Morgunblaðið - 16.09.1993, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998
Efasemdir í Evrópu um
aukið hlutverk NATO
Brussel. Reuter.
SKIPTAR skoðanir eru meðal
aðildarríkja Atlantshafsbanda-
lagsins, NATO, um nýjar tillög-
ur, sem ganga út á að bandalag-
ið fái aukið frelsi til að beita
hervaldi, án þess að til þurfi sam-
þykki Sameinuðu þjóðanna, ef
SÞ geti ekki eða vilji ekki grípa
til aðgerða þegar hættuástand
skapast. Þessar tillögur er að
finna í leynilegri skýrslu, sem
samin var í höfuðstöðvum banda-
lagsins. Bandaríkjamenn hafa
verið öflugustu stuðningsmenn
þessarar hugmyndar og telja
þeir hættu á að NATO kunni að
riða til falls taki bandalagið ekki
á sig aukna ábyrgð umfram það
að veija öryggi aðildarríkjanna.
Bandaríkjamenn hafa ekki síst
áhyggjur af þeirrr vandamálum sem
komið hafa upp vegna hemaðaraf-
skipta SÞ í jafnt Bosníu sem Sómal-
íu og vilja að herstjórn NATO komi
meira við sögu í slíkum aðgerðum,
en þar ráða þeir ríkjum. Mörg önn-
ur aðildarríkjanna eru hins vegar
þeirrar skoðunar að það verði að
vera Sameinuðu þjóðirnar sem taki
ákvörðun um hvenær og hvort grípa
beri til aðgerða.
„Ólíkt' Bandaríkjamönnum telja
flest Evrópuríki að nú sé ekki rétti
tíminn til að vera með efasemdir
um hlutverk og getu SÞ einmitt
vegna þess að samtökin eiga við
svo mörg vandamál að stríða,“
sagði stjórnarerindreki í Brussel,
sem ekki vildi láta nafns síns getið.
Manfred Wörner, framkvæmda-
stjóri NATO, hefur einnig lýst því
yfir að hann telji að útvíkka beri
valdsvið bandalagsins. í ræðu, sem
hann hélt í síðustu viku, sagði
Wörner að hann teldi að trúverðug-
leiki bandalagsins hefði beðið
hnekki vegna þess hvernig Samein-
uðu þjóðimar hafa haldið á málum
í fyrrverandi Júgóslavíu en að
NATO hefði ekki hug á að ganga
inn á valdssvið SÞ. Það væri þó ljóst
að bandalagið yrði að halda opnum
þeim möguleika að grípa til aðgerða
upp á eigin spýtur.
Manfréd Worner
Dönum ofbýður bruðlið
hjá Evrópubandalaginu
Kaupmannahöfn. Reuter.
MARIANNE Jelved, efnahagsmálaherra Danmerkur hefur lýst því
yfir að bruðlið hjá embættismönnum Evrópubandalagsins (EB) sé
yfirgengilegt og há laun þeirra hafi hrikaleg áhrif á ímynd banda-
lagsins. „Verst er að EB heldur fast við þá stefnu að hækka launin
árlega," sagði ráðherrann í samtali við Reuters-fréttastofuna í gær.
Sem dæmi um bruðlið nefndi
Jelved að deildarstjóri hjá EB væri
með um það bil 840.000 kr. íslensk-
ar á mánuði, forstjóri væri með rúma
milljón og ritari um 280.000 kr. Tii
samanburðar nefndi hún laun danska
forsætisráðherrans sem eru um
630.000 kr. á mánuði, en helmingur
þeirra fer í skatt. Hann hefði því litlu
meira til skiptanna en ritari hjá EB.
„Ég efast ekki um að starfsfólk Evr-
ópubandalagsins leggur hart að sér,
en það á ekki síður við um þá sem
starfa hjá stjómarráði hvers lands.“
Danskir starfsmenn EB vörðu laun
sín og sögðu þau tryggja að hæfír
stjómendur fengjust til starfa. Er
Jelved bar málið upp í Ráðherranefnd
Efnahags- og fjármálaráðherra EB
(Ecofin) síðasta mánudag voru undir-
tektir dræmar að hennar sögn, þó
að nokkrir hefðu sýnt því skilning.
Danir og Bretar segjast einir aðild-
arþjóða halda uppi gangrýni á laun
innan embættismannakerfis EB.
Jelved ætlar ekki að gefast upp enda
vilja dönsk yfirvöld bæta ímynd
bandalagsins í huga þeirra fjölmörgu
Dana sem telja Bmssel vera leikvöll
fyrir valdasjúk möppudýr.
*
Samkomulag Israela og Jórdana var nær frágengið þegar í fyrra
FVrirheit um afsal svæða
og hvers kyns samstarf
Amman, Washington. Reuter.
STÆRSTI stjórnmálaflokkur heittrúarmanna í Jórdaníu hefur
lýst andúð sinni á þeim grundvelli að friðarsamningi við ísrael
sem nú hefur verið gerður opinber og samþykktur var á mánu-
dag. Flokkurinn vill engin tengsl við ríki gyðinga, ekki heldur
leyfa ferðalög milli landanna. „Við viljum ekki að komið verði á
fót neinu samstarfi í samgöngumálum eða við framleiðslufyrir-
tæki sm myndu nota Jórdaniu eins og brú til að styrkja efnahag
ísraels," sagði formaður flokksins, Ishaq Farhan í gær. Þrátt
fyrir þetta bendir flest til þess að friðarsamningar muni takast
milli ríkjanna og er ljóst að fulltrúar ríkisstjórnar Husseins kon-
ungs og sljórnvalda í Jerúsalem náðu þegar í fyrra samkomulagi
um öll helstu atriði viðtæks samstarfs.
Jórdanir munu hafa beðið eftir
því að einhver árangur yrði í við-
ræðum ísraela og Palestínumanna,
fyrr töldu þeir ekki þorandi að
skýra frá samningsdrögunum. Þótt
samningamenn segi að enn sé eftir
að útfæra samninginn í smáatrið-
um bendir margt til að hann sé í
reynd kominn lengra á leið en ný-
gerður samningur við Palestínu-
menn um takmarkaða sjálfstjóm á
hemumdu svæðunum. Fjölmargt í
hinum síðarnefnda er svo óljóst að
erfítt er að henda á því reiður.
í viðræðugrundvellinum frá því
á mánudag eru tilgreind væntanleg
ákvæði um að ísraelar dragi herlið
sitt á brott frá tveim litlum jórd-
önskum Iandsvæðum sem þeir
lögðu undir sig í Sexdagastríðinu
1967. Reynt verði að semja um
endanlegan frið sem byggist á
ályktunum Sameinuðu þjóðanna er
kveða á um brottflutning ísraelska
herliðsins gegn því að arabar viður-
kenni ísrael. Raktar eru ýmsar
ráðstafanir sem gera þurfí og skil-
yrði sem þurfí að uppfylla áður en
loks verði sest niður til að semja
um endanlegan frið milli ríkjanna.
•Deiluaðilar heita því að aðhafast
ekkert sem ógni öryggi hins eða
geti stofnað árangri viðræðnanna
í hættu, tekið er fram að ríkin
muni forðast að hóta hvort öðru
hemaðaraðgerðum. Rætt verður
um aðgerðir gegn hryðjuverkum.
Báðir aðilar heita að vinna sameig-
inlega að því að allar tegundir ge-
reyðingarvopna verði bannaðar í
Mið-Austurlöndum. Gripið verður
til sérstakra ráðstafana til að efla
gagnkvæmt traust.
• Samið verður um samstarf við
nýtingu vatns á réttlátum grund-
velli og kannaðar leiðir til að bæta
úr vatnskorti.
Málefni flóttafólks
• Fjallað verður um málefni flótta-
manna. Reynt verður að ná sam-
komulagi sem byggist á alþjóðalög-
um um réttindi slíks fólks.
•Landamæri og landsvæði. Samið
verður um landamæri ríkjanna og
gengið út frá þeim mörkum sem
ákveðin voru er Bretar tóku við
stjóm Palestínu eftir 1918. Ekki
verður tekið tillit til landvinninga
ísraela í stríðinu 1967.
•Kannaðir verða möguleikar á
svæðisbundnu samstarfí á nokkr-
um sviðum í framtíðinni. Nefnt er
sérstaklega að fjallað verði um
vatnsbúskap, orkumál og umhverf-
ismál, búsetu- og mannfjöldaþróun,
atvinnumál, heilbrigðismál, mennt-
un og baráttu gegn fíkniefnum.
Framtíð Jerúsalem
Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis-
samtaka Palestínu, PLO, var gest-
ur á fundi í félagi fréttamanna í
Washington á þriðjudag og var
spurður spjörunum úr. Stefna PLO
hefur um árabil verið sú að Jerúsal-
em eigi að vera þeirra eign. ísrael-
ar tóku vesturhluta borgarinnar
Mótmæla samkomulagi
Reuter
STÆRSTI stjórnmálaflokkur heittrúarmanna í Jórdaníu lýsti
andúð sinni á þeim grundvellli að friðarsamningi sem Israelar
og Jórdanir skrifuðu undir á þriðjudag. Ziad abu-Khaniewh fursti
og Bassam al-Amoush, fulltrúar flokksins á fréttamannafundi í
og hemámu síðan austurhlut- er framtíð Jerúsalem yrði ákveðin,
ann 1967. Þeir hafa þráfaldlega
hafnað öllum tillögum um að gefa
yfírráð sín þar upp á bátinn. Upp-
haflega var það ætlun Sameinuðu
þjóðanna að borgin yrði undir al-
þjóðlegri stjóm.
Arafat lýsti þeirri skoðun sinni
að taka bæri tillit til óska araba,
gyðinga og kristna minnihlutans
þótt hann ítrekaði að austurhlutinn
væri arabískur. Hann var spurður
hvort hann myndi sætta sig við
alþjóðlega stjórn borgarinnar.
ySpyijið Rabin [forsætisráðherra
Israels] hvort hann myndi sætta
sig við alþjóðlega stjóm í Jerúsal-
em. Sjálfur tel ég að þetta komi
til greina," svaraði Arafat.
Norðmenn
ljúka hval-
veiðum
NORÐMENN hafa hætt hval-
veiðum í ár. Veiddust 157 dýr
af 160 dýra kvóta. Hafði tals-
maður sjávarútvegsráðuneytis-
ins norska ekki skýringu á
þessu en áður en veiðitímabilið
hófst höfðu hvalveiðimenn sagt
kvótann allt of lítinn. Norð-
menn munu þó halda áfram að
veiða hrefnu í vísindaskyni og
er gert ráð fyrir að 77 dýr verði
veidd í ár.
Tveir létust í
brotlendingu
STAÐFEST var í gær að tveir
hefðu látist er vél þýska flugfé-
lagsins Lufthansa brotlenti í
Varsjá á þriðjudagskvöld. Ann-
ar hinna látnu var flugmaður,
hinn farþegi í vélinni. Orsök
slyssins er enn óljós.
Air Franee
fækkar fólki
FRANSKA flugfélagið Air
France tilkynnti í gær að um
4.000 starfsmönnum fyrirtæk-
isins yrði sagt upp til að mæta
tapi í rekstri fyrirtækisins. Mið-
ast uppsagnirnar við að fækka
um 4.000 manns fyrir árslok
1994. Tap félagsins á þessu ári
nemur um 47 milljörðum kr.
Kjólum
Monroe stolið
KJÓLUM kvikmyndaleikkon-
unnar Marilyn Monroe hefur
verið stolið úr vöruhúsi í New
York þar sem þeir voru geymd-
ir. Upp komst um ránið fyrr í
vikunni. Þar á meðal er kjóllinn
sem leikkonan klæddist í frægu
atriði þar sem hún stígur á
göturist og kjóllinn þyrlast upp.
Einnig hvarf kjóll sá sem
Monroe klæddist er hún söng
afmælissöng fyrir John F.
Kennedy forseta.
Þingið leyst
upp
HANS Adam, prins af Liec-
htenstein hefur leyst þing
landsins upp og boðað til kosn-
inga í annað skipti á árinu.
Fulltrúar á þingi Liechtenstein
eru 25 og hefur stjórnarsam-
starf sömu flokkana staðið frá
árinu 1939. Því samstarfí er
nú ógnað. Prinsinn leysti þingið
upp eftir að það hafði neytt
forsætisráðherra landsins,
Markus Buechel segja af sér.
Kennaraverk-
fall í Albaníu
ALBANSKIR kennarar fóru í
verkfall í gær til að krefjast
hærri launa. Tókst kennara-
sambandinu, sem fullyrðir að
félagsmenn séu um 30.000, að
semja samdægurs við yfirvöld.
Launahækkunin sem samið var
um, nemur 5%, og hækka mán-
aðarlaun kennara því í 1.890
kr. íslenskar.
Milljón Azera
áflótta
Ein milljón azerskra flótta-
manna er nú í Azerbajdzhan
vegna stríðsins við nágranna-
lýðvelið Armeníu, að sögn Ha-
ydar Alijev, starfandi forseta
landsins. Armenskur her hefur
náð á sitt vald stórum land-
svæðum í Azerbajdzhan við
Irönsku landamærin. Lýsti
Alijev áhyggjum sínum þar sem
vetur væri í nánd og lítið sem
ekkert skjól fyrir flóttamennina
að hafa.