Morgunblaðið - 29.08.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.08.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGÚR 29; ÁGÚST 1993 B 31! Fjórir fjölmennir mót- mælafundir voru haldnir til þess að mótmæla inn- rásinni sem vakti óhug meðal vestrænna þjóða. Magnús R. Magnússon skrifar nið- ur skilaboð frá útvarpsmönnum í Prag á meðan tékkneski sendi- ráðsstarfsmaðurinn Karel Jordan hlýðir á. Tvisvar sinnum kom til óláta við rússneska sendiráðið eftir útifundina og voru rúður brotnar með grjótkasti. Það þótti því vissara að hafa lög- reglumenn á vakt við sendi- ráðið þegar mannfjöldinn mótmælti. Bak- við laganna Verði má sjá Birgi Isleif Gunnarsson sem þá var for- maður SUS. SÍMTALIÐ... ER VIÐ KÁRE MÖRKEN, GISTIHÚSSTJÓRA HJÁ GESTAHEIMILl HJÁLPRÆÐISHERSINS Gisting hjá Hemum 613203 Halló - Er þetta hjá Hjálpræðishern- um? Já, Káre Mörken sem talar. - Þetta er á Morgunblaðinu, hvernig hefur starfsemin gengið hjá ykkur í sumar? í júlí og ágúst höfum við verið með fullt hús en í júnímánuði voru gestir heldur færri en í fyrra sumar. - Hvaða gestir sækja ykkur helst heim? Mest útlendingar, fólk frá Þýskalandi, Sviss, Italíu, Englandi og fleiri löndum. Margt af því er skólafólk en annað er eldra, þar á meðal er oft fjölskyldufólk. - Hvar auglýsið þið starfsemi ykkar? Bæði hér heima og erlendis. Meðal annars auglýsum við í rit- inu Atlantica, sem er á sætisbök- unum í flugvélum Flugleiða og einnig um borð í Norrænu. Sú auglýsing hefur skilað okkur mörgum gestum. Sumir þeirra koma með auglýsinguna klippta út úr blaðinu. - Hvað kostar gistinóttin hjá ykkur? Svefnpoka- pláss kostar 1.000 krónur, eins manns her- bergi kostar 2.000 krónur og gisting í tveggja manna herbergi kostar 2.800 krónur yfir sum- armánuðina, leigan er hins vegar ódýrari á vetuma. - Leigið þið fastagestum á veturna? Já, við höfum Káre Mörken hugsað okkur að leigja skólafólki í vetur. Eins manns herbergi mun kosta 15.000 krónur en fyrir tvo í herbergi verður sameiginleg leiga 25.000 krónur. Innifalið í leigunni era rúmföt, handklæði, sápur og ræsting einu sinni í viku. - Hafið þið ekki haft fastagesti fram að þessu? Jú, við höfum leigt heimilis- lausu fólki, nú eru um 20 slíkir leigjendur hjá okkur. - Hvað hafið þið mörg rúm? Við höfum 85 rúm í 49 her- bergjum. Svefnpokaplássin eru í stórum herbergjum, frá fjögurra til sjö manna. - Hversu lengi hafið þið leigt út herbergi? Frá því að starfsemi Hjálpræð- ishersins á íslandi hófst árið 1894. Önnur starfsemi er í húsinu líka. Við erum jafnan með samkomur hér tvisvar í viku, á fimmtudögum og sunnudögum, og einnig sam- komur fyrir unglinga á veturna. Morgunbænir eru hér á hveijum degi klukkan 10.30. Loks ber að geta þess að Heimilissambandið hefur líka aðstöðu hér hjá okkur. Það eru konur úr Hernum sem vinna mikið og óeigingjarnt starf, safna m.a. fyrir gjöfum fyrir þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Þær vinna mikið við handavinnu og einnig hafa þær umsjón með flóa mörkuðum sem Herinn stendur fyrir. - Jæja, ég þakka þér fyrir upplýsingamar og vertu sæll. Ég þakka sömuleiðis. Nemendaskírteini Sigurjónu frá þýska bóksalaskólanum. HAUSTIÐ 1927 lagði ung, ís- lensk kona, Sigurjóna Guð- bjartsdóttir frá Hesteyri upp í ferð til Leipzig í Þýskalandi. Erindi hennar var að læra bóksölu í Buchhandler- Lehranstalt zu Leipsig. Ekki er vitað til að nokkur önnur íslensk kona hafi fyrir þann tíma aflað sér slíkrar mennt- unar og raunar heldur ekki síðan. Sigurjóna lauk námi vorið 1928 og segir fráþeim viðburði í Lögrettu skömmu síðar. Sigurjóna hafði síðustu árin fyrir Þýskalandsdvölina unnið hjá Sigríði Bjömsdótt- ur, Jónssonar ráðherra og rit- stjóra ísafoldar, sem átti bóka- verslun ísafoldar til loka árs- ins 1929. Til hennar réðst Sig- urjóna árið 1919. Prófi frá Verslunarskóla íslands hafði hún Iokið vorið 1913. Sigur- jóna naut skamma stund bók- sölumenntunar sinnar, hún missti heilsuna og lést tveimur ámm eftir heimkomuna frá Þýskalandi. Að sögn Sigrúnar Bjarnadótt- ur, fóstursystur Siguijónu og síðasta ábúanda á Hesteyri, aðstoðuðu séra Bjami Jónsson dómkirkjuprestur og Áslaug Ágústsdóttir kona hans Sigur- jónu um val hennar á námsefni og námsstað. „Þau hjón vom mikið vinafólk hennar og vissu vel hve mjög hana fysti til náms Sigurjóna í Berlín vorið 1928. FRÉTTALfÓS ÚR FORTÍP Lærði bóksölu í Þýskalandi í útlöndum, og hve Þýskaland var henni ofarlega í huga,“ sagði Sigrún í samtali við Morgunblað- ið. „Siguijóna var frá upphafi mjög bókhneigð og hóf m.a. sjálfsnám í tungumálum meðan hún enn var unglingur á Hest- eyri. Hún hafði sérstakt dálæti á þýsku, sem hún lærði í Versl- unarskólanum og seinna í einka- tímum. Siguijóna fæddist á Hesteyri 20. apríl 1895, einka- dóttir hjónanna Guðbjartar Guð- mundssonar bónda og útgerðar- manns þar og konu hans Ragn- heiðar Jónsdóttur. Ég ólst upp á Hesteyri frá fimm ára aldri, hjá foreldrum Siguijónu og hún var mér alltaf eins og stóra systir. Hún var að mörgu leyti óvenjuleg stúlka, hafði til að bera mjög fjöl- þættar gáfur, var jafnvíg á bók- ina og hannyrðir og var á undan sinni samtíð í ýmsu. Ég varð eftir á Hesteyri þegar hún fór að heiman. Hún skrifaði mér mörg bréf, m.a. frá Þýskalandi og sagði mér frá námi sínu og starfí. Prófritgerðin hennar fjall- aði um ísland í nútíð og fortíð, sagði frá m.a. fornsögunum, at- vinnuvegum og landsháttum. Hún hafði hugsað sér að setja á stofn bóksölu þegar hún kæmi aftur en þá veiktist hún og dó ári síðar. Siguijóna giftist aldrei og eignaðist ekki börn. Hún var framagjöm og vildi ná árangri í starfi, það má því segja að hún hafi haft hugsunarhátt margra nútímakvenna. Hún lagði alla áherslu á að vera sjálfstæð og var það. Hún kom vestur í frínu sínu eftir að námi hennar lauk í Þýskalandi, það var hennar síð- asta heimsókn á æskuslóðir. Hún dó í maí 1930 og var grafin í gamla kirkjugarðinum í Reykja- vík. Hún var foreldrum sínum og fjölmörgum vinum mikill harmdauði, en enginn að heiman gat fylgt henni til grafar, til þess var fjarlægðin of mikil og sam- göngurnar of stijálar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.