Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
7
Grímu-
klæddur
reyndi
að ræna
Kastaði frá sér
ránsfengnum á
leiðinni út
UNGUR maður klæddur sam-
festingi og með svartan næl-
onsokk yfir höfði gerði til-
raun til ráns í versluninni
Tíunni í Kleifarseli síðastliðið
föstudagskvöld. Maðurinn,
sem vopnaður var rörbút,
náði að þrifa tíu þúsund krón-
ur úr peningakassa verslun-
arinnar. Þegar hann á leið
sinni út úr versluninni gerði
sér grein fyrir að afgreiðslu-
maður hennar reyndi eftirför
sá hann að sér og henti ráns-
fengnum frá sér. Sá grímu-
klæddi hefur ekki enn fundist
en málið er í höndum Rann-
sóknarlögreglu ríkisins.
Pálmi Pálmason, 16 ára
starfsmaður verslunarinnar,
segir að grímuklæddi maðurinn
hafi komið inn í verslunina rétt
eftir lokun hennar klukkan tíu.
„Maðurinn hljóp inn um ólæstar
dymar og rakleiðis að peninga-
kassanum þar sem hann otaði
að mér rörbút," útskýrir Pálmi
í samtali við Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Kristinn
Pálmi Pálmason í vinnunni.
„Hann krafðist þess að fá pen-
ingana en mín fyrstu viðbrögð
voru þau að setja hendurnar
yfir kassann og koma í veg
fyrir að hann kæmist í hann.
Því næst greip ég plaststaut og
hugðist verja mig með honum.“
Pálmi segir að maðurinn hafi
náð að þrífa til sín 10 þúsund
krónur í peningum og tekið síð-
an á rás út úr versluninni. Pálmi
sætti sig ekki við svo búið held-
ur hljóp á eftir. „Þegar hann
sá að ég ætlaði á eftir honum
stoppaði hann og sagði: ókey,
ókey. Því næst henti hann pen-
ingunum frá sér og var undir-
eins rokinn burt.“
Að því er Pálmi best vissi
hefur aldrei orðið vart vand-
ræða við þessa verslun í Kleif-
arselinu. Hann kvaðst ekki geta
borið kennsl á manninn, sem
falið hafi sig bak við svartan
nælonsokkinn.
Upplýsinga- og menn-
ingarmiðstöð Nýbúa
UPPLÝSINGA- og menningarmiðstöð Nýbúa hefur starfsemi sína
fimmtudaginn 26. ágúst nk. Miðstöðin er rekin af Iþrótta- og
tómstundaráði Reykjavíkur og er hlutverk hennar að þjóna for-
eldrum og börnum frá öðrum löndum sem búsett eru hér á Islandi.
Miðstöðin er til húsa við Faxa-
fen 12 og verður opin tvisvar í
viku, á mánudögum frá kl. 17-22
og fimmtudögum frá kl.
10-16.30. Þessir dagar verða not-
aðir ýmist til margskonar fræðslu
og skemmtunar þar sem foreldrar
og börn þeirra geta komið saman
og er rík áhersla lögð á góða að-
stöðu fyrir böm.
Allar nauðsynlegustu upplýs-
ingar varðandi búsetu á íslandi
verða veittar og mun starfsmaður
miðstöðvarinnar, Gyða Björk
Hilmarsdóttir, veita leiðsögn.
Bókasafn verður á staðnum með
fjöibreyttu sniði þar sem eru bæk-
ur frá Borgarbókasafninu. Einnig
verður komið upp skrá yfir túlka
á sem flest tungumál og verður
sú skrá aðgengileg fyrir alla, jafnt
nýbúa sem og aðra íslendinga.
Sófasett frá
MANTELLASSI
Litir: Dökkbrúnt, Ijósbrúnt og svart.
Verð aðeins kr. 230.000 stgr.
fyrir 3ja sæta og tvo stóla.
VALHÚSGéGN
Ármúla 8, símar 812275 og 685375.
Koli fluttur út í gámum
en skortur innanlands
RÚMLEGA 2.500 tonn af óunn-
um kola hafa verið flutt út í gám-
um á árinu en á sama tíma hefur
stundum skort kola til vinnslu
hjá fiskverkendum. Kristinn
Kristinsson fiskverkandi segir
óviðunandi að íslenskum fisk-
kaupendum gefist ekki kostur á
að bjóða í fisk sem veiðist á fs-
landsmiðum. Hann telur brýnt
að allur fiskur verði boðinn upp
hérlendis en með núverandi fyr-
irkomulagi sé samkeppnisstaða
íslenskra fiskkaupenda ekki við-
unandi.
Að sögn Kristins Kristinssonar
hjá Pólar-Frost í Hafnarfirði hefur
oft skort kola til vinnslu á árinu en
stundum verið mikið framboð af
honum. Þetta komi sér að sjálfsögðu
illa fyrir vinnsluna.
Brýnt hagsmunamál
Kristinn segir brýnt hagsmuna-
mál fiskverkenda, fiskverkunarfóks
og allrar þjóðarinnar að allur fiskur
verði boðinn upp á fiskmörkuðum
hérlendis. Með núverandi fyrir-
komulagi fari mikið af fiski óunninn
úr landi vegna þess að fiskverkend-
um gefist ekki kostur á að bjóða í
hann. Kristinn benti á að Félag
kaupenda á fiskimörkuðum hefði oft
sent frá sér ályktanir um að allur
fiskur skuli boðinn upp innanlands.
Hann sagði að íslenskir fiskkaup-
endur settu sig alls ekki upp á
móti því að útlengdingar fengju að
bjóða í fískinn á móti þeim en óvið-
unandi væri að íslendinum gæfist
ekki tækifæri til að bjóða í þann
fisk sem veiddist við landið.
Að sögn Vilhjálms Vilhjálmsson-
Tíðarfar hefur verið einkar erf-
itt í sumar, leiðindabrælur í júlí-
mánuði sem að jafnaði er hvað
bestur veðurfarslega. Ógæftir í
sumar hafa verið meiri en undan-
farin ár.
Róið hefur verið alla síðustu
viku og veðrið verið með besta
móti. Þá hafa aflabrögðin verið
þokkaleg upp á síðkastið. Það hef-
ur verið gott hjá línu- og netabát-
unum að undanförnu.'en menn eru
ekki ánægðir með færafiskeríið,
ar, framkvæmdastjóra Aflamiðlunar
LÍÚ, hafa rúmlega 2.500 tonn af
slægðum og ísuðum kola verið flutt
út í gámum það sem af er árinu.
Þessi fiskur er óunninn eftir skiln-
ingi kvótalaganna og fellur því á
hann 10% kvótaskerðing.
það hefur verið slakt í sumar.
Fáir aðkomubátar
Oft hefur verið meira um að-
komubáta hér í Grímsey yfir sum-
armánuði, en þeir eru óvenjufáir
núna miðað við fyrra sumar.
Eflaust spilar veðráttan þar inn í
en hún hefur ekki verið sjómönn-
um hliðholl í sumar og þá eru flest-
ir aðkomubátarnir á færum, en
færafiskerí hefur í heildina ekki
verið sem best í sumar. HSH
Agæt aflabrögð und-
anfarið við Grímsey
Afli í heildina í sumar ekki sem bestur
Grímsey.
SJÓMENN í Grímsey réru alla síðustu viku og eru aflabrögðin ágæt
hjá netabátunum og þá hefur færafiskeríið einnig verið ágætt, en í
heildina hefur fiskerí færabáta ekki verið sem best í sumar.
í hádeginu alla virka daga:
Mamrétta
Grillað ;
lambaiæri
incð kr>dd-
hartötliinu
Barbc«iuck|úklingiur
mcð laukhringjum'
laulakjötsbollui
mcð siirsætri
. 1 sósu
Djúpsteikt ýsiiillök Á
mcð hunangs*
k sinncpssósu %/!&;
l'asta og
grammcti
Supa dagsins
og brauð.
Glæsilcgur
salatbar A
Margrétta er glæsilegt hlaðborð sem við á Aski bjóðum upp á í hádeginu.
Þú getur valið úr sex glæsilegum réttum eða fengið þér sitt lítið af hverjum
fyrir lilægilega lágt verð:
Aðelns 890 kr.
- verði þér að góðu!
Askur Suðulandsbraut -4. Sími: 38550