Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
-t
EDDA HEIÐRÚIM BACKMAN • LEIKKONA
Hafði óþrjótandi orku
Eg var frekar óstýrilát og
óþolinmóð í skóla og það
átti illa við mig að sitja
kyrr og læra. Eg hafði alveg
óþrjótandi orku og hún fór í hluti
eins og að læra mússík og dans,
fara í ferðalög, allskyns föndur,
prjónaskap og hitt og þetta sem
kannski tengdist ekki lærdómin-
um en kom til góða seinna þegar
ég fór í Leiklistarskólann. Þar sem
þessir hlutir vega þungt á metun-
’um. Ég er yngst af systkinunm
og var frekar sjálfstæð, það unnu
allir svo mikið úti og ég gekk
voða mikið sjálfala. Eg held að
ég hafi mikið farið mínar eigin
leiðir en það var aldrei nein óregla
eða neitt slíkt þar inní. Systir mín
hefur sagt að það hafí aldrei neinn
vitað af mér. Ég hjálpaði til við
að passa og tók þátt í heimilislíf-
inu; eldaði mat, þreif og hafði
vissar skyldur. Mér fannst þá
virkilega erfitt að vera með slíkar
skyldur og ábyrgð, manni finnst
þetta alveg rosalegt að vera að
leggja þetta á mann á þessum
aldri. En eftir á að hyggja þá
hefði maður eflaust getað_ orðið
meira að liði. Fyrsta ástin. Ég var
alveg óskaplega skotin í strák og
það gekk svoleiðis út í öfgar að
ég gat ekki talað eða hreyft mig nálægt
honum. Svo gerðist það einu sinni í sundi
að ég stakk mér út í laugina og kom upp
úr hinum megin og þá kræktist einhver í
bijóstahaldarann á bikíníinu mínu þannig
að hann datt af. Ég
bægslaðist einhvern
veginn þama upp úr
og þá kom í ljós að
það var þessi strákur
sem hélt á bijósta-
haldaranum. Ég vissi
ekki hvert ég ætlaði. Ég vissi ekki hvort
hann hafði gert þetta viljandi eða óviljandi
en það kom í ljós síðar að hann hafði bara
verið að stríða mér og svo varð hann fyrsti
kærastinn minn. Við vorum saman í fimm
ár, við eyddum saman unglingsárunum í
mikilli vináttu og sú vinátta varir enn. Mér
fannst þá að þetta væri eina ástin og ég
ætlaði að labba út í sjó ef hún gengi ekki
upp. Svo þroskuðumst við í sitt hvora áttina
og höfum verið eins og bróðir og systir síð-
an. Leikkona. Ég tók enga ákvörðun um
það þegar ég var yngri að ég ætlaði að
verða leikkona. Ég held að með ámnum
hafí fólk meðvitað eða ómeðvitað gefið mér
þau skilaboð að ég hefði eitthvað í þessa
grein að gera. Ég fór til Ólafsvíkur í einn
vetur eftir stúdentspróf og vann þar með
litlum bömum (sem núna em öll orðin full-
orðin). Eftir þennan vetur fór ég í inntöku-
gróf í Leiklistarskóla Islands og komst inn.
Ég held samt að það hafí komið fjölskyldu
minni og viiium á óvart að ég sótti um,
ég hafði ekki fyrir því að láta neinn vita
áður. Þessi vetur á Ólafsvík var mjög góð-
ur fyrir mig og vinnan með börnunum bein-
línis nærði mig. Það var mjög gott að losna
við sitt nánasta um-
hverfí eftir að hafa
verið nánast á brjósti
og í skóla frá því mað-
ur var sjö ára. Að fara
í burtu og taka á sig
ábyrgð breytir töluvert
lífí manns og hjálpar manni að gera upp
hug sinn varðandi það sem maður vill gera
við líf sitt. Ég held að það sé erfitt að
vera borgarbarn og vera alltaf innan um
sama fólkið. Þá færðu ekki tækifæri til að
skipta um skoðanir eða áhugamál vegna
þess að það era komnar vissar væntingar
til þín, eða fordómar gagnvart þér; einhver
afstaða til þín sem þú átt erfítt með að
losa þig við. Þá er upplagt að skella sér
eitthvað út á land eða til útlanda til að
átta sig, því þetta er svolítið stór spurning
hvaða lífsstarf maður velur sér. Að lokum.
Mér finnst áríðandi að vera ekki með fyrir-
fam tilbúna afstöðu til fólks, heldur að leyfa
sér að kynnast og eignast vini ævilangt.
Þú veist aldrei fyrirfram hver er besti vin-
ur þinn. Það er hægt að læra af öllum og
hvar besta og hreinasta hjartað er veit
maður ekki, þannig að það er mikið atriði
að leita sjálfur og eignast sjálfur vini.
STJdRNUR C G
ST ' RF SKAR
Bældir strumpar
á ferðalagi
$
i
i
Ifélagsmiðstöðinni Bústöðum hefur
ferðaklúbburinn Bældir strampar
starfað síðustu tvo vetur. Starfsemi
klúbbsins hefur að mestu falist í styttri
ferðalögum innanlands auk fármögnunar
lengri ferða. í sumar fékk klúbburinn ferða-
styrk frá Norrænu ráðherranefndinni og var
því lagt upp í ferð til Danmerkur. Krakkarn-
ir, sem eru tuttugu og fimm talsins, lögðu
af stað 18. ágúst síðastliðinn ogera væntan-
legir aftur til landsins 1. september. í
ferðaáætluninni er gert ráð fyrir tíu dögum
á Jótlandi og íjórum í Kaupmannahöfn og
fá krakkamir tækifæri til að skoða svína-
sláturhús, Himmelbjerget, Vatnsland og
Árósa svo eitthvað sé nefnt. Auk þess er
ráðgert að hitta hóp af dönskum krökkum
sem þau hafa átt í bréfaskriftum við á síð-
asta ári.
i
i
i
Vinnur
(i
ísli Tómasson 16 ára er búSettur
Hveragerði og vinnur í Tívólí.
Hvað gera unglingar í Hvera-
gerði?
Það er farið út í Eden eða á Shell. Þeir
sem eiga mótorhjól fara upp í dal að leika
sér á þeim. Það var byggð upp félagsmið-
stöð hérna í vetur en hún er ekki tilbúin
ennþá. Hún var opin aðeins í vor á þriðju-
dögum og föstudögum og þar eru poolborð
og borðtennisborð, sjónvarp og vídeó, græj-
ur og aðstaða til að setjast niður og tala
saman. Bara þetta venjulega. Svo er alltaf
hægt að taka rútuna í bæinn og skreppa
í bíó ef maður vill það. Éggeri nú lítið af því.
Hvernig er að vinna í tívolí?
Þetta er eiginlega bara fast prógram.
„Ekki borga hérna, borga við hliðið. Tveir
miðar, tveir miðar á mann“. Maður see-ir
í Tívólí
það sama allan daginn og gerir það sama
allan daginn. Nema þegar við erum í ein-
hverri viðhaldsvinnu; taka upp tré og flytja
þau eitthvert annað eða mála og eitthvað
slíkt. Við vinnum í sex daga og fáum frí í
tvo og það er misjafnt hvað vinnudagurinn
er langur. Ef það er bara þetta venjulega,
þá er opið á virkum dögum frá eitt til sex
og um helgar frá eitt til átta. En svo stund-
um þegar það er eitthvað sérstakt vinnum
við lengur. Þegar við vorum að smíða svið-
ið fyrir tóiileikana hérna í sumar unnum
við til ijögur um nóttina og um daginn
vorum við tveir að mála hérna til klukkan
átta um morguninn.
En eruð þið ekki alltaf í tækjunum?
Nei. Maður fer í þetta svona fyrst, voða
gaman, en svo... er þetta bara þarna.
i
i
4
í
í
i
■■■
■I
SAMVISKUSPURNINGIN
Veist þú hvað
mjólkurlítri kostar?
(sextíu og sex krónur)