Morgunblaðið - 29.08.1993, Qupperneq 30
30 B
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1993
ÆSK1IMYNDIN...
ERAF VIÐARl EGGERTSSYNILEIKHÚSSTJÓRA
Skemmti-
kraftur
í afinælum
VIÐAR Eggertsson leikhússtjóri hjá Leikfélagi
Akureyrar og Björk tvíburasystir hans fædd-
'ust á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík.
Þau ólust upp í Reykjavík og Njarðvíkum þang-
að til þau fluttust til Akureyrar þrettán ára
gömul.
Hulda Kristinsdóttir móðir Við-
ars segir að hann hafi verið
ákafiega blítt, fallegt og skemmti-
legt barn. Hún minnist þess sér-
staklega hve eftirsóttur Viðar var
í barnaafmælum þar sem hann var
ævinlega skemmtikrafturinn. „En
hann var ekkert sérstaklega kjark-
mikill sem strákur og dró sig ævin-
lega í hlé þegar jafnaldrar hans
fóru að slást“, segir Hulda.
* Hulda segir að Viðar hafi lesið
ákaflega mikið sem drengur. „Ég
fór stundum inn til hans á kvöldin
þegar komið var fram yfir mið-
nætti og slökkti hjá honum ljósið.
Svo þegar ég komst að því að
hann var farinn að lesa við vasa-
ljós undir sænginni hætti ég að
skipta mér af þessum næturlestri."
Esther Blöndal tók mikinn þátt
í uppeldi Viðars. Hún bjó á
bernskuheimili hans um sex ára
skeið. „Þau tvíburasystkinin voru
á vöggustofu þangað til þau voru
tveggja og hálfs árs“, segir Esth-
er. „Það var sárt og erfitt fyrir
mömmu þeirra sem aldrei fékk að
sjá þau nema í gegnum gler. Við
Hulda bjuggum saman í herbergi
og þegar hún ákvað að freista
þess að fá sér íbúð til þess að geta
haft bömin fór ég að leigja hjá
henni. Tvíburarnir voru ekki famir
að tala neitt, höfðu þróað sitt eigið
Viðar tíu ára með Björk tvíbura-
systur sinni.
Morgunblaðið/Sverrir
mál sem enginn skildi nema þau.
Viðar hændist mikið að mér og ég
sat oft með hann í fanginu. Einu
sinni var ég að gefa honum að
borða og ætlaði að fara að taka
frá honum diskinn. Bíddu, ég er
ekki búinn, sagði drengurinn. Það
var fyrsta heila setningin sem hann
sagði og ég man hvað ég varð
óskaplega glöð.“
Sigmundur Örn Arngrímsson
leikari var framkvæmdastjóri Leik-
félags Akureyrar þegar Viðar var
á unglingsárum. „Hann var öllum_
stundum að sniglast í leikhúsinu
og var áhugasamur um allt sem
viðkom því“, segir Sigmundur Örn.
„Viðar kom mér fyrir sjónir sem
ákaflega viðkvæmur og næmur
ungur drengur. Hann var líka mjög
meðvitaður um umhverfið og sam-
félagið og gerði sér grein fyrir því
að lífið er ekki allt dans á rósum.
Framar öðru einkenndi hann þetta
undarlega sambland af hlédrægni
og þörfinni fyrir að standa í sviðs-
ljósinu, sambland sem einkennir
marga leikara."
ÚR MYNDASAFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Innrásin
í Tékkóslóvakíu
Nóttina 21. ágúst árið 1968 bár-
ust þær fregnir að útvarpið í
Prag hefði skýrt frá ferðum her-
sveita inn yfir landamæri Tékkó-
slóvakíu. Hersveitirnar,
sem komu frá Sovétríkj-
unum, Austur-Þýska-
landi, Póllandi, Ung-
verjalandi og Búlgaríu,
höfðu ekki gert nokkur
boð á undan sér og skor-
aði útvarpið á íbúa lands-
ins að sýna stillingu og
veita hvergi mótspyrnu.
Leiðtogar ríkisins vissu engu meira
um fyrirætlun Varsjárbandalagsins
en hinn almenni borgari á götum
Prag, þ.e. nákvæmlega ekkert.
Skriðdrekarnir streymdu inn í land-
ið og fljótlega komust Tékkar að
því að landamærum þeirra hefði
verið lokað. Þannig hófst innrásin
í Tekkóslóvakíu.
Sókn innrásarsveitanna sóttist
vel enda bönnuðu tékknesk yfirvöld
hermönnum sínum að veijast. Þeg-
ar dagurinn var að kvöldi kominn
hafði landið allt verið
hernumið. Alexander
Dubcek, leiðtogi lands-
ins, var hnepptur í stofu-
fangelsi ásamt helstu
fýlgismönnum fijálsræð-
isstefnu Tékka. En
margir Tékkanna neit-
uðu að gefast upp. Rödd
þeirra var útvarpað til
landsmanna frá leynilegum út-
varpsstöðvum sem Sovétmenn
kepptust við að uppræta. Þannig
gátu menn og konur um allan heim
hlýtt á örvæntingarfulla tilraun
þeirra til þess að koma vitinu fyrir
innrásarhermenninna sem hikuðu
ekki við að beita vopnum og valdi.
Hlýtt á nýjustu fréttir af innrásinni. F.v. Björn Thors, Matthí-
as Johannessen ritstjóri, Elín Pálmadóttir, Þór Whitehead,
Haraldur Blöndal og Vignir Guðmundsson.
ÉG HEITI...
SÝTA RÚNA DAL HARALDSDÓTTIR
ÍSLENSK nöfn hljóma ekki
öll kunnuglega í eyrum lands-
manna. Nafnið Sýta hefur til
dæmis vafist fyrir fólki og
telja margir það vera útlent
nafn, danskt eða jafnvel ít-
alskt og vilja þá skrifa það
Zita. Sýta Rúna Dal Haralds-
dóttir er eina íslenska konan
sem heitir Sýta að fyrra nafni
og fólk er svo óvant nafninu
hennar að hún þarf jafnan að
stafa það.
Eg er löngu hætt að kippa
mér upp við það að þurfa
að stafa nafnið mitt, er orðin
vön því,“ segir Sýta. Hún er
skírð eftir ömmu sinni sem nú
er látin. Amma Sýtu var raunar
skírð Sigríður en faðir hennar,
langafi Sýtu Rúnu, kallaði hana
jafnan Sýtu. Þegar hún fluttist
til Bandaríkjanna lét hún breyta
nafni sínu í Sída, en rithátturinn
var leiðréttur í Sýta þegar hún
fluttist aftur heim.
Sýta Rúna hefur ævinlega
notað fyrra nafnið, segist hafa
gert tilraun til að láta kalla sig
Rúnu þegar hún var krakki en
ekkert orðið úr því. „Mér var
auðvitað alltaf strítt hér áður
fyrr. En það er liðin tíð og ég
er ánægð með nafnið enda orðin
vön því,“ segir Sýta. „Ég hef
hins vegar ekki viljað skíra dæt-
ur mínar óvenjulegum nöfnum.
Mér finnst að fólk sem það ger-
ir eigi að hugsa sig vel um áður
Morgunblaðið/Kristinn
Sýta Rúna Dal Haraldsdóttir.
en það lætur verða af því.“
Sýta Rúna segir nafn sitt
dregið af nafnorðinu „sút“, kvíði.
í Nöfn íslendinga segir að uppr-
uni nafnsins sé óviss, það sé ef
til vill sama nafn og Síta en ein
íslensk stúlka heitir það að fyrra
nafni. Sítu-nafnið þekkist í
Þýskalandi sem stytting af Ros-
ita en einnig sem hliðarmynd af
nafninu Zita. Það nafn er talið
leitt af miðaldamállýskuorði frá
Toscana, „zitta“, sem þýðir
stúlka.
ÞANNIG...
ERU FÓSTURFORELDRAR VALDIR
Vandlega valið
„Við leitum yfirleitt ekki eftir fósturforeldrum heldur snýr
það fólk sér til stofnunarinnar sem vill taka barn I fóstur,“
segir Andrea Guðmundsdóttir sem ásamt Hildi Sveinsdóttur,
sem einnig er félagsráðgjafi, hefur umsjón með fósturmálefn-
um hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur. „Flest af því fólki sem
til okkar leitar, hefur ekki geta eignast barn sjálft og reynir
því að verða foreldrar á annan hátt. Við forðumst að auglýsa
eftir fósturforeldrum, þótt það hafi orðið að gera í stöku til-
vika, en viljum umfram allt að þeir sem hafa hug á að taka
barn í fóstur setji sig í samband við okkur. Ekki síst er þörf
á fólki sem treystir sér til að taka stálpuð og krefjandi börn
í fóstur.
Fólk sem til okkar leitar kemur
í fyrsta umgangi í upplýs-
ingaviðtal hjá okkur. Þá fær það
að vita hvaða skilyrði fólk þarf
að uppfylla til þess að verða fóstur-
foreldrar og í hverju það felst að
taka barn í fóstur. Við Hildur vinn-
um eingöngu við að finna börnum
nýja foreldra til frambúðar. Við
segjum fólkinu hvaða erfiðleikar
geta fylgt í kjölfar fósturhlut-
verksins og hvaða samstarf þarf
að vera á milli fósturheimilisins
og stofnunarinnar. Þeir aðilar sem
stíga næsta skref, að ákveða að
taka barn í fóstur, fylla þessu
næst út umsóknareyðublað og
skila jafnframt ýmsum vottorðum
og umsögnum sem umsókninni
þurfa fylgja, svo sem sakavottorð,
læknisvottorði o.fl. Síðan hittum
við fólkið aftur og kynnum okkur
þá hagi þess og aðstæður.
Samhliða þessu þurfum við að
fá meðmæli frá viðkomandi barna-
verndarnefnd. Við sjáum sjálf um
þetta hér í Reykjavík, en ef hjónin
búa í öðru sveitarfélagi þarf
barnaverndarnefnd þess að gera
úttekt og mæla með eða móti
umræddum hjónum. Hjón sem fá
meðmæli sem hæfir fósturforeldr-
ar þurfa m.a. að hafa verið gift
eða í sambúð í fimm ár, lifa reglu-
sömu og heilbrigðu lífi og geta
veitt barni ástúð og öryggi, bæði
fjárhagslega og í öðru tilliti. Síðan
bjóðum við fólki upp á 2 daga
námskeið og reynum þannig að
undirbúa fólkið betur undir það
Andrea Guðmundsdóttir félags-
ráðgjafi
hlutverk að taka að sér fóstur-
barn. Þá er fólk komið á svokallað-
an fósturbarnalista og kemur til
greina þegar leitað er eftir fóstur-
foreldrum. Eftir það þarf fólk að
vera viðbúið því að leitað sé til
þess með litlum fyrirvara. Áður
en fósturforeldar taka við því barni
sem þeim er ætlað, þurfa þeir að
kynnast barninu undir handleiðslu
starfsfólks, í um 6 vikur, á vistun-
arheimili sem barnið dvelur á þar
til kynnin eru orðin slík að starfs-
fólk telji rétt að barnið flytji til
þeirra. Starfsmenn fylgjast síðan
með barninu á nýja fósturheimil-
inu og veita fósturforeldrunum
stuðning og ráðgjöf eftir þörfum.