Morgunblaðið - 25.08.1993, Blaðsíða 40
VISA LEIÐIN UM
EVROPU tbt mBKSUBM
m i m 1"" FARKLÚBBUR VISA Sími 91-671700
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Slitnaði uppúr viðræðum Norðmanna og íslendinga í Stokkhólmi
JEkkert samkomulag náð-
ist um veiðar í Barentshafí
Stokkhólmi. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins.
FUNDI Norðmanna og Islendinga um veiðar í Barentshafi, sem fram
fór í Stokkhólmi í gær, lauk með því að upp úr slitnaði án nokkurs
samkomulags. Utanríkis- og sjávarútvegsráðherrar ríkjanna kvöddust
í styttingi, eftir að báðir aðilar höfðu algerlega hafnað samningsdrög-
um hins. Þetta þýðir að íslenzk stjómvöld munu ekki grípa til neinna
aðgerða til að stöðva veiðar íslenzkra togara í Smugunni svokölluðu.
Um tuttugu togarar hafa hins vegar hætt veiðum þar vegna gæftaleys-
is og mikils smáfisks í afla. Átta togarar vom enn á svæðinu í gær-
kvöldi. í samtölum við blaðamann í Stokkhólmi í gær vildu norsku
ráðherramir, þeir Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra og Johan
♦Jörgen Holst utanríkisráðherra, ekki svara því til hvaða ráða yrði
gripið ef íslenzkir togarar héldu áfram veiðum heldur sögðu að veiðun-
um væri sjálfhætt þar sem þær væru ekki hagkvæmar.
Á viðræðufundi norsku og íslenzku
ráðherranna og embættismanna úr
ráðuneytum þeirra, sem fram fór í
norska sendiráðinu í Stokkhólmi,
stóðu báðir fast á sínu og var sam-
komulag aldrei í sjónmáli, að sögn
ráðherranna. Norðmenn lögðu fram
samningsdrög, sem gerðu m.a. ráð
fyrir að íslenzku skipin hlíttu reglum
um veiðar í Smugunni, sem Norð-
menn settu einhliða, og sættu íslend-
ingar sig ekki við það.
Af hálfu íslenzku ráðherranna,
Jóns Baldvins Hannibalssonar utan-
ríkisráðherra og Þorsteins Pálssonar,
var lagt til að samið yrði um að
bæði ríkin skuldbyndu sig til að hlíta
jafn ströngum reglum um fiskvemd
við úthafsveiðar og giltu í eigin land-
helgi. Þessu höfnuðu Norðmenn og
einnig tillögu um sameiginlegan
starfshóp til að ræða þróun hafrétt-
ar. Saka Norðmenn Islendinga um
að hafa horfið frá fyrri málflutningi
á vettvangi S.Þ. um að strandríkjum
beri aukin áhrif á veiðar úr stofnum,
sem ganga úr lögsögum þeirra.
Farið fram á kvóta í
Barentshafi
íslenzku ráðherramir fóm fram á
að íslendingar fengju hlutdeild í veið-
um í Barentshafi og vísuðu til þess
að Norðmenn hefðu samið við aðrar
þjóðir um veiðiheimildir.
Lítið í Heiðarvatni
Morgunblaðið/Olfar Ágúatsaon
VATNSYFIRBORÐ í Heiðarvatni á Breiðadalsheiði er lægra í sumar en menn minnast fyrr. Þegar
snjóa leysti í vor var vatnsyfirborðið jafnt gróðurlínunni, sem sést á myndinni. Sérfræðingar vilja ekk-
ert fullyrða ennþá um hvort þetta tengist vatnselgnum í Vestfjarðargöngum en telja þó líkur á því.
Vatn í Vestfjarðagöngxun
en lindir og vötn þorna
ísafirði. * ™
FRAMKVÆMDIR við Vestfjarðagöng ganga vel. Nánast ekkert vatn
er þar sem borað er nú í Botnsdalsleggnum. Vegagerð í Botnsdal
gengur vel og sömu sögu er að segja af vinnu við forskála í Breiðad-
al. I Tungudal við Isafjörð er unnið við að koma bergvatnsánni í
ræsi og næstu daga verður haldið áfram við vegagerð yfir Engidal-
sleirur. Menn sem fylgjast með vötnum og lindum til fjalla telja að
þar minnki vatn og telja það afleiðingu vatnsrennslisins í jarðgöngun-
um.
Sérfræðingar sem hafa verið að
kanna vat.nsrennslið í göngunum
undanfarið segja að hægt hafi á
rennslinu, en það haldi áfram í
nokkur hundruð sekúndulítrum um
fyrirsjáanlega framtíð og mun
þannig líklega fullnægja þörf ísfirð-
inga fyrir neysluvatn.
Menn sem fylgst hafa með vötn-
/um á heiðum í nágrenninu segja
að vatn í lindum á Dagverðardal
hafi minnkað um nærri helming frá
því sem var þegar þær voru mæld-
ar fyrir fáum árum vegna hugsan-
legrar neysluvatnsvirkjunar. Þá má
sjá að Heiðarvatn á Breiðadalsheiði
er með mjög lágt yfirborð. Sérfræð-
ingar vilja ekkert fullyrða ennþá
um hvort þarna sé um tengsl að
ræða en þó telja menn líklegra að
svo sé og benda á að þessir tveir
staðir liggi nálægt misgenginu sem
vatnið kemur úr í göngunum um
300 metrum neðar.
í Tungudal við ísafjörð er nú
unnið við að koma vatnsfallinu úr
göngunum í rásir svo hægt verði
að halda áfram borun þar þegar
kemur fram á haustið. Nokkur
vinna er þar eftir meðal annars við
að hreinsa upp malarbinginn frá
síðustu sprengingunni, auk þess
sem fara þarf með mikilli gát að
fyrstu sprengingunum þarna.
Vinnuflokkurinn sem var við
störf í gær var kominn 1.200 metra
inn frá opinu í Botnsdal í Súganda-
firði. Þá höfðu göngin lengst um
80 metra síðustu vikuna sem er
með því besta sem náðst hefur í
göngunum. Búið er að grafa um
4,5 kílómetra af þeim 8,7 km sem
göngin verða.
Úlfar
Þessu höfnuðu norsku ráðherrarn-
ir algerlega. Jan Henry P. Olsen lét
svo um mælt að ríkin hefðu haft
sögulegt tækifæri til að snúa deil-
unni um Smuguna upp í sameigin-
legt átak til að móta reglur um út-
hafsveiðar. Því tækifæri hefðu ís-
lendingar spillt með óbilgjömum
kröfum.
Jón Baldvin Hannibalsson sagði
að nú stefndi í „kalt tímabil" í sam-
skiptum íslands og Noregs. Hann
sagði að Barentshafsdeilan hefði
komið upp á versta tíma. Annars
vegar þyrftu Norðmenn að sýna, í
viðræðum sínum við EB, að þeir
semdu ekki um veiðiheimildir. Hins
vegar stæðu kos.ningar fyrir dyrum
í Noregi.
Sjá ennfremur bls. 2
og miðopnu.
Borgar heitt
vatn fyrir
óbyggt hús
ÍBÚI í Hveragerði hefur undan-
farin sjö ár verið látinn greiða
hitunarkostnað vegna bílskúrs
sem ekki hefur enn verið byggð-
ur. Alls hefur hann greitt 80 þús-
und kr. til Hitaveitu Hveragerðis
vegna þessa að eigin mati en til-
raunir til að fá reikningana fellda
niður hafa reynst árangurslausar.
Svör forsvarsmanna hitaveitunnar
til íbúans eru á þá leið að samkvæmt
reglugerð veitunnar sé farið eftir
samþykktum rúmmetrafjölda á lóð-
inni sem gengið er út frá við útreikn-
ing mínútulítra fyrir húsnæðið. Einu
gildir hvort búið er að byggja eða
ekki. „Á meðan Hitaveitan í Hvera-
gerði styðst við þessa reglugerð, sem
ég efast um að standist lög, verð ég
að borga 28% hærra gjald en ella,“
sagði Kara Jóhannesdóttir.
Sjá: „Hefur greitt. .. bls. 15.
Morgvnblaðið/Ámi Sæberg
Vígaleg vespa
ERLING heldur á trjávesp-
unni óttalaus, en gætir þess
að hún nái ekki að læsa sterk-
um bitkrókum sínum í fing-
urinn.
Trjávespa
nemur land
TÖLUVERT hefur borið á
framandi flugnategund í
sumar, svokallaðri tijávespu,
en þær eru talsvert stórvaxn-
ari en svokallaðar randaflug-
ur. Nokkrar hafa fundist í
Reykjavík og svo einnig á
Grundarfirði. Erling Ólafs-
son skordýrafræðingur segir
tijávespur algengar í barr-
skógum í norðanverðri Evr-
ópu og þær berist hingað sem
lirfur í við. Klekist síðan út
og fari á stjá í ágústmánuði.
„Þessi tegund mun nema hér
land ef hún hefur ekki þegar
gert það. Hún hefur komið hér
fram á hveiju ári um nokkurt
skeið. Með vaxandi skógrækt
hér á landi munu skilyrði henn-
ar batna,“ segir Erling.
Kvendýrið er með langan og
mikinn brodd, en þrátt fyrir
hald margra, notar hún hann
ekki til að stinga. Erling segir
kvenfluguna nota broddinn til
að vinna á tijáberki sem hún
verpi eggjum sínum síðan und-
ir. Karldýrið hefur engan
brodd. Hins vegar er engu að
síður óráðlegt að veitast óvar-
lega að tijávespum, því þær
hafa geysisterka bitkróka í
kjafti og geta bitið fast.
Morgunblaðið/Rax
Sprengt í Hvalfirði
JARÐLAGARANNSÓKNIR standa nú yfir í Hvalfirði á vegum Spal-
ar hf. til undirbúnings jarðgangagerðar undir fjörðinn á svokallaðri
Hnausaskersleið. Hljóðhraðinn í berginu er mældur með sérstökum
titrings- eða skjálftamælingum. Komið er fyrir hljóðnemum sem
nema endurvarp skjálftabylgna sem komið er af stað með dínamít-
hleðslum. Með þessu móti má komast að því hver þykkt setlaganna
yfir berggrunninum er, og hversu þétt bergið sjálft er. Ekki er talin
ýkja mikil hætta á leka í þessum berglögum. Myndin sýnir þegar
sprengt var í eitt skiptið í gær. Sjá einnig bls. 5