hafi hlotið viðurkenningu vegna starfs hennar að öryggismál- um neytenda, en hún vildi að það kæmi fram að starf hennar tengd- ist öryggismálum allra landsmanna. Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig meÖ heimsóknum og gjöfum d 100 ára afmœlisdegi mínum. Guð blessi ykkur öll. Kristjón Ólafsson, húsgagnasmíðameistarí. Við leggjum áherslu á vandað nám sem sniðið er að kröfum vinnumarkaðarins og nýtist þér í atvinnuleit. • Bókfærsla • Ritvinnsla • Tölvubókhald • Töflureiknir • Verslunarreikningur • Gagnagrunnur • Toliskýrslugerð • Windows og stýrikerfi 7 ifrir adHhs A/. .5000 0 moiiufi Tölvuskóli íslands sími 67 14 66 • opið til kl. 22 Spennandi markaðstorg um hverja helgi Hauststemmning í Kolaportinu - góð kaup og enginn samdráttur Það er enginn samdráttur hjá sölufólki í Kolaportinu um þessar mundir, enda verðlagið á mark- aðstorginu oftast mun lægra en þekkist í hefðbundnum verslun- um og kannski ekki nema eðlilegt að fólk leiti þangað þar sem það fær meira fyrir krónumar sínar. í Kolaportinu er nokkur hópur seljenda sem er þar hverja helgi og hefur jafnvel sitt lifibrauö af sölustarfseminni og það er kunn staðreynd að þangað sækja sæl- kerar hið ágætasta úrval matvæla á borð við síldina frá Fáskrúðs- firði, hákarlinn frá Bjamarhöfn, reyktan lax, harðfisk, alls konar bakkelsi og að sjálfsögðu nýja, íslenska grænmetið, sem Magnea og aðrir framleiðendur bjóða upp á við miklar vinsældir. Alltaf hægt að gera góð kaup En stærstur hluti seljenda er nýr um hverja helgi eða er þar kannski i nokkrar helgar í röð og þeim fer áberandi fjölgandi nú með haustinu. „Það er ekki síst þessi ásókn nýrra seljenda sem gerir Kolaportið svo spennandi," segir Jens Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri markaðstorgsins. „Maður hlakkar til hverrar helgar í Kolaportinu, því það kemur allt- af eitthvað á óvart og þar er allt- af hægt að gera góð kaup. Á venju- legum markaðsdegi eru um 100 seljendur í Kolaportinu en við getum fjölgað sölubásum upp í 160 og erum því vel í stakk búin til að taka við nýjum seljendum.“ Kompudagur á sunnudaginn Kompudót er líka alltaf jafn vin- sælt í Kolaportinu og þar má jafn- an finna talsverðan fjölda slíkra sölubása. Stundum er efnt til sér- stakra „kompudaga" og er þá boðinn sérstakur afsláttur af verði sölubása með slíkan varn- ing. Nú á sunnudaginn verður einmitt slíkur „kompudagur" og væntanlega sá síðasti á þessu ári. Kolaportið er opiö á laugardög- um kl. 10-16 og sunnudögum kl. 11-17. AUGLÝSING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.