Morgunblaðið - 16.09.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.09.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993 Hrafn og rógtæknin eftirlndriða G. Þorsteinsson Langt og mikið stríð hefur staðið undanfama mánuði út af Hrafni Gunnlaugssyni, framkvæmdastjóra Sjónvarps. Nú síðast ryðst minni- hluti útvarpsráðs fram á ritvöilinn, til þess eins að ganga þeirra erinda Svavars Gestssonar og flokksfélaga að hafa nokkra æru af Hrafni. Þessi skrif eru samskonar rógtækni og Hrafn sakaði Svavar um svo hnytti- lega á sínum tíma, eða hinn stöðugi kviða — og magaverkur, sem þjáir Alþýðubandalagið þegar talið berst að menningarmálum — eða fittings- málum, eins og þau kallast nú orðið síðan Listasafn Islands keypti stút- inn. Umræður þessar hófust á Alþingi sællar minningar, þegar þeir Svavar Gestsson og Páll Pétursson á Höllu- stöðum gerðust málsvarar einokun- ar Alþýðubandalagsins í menningar- málum, og mátti varla á milli sjá hvor þeirra var stórorðari, hinn vani rógtæknir eða bóndinn á mölinni, þ.e. framsóknarmaðurinn frá Höllu- stöðum, sem þarna taldi sig fá kær- komið tækifæri til að vinna nokkur atkvæði af Ragnari Arnalds heima í kjördæmi. En við það hefur hann lengi fengist með litlum árangri öðrum en þeim, að menn vita vart lengur hvort heldur hann er í Fram- sókn eða Alþýðubandalaginu. Eftir þessar þingumræður, sem spunnust af því að útvarpsstjóri missteig sig í embætti og hlýddi kvartskjóðum, sem óttuðust að loð- mullunni sem einkennir Ríkisút- varpið — báðar stofnanir — yrði svipt af þeim eins og sæng og eftir sætu naktir kríkar, þótti ástæða til að færa Hrafn til í starfi. Það kom auðvitað ekki til mála að láta þessu fólki takast að hrekja Hrafn frá Sjónvarpinu. Hann hefur mikla þekkingu, reynslu og menntun á sviði kvikmynda, þótt afrakstur af slíkum störfum kunni að líka mis- jafnlega. En það er nú gangur þess- ara mála og tjóar ekki að álíta að maðurinn sé réttdræpur í menning- arlegu tilliti, þótt hann hafi ekki lagt heiminn að fótum sér. Þeir ættu að þekkja þetta hjá Alþýðu- bandalaginu, sem hafa á sínum snærum samanlagða mestu heims- snillinga í listum á meðan þeir standa á heimahlöðum, með nokkr- um úthlaupum til Skandinavíu. Minnihluti útvarpsráðs er einhver stærsti minnihluti landsins, ef marka má orðfærið. Hann áskilur sér rétt til að halda uppi málefna- „Þá er kominn tími til að spyrja hvað dvelji Halldór Asgrímsson. Menn eru orðnir lang- þreyttir að bíða þess að finna einhvern botn í vinstri villu milliflokks- ins.“ legri gagnrýni á störf Hrafns í út- varpsráði (og Morgunblaðinu), „enda er það sá vettvangur, sem eigendur stofnunarinnar og starfs- menn eiga sér málsvara". Ja, Guð hjálpi okkur öllum. Minnihlutinn í útvarpsráði er sem sagt orðinn málsvari þjóðarinnar. Honum líkar alls ekki við Hrafn Gunnlaugsson og þess vegna sér minnihlutinn ástæðu til að endurbirta almennt tal Ríkisendurskoðunar, sem á svona við hundrað þúsund manns í land- inu. Allt síðan Ögmundur Jónasson gerði starfsmannafélag Ríkisút- varpsins að pólitísku félagi og lét það stöðva útvarpssendingar í þijá daga, hefur loðmulluherinn verið Indriði G. Þorsteinsson næsta forystulaus, enda er Ög- mundur kominn í æðra veldi og far- inn að leiðbeina ríkisstjórnum um stjórnarhætti. Nú hefur minnihlut- inn tekið við þessari forystu, og mun væntanlega í næsta bráðræðiskasti standa með starfsmannafélaginu, þegar það þarf að loka Ríkisútvarp- inu. Þannig hafa fulltrúarnir, sem skipa minnihlutann, fundið þungam- iðju tilverunnar og vita að ótækt er að hafa Hrafn Gunnlaugsson í stöðu framkvæmdastjóra Sjónvarps. Hann makkar ekki rétt að mati róg- tækna Alþýðubandalagsins og þess vegna skal heíja galdrabrennur að nýju. Nú er einn fulitrúi Framsóknar í þessum minnihluta. Hún er komin þangað á sömu forsendum og Páll á Höllustöðum er á Alþingi. Hún veit hverjum hún á að fylgja að málum. Framsókn hefur um nokk- urt skeið, bæði vegna sameiginlegr- ar stjómarandstöðu og vegna lang- varandi stjórnarsamstarfs við Al- þýðubandalagið, orðið fyrir einskon- ar dagskipun. Hún er þess efnis að Framsókn á að hlýða Alþýðubanda- laginu. Saga Tímans nú nýverið er gott dæmi um þetta. Þeir sem sitja uppi með ámóta sögu og nasistar vilja fá einhvers staðar höfði hallað. Þeir hafa illu heilli kosið maddö- muna. í útvarpsráði er fulltrúi Framsóknar notaður til að standa að ódæðisverkum, sem Alþýðu- bandalagið vill ekki bera ábyrgð á upp á eigin spýtur. Spurningin er hvort fyrirmæli um afstöðu fulltrú- ans séu komin frá flokksformannin- um. Þá er kominn tími til að spyija hvað dvelji Halldór Ásgrímsson. Menn eru orðnir langþreyttir að bíða þess að finna einhvem botn í vinstri villu milliflokksins. - Höfundur er rithöfundur. S/ETRE FYRIR SÆLKERANN Það var samíð um húsaleigfubætur eftir Guðmund Vigni Óskarsson í tengslum við gerð fjárlaga hefur farið fram umræða innan ríkis- stjómarinnar sem utan um húsa- leigubætur og hefur komið fram í fréttum að sitt sýnist hveijum. Ágreiningur um húsaleigubætur er ekki nýr af nálinni. Hins vegar er ljóst að á undanfömum árum hefur skapast á því almennur skilningur í þjóðfélaginu að hér er um mikið nauðsynjamál að ræða. BSRB styður húsaleigubætur Á síðasta þingi BSRB fór fram mikil umræða um húsnæðismál og var þar samþykktur mjög afdráttar- laus stuðningur við húsaleigubætur. í samþykkt þingsins er skorað „á stjómvöld að beita sér fyrir því að greiddar verði sérstakar húsaleigu- bætur til jöfnunar á húsnæðiskostn- aði leigjenda samsvarandi þeim vaxtabótum sem húseigendur fá.“ BSRB fylgdi kröfum sínum eftir við gerð næstu kjarasamninga og í tengslum við þá ákvað ríkisstjómin að setja niður vinnunefnd til að gera tillögur „um með hvaða hætti megi best koma til móts við þarfír þeirra leigjenda sem hafa lökust kjör“, svo orðrétt sé vitnað í yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar. Athygli skal vakin á orðalaginu. Hlutverk nefnd- arinnar var ekki að kanna hvort koma mætti til móts við þarfír þessa leigjendahóps heldur hvernig. Þessi nefnd skilaði áliti í febrúar síðast- liðnum og nú er þess eins að bíða að ríkisstjórnin taki af skarið og framfylgi fyrri fyrirheitum sínum í þessum efnum. En hver eru helstu rök fyrir húsaleigubótum? Efnahagsleg nauðsyn og sanngirnisrök í fyrsta lagi má nefna ákveðin sanngimisrök. Það er óeðlilegt að hið opinbera mismuni í bótagreiðsl- um eftir eignarhaldsformi. Sem kunnugt er fá þeir sem kaupa hús- næði til eignar vaxtabætur til að lækka húsnæðiskostnað sinn og má benda á í þessu sambandi að Island Guðmundur Vignir Óskarsson „Hlutverk nefndarinn- ar var ekki að kanna hvort koma mætti til móts við þarfir þessa leigjendahóps heldur hvernig. Þessi nefnd skilaði áliti í febrúar síðastliðnum og nú er þess eins að bíða að rík- isstjórnin taki af skarið og framfylgi fyrri fyr- irheitum sínum í þess- um efnum.“ er eina Norðurlandið sem ekki beit- ir neinum aðgerðum til þess að jafna húsnæðiskostnað leigjenda. Reynd- ar er það svo að í flestum löndum Evrópu mismunar hið opinbera ekki hvað varðar niðurgreiðslur á hús- næðiskostnaði með tilliti til eignar- haldsforms. í öðru lagi eru húsnæðisbætur nauðsynlegar af þeirri einföldu ástæðu að mikil þörf er á því að koma til móts við leigjendur. Sam- kvæmt þeim könnunum sem gerðar hafa verið eru leigjendur sá hópur í þjóðfélaginu sem er hvað tekju- og eignaminnstur. í maí og júní árið 1992 gerði Félagsvísindastofn- un Háskóla íslands könnun fyrir félagsmálaráðuneytið, sem leiddi í ljós að um 13% svarenda bjuggu í leiguhúsnæði af einhveiju tagi. Samkvæmt könnuninni leigja um 7% á „almennum markaði". I mörg- um tilvikum er um ungt fólk að ræða, mikið er um einhleypa og al- mennt er að þeir vinni láglauna- störf. Af þessu má ráða að efna- hagsleg nauðsyn er á því að koma til móts við þennan hóp ekki síður en þá sem hafa fest kaup á húsnæði. Hér er einnig á það að líta að greiðslumat í félagslega kerfinu úti- lokar stóran hóp frá því að kaupa íbúð innan þess þar sem hann hefur of lágar tekjur. Þetta fólk þarf að leigja húsnæði en á ekki rétt á að- stoð frá ríkinu eins og það hefði ef . það gæti keypt. Húsaleigubætur myndu án efa einnig draga úr þrenginum fjölmargra ijölskyldna og í þeim tilfellum vera hvati til efnahagslegs sjálfstæðis. Margir lenda á milli kerfa í framhaldi af þessu er rétt að vekja athygli á að stór hópur fólks lendir á milli kerfa, það er, hefur tekjur yfir tekjumörkum í félagslega húsnæðiskerfinu, en ekki nægjan- legar tekjur til að komast inn í bús- bréfakerfíð. Þessi hópur á ekki ann- arra kosta völ en að leigja hús- næði. Samkvæmt þeim tillögum sem fram komu frá húsaleigubótanefnd- inni, sem vikið er að hér að framan, stóð ekki til að taka á vanda þessa fólks í fyrsta áfanga heldur ein- göngu vanda þess fólks sem er und- ir tekjumörkum í félagslega hús- næðiskerfínu. Það er ríkisstjórnin hins vegar skuldbundin til að gera. Annað væri brot á fyrirheitum sem gefin voru í tengslum við kjara- samninga sem BSRB átti aðild að eins og að framan greinir. Höfundur er formaður húsnæðishóps BSRB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.