Morgunblaðið - 16.09.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993
MEÐAL ANNARRA ORÐA
Er menning munaður?
eftir Njörð P.
Njarðvík
Eitt helsta einkenni samtíðar
okkar er sú mikla áhersla sem lögð
er á tækni, viðskipti og verklegar
framkvæmdir. Fyrirferð þessara
þátta er svo mikil, að hún hefur
ýtt listum, menningu og hugvísind-
um til hliðar, rétt eins og slík mann-
leg viðleitni sé svona aukreitis í
tilverunni, eins konar gagnslítið
dundur og munaður. Þessi mikla
áhersla kom skýrt fram, þegar for-
ystumenn í Háskóla íslands bjuggu
sér til slagorðið „rannsóknir í þágu
atvinnuveganna" að því er virtist
til að réttlæta tilvist æðstu mennta-
stofnunar þjóðarinnar. Ekki er ólík-
legt að þeir hafi ályktað sem svo,
að stjórnmálamenn hefðu ögn betri
skilning á fjárbónum Háskólans
undir þvílíku slagorði. Það gekk
auðvitað ekki eftir; því að íslenskir
stjórnmálamenn hafa síst af öllu
skilning á menntun og menningu.
Hugmyndaleysi
A bak við slíkt slagorð felst sú
hugsun (og krafa) að menntun
skuli leiða til umsvifalausrar og
sýnilegrar hagnýtingar. Svo á auð-
vitað að vera um fræðslustofanir,
sem annast beina starfsmenntun,
en um háskóla gegnir allt öðru
máli. Krafan um skjóta hagnýtingu
er reist á skammsýni í þeirri merk-
ingu orðsins, að horft er til skyndi-
lausna. En það er einmitt einkenni
á íslensku þjóðfélagi um þessar
mundir. Stjórnmálamenn okkar
virðast ekki geta horft nema fáein-
ar vikur fram í tímann þegar best
lætur. Athafnir þeirra einkennast
af endalausum bráðabirgðalausn-
um, sem sýnast fengnar á hlaupum
í svo hugsunarlitlu tímahraki, að
ekki sé ljóst hvað felst í ákvörðun-
um, þegar til framkvæmda kemur.
Háskólamenntun á að beinast
að hinu gagnstæða. Hún á að ein-
kennast af frjálsri þekkingarleit,
sem kallar á frumlega skapandi
hugsun, sem er öguð við skilgrein-
andi kröfur vísinda, fræða og lista.
í slíkri hugsun búa framtíðarlausn-
ir. Aftur á móti verður bein starfs-
menntun í háskóla til þess að laga
menn að ríkjandi aðstæðum og í
raun að sætta þá við það sljóa
hugmyndaleysi sem tröllríður ís-
lensku þjóðfélagi.
Yfirsýn og hugmyndaflug
Lisbeth Lindeborg segir í grein
í Dagens Nyheter 14. ágúst sl., að
þýskir athafnamenn hafi nýverið
efnt til ráðstefnu og boðið sérstak-
lega forystumönnum háskóla.
Ástæðan var óánægja með mennta-
stefnu háskólanna og spurt var,
hvers vegna útskrifaðir væru „an-
passlingar" eins og það er svo
skemmtilega orðað á sænsku. Það
er að segja menn sem væru þjálfað-
ir í að lúta ríkjandi aðstæðum, í
stað þess að leggja áherslu á skap-
andi og gagnrýna hugsun. Það var
talið skaðlegt að mennta sérfræð-
inga á afmörkuðum sviðum, því að
þá skorti bæði yfirsýn og hug-
myndaflug. Lýst var eftir fjöl-
breytilegri menntun, sem gjarnan
mætti snerta ólík fræðasvið. Var
nýlega haft eftir Tyll Neckar, for-
manni þýskra iðrekenda, að at-
vinnulífið þarfnaðist umfram allt
víðsýnna manna með húmaníska
menntun.
Það er sérstaklega athyglisvert,
að beðið sé um húmaníska mennt-
un, menntun á sviði hugvísinda og
fræða. Það er í slíkri menntun sem
þessir þýsku athafnamenn telja, að
skapist forsendur fyrir skapandi,
gagnrýnni hugsun.
Hroðaleg afglöp
Með þessi viðhorf í huga, má
vera ljóst, að einhver hroðalegustu
afglöp núverandi ríkisstjórnar á
íslandi er afstaða hennar og stefna
í menntamálum. Sú stefna er í raun
fólgin í því að draga úr menntun
þjóðarinnar, og gera hana í senn
torveldari, einhæfari og dýrari fyr-
ir þá, sem vilja mennta sig. Hver
einstaklingur á að borga meira
fyrir verri menntun. Þetta er eins
og bóndi sem sker bestu mjólkurk-
úna og étur hana.
Sé horft til nágrannaþjóða, þá
kemur í ljós að Svíar létu almennan
samdrátt ekki bitna á háskóla-
menntun og Finnar hættu við að
leggja innritunargjald á háskóla-
nemendur. Að baki því liggur sú
einfalda og skynsamlega hugsun,
að vönduð háskólamenntun sé ein-
hver arðbærasta fjárfesting sem
völ er á.
í stað þess að draga úr menntun
á efnahagslegum þrengingartímum
á þvert á móti að auka hana. Það
gerir hvort tveggja í senn: dregur
úr atvinnuleysi og leggur nýjan
grundvöll að framtíðarsókn þjóðar-
innar.
En ríkisstjóm, sem í skammsýni
og hugmyndaleysi ræðst gegn
menntun þjóðarinnar og bætir svo
gráu ofan á svart með því að leggja
virðisaukaskatt á bækur, blöð og
tímarit, hún gerist sek um afglöp
sem seint verða fyrirgefin. Menn-
ing er nefnilega ekki munaður,
heldur lífsnauðsyn.
Höfundur er rithöfundur og
dósent í íslenskum bókmenntum
við Háskóla Islands.
Wilhelm Norðfjörð
Hugo Þórisson
Nú er að hefjast námskeið þar sem foreldrum
gefst kostur á að kynnast og tileinka sér
ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum
foreldra og bama þar verður m.a. fjallað um
hvað foreldrar geta gert til að:
•aðstoða börn sín við þeirra vandamál.
•að leysa úr ágreiningi án þess að beita valdi.
•byggja uppjákvæð samskipti innan
fjölskyldunnar.
fttngsiiiHfifeifr
MetsöluUað á hverjum degi!
Fjósamennska í myndlist
eftir Leif Sveinsson
i.
Korpúlfsstaðageggjunin
Einu sinni reisti danskur maður,
Thor Jensen að nafni, fjós að Korp-
úlfsstöðum í Mosfellssveit.
Nú er fjós þetta ónýtt og ber að
jafna það við jörðu. Þannig enda all-
ar byggingar sem runnið hafa sitt
skeið. Ohæf borgarstjórn hefur samt
ályktað að breyta húsi þessu í lista-
safn fyrir veggfóðurframleiðanda í
París, Erró að/iafni. Áætlaður kostn-
aður við breytinguna 2 milljarðar.
Þessu leyfi ég mér að mótmæla
harðlega og tala þar fyrir munn þús-
unda kjósenda í Reykjavík, sem ekki
vilja láta bjóða sér þessa geggjun.
II.
Alvörulistasafn í Reykjavík
Tvö listasöfn eru í Reykjavík.
Annars vegar er tilfallandi bruna->
rúst, sem breytt var í Listasafn ís-
lands við Fríkirkjuveg. Hús þetta
rúmar ekki einu sinni yfírlitssýningar
okkar bestu listamanna, salirnir allt-
of litlir. Hins vegar eru Kjarvalsstað-
ir á Miklatúni í eigu Reykjavíkur-
borgar. Þar er lýsing með þeim hætti
að listaverk njóta sín engan veginn.
Breyting á lýsingu hefur ekki feng-
Leifur Sveinsson
ist, því húseigendur eru fangar arki-
tektsins Hannesar Davíðssonar.
Hann neitar öllum breytingum og
við það situr. Rökheldir menn taka
ekki sönsum. Enn vantar því alvöru-
listasafn í Reykjavík.
III.
Hættum að kanonisera
Ástæðan fyrir Korpúlfsstaða-
geggjuninni er sú árátta síðustu ára,
„Þessu leyfi ég mér að
mótmæla harðlega og
tala þar fyrir munn
þúsunda kjósenda í
Reykjavík, sem ekki
vilja láta bjóða sér
þessa geggjun.“
að taka menn í heilagra manna tölu
(kanonisera). Fyrstur var Jónas frá
Hriflu, hann varð 100 ára 1. maí
1985. Reistur var minnisvarði við
Arnarhvál, ein bók eftir aðra gefin
út um þennan misheppnaða stjórn-
málamann.
. Nú er röðin komin að Thor Jen-
sen. Endurreisa á fjós honum til
dýrðar, þótt 95% af því sé ónýtt.
Þegar hefur verið reist minnismerki
um Thor í Hallargarðinum og ætti
það að duga. Jónas frá Hriflu og
Thor Jensen voru miklum kostum
búnir, en einnig miklum göllum eins
og við erum öll. Þeim er enginn greiði
gerður með því að hampa aðeins
kostunum, en hilma yfir gallana. Að
lokum skora ég á Borgarstjórn
Reykjavíkur að skila aftur Errógjöf-
inni.
Höfundur er lögfræðingur.
Um næstu helgi sýnum vib nýjar gerðir ^
Volkswcxgen sem þú veribur db s|u.
Verðfe mun koma þér ánægjulega á óvarf!
HEKLA
Laugavegi 170 -174 • Sími 69 55 00
Volkswagen
VERND