Morgunblaðið - 16.09.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.09.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993 39 Pálína Ágústa Sveins- dóttir — Minning Fædd 1. mars 1920 Dáin 12. september 1993 Ég vil nú þegar hin jarðnesku bönd eru brostin, minnast elskulegr- ar föðursystur minnar, Pálínu Ag- ústu Sveinsdðttur. Afí Sveinn og amma Lína keyptu húsið í Miðtúni 3 þegar ég var rúm- lega eins árs og reiknuðu með hús- rými fyrir bæði börnin sín þegar kaupin voru gerð. En áður höfðum við búið öll sex inni á Laugateig 17, þar sem þau höfðu byggt með aðstoð föður míns, áður en hann siasaðist. Bræður mínir, Viðar, Ómar og Sveinn, fæddust svo með stuttu milli- bili, stuttu eftir að við fluttumst í Miðtúnið og var ekki amalegt fyrir okkur að eiga þau að, Gústu frænku, afa og ömmu. Strákamir voru alltaf í kaffi og ristuðu brauði hjá afa og ömmu en ég var skríðandi undir rúmum og á kafi inni í skápum og vildi fá að læra á allt og skoða, fikta og lesa. Og þá kom hinn góði eiginleiki Gústu, þolinmæðin, sér vel og kenndi hun mér að spila kínaskák, leggja kapla og teikna. En Gústa frænka var í myndlistarnámi þegar hún var ung og lagði mikla áherslu á að mynd- byggingin væri rétt og litanotkun góð. Við eigum eftir að hafa mikla ánægju af myndunum hennar og skímarkortum sem hún bjó til handa hveiju okkar. Gústa óf líka gardínur og fieira, kniplaði og hnýtti flugur á sínum yngri árum, en seinni árin sat hún oftast í ruggustólnum sínum við gluggann og heklaði eða las. Ég leit alltaf upp í gluggann til að veifa henni þegar ég kom að húsinu og fékk fallega brosið hennar til baka. Svo komu brandararnir þegar inn var komið. Hún las fyrir mig hina spennandi bók Dísu ljósálf og var áskrifandi að bamablaðinu Æskunni fyrir okk- ur. Einnig kynnti hún okkur fyrir starfsemi KFUM & K, þar með talið Vindáshlíð og Vatnaskógi. Fyrsta minning mín um samveru okkar er þegar hún fór með mig inn í KFUM & K á Kirkjuteig þriggja ára og ég velti flaggstönginni. Gústa tók mig Minning Þrúður Hjartardóttir, Teigabóli, Fellum Mann setur hljóðan þegar fólk á besta aldri er allt í einu kvatt burt af þessum heimi. Maður skilur ekki tilgang lífsins og dauðans. Því þarf að kalla burt suma sem era í blóma lífsins, þegar aðrir aldnir og löngu út úr þessum heimi lifa við andleg og líkamleg örkuml fá ekki hvíldina? Þessu verður ekki svarað. Þegar hringt var í mig og mér sagt að Þrúður væri dáin setti mig hljóða. Við höfðum talast við í síma tveim dögum áður og var hún að heyra hress í tali og ætlaði ég að heimsækja hana einhvern næsta dag, en ég varð of sein fyrir. Við vorum búnar að vinna saman í mörg ár í mötuneyti Menntaskólans á Egilsstöðum og var það mjög ánægjulegur tími. Þrúður var létt- lynd og skemmtileg, sérstaklega góð- ur vinnukraftur. Það var alveg sama hvað hún var að gera, allt var jafn- vel gert, það lék allt í höndunum á henni. Hún var líka alltaf svo fín, það var sama hvort hún var í vinnu- fatnaði eða að fara út, alltaf var hún eins og klippt út úr tískublaði. Þetta var henni svo eðlilegt að hún tók held ég ekki eftir þessu sjálf.' Meira að segja var bíllinn hennar alltaf fínn, líka þótt hún þyrfti að aka langan veg í vinnu. I veisluvinnu var hún alveg frá- bær, kökurnar liennar voru ekkert slor, bæði góðar og fallegar, oft bein- línis listrænar og blómaskreytingarn- ar ekki síðri. Okkur sem með Þrúði höfum unn- ið þótti hún að mörgu leyti sérstakur persónuleiki, hún vildi hafa allt fal- legt í kringum sig. Blóm og gróður var hennar hjartans áhugamál. Ég^ minnist hennar þegar barnabörnin hennar litu inn, hvílíkt sælubros geislaði af andliti hennar. Hún lifði fyrir velgengni fjölskyldu sinnar. Þegar ófært var og hún komst ekki heim, þá var hugsunin hvernig hafa þeir það, Guðsteinn og Einar, það er best að hringja aðeins í þá. Og þegar hún vissi að þeim leið vel þá var hún áhyggjulaus. Krabbameinið er óvæginn sjúk- dómur, sem of marga leggur að velli á besta aldri. Þrúður var frá vinnu annað slagið síðasta vetur og var síðast í vinnu í byijun maí, eftir það dvaldi hún mest á sjúkrahúsi, en kom svo heim og dó heima. Þrúður var fædd 1. október 1945 á Akureyri. Foreldrar hennar voru Þóra Haraidsdóttir og Hjörtur Björnsson frá Klyppsstað. Hún gift- ist uijg Frímanni Hallgrímssyni frá Dalvík. Þau áttu þijá syni, Hjört matreiðslumeistara, Jón Heiðar lag- ermann og Hallgrím sjómann. Þrúður og Frímann skildu. Síðari maður Þrúðar var Guð- steinn Hallgrímsson frá Droplaugar- stöðum í Fljótsdal. Sonur þeirra eru Einar Orn. Barnabörn Þrúðar eru orðjn fjögur. Ég og samstarfskonur mínar frá ME vottum öllum ættingjum Þrúðar innilega samúð. Guðrún Aðalsteinsdóttir. ekki með þangað í mörg ár á eftir. Ekki gleymi ég því heldur þegar hún kom að sækja mig á Amtmanns- stíginn, nýkomna úr Vindáshlíð, á Volkswagen-bjöllunni sinni. Ég skildi nú ekkert í því þá hvernig hún hafði getað lært á bíl, svona eldgömul kona, orðin 46 ára. Gústa fór alltaf einstaklega vel með bílana sína og var það mikil skemmtun fyrir son minn að fá að hjálpa henni að þvo og bóna bílinn. En Gústa reyndist honum einstaklega vel, passaði hann oft á kvöldin heima hjá mér frá því hann var eins árs og síðar þegar hann var í 7 og 8 ára bekk fór hann til hennar á hveijum degi eftir skóla og gerði heimavinnuna og svo spiluðu þau þegar henni var lokið. Gústa var alltaf svo ljúf og hafði svo góð áhrif á aðra að sonur minn var eins og engill í hennar návist en breyttist í hálfgerðan leðurblöku- strák þegar hann fór niður. Aúk þessa alls hjálpaði hún mér fjárhags- lega þegar Andri Örvar byijaði í Miðskólanum, henni fannst hann þurfa meira á peningum að halda en hún. Gústa var kletturinn okkar og söknum við hennar mikið. En góðar eru minningarnar og blessaðar era þær. Með þakklæti fyrir samfylgd- ina. Ágústa Edda. í dag fer fram útför Ágústu Sveinsdóttur, sem bjó í Miðtúni 3 hér í borg. Um ætterni Ágústu er mér ekki mikið kunnugt, en veit þó að hún var fædd 1. mars 1920 í Múla við Suðurlandsbraut. Faðir hennar var Sveinn Jónsson frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, en móðir Sig- urlína Ágúta Sigurðardóttir, fædd í Litlabæ, Vatnsleysustrandarhreppi. Ágústa réðst till ýmissa af- greiðslustarfa og símavörslu á Mál- flutningsskrifstofu Einars B. Guð- mundssonar og Guðlaugs Þorláks- sonar skömmu fyrir 1950, en ég hafði þá nokkram árum áður gerst fulltrúi og_ síðar meðeigandi á skrif- stofunni. Ágústa starfaði síðan óslit- ið á þessari sömu skrifstofu þar til á árinu 1990, að hún hætti störfum fyrir aldurs sakir. Hafði hún þá veikst af þeim sjúkdómi sem varð henni að aldurtila 12. þessa mánað- an Við Ágústa störfuðum þannig saman í nálega 40 ár og eram við fá eftir á lífi af upphaflegu sam- starfsfólki hennar á málflutnings- ' skrifstofunni. Það sem mér fannst ávallt ein- kenna Ágústu var sérstök hógværð og prúðmennska í allri framkomu og umgengni við fólk. Aldrei varð ég var við að hún brygði skapi hvað sem á gekk, og eftir að hún tók við bókhalds- og gjaldkerastörfum, við andlát Egils Sandholt, sem starfað með okkur um áratugaskeið, fór hún aldrei heim ur vinnunni fyrr en dag- legt sjóðsuppgjör stemmdi. Hún var þannig gerð, að hún frestaði engum störfum til morguns, sem hægt var að ljúka samdægurs, þótt komið væri langt fram yfír venjulegan vin- nutíma. Það má fullyrða, að Ágústa vann þessu litla firma af trúmennsku og dyggð þorrann af sínum starfs- aldri. Eru henni færðar þakkir að leiðarlokum fyrir hennar vönduðu störf. Frístundum sínum veit ég að Ág- ústa eyddi nánast öllum við ýmis störf í KFUK enda mun hún hafa verið mjög trúrækin. Aldrei heyrði ég blótsyrði af vörum hennar öll þau ár sem við störfuðum saman. Vænt- anlega mun hennar að góðu getið af samstarfsfólki í KFUK. Undirritaður ásamt öllu sam- starfsfólki hinnar látnu hér á skrif- stofunni sendir ættingjum Ágústu heitinnar innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Pétursson hrl., Málflutningsskrifstofunni Suðurlandsbraut 4A. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð frá kl. 14 í dag fimmtudaginn 16. september vegna útfarar ÁGÚSTU SVEINSDÓTTUR. Málflutningsskrifstofa Guðmundar Péturssonar, Péturs Guðmundarsonar, Hákonar Árnasonar og Jakobs R. Möller, Suðurlandsbraut 4a. t Elskulegur eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, MARTEINN MARKÚSSON trésmfðameistari, Dalbraut 23, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 17. september kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, láti líknarfélög njóta þess. Elísabet Jóna Sigurðardóttir, Inga S. Þorsteinsdóttir, Júlíus Gíslason, Marteinn H. Hreinsson, Ásgerður Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, ÓTTAR PROPPÉ, Hrauntungu 39, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn- 17. september kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið. Guðný Ásólf sdóttir, Hrafnkell Proppé, Anna Margrét Sveinsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, SVAVA JENSEN, áður til heimilis á Tómasarhaga 42, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 17. september kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, ÞórirJensen, Helga Valsdóttir, íris Jensen, Claus Weidemann, Svava Kristín Jensen, Ólafur Kjartansson, Helga Vala Jensen, Pétur Vilhelm Jensen og barnabarnabörn. t innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNS TRAUSTA KRISTJÁNSSONAR, Flúðabakka 3, Blönduósi. Starfsfólki Héraðssjúkrahússins á Blönduósi færum við sérstaka þökk fyrir hlýhug og hjúkrun síðustu ár hans. Guð blessi ykkur. Anna G. Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, LEIFS ÞORBERGSSONAR skipstjóra, Fjarðargötu 10, Þingeyri. Áslaug Árnadóttir, Ásrún S. Leifsdóttir, Einar G. Gunnarsson, Þorbergur S. Leifsson, Auðbjörg N. Ingvarsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar og systur, RAGNHEIÐAR MAGNÚSDÓTTUR, Austurbrún 6. Jens Sigurðsson, Ottó Sigurðsson og systkini. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru eigin- konu, móður, dóttur, systur, mágkonu og frænku, VALGERÐAR GÍSLADÓTTUR, Fögrubrekku 31, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við Fáksfélögum. Gylfi Sigurður Geirsson, Gísli Geir Gylfason, Gísli Steinar Jóhannesson, Sigríður Skúladóttir, Helga Gisladóttir, Eiríkur Sigurðsson, Gísli Steinar Gísiason, Sif Sigtryggsdóttir, Matthías, Eirfkur Valur og Sigurður Gfsli Eirikssynir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.