Morgunblaðið - 16.09.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993
11
MENNING/LISTIR
Myndlist
Þorvaldur sýnir
á Mokka
Opnuð hefur verið sýning á Mokka
á verkum eftir Þorvald Þorsteinsson;
„Svipmyndir úr safni ímyndaðrar
heildar". Hér er um að ræða sýnis-
hom úr nýjum flokki Ijósmyndaverka
sem Þorvaldur hefur unnið að síðan
á miðju síðasta ári og var fyrst sýnd-
ur í Riga í Lettlandi í maí sl.
Þorvaldur Þorsteinsson útskrifað-
ist úr nýlistadeild MHÍ árið 1987 og
úr Jan van Eyck Akademie í Ma-
astricht 1990. Hann hefur haldið
fjölda einkasýninga hér heima og
eriendis og tekið þátt í samsýningum
víða um lönd.
Sýningin á Mokka stendur til 10.
október.
„Púðar og klukku-
strengir“ í galleríinu
Hjá þeim
Frá 15. september til 2. október
sýnir Ingibjörg Hauksdóttir mynd-
verk sitt „Púðar og klukkustrengir"
í galleríinu' Hjá þeim á Skólavörðu-
stíg 6b. Opnunartími er kl. 12-18
mánud. til föstud. og kl. 10-14 laug-
ard.
Tónlist
Niflungahringurinn
Sýningar á Nilfungahringnum eftir
Robert Wagner verða í september og
október sem hér segir:
Laugardagur 19. sept. kl. 15-19:
Rínargullið og kynning. Sunnudagur
20. sept. kl. 15-20: Valkyijan. Þriðju-
dagur 21. sept. kl. 19-24: Siegfried.
Fimmtudagur 23. sept. kl. 19-24:
Ragnarök. Sunnudagur 25. sept. kl.
15-19: Rínargullið og kynning.
Þriðjudagur 27. sept. kl. 19-24: Val-
kyijan. Fimmtudagur 29. sept. kl.
19-24: Siegfried. Laugardagur 1.
október kl. 15-20: Ragnarök.
Um er að ræða upptökur á hinni
frægu uppfærslu Patrice Chereau og
Pierre Boulez („Hringur aldarinnar")
sem frumsýnd var í Bayreuth 1976.
Sýnt verður af mynddiskum
(Laserdiskum) sem tryggja hámarks-
gæði hljóðs og myndar með enskum
skjátextum.
Þeir sem hafa áhuga á að sjá þess-
ar sýningar láti vita í síma 17292
(Árni eða Selma), en sýnt verður á
Vesturgötu 36b.
Keltar á LA Café og
Sólon íslandus
Fimmtudagskvöldin 16. og 23.
september mun þjóðlagasveitin Kelt-
ar leika á LA Café, á horni Lauga-
vegs og Frakkastígs. Sunnudaginn
19. september munu Keltar halda
tónleika á efri hæð Sólon íslandus.
Tónleikamir hefjast kl. 21. Keltar er
hópur tónlistarmanna sem leikur kelt-
nesk (írsk og skosk) þjóðlög með
heðfbundinni hljóðfæraskipan.
I fréttatilkynningu segir: „Vegna
tónlistarstarfa sinna á erlendri
grundu era tveir meðlimir upphaflegu
Kelta, þeir Valur Pálsson og Jóhann
Egill Jóhannsson, illa fjarri góðu
gamni að þessu sinni. í þeirra stað
hefur hópnum bæst liðsauki ekki síðri
listamanna eða þeirra Sean Bradley
frá Dublin sem leikur á fiðlu og Ein-
ars Kr. Einarssonar gítarleikara. Af
meðlimum uppranalegu Kelta sem
nú koma fram eru þeir Eggert Páls-
son sem leikur á mandólu, banjó og
trommu og Guðni Franzson sem leik-
ur á flautur. Allir taka þeir svo lagið
þegar við á.
A efnisskrá Kelta eru margvíslegir
keltnesir dansar leiknir á hljóðfærin,
ballöður sem sungnar eru með eða
án undirleiks og gömlu góðu sönglög-
in þar sem allir geta tekið undir af
lífs og sálar kröftum.
„Úr safni ímyndaðrar heildar"
1992-93.
Banvæn söguefni
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Mario Vargas Llosa: Hver myrti
Móleró? Sigrún Astríður Eiríks-
dóttir þýddi. Almenna bókafélag-
ið 1993.
Friedrich Diirrenmatt: Ban-
væn kvöð. Valgerður Bragadótt-
ir þýddi. Almenna bókafélagið
1993.
Mario Vargas Llosa, rithöfundur
frá Perú, er á slóðum spennusagna
í Hver myrti Móleró?, en einnig má
líta á söguna sem lýsingu eða krufn-
ingu á ástandinu í rómönsku Amer-
íku og þá sérstaklega í heimalandi
hans. Vargas Llosa sóttist eftir for-
setaembætti í Perú 1990 og tap-
aði, en var nálægt því að hljóta
kosningu. Hann verður því að beita
sér áfram fyrir þjóðfélagsumbótum
með skáldsagnagerð.
Óvenjulega ruddafengið morð
ungs söngvara og gítarleikara fær
lögreglumennina Silva lautinant og
Lítúma þjóðvarðliða til að freista
þess að finna lausn málsins. Þeir
ganga lengra en þeim er ætlað í
rannsókninni og með því afhjúpast
ýmislegt sem ætti að liggja í þagn-
argildi. Háttsettir menn eru flæktir
í málið. Hvort eru það persónulegar
ástæður eða aðrar og veigameiri
sem ráða?
Umhverfi skáldsögunnar, það
samfélag sem hún er sprottin úr,
er vægast sagt framandlegt. Lands-
byggð og þorp Perú virðast ekki
aðlaðandi, minna helst á ameríska
Vestrið. En þetta eru ákjósanlegir
staðir fyrir skáldsögur, enda tekst
Vargas Llosa að gera sér mat úr
þeim.
Frásögnin er yfirleitt hæg og
afar nákvæm. Framvinda sögunnar
á sér ekki síst stað í hugum þeirra
Friedrich Diirrenmatt
Silva og Lítúma. Vargas Llosa beit-
ir því bragði skemmtilega að láta
til dæmis hugarburð Lítúma verða
á köflum þungamiðju frásagnarinn-
ar.
í þessari skáldsögu um glæp
notfærir Vargas Llosa sér aðferðir
prakkarasögunnar sem á sér fijóa
hefð í bókmenntum spænskumæl-
andi þjóða. Litríkar persónur og
æsilegur söguþráður eru ómissandi
í sagnagerð af þessu tagi.
Sakamálasagan gegn sjálfri
sér
Svisslendingurinn Friedrich
Dúrrenmatt var fyrst og fremst
leikritahöfundur, en samdi líka
skáldsögur um sakamál, þótt vafa-
samt sé að kalla þær venjulegar
sakamálasögur.
Banvæn kvöð er í raun um tak-
markanir sakamálasögunnar (og
lögreglunnar), gagnrýni á vinnu-
brögð þar sem boðið er upp á ein-
faldar lausnir.
Mario Vargas Llosa
Lögregluforingi tekur upp á því
að sanna fyrir sakamálahöfundi hve
sakamálasögur ná skammt. Það
gerir hann með því að leiða höfund-
inn inn á vettvang morðs, kynferðis-
glæps gegn lítilli telpu.
Lögreglumaðurinn Matthái gerir
afdrifarík mistök við rannsókn
morðsins. Hann á úr vöndu að ráða
gagnvart trylltum múg sem heimtar
refsingu án tafar.
Persónur Dúrrenmatts eru
dregnar skýrum dráttum og um-
hverfislýsingar hans eru mjög lif-
andi. Þótt hann virðist á köflum
leggja of mikla áherslu á smáatriði
er sú árátta beygð undir lögmál
skáldsögunnar. Honum auðnast
með listrænum hætti (eins og bestu
sakamálahöfundum) að fara þá leið
sem gæðir söguna dýpt og æskilegu
margræði. Lesandinn fær eitthvað
til að glíma við sjálfur og honum
er sífelldlega komið á óvart.
Þýðendur Hver myrti Móleró? og
Banvænnar kvaðar hafa þegar á
heildina er litið unnið sín verk vel.
Kjarvalsstaðir
Sýning á
ljóðum eft-
ir Hannes
Pétursson
SÝNING á ljóðum eftir Hannes
Pétursson verður opnuð á Kjarv-
alsstöðum laugardaginn 18. sept-
ember kl. 14. Hannes Pétursson
vakti fyrst athygli með skáldskap
sínum í Ljóðum ungra skálda
1954 og ári síðar kom úr-fyrsta
ljóðabók hans, Kvæðabók.
Hannes hefur gefið út átta
ljóðabækur, en auk þess hefur hann
samið smásögur, ferðabækur og
fjallað um þjóðleg fræði og þýtt
sögur og Ijóð. Hannes lauk prófí í
íslenskum fræðum frá Háskóla ís-
lands 1959 og hefur ritað mikið um
íslenskar bókmenntir, m.a. bækur
um skáldskap Steingríms Thor-
steinssonar og Jónasar Hallgríms-
sonar.
í fréttatilkynningu segir: Yrkis-
efni Hannesar eru flest tengd ís-
lenskri náttúru í margbreytilegum
myndum. Hann sækir einnig yrkis-
efni í sagnaarf og menningu fyrri
alda.
d Form ljóða hans er margbreyti-
legt, allt frá rímnaháttum til prósa-
ljóða. Oftast notar hann ljóðstafí en
sjaldan rím í ljóðum sínum. Hugb-
lærinn einkennist af æðruleysi og
nærfærinni náttúruskynjun sem
stundum er næsta rómantísk.
Ljóðasýningar Kjarvalsstaða sem
unnar eru í samvinu við Ríkisútvarp-
ið-Rás 1, hafa verið fastir liðir á
dagskrá safnsins síðan 1991. Með
þeim hafa opnast nýir möguleikar
fyrir íslensk skáld í rými sem áður
var helgað myndlistinni, en jafn-
framt vekja sýningamar spurningar
um stöðu ljóðlistarinnar í dag.
Sýningin á Kjarvalsstöðum stend-
ur til sunnudagsins 17. október og
er opin daglega frá kl. 10-18.
(
AÐ FARA I STRIÐ
VIÐ^MATAUMA^ER
p .
ushi I
JAMES BELUSHI IVHIVII ROGERS
1 TRACES OF REO WEOLOCK
Ungur stjórnmálamaður sem bíður sig fram til borg-
arstjóra sker upp herör gegn eiturlyfjasölu í New York.
í brúðkaupsferð til Palermo er hann leiddur í
gildru af mafíunni og er sakaður um morð.
Mafían gerir honum tilboð þar sem hann yrði laus
allra mála gegn ákveðinni aðstoð.
HÖRKU SPENNUMYND
III iT 111
HASKOLABIO SÍMI611212
Sprenghlægileg gamanmynd um fimm leigubílstjóra
í fimm stórborgum. Þar koma fyrir þrúgaður
umboðsmaður í Hollywood, orðljótur New York búi,
þrír blindfullir Finnar og snaróður ítalskur leigu-
bilstjóri sem játar fyrir presti kynferðislegt
samband við grænmeti og sauðfé.
SANNKÖLLUÐ
FRUMLEGHEIT
KBMUR UT11AG
Nj mjndbönd
á næstu leigu