Morgunblaðið - 16.09.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.09.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993 13 Óttar Proppé Ottar Proppé forstöðu- maður látinn ÓTTAR Proppé, forstöðumað- ur fjármálasviðs Hafnar- fjarðarhafnar, lést á Land- skotsspítala laugardaginn 11. september. Hann var á fimm- tugasta aldursári. Óttar Proppé fæddist 25. mars 1944 í Reykjavík, sonur hjónanna Óttarrs Proppé og Guðrúnar Huldu Gísladóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1965, stundaði hagfræðinám við Háskólann í Uppsölum veturinn 1965-1966, lauk kennaraprófi árið 1968 og stundaði íslensku- og sagnfræði- nám við Háskóla íslands 1971- 1974. Óttar stundaði kennslu í íjölda ára m.a. á Dalvík þar sem hann sat í bæjarstjórn frá 1976-1980 og var hluta þess tímabils forseti bæjarstjórnar. Þá starfaði han’n hjá P. Árnason og Proppé frá 1980-1982 og var bæjarstjóri á Siglufirði 1982-1986. Hann var framkvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins 1986-1987 og ritstjóri Þjóðviljans 1987-1988 þegar hann gerðist forstöðumaður fjármála- sviðs Hafnarfjarðarhafnar. Hann var í stjórn B.K.N.E. 1975-1976 og þýðandi bókarinnar Jarðneskar eigur eftir Leo Huber- mann. Óttar gaf út ásamt öðrum mánaðarritið Norðurslóð. Hann var stjórnarformaður Þormóðs ramma 1989 til dauðadags. Eftirlifandi eiginkona Öttars er Guðný Ásólfsdóttir. Þau hjónin eignuðust tvo syni Hrafnkel Ásólf og Kolbein. » » ♦----- Fyrirlestur um kelt- nesk fræði PRÓINSÉAS Ni Chatháin, for- stöðumaður fornírskuskorar í deild keltneskra fræða við University College Dublin, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla tslands fimmtudaginn 16. september kl. 17.15 í stofu 423 í Arnagarði. Heiti fyrirlestrarins er „The Problem of the Early Irish Ogham Instriptions“. „Ogham“ er heiti á fornu írsku letri sem varðveitt er á tæplega 400 steinaaletrunum, flestum frá suðvestur-írlandi, en einnig frá Comwall, Wales og Skotlandi. Talið er að flestar þeirra séu eldri en frá 7. öld en uppruni letursins er óviss. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Rétt og rangt um íslenskan landbúnað — nr.5 af 8 Það er nóg komið af ósvífhum blckkingum um landbúnaðinn... Fullyrt er: Hið rétta er: íslenskur landbúnaður kostar þjóðina tugi milijarða á ári. Ríkisstyrkir eru hvergi hærri en á íslandi. Það yrði stórkostlegur sparnaður fyrir íslenska neytendur ef innflutningur á landbúnaðarvörum yrði gefinn frjáls. Best væri að leggja niður landbúnað á Islandi. í umræðunni um landbúnaðarmál heyrðust fyrst tölur frá reikni- meisturum um yíir 20 milljarða króna kostnað ríkisins og neytenda á ári, síðan 15-17 milljarða og nokkrum dögum seinna um 12-13 milljarða. Hið rétta er að heildarútgjöld ríkisins til landbúnaðarins nema í ár rúmum 7 milljörðum króna og hafa lækkað um rúman þriðjung ífá árinu 1991. Af þessum 7 milljörðum fara u.þ.b. 4 millj- arðar í beingreiðslur, þ.e. beinlínis til þess að lækka vöruverð til neytenda. Ríkið fær síðan svipaða upphæð aftur til baka með virðis- ^aukaskattstekjum af búvörum. Þeir þrír milljarðar sem þá eru eftir fara m.a. í rekstur Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins, rann- SÓknir, búnaðarffæðslu og leiðbeiningaþjónustu, rekstur landbún- aðarráðuneytisins o.fl. sem festir ædast væntanlega til að bændur beri einir kostnað af! Með ævintýralegum útúrsnúningum geta reiknimeistarar í nauðvöm síðan misnotað svokaUað heimsmarkaðs- verð til þess að bæta við 5-6 milljörðum í svokallaða „reiknaða markaðsvernd“ sem er talnaþraut en ekki útlagt fé og auðvelt er að sýna ffam á að sú reikningskúnst er mikil einföldun og í raun hrein blekking. Rangt! Við lok síðasta áratugar var stuðningur stjórnvalda við íslenskan landbúnað áþekkur því sem t.d. tíðkaðist í Noregi, Finnlandi, Sviss og Japan. Með skyndilegri þriðjungs lækkun ríkisútgjalda til landbúnaðar á íslandi, afnámi útflutningsbóta, öflugri markaðstengingu, beingreiðslum og fleiri róttækum breytingum, má fastlega gera ráð fyrir að íslendingar séu á svipuðum nótum og margar nágrannaþjóðir okkar. Þetta er ekki rétt! Allt tal reiknimeistaranna um 40% sparnað í matarinnkaupum, 7% lækkun í heildarútgjöldum heimilanna, 225 þúsund króna ávísun á ári til hverrar 4ra manna fjölskyldu o.s.ffv. er ósvífin biekking sem að undanförnu hefur margsinnis verið afhjúpuð. Þetta eru fjarstæðukenndir útreikningar þar sem m.a. er gert ráð fyrir að íslendingar geti fengið vörur á heimsmarkaðs- verði inn á matarborð sín á sama tíma og t.d. smásöluálagning (tekjur kaupmannsins) getur stundum numið allt að þreföldu heimsmarkaðsverði á tiltekinni landbúnaðarvöru! Þá er pökkun og dreifmg, heildsöluálagning, markaðskostnaður, rýrnun o.fl. sem ávallt er inni í vöruverði ótalið. Ótrúleg skammsýni! Ótakmarkaður innflutningur á niðurgreidd- um og ríkisstyrktum landbúnaðarvörum sem settar eru á útsölu vegna offfamleiðslu myndi að sjálfsögðu knésetja íslenskan land- búnað. „Sparnaður“ heimilanna hyrfl í margfaldan kostnað sem af slíku hlytist og vonir um stórkostlega aukningu ferðaþjónustu o.m.fl. myndu að sjálfsögðu hrynja um leið og landbúnaðurinn. Það er lífsspursmál fyrir íslenska þjóð að varðveita sjálfstæða land- búnaðarframleiðslu sína og hafa af henni hér eftir sem hingað til miklar beinar og óbeinar tekjur! ... og það er sjálfsagt að krefja ráðamenn og reiknimeistara um heiðarlegri vinnubrögð! ISLENSKIR BÆNDUR s : ■ 1 jgaiaS*. jBBi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.