Morgunblaðið - 16.09.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.09.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993 Gjaldskylda á 112 bflastæðum í miðbænum eftir morgundaginn Morgunblaðið/Golli Stöðumælarnir MIÐAMÆLAR verða teknir í notkun á tveimur bílastæðum í miðbæ Akureyrar, sunnan við Bautann, þar sem þessi mynd er tekin og austan Skipagötu, á móti pósthúsi og við það verður fjöldi gjald- skyldra stæða í miðbænum 112 alls. Níræður skoskur ferðamaður við Mývatn Synirnir hvöttu til ferðarinnar Bjðrk. Mývatnssveit. SKOSKUR ferðamaður, Mr. Hood, sem er 90 ára að aldri, er á ferð um Mývatnssveit um þessar mundir. Við hittum hann sem snöggvast í Hótel Reynihlíð þar sem hann gisti síðastliðna nótt (fyrrinótt) skömmu áður en hann var að stíga upp í áætlunarbílinn til Akur- eyrar. Mr. Hood er vel em og talar mikið. Hann kom með flugvél frá Glasgow til Reykjavíkur, síðan til Akureyrar og gisti þar. Hann ætlar að dvelja í einu viku á Islandi og er einn síns liðs. Hann segist hafa verið heilsuhraustur alla ævi, vann við tannsmíðar og rak jafnframt eigin verslun. Hætti þegar hann varð áttræður. Kvæntist þegar hann var fimmtugur og eignaðist tvo syni. Eiginkonan andaðist fyrir fjórum árum. Synir hans hvöttu hann til að fara í ferðalag til að eyða peningunum sínum. Kuldinn þægilegur Hann segir að sig hafi alltaf langað til að ferðast til íslands og þess vegna hafi hann ákveðið að koma hingað. Hann segist ekki vera hrifínn af miklum hitum og fínnst kuldinn hér þægilegur og þá segist hann vera hrifinn af landi og þjóð og ef hann komi aftur til íslandi muni hann ekki ferðast einn. Kristján Afrétt Mývetninga lítur óvenju vel út Miðaniælai' á tvö stæði GJALDSKYLDA verður sett á bifreiðastæðið sunnan Hafnar- strætis 92 og á hluta bifreiða- stæðis austan Skipagötu á móts við pósthús. Við þetta verður fjöldi gjaldskyldra stæða í mið- bænum orðinn alls 112. Þessi gjaldskylda verður sett á föstu- daginn 17. september. Á þessum stöðum verður sett upp ný gerð af stöðumælum, miðamæl- ar, þar sem aðeins einn mælir er fyrir mörg stæði. Upphæð gjaldsins er hin sama og á núverandi stæðum eða 10 krónur á.hverjar byrjaðar 15 mínútur og tími gjaldskyldu er einnig sá sami, eða frá kl. 10 til 17.30 alla virka daga. Enginn há- marksstöðutími verður á stæðum með miðamælum. Þegar lagt hefur verið I stæði með miðamæli þarf að fara að mælinum og greiða þar fyrir þann tíma sem ætlað er að nota. Hægt er að greiða með 5, 10 og 50 króna mynt en lágmarksgreiðsla er þó 10 krónur. Miðamælirinn skilar þá kvittun til baka sem á stendur þau tímamörk sem greiðslan nær til. Þennan miða skal síðan leggja bíl- stjóramegin á mælaborð bifreiðar- innar þannig að auðvelt sé fyrir stöðuverði að lesa á hann. Flyst yfir á næsta dag Ekki er hægt að greiða í miða- mæli eftir að gjaldskyldu lýkur en ef greitt er fyrir lok gjaldskyldu til lengri tíma en gjaldskylda er, fær- ist viðbótartíminn yfir á næsta dag, þannig að ef keypt er hálftíma staða kl. 17.10 færast þær 10 mínútur sem eftir verða kl. 17.30 yfír á næsta daga og kvittunin sýnir nýja dagsetningu og tímann 10.10. Á morgnana er hægt að greiða í mælinn frá kl. 7.00 þó hann byrji ekki að mæla tímann fyrr en frá kl. 10, þannig að ef greitt er fyrir 2 klukkutíma einhvern tíma á tíma- bilinu frá kl. 7 til 10 sýnir kvittun- in að greitt hafi verið til kl. 12. (Fréttatilkynning.) Björk, Mývatnssveit. NU ER fyrstu göngum og réttum lokið hér í Mývatnssveit. Fé er talið sérlega vænt. Samkvæmt upplýsingum frá gangnamönnum lítur afréttin mjög vel út og hefur sjaldan eða aldrei verið jafn vel gróin og nú. Þá vekur það líka sérstaka athygli hvað land- ið virðist lítið bitið. Hugsanlega gæti ástæðan verið mun færra fé, styttri beitartími en áður, eða tveir og hálfur til þrír mánuðir, og enn- fremur óvenjulegt veðurfar í sum- ar. Gróður kom frekar seint í vor og einnig var spretta hæg fram eftir sumri þar til fór að hlýna um miðjan ágúst, en síðan hefur verið . mjög hagstæð sþrettutíð og ber afréttin þess ótvíræð merki. Von- andi þarf því ekki að óttast ofbeit , eða uppblástur á afréttum Mývetn- inga á þessu sumri. Kristján Breytingar á fyrirkomulagí fiskverkunar í Grímsey í vændum Leitað að leiðum til að lækka kostnaðinn við fískmóttökuna Grímsey. FYRIRKOMULAG á fiskverkun KEA í Grímsey í framtíðinni var til umræðu á fundi sem fulltrúar Kaupfélags Eyfirðinga boðuðu til með sjómönnum í Grímsey í vikunni. Verið er að leita leiða til að lækka kostnað við fiskmóttökuna í eynni. Nú nýlega var fulltrúi Fiskmiðlunar Norðurlands á Dalvík á fundi með sjómönnum hér til að ræða við útgerðarmenn um möguleika á að landa á fiskmarkaðn- um á Dalvík. vegna leigu á húsnæði og flutnings aflans. Asgeir sagðist vera sann- færður um að Grímseyingar fengju toppverð fyrir sinn fisk yrði honum landað á markaðnum, því þeir væru með ferskan fisk. Hann sagði að fisk vantaði á markaðinn og væri verið að leita hófanna víðar, en enginn vafí væri á að fyrirtækið gæti tekið á móti öllum afla Gríms- eyinga. HSH Kjarabótá Akureyri ÞRJÚ fyrirtæki á Akureyri taka þátt í Kjarabót Morgun- biaðsins í dag, fimmtudaginn 16. september, en kjarabót- armiðarnir eru á blaðsíðu 22. Þeir sem taka þátt í kjarabót- inni eru Halldór Ólafsson úr- smiður, sem býður 20% afslátt af vekjaraklukkum gegn fram- vísun kjarabótarmiða sem er í blaðinu í dag, Tölvutæki-Bókval ) býður 12% afslátt af símum og símkerfum og Bautinn býður 25% afslátt af hádegisverð- | arhlaðborði. Fulltrúar KEA, Jón Þór Gunnars- son og Ari Þorsteinsson, voru á fundinum með sjómönnum úr Grímsey, en um var að ræða ein- hvers konar undirbúningsfund vegna nýs fískverðs. Sjómenn í Grímsey leggja upp afla hér í eynni og er hann síðan fluttur til vinnslu í Hrísey eða Dalvík. Dýr fiskur Magnús Gauti Gautason kaupfé- lagsstjóri sagði að verið væri að skoða breytingar á fyrirkomulagi með það í huga að lækka kostnað. Félagið ræki fiskmóttöku í Grímsey og hefði starfsfólk í vinnu við það, en aflinn væri síðan fluttur annað til vinnslu. Þegar fiskurinn væru kominn til vinnslu í Hrísey eða Dalvík hefði hlaðist á hann kostnað- ur þannig að hann væri orðinn dýr fyrir fiskvinnsluna. Meginatriðið væri að reyna að lækka þennan kostnað og vissi hann ekki annað en menn myndu halda áfram að tala saman um það mál. Einn fundarmanna sagði að fundurinn hefði ekki verið góður fyrir sjómenn í Grímsey, KEA-menn vildu hafa einn starfsmann í fisk- móttökunni í eyjunni, fískurinn yrði að berast þangað slægður, þveginn og ísaður í kör. Þeir vildu fá hann á ákveðnu verði sem sennilega yrði það sama og nú gilti og ef sjómenn ekki samþykktu myndu þeir vænt- anlega hætta að taka á móti fiski í Grímsey, þeir gætu fengið hann annars staðar frá með minni til- kostnaði. Unglingar úr Grímsey verða í Húsabakkaskóla í vetur Grímsey. TÍU unglingar frá Grímsey héldu nýlega til náms við Húsabakka- skóla í Svarfaðardal þar sem þeir verða í heimavist í vetur. Krakk- arnir eru á aldrinum 13 til 15 ára, en 12 ára börn eru þau elstu sem sækja grunnskólann hér í eynni. 300manns winA It'TTAt Postulínsnámskeiö Námskeið í postulínsmálun hefjast í byrjun október. Upplýsingar alla virka daga frá kl. 18—20 í síma 96-21150. Iðunn íflústsdómr, myndlístakona. Vantar fisk á markaðinn Ásgeir Arngrímsson frá Fisk- miðlun Norðurlands var á dögunum á ferðinni í Grímsey til að ræða við útgerðarmenn hér um möguleika á að landa afla á fiskmarkaði félags- ins á Dalvík. Hann sagði að sjó- menn yrðu að bera kostnað m.a. Þetta er í fyrsta skipti sem börn úr Grímsey eru send í Húsabakka- skóla en á síðasta vetri dvöldu þau á Dalvík. Almenn ánægja ríkir meðal foreldra þeirra og virðast samskipti milli þeirra og skólans þegar í upphafi vera jákvæð og góð. Guðrún Gísladóttir póst- meistari og foreldri sagði að börn- unum hefði verið vel tekið og allir væru ánægðir með nýja skólann og það að komast inn á góða heimavist. Hún sagði að hugsað væri um börnin um helgar og fengju þau mat á vistinni, þá hefði 8. bekkur með höndum rekstur lítillar verslunar þar sem nauðsyn- legustu hlutir til skólahaldsins væru fáanlegir og loks nefndi hún að herbergi Grímseyinganna væru nýupptekin og hin vistlegustu. Tvisvar heim Foreldrar hafa óskað eftir að börnin fái að fara heim yfír helgi tvisvar sinnum fram að jólum, auk þess að heimsækja ættingja sína í landi tvívegis, en að öðru leyti verða krakkarnir í Húsabakka- skóla. 300manns með kvef UM þrjú hundruð manns leit- uðu læknis vegna umgangsk- villa, kvefs og hálsbólgu, í liðnum mánuði, að því er fram kemur í skýrslu um smitsjúk- dóma frá Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Þá komu 50 manns á heilsu- gæsiustöðina með magakveisu í síðasta mánuði, 13 voru skráðir með rauða hunda, 4 með hlaupa- bólu, 5 fengu lungnabólgu og 19 manns leituðu sér lækninga vegna streptókokkahálsbólgu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.