Morgunblaðið - 16.09.1993, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993
Halldóra Björnsdóttir, Sigurður Siguijónsson, Baltasar Kormákur og Edda Arnljótsdóttir í hlutverkum
sínum.
Þjóðleikhúsið
Ferðalok á Smíðaverkstæðinu
Fyrsta frumsýning vetrarins í Þjóðleikhúsinu
Arkitektúr
Fimm norrænir meist-
arar á Kjarvalsstöðum
FYRSTA frumsýning vetrarins í
Þjóðleikhúsinu verður laugar-
daginn 18. september. Þá hefjast
sýningar á „Ferðalokum", nýju
leikriti Steinunnar Jóhannesdótt-
ur.
Leikendur eru Halldóra Björns-
dóttir, Sigurður Siguijónsson, Am-
ar Jónsson, Edda Amljótsdóttir,
Baltasar Kormákur og Árni
Tryggvason.
Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs-
son, Grétar Reynisson gerir leik-
mynd og búninga, en Björn Berg-
steinn Guðmundsson annast lýs-
ingu. Tónlistin í sýningunni er eftir
Hróðmar Sigurbjömsson og er flutt
á hljóðbandi af Hamrahlíðarkórnum
undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdótt-
ur. Hróðmar hefur samið sönglög
við nokkur þekkt kvæði Jónasar
Hallgrímssonar fyrir þessa sýningu.
Í fréttatilkynningu segir: Það em
nú liðin tólf ár síðan Þjóðleikhúsið
sýndi leikritið „Dans á rósum“ eftir
Steinunni Jóhannesdóttur, sem
vakti verðskuldaða athygli og umtal
á sínum tíma, en á undanförnum
ámm hefur Steinunn einkum samið
sögur og leikrit fyrir böm og ungl-
inga. í nýja leikritinu, „Ferðalok-
um“, segir frá viðureign ungrar
konu við skáldið 'Jónas og manninn
Jónas, þar er ijallað um ástina sem
yrkisefni annars vegar og hins veg-
ar sem viðfangsefni í lífinu. Aðal-
persóna leiksins er Þóra sem les
bókmenntafræði við Háskóla ís-
lands. Hún fer til Kaupmannahafn-
ar til þess að skrifa lokaritgerð um
Jónas Hallgrímsson og seinasta
veturinn í lífí hans. Þar hittir hún
fyrir æskuást sína, Jónas, sem dval-
ið hefur langdvölum í borginni. Þau
taka upp fyrra samband sitt, sem
þó er engan veginn auðvelt, bæði
vegna ólíkra viðhorfa þeirra og eins
vegna þess að fleiri persónur koma
við sögu og þau em bæði bundin
öðmm tilfínningaböndum. Að lok-
um dregur til uppgjörs milli þeirra.
Atburðarás leiksins fer þannig fram
í nútímanum en þó er þar fólgin
sterk skírskotun til sögunnar og
kvæðis Jónasar Hallgrímssonar,
„Ferðaloka". Það er Halldóra
Bjömsdóttir sem leikur Þóra, ungu
leitandi menntakonuna, en Halldóra
hefur á síðastliðnum tveimur árum
skipað sér í röð fremstu leikkvenna
af yngri kynslóð, m.a. fyrir leik sinn
í „Stræti“ í fyrra, í hlutverki ungu
stúlkunnar í „Kæm Jelenu" og Júl-
íu í „Rómeó og Júlíu“. Sigurður
Siguijónsson leikur Jónas, manninn
sem ekki er hægt annað en að elska,
þótt ómögulegt sé að elska hann.
Onnur sýning er sunnudaginn 19.
september.
Á Kjarvalsstöðum opnar á laug-
ardaginn 18. september kl. 16
sýningin Fimm norrænir meist-
arar. Á sýningunni eru kynnt
verk eftir fimm norræna arki-
tekta. Um er að ræða farandsýn-
ingu sem unnin er af Arkitekta-
safni Finnlands í Helsinki. Til-
gangurinn með sýningu þessari
er að kynna, gegnum verk fimm
arkitekta, hið besta í hefð og
sjálfstæðri sköpun í norrænni
byggingarlist á síðari hluta þess-
arar aldar. Þátttakendur eru
einn frá hveiju Norðurlandanna
og spanna verkin á sýningunni
rúma tvjo áratugi af starfsferli
þeirra. Akritektarnir sem valdir
hafa verið á sýningu þessa eru
Peter Celsing frá Svíþjóð, Sverre
Fehn frá Noregi, Knud Holscher
frá Danmörku, Aarno Ruusuvu-
ori frá Finnlandi og Högna Sig-
urðardóttir frá íslandi.
Flestir þessara arkitekta vom við
nám í upphafí sjötta áratugarins
og sumir komust einig í persónuleg
kynni við frumheija módemismans
í norrænni byggingarlist. Líta má
á aðalkennara Aarno Ruusuvuoris,
þá Aulis Blomstedt og Olli Pöyry,
sem hið raunsæja mótvægi við ein-
staklingshyggju Alvars Aaltos í
finnskri byggingarlist. Sjálfur hefur
Ruusuvuori útfært fáguð smáatriði
að hætti Aaltos í eigin verkum og
á sinn persónulega hátt. Sverre
Fehn var nemandi norska fúnk-
sjónalistans, Aame Korsmo. Knud
Holscher var nemandi danska arki-
tektsins Arne Jacobsen og vann síð-
ar á stofu hans. Peter Celsing starf-
aði með Sigurd Lewerentz. Nám
Högnu Sigurðardóttur í París var
hefðbundið en reyndist þó vera
haldgóður undirbúningur fyrir hina
nútímalegu hönnun. Með kennslu
hafa arkitektarnir miðlað reynslu
sinni og hugmyndum til yngri kyn-
slóðar arkitekta.
Fulltrúi íslands á sýningunni,
Högna Sigurðardóttir er fædd og
uppalin í Vestmannaeyjum og
stundaði nám í byggingarlist við
Fagurlistaskólann (Ecole de Beaux-
Arts) í París á árunum 1949 til
1960. Á árunum 1962-68 teiknaði
hún fjögur einbýlishús á Reykjavík-
ursvæðinu, sem eru tímamótaverk
í íslenskri byggingarlist. Högna
hefur lengst af verið búsett í París,
þar sem hún hefur rekið teikni-
stofu, ýmist ein eða í samvinnu við
franska arkitekta. Hún hefur unnið
til fyrstu verðlauna í fjölmörgum
samkeppnum arkitekta, m.a. um
nýtt háskólasvæði í París árið 1967;
tækniskóla í Noisiel, útborg París-
ar, árið 1978 og framhaldsskóla í
Evry 1987.
Sýningin á Kjarvalsstöðum
stendur til sunnudagsins 17. októ-
ber og er opin daglega frá kl. 10-18.
Sýningin er styrkt af Norræna
Menningarsjóðnum.
------»■-»-■»---
Málfræði og
bókmenntir
MÍMIR, blað Félags stúdenta í
íslenskum fræðiun, er nýkomið
út. Þetta er 40. tölublað, 31. ár-
gangur. Meðal efnis eru greinar
um málfræði og bókmenntir
ásamt sögum og ljóðum eftir nem-
endur.
Margrét Guðmundsdóttir og
Svandls Svavarsdóttir eiga ritgerð-
ina Lengd hljóða og skynjun henn-
ar, Kolbrún Bergþórsdóttir spjallar
við Guðmund Andra Thorsson, Aðal-
heiður Guðmundsdóttir skrifar um
lýsingar íslenskra helgisagnaritara á
helvíti, Guðlaug Gísladóttir hugleiðir
þróun bamabóka hér á landi og
Ármann Jakobsson birtir athuga-
semd um Njáls sögu.
í ritnefnd Mímis em Guðlaug
Gísladóttir og Kolbrún Bergþórs-
dóttir. Blaðið er 58 síður, unnið hjá
prentstofu G. Ben.
STORMURINN
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Óvenjulegir kvikmyndatónleikar
vora haidnir sl. þriðjudag I Há-
skólabíói, en aðstandendur þessa
atburðar vom Hreyfímyndafélagið
og Sinfóníuhljómsveit íslands.
Kvikmynd Sjöströms, Stormurinn,
er kvikmyndadrama frá tímum
þöglu myndanna og var að þessu
sinni sýnd með undirleik tónlistar
eftir Carl Davis. Höfundurinn
stjómaði SÍ og var auðheyrt að
hann er góður fagmaður.
Flutningurinn var í alla staði vel
útfærður og myndaði tónlistin
sterkt samspil við kvikmyndina,
gerði hana sérlega lifandi, svo að
á köflum var ekki fundið tiltakan-
lega fyrir talþögninni. Líklega er
ekki eins góð skemmtan í því sjá
myndina og heyra tónlistina af
upptöku og að hafa hljómsveitina
viðstadda, en einmitt það skapaði
sömu stemmningu og í leikhúsi.
Sagt er að góð kvikmyndatónlist
eigi ekki að „heyrast", heldur vera
óijúfanlegur hluti af hveiju mynd-
skeiði. Um tónlist við mynd eins
og Storminn gegnir öðm máli, því
hún á að segja frá því sem annars
er gert með orðum, undirstrika til-
fínningar og atburði og jafnvel það
sem ekki er hægt að segja með
orðum eða í mynd. Allt þetta gat
að heyra í tónlistinni en samt sem
áður reyndi Davis ekki nema að
mjög litlu leyti að herma eftir og
þannig urðu sum myndskeiðin
„undirleikur" við tónlistina, líkt og
á sér stað í óperu eða ballett.
Þrátt fyrir að hér sé verið að
leita eftir því uppmnalega, er hugs-
anlegt að þögul kvikmynd í sam-
spili tónlistar gæti orðið nýtt list-
form. Textinn í mörgm ágætum
kvikmyndum er oft ekki ýkja marg-
brotinn og vel hugsanlegt að mynd (
sé byggð upp án texta. I stað hljóð-
eftirlíkinga og taltexta væri þá
notuð leikrænt túlkandi tónlist, sem
ekki mætti „fela“ inni í myndskeið-
inu eða nota aðeins sem undirstrik-
un, heldur sem raunverulegan ger-
anda í framvindu myndverksins,
eins og Carli Davis tókst oft að
gera og Sinfóníuhljómsveitin skil-
aði á áhrifamikinn máta.
Vindurinn
eftir Sjöström
Kvikmyndir
Amaldur Indriðason
Vindurinn („The Wind“). Sýnd í
Háskólabíói við undirleik Sin-
fóníuhljómsveitar íslands undir
stjóm Carl Davis. Tónlist: Carl
Davis. Leikstjóri: Victor
Sjöström. Handrit: Frances
Marion upp úr sögu Dorothy
Scarborough. Aðalhlutverk: LiII-
ian Gish, Lars Hanson og
Montagu Love. Bandaríkin,
1928.
Það er ekki oft sem kvikmynda-
húsagestum er boðið upp á að sjá
tónlistina flutta við bíómynd um
leið og horft er á hana en það
gerðist í Háskólabíói sl. þriðjudags-
kvöld. Þá stjómaði Bretinn Carl
Davis 37 meðlimum Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands er lék tónlist sem
hann hefur samið við þöglu bíó-
myndina Vindinn eða „The Wind“,
eina frægustu mynd sænska leik-
stjórans Victors Sjöströms. Fyrir
þessum gjörningi stóð kvikmynda-
klúbburinn Hreyfímyndafélagið og
Sinfóníuhljómsveitin og áhrifin
vom glimrandi. Stóðu áhorfendur
upp í lokin og hylltu stjómandann.
Flutningur kvikmyndaþónlistar
er nokkuð sem maður horfir ekki
á þegar maður fer í bíó heldur fínn-
ur yfírleitt ósjálfrátt. Hún er svo
sjálfsagður partur af bíómynd að
sjaldnast er henni veitt nokkur at-
hygli en viðburðurinn í Háskólabíói
var einkar skemmtileg upplifun og
minnti eftirminnilega á þátt tónlist-
arinnar í bíómyndum. Hún er
ómissandi þáttur kvikmyndagerð-
arinnar og virkar best þegar hún
ýtir undir tilfínningar sem bærast
á tjaldinu. Stundum getur hún
skapað andrúmsloft mynda ein og
sér eins og tónlist Nino Rota við
Guðföðurmyndimar sýna.
Vindurinn eftir Sjöström kallar
á tilþrifamikla og fjölbreytilega tón-
list. Hún er eitt af síðustu stórverk-
um þögla skeiðsins, gerð 1928, og
segir frá örlögum óspjallaðrar
meyjar frá Virginíu sem heldur út
I afskekkt bændasamfélag þar sem
vindurinn gnauðar í sífellu og
sjaldnast sér úr augum fyrir sand-
byl. Þar er hún neydd til að velja
á milli tveggja bóndadurga og þeg-
ar hún byijar að búa með öðrum
er henni nauðgað af ferðalangi sem
á leið um. En hún hefnir sín, yfir-
vinnur ótta sinn við bæði karlmenn
og vindinn sem Sjöström setur í
Iíki villts fola svo meiningin fari
ekki fram hjá neinum. Þetta er ein
frægasta mynd Lillian Gish, sem
er stórkostleg í hlutverki hinnar
veikbyggðu konu, en hún lést í
hárri elli fyrr á þessu ári.
Carl Davis hefur samið tónlist
við fleiri myndir þögla skeiðsins og
vinnur sitt verk af innlifun, þekk-
ingu og fagmennsku góðri ef marka
má þessa sýningu. Stundum var
tónlistin yfírþyrmandi en sýndi vel
hvemig góð kvikmyndatónlist getur
aukið á áhrifamátt kvikmyndar og
undirstrikað atburði sögunnar og
ekki síst tilfínningar persónanna,
ótta, gleði, kómík eða bara tekið
undir með eilífum sandbylnum.
Þöglu myndimar einkennast m.a.
af ýktum leikstíl og mikilli drama-
tík og var tónlistin í takt við þau
stílbrögð og féll einkar vel að mynd-
inni.
Að horfa á hljómsveit spila undir
sýningu myndar er nokkuð sem
ekki býðst á hverjum degi og ber
að þakka þetta skemmtilega fram-
tak og nýmeti í bíósýningum.