Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993 Morgunblaðið/Golli I sól o g sumaryl FARÞEGAR i síðustu ferð Maxím Gorkíj til Akureyrar í sumar eru sennilega þeir einu sem geta talist heppnir með veður, svöl norðanátt og/eða rigning hefur verið hlutskipti flestra farþega annarra skemmtiferðaskipa. Myndin er tekin um borð í skipinu í blíðviðrinu í gær. Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Akureyrar 1 gær Skipstjórinn notaði sólardag- inn til veiðiferðar ÞAÐ hefur ekki alltaf viðrað eins vel á áhöfnina á Maxím Gorkíj og í gær þegar skipið kom í sína fjórðu og síðustu ferð til Akur- eyrar í sumar. Koma skipsins er jafnframt sú síðasta af 28 kom- um skemmtiferðaskipa í sumar og minnir á að halla fer að hausti. Slippstöðin-Oddi Óskað eftir framlengingu greiðslustöðvunarinnar STJÓRN Slippstöðvarinnar-Odda óskaði í gær eftir framlengingu á greiðslustöðvun fyrirtækisins til þriggja mánaða eftir að þriggja vikna greiðslustöðvun þess rann út. Urskurður um hvort áframhald- andi greiðslustöðvun verður veitt verður kveðinn upp á morgun, fimmtudag. Lánardrottnar fyrirtækisins höfðu möguleika á að bera fram mótmæli gegn greiðslustöðvuninni, en þau komu ekki fram. í sól og blíðu lét hluti farþeg- anna fara vel um sig um borð, aðrir brugðu sér í stutta göngu- ferð um bæinn og enn aðrir fóru í skoðunarferð austur í Þingeyjar- sýslu, Mývatnshringinn, eða að Goðafossi og Laufási. Veitt í Hörgá Á meðan farþegamir skoðuðu sig um eða sleiktu sólina um borð brá skipstjóri Maxím Gorkíj, Gennadí Ludmilla sér í stutta veiðiferð með Jóni Baldvin Páls- syni svæðisstjóra Samskipa í Hörgá og nokkrum úr áhöfn skipsins. Hópurinn naut dagsins á bökkum Hörgár, byijað var á því að kveikja upp í grillinu og á meðan verið var að glóðarsteikja mat var rennt fyrir físk. Aldrei hafa jafn mörg skemmti- ferðaskip haft viðkomu á Akur- eyri og þetta votviðrasama sum- ar, en komur þeirra voru 28 tals- ins miðað við 19 árið á undan. Um borð í þessum skipum hafa verið um 20 þúsund manns, bæði farþegar og áhafnir. Tekjur Akur- eyrarhafnar af skipakomunum eru um 5 milljónir króna. Knútur Karlsson, stjórnarformað- ur Slippstöðvarinnar-Odda, sagði að nýr framkvæmdastjóri, Guðmundur Thulinius skipaverkfræðingur, kæmi til starfa á föstudag, en hann mun veita stöðinni forstöðu á greiðslu- stöðvunartímanum, sem væntanlega rennur út f lok nóvember. Knútur sagði að unnið yrði af krafti við að endurskipuleggja fjár- hag Slipppstöðvarinnar-Odda á Umferðarfræðsla fyrir 5 og 6 ára börn stendur nú yfir í grunnskólum Akureyrarbæjar, búið er að veita bömum í Bamaskóla Akureyrar, Síðuskóla og Oddeyrarskóla fræðslu og í dag og á morgun verð- ur farið í Lundarskóla og Glerár- skóla. Farið er yfir mikilvægar umferðarreglur, börnunum eru sýndar kvikmyndir sem tengjast næstu mánuðum og þess vænst að því yrði lokið fyrir nóvemberlok, en reyndar væri möguleiki á að fá greiðslustöðvun framlengda aftur um þijá mánuði. „Við ætlum ekki að vera lengur að þessu en þörf kref- ur,“ sagði Knútur. Agæt verkefnastaða Hann sagði að verkefnastaða fyr- irtæksins væri þokkaleg um þessar umferðinni og þá er sögð sagan af Snuðru og Tuðru. Undanfarin ár hafa Skipulagsnefnd Akureyrar, Lögreglan og Umferðarráð staðið í sameiningu að umferðaifræðslu fyrir þennan aldurshóp, 6 ára böm eru að hefja skólagöngu, en þegar líður að hausti eykst slysahætta vemlega. Með aukinni fræðslu er vonast til að úr þeirri hættu dragi. mundir, m.a. væri verið að vinna við Gullver frá Seyðisfírði og Tálknfírð- ing, en þar væri um að ræða árlegt viðhald. „Það virðist vera ágæt staða á verkefnum svo langt sem við sjáum fram í tímann, það verður eitthvað um verkefni í haust,“ sagði Knútur. -----------*—♦—«---- TJaldstæðið Húsabrekka Minní aðsókn en í fyrra vegna veðurs MINNI aðsókn hefur í sumar ver- ið að tjaldstæðinu Húsabrekku, sem er i landi Hallanda gegnt Akureyri, en var í fyrra, en tjald- svæðið er nýtt og var opnað í fyr- rasumar. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir á Húsa- brekku sagði að veðrið í sumar hefði ekki verið hvetjandi og setti óneitan- lega strik í reikninginn hvað varðar nýtingu á tjaldstæðinu. Nýtingin væri því í heildina minni en var í fyrrasumar, fyrsta sumarið sem tjaldstæði er rekið að Húsabrekku. Aukning í júní Þrátt fyrir vætutíð og norðan- strekking sumarsins varð aukning í júnímánuði nú miðað við júní í fyrra, en það segir Sigurbjörg að megi eflaust rekja til þess hversu nýtt svæðið var þá og lítið kynnt. Gistinætur í júlí vom eitthvað færri en vom í júlí í fyrra, en ágúst- mánuður er mun lélegri nú en var og munar eitthvað á milli tvö og þijú hundmð gistinóttum milli ára. „Það munar fyrst og fremst um íslendingana, þeir hafa sárafáir verið á ferðinni í sumar og alls ekki í tjald- ferðalögum, en útlendingarnir halda sínu striki, Meirihluti gestanna hér hjá okkur í sumar era útlendingar, en yfírleitt em íslendingar fleiri, það var að minnsta kosti reynsla okkar í fyrra,“ sagði Sigurbjörg. Morgunblaðið/Golli Hlustað af athygli ÞAU hlusta greinilega af athygli börnin sem sóttu námskeið í umferð- arfræðslu í Oddeyrarskólanum í vikunni. Börnin frædd um umferðina Hlýnandi veður og nýafstaðinn stórstraumur hefur glætt lax- veiðamar og yfirleitt berast al- veg bærilegar fregnir, hvort heldur er frá Norðurlandi eða annars staðar. Norðurá hangir í efsta sætinu... Norðurá hangir enn í efsta sæt- inu, en rólegheit síðustu vikur hafa valdið því að aðrar ár hafa dregið á, sérstaklega þó Laxá í Aðaldal. í gærdag vom komnir 1.917 laxar úr ánni. Tvísýnt er talið að áin nái 2.000 löxum í sumar, sem lengi virtist borðleggjandi. Ekki er lax- leysi um að kenna, heldur litlu vatni og kuldatíð. Hollin að undan- fömu hafa verið að fá 30 til 42 laxa og munaði engu þótt stjóm SVFR væri við veiðar dagana 17. til 20. ágúst. Þar fer hópur sem gjörþekkir ána, en eftirtekjan varð þó aðeins 42 laxar. Þó er enn lax að ganga, þannig dró veiðimaður einn þijá grálúsuga fiska á Kálf- hylsbroti undir hádegi í gær. Laxá sækir á Laxá í Aðaldal var í gærdag komin í 1.730 laxa og í vikunni veiddust 20 og 21 punds fiskar sama daginn. Er þar enn nokkuð góð veiði og Norðlendingar treysta því að „þeirra á“ nái efsta sætinu. Þverá hæg og hljóð ... Ólafur Hrútijörð, kokkur í veiði- húsinu við Þverá, sagði í gærdag að veiðin næmi nú 1.447 löxum. Veiðin væri mjög á rólegu nótun- um, enda mjög lítið vatn og hefði svo verið svo vikum skipti. Hann sagði það eina sem valdið gæti umskiptum vera ærlega veðursf- arsbreytingu. Hann sagði og að skiptingin milli Kjarrár og Þverár væri nokkuð jöfn. Sigurður Einar Sigurðsson með 20 punda hæng sem hann veiddi á rauða Frances-túbu í Hleinar- hyl í Hofsá fyrr í mánuðinum. Sá stærsti úr Hofsá sem frést hefur af. Á uppleið ... Morgunblaðið náði ekki stað- festri tölu úr Hofsá í gær, en eftir góðum heimildum er það þó haft, að veiðin þar sé mjög nærri 1.400 löxum og óhemja sé af laxi í ánni. Veitt er eitthvað fram í september og gæti lokaveiðin orðið mun meiri ef skilyrði batna. Stærsta lax sum- arsins veiddi Sigurður E. Sigurðs- son á flugu í Hleinahyl 6. ágúst síðastliðinn. Á uppleið em einnig Grímsá og Víðidalsá. Grímsá hafði í gær gefíð 1.100 laxa og sagði Guðrún Þor- steinsdóttir í veiðihúsinu að veiði hefði farið nokkuð batnandi að undanfömu og hollin verið að kom- ast í 50 laxa. „Þetta hefur verið að rífa sig aðeins upp að undan- fömu,“ sagði Guðrún. í sama streng tók bústýran í veiðihúsinu við Víðidalsá, en þar vom í gær komnir 1.080 laxar á land. Síðustu daga hafa. fengist stórir laxar úr ánni, 23 punda og 21 punds. Þann stærri veiddi Páll Ingólfsson á maðk í Harðeyrarstreng. Hörkuveiði í Korpu ... „Ég hef séð um veiðivörsluna síðasta tólf og hálfan daginn og á því tímabili hafa veiðst 100 laxar í ánni, alls 350 í sumar, en það gerir 175 á hvora stöng. Það hlýt- ur að teljast mjög gott, enda mun meiri veiði á stöng að meðaltali en í flestum hinna þekktari áa,“ sagði Bjami I. Ámason, einn leigutaka Úlfarsár, eða Korpu, sem rennur sem kunnugt er innan marka Reykjavíkur. í fyrra veiddust 507 laxar á tvær stangir í ánni og sú tala gæti náðst aftur, því mikill lax kom inn á síðasta straumi. Það er helst að vatnsleysi hái veiðum, en samt hefur gengið vel ef menn hafa farið rétt að ánni á annað borð. „Það þarf að nota silki- hanska," sagði Bjami. Hann sagði enn fremur, að margir hefðu kom- ið ánægðir úr ánni í sumar, ekki síst einn sem var á heimleið, lax- laus, úr Laxá í Aðaldal. Hann renndi í Korpu í smástund, fékk tvo laxa og heim fór hann ekki fisk- laus. Hér og þar ... Fregnir herma, að milli 60 og 70 laxar hafí veiðst í Fróða á Snæ- fellsnesi í sumar. Miðsvæðis í ánni er laxastigi, rétt ofan svokallaðs Gijóthyls. Laxinn virðist hafa verið tregur í stigann og hefur veiðst aðallega í Gijóthyl og næstu hyljum fyrir neðan. Mjög góð veiði hefur verið í Laxá á Ásum og samkvæmt upplýsing- um frá Húnsstöðum vom í gærdag komnir 1.314 laxar á land og enn góð veiði, 10 til 30 laxar á dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.