Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
9
r w
UTSALA A HERRAFATNAÐI
26. - 28. ágúst
r Sœvar Karl Olason
Bankastræti 9, Sími 13470
Avaxtabu
peningana þína
milli fjárfestinga
með ríkisvíxlum
og ríkisbréfum
Þrisvar í hverjum mánuði fara fram
útboð á ríkisvíxlum og ríkisbréfum sem
allir geta tekið þátt í. Með ríkisvíxlum
og ríkisbréfum getur þú ávaxtað sparifé
þitt til skemmri tíma sem er tilvalið
ef þú þarft að brúa bilið milli ýmissa
fjárfestinga, t.d. húsnæðiskaupa, og
ávaxta peningana þína á traustan
hátt í millitíðinni.
Leiðirtil hagkvæmari
bankarekstrar
Tvennt þarf að gera til að auka hag-
kvæmni í innlendum bankarekstri, auka
frelsi á innlendum fjármagnsmarkaði og
hið opinbera þarf að draga sig út úr
honum. Þetta segir í nýlegri grein í Vís-
bendingu.
Starfsum-
hverfi
Þórarinn G. Pétursson,
hagfræðingur, skrifaði
fyrir skönunu grein í
Vísbendingu sem nefnd-
ist „Rekstrarumhverfi
banka á íslandi". í upp-
hafi greinar hans segir:
„Starfsumhverfi inn-
lendra banka og skipulag
hefur tekið miklum
breytingum á undanföm-
um árum og hefur rekst-
ur þeirra ekki aðlagast
þeim nægilega vel. Til-
kostnaður er mikill auk
þess sem ekki hefur tek-
ist að veita útlán til þeirr-
ar starfsemi sem mestan
arð gefur af sér.1 Um
þetta er ekki deilt. Menn
em hins vegar ekki sam-
mála um orsakir þessa.
Sumir viJja leita skýringa
í smæð og sérstöðu ís-
lensks fjármagnsmark-
aðar, aðrir teþ'a mikil rík-
isafskipti helstu orsökina
og enn aðrir vgja einfald-
lega kenna lélegri stjóm-
un banka um hvemig til
hefur tekist.
Skortur á
verðsam-
keppni
Þótt orsakanna sé lík-
lega að leita í öllum þess-
um þáttum virðist ljóst
að skortur á verðsam-
keppni á mikinn þátt í
óhagkvæmum banka-
rekstri á íslandi. Verð-
samkeppni á innlendum
bankamarkaði hefur
lengst af verið bönnuð.
Það var ekki fyrr en um
miðjan síðasta áratug að
vaxtaákvarðanir vom
gefnar frjálsar en fyrir
þann tíma vom þær í
höndum Seðlabankans
og stjóravalda. Enda þótt
vaxtaákvarðanir séu að
mestu leyti fijálsar nú
orðið hefur virk verð-
samkeppni eim ekki
myndast. Reynsla ann-
arra þjóða hefur sýnt að
búast má við að það taki
nokkur ár fyrir frelsi og
hagræðingu að skila sér
í hagkvæmari rekstri.
Margþætt
þjónusta
Höft á verðsamkeppni
Ieiða til þess að fyrirtæk-
in á viðkomandi markaði
fara að keppa á öðrum
sviðum framleiðslunnar.
Þar em bankar engin
undant ekning. í stað þess
að keppa um viðskipta-
vini með því að bjóða
þeim mismunandi kjör á
lánum og sparifé hafa
bankar reynt að laða til
sín fleiri viðskiptavini
með því að bjóða þeim
sífellt meiri og marg-
þættari þjónustu án tillits
tíl þess hvað hún kostar.
Ástæðan er sú að þetta
er eina leiðin fyrir þessi
fyrirtæki til að keppa og
þeir sem vijja ekki vera
með em einfaldlega úr
leik.“
Nokkm síðar segir
Þórarinn í grein sinni:
„... virðist nokkuð
Ijóst að óhagkvæmni í
íslenskum bankarekstri
er langt frá því að vera
eingöngu slæmum
rekstri að kenna heldur
frekar þeim markaðsað-
stæðum sem þeim er gert
að búa við. Það virðist
því vera að markaðsum-
hverfi íslensks banka-
reksturs hafi leitt til
meira óhagræðis og
kostnaðarsamari rekst-
urs en þurft hefði að
vera ef annars konar fyr-
irkomulag hefði ríkt
Forsendur
hagræðingar
Það er því nauðsynlegt
að breyta þeim markaðs-
aðstæðum sem ríkt hafa
í innlendum bankarekstri
ef auka á hagkvæmni
þessa reksturs. Tvennt
þarf að gera. í fyrsta
lagi þarf að auka frelsi
á innlendum fjármagns-
markaði. Þannig þarf að
afnema þær hindranir
sem eftir era á íjámiagn-
sviðskiptum miUi íslands
og amiarra ríkja. Margt
hefur þegar gerst í þess-
um málum á allra síðustu
ámm og stefnt er að því
að fuUt frelsi verði komið
í fjármagnsviðskiptum
okkar við útlönd við gild-
istöku EES-samningsins.
Aukið frelsi til fjár-
magnsviöskipta við út-
lönd verður þó að sam-
ræmast gengisstefnu
hvers tima. Þar að auki
þarf að auka frelsi á inn-
lendum bankamarkaði.
Slaka þarf á höftum er
varða starfsvettvang
bankafyrirtækja, eignar-
hald, hvaða þjónustu þeir
megi veita og á hvaða
hátt þeir megi veita
hana.
í öðm lagi þarf hið
opinbera að draga sig út
úr innlendum banka-
rekstri. Þetta er nauð-
synlegt ef takast á að
auka hagkvæmni og
áhættudreifingu á
bankamarkaðinum.2
Þetta tvennt er forsenda
þess að bæta megi rekst-
ur innlendra banka í
þeirri von að þeir geti
rækt hlutverk sitt á hag-
kvæmari hátt og staðist
aukna, alþjóðlega sam-
keppni.“
• Lánstími ríkisvíxla er 3 mánufór
• Lánstími ríkisbréfa er 6 mánubir
og 12 mánubir
I
Hafðu samband við verðbréfa-
3 miðlarann þinn eða starfsfólk
| Þ'jónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa
| og fáðu allar nánari upplýsingar um
útboð á ríkisvíxlum og ríkisbréfum.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, sími 91-626040
GÓÐ ÁVÖXTUN
VERÐBRÉFASJÓÐA í ASÍU
Gengi verðbréfa í Asíu hefur hækkað
verulega undanfarna mánuði. Til dæmis
hefur eign í japönskum vísitölusjóði nær
tvöfaldast á síðastliðnu ári. Enn má
búast við hækkunum á Asíumarkaði og
er fjárfesting þar talin spennandi.
Kaupendur geta valið um 7
verðbréfasjóði sem fjárfesta í Asíu og
stjórnað er af verðbréfafyrirtækinu
James Capel í Bretlandi. Þar af eru 2
vísitölusjóðir, en ávöxtun þeirra er
jafnan hærri og stöðugri en í almennum
sjóðum.
Ráðgjafar VIB veita frekari
upplýsingar um verðbréfasjóði James
Capel og einnig er hægt að fá sendar
upplýsingar í pósti.
Verið velkomin í VIB!
I síma 91 - 681530 er hœgt að fá upþlýsingar um verðbréfasjóði
James Capel.
; Já takk, ég vil fá
sendar upplýsingar
um verðbréfasjóoi
James Capel.
i Nafn: ______________
Heimili:
Póstfang:
Sími:
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. j
------ Armú/a 13a, 155 Reykjavík. -1