Morgunblaðið - 16.09.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐURB/C
STOFNAÐ 1913
209. tbl. 81.árg.
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sameina
sendiráð
Canberra. Reuter.
ÁSTRALIR og Kanadamenn
hafa ákveðið að sameina
sendiráð sín víða um heim og
er ein ástæðan að draga úr
kostnaði við utanríkisþjón-
ustuna, að sögn talsmanns
áströlsku stjórnarinnar.
Sameining sendiráðanna kemur
til framkvæmda frá og með næst-
komandi áramótum.
í fyrstu verða sendiráð í löndum
í Karíbahafi, Austur-Evrópu og
Afríku sameinuð svo og nokkur
sendiráð í Asíu og á Kyrrahafs-
svæðinu.
Talsmaður áströlsku stjórnar-
innar sagði að með þessu ynnist
tvennt, samstarf ríkjanna á sviði
utanríkismála yrði eflt og styrkt
til muna og fjárhagslegur spamað-
ur í utanríkisþjónustunni yrði að
veruleika.
-„Hagsmunir ríkjanna á sviði
utanríkismála fara saman, bæði
eru þau í breska samveldinu,
tungumálið er hið sama, embætti-
skerfín eru keimlík og einnig
stjórnsýslan,“ sagði fulltrúi ástr-
ölsku stjómarinnar.
Gáfust upp íNoregi
ÞRÍR múslimar, sem rændu Tupolev-134 farþega-
þotu á leið frá Bakú í Azerbajdzhan til rússnesku
borgarinnar Perm í Úralfjöllum og neyddu flugmenn-
ina til að fljúga til Noregs, gáfust upp fyrir norsku
lögreglunni í gærkvöldi. Þeir fá að dveljast í Noregi
meðan fjallað verður um umsókn þeirra um pólitískt
hæli; Lenti þotan á Gardermoen-flugvellinum norðan
við Ósló og má sjá einn ræningjanna í dymm þotunn-
ar. Áður en ræningjamir gáfust upp höfðu þeir sleppt
17 konum og bömum sem voru meðal 44 farþega
þotunnar. Sérsveitir norsku lögreglunnar umkringdu
þotuna eftir lendingu. Ræningjamir óttuðust að ver-
ið væri að gabba þá og tóku því ekki sem vísu að
þeir væm í Noregi fyrr en einn þeirra hafði farið upp
í flugturn í fylgd lögreglu til að ganga úr skugga
um hvar þeir væru.
Rabin vænir Sýrlend-
inga um tvöfalt siðgæöi
Jerúsalem, Damaskus. Reuter.
YITZHAK Rabin forsætisráðherra ísraels sagði í útvarps-
ávarpi til ísraelsku þjóðarinnar í gær að Sýrlendingar ættu
enn eftir að sýna fram á að þeir væru fúsir til að semja um
frið í Miðausturlöndum. Lítt hefur miðað í samningaviðræðum
ísraela og araba um frið í Miðausturlöndum undanfarið, eink-
um vegna ágreinings ísraela og Sýrlendinga um Gólan-hæðir
og veru sýrlenskra hersveita I Líbanon.
PLO og væntanlegra samninga
ísraela og Jórdana yrði enginn
friður í Miðausturlöndum án aðild-
Við komuna til ísraels í gær frá
athöfn í Washington, þar sem ísra-
elar undirrituðu friðarsáttmála við
PLO, sakaði Rabin Sýrlendinga
um tvöfalt siðgæði. Hann sagði
hryðjuverkasamtök og skæruliða-
hópa, sem andsnúnir væra friði í
Miðausturlöndum, eiga griðland í
Sýrlandi. Meðan svo væri bæm
Sýrlendingar kápuna á báðum
herðum.
Rabin sagði að sú afstaða Sýr-
lendinga að koma í veg fyrir að
stjórnarher Líbanons sendi nægi-
legt lið til suðurhluta landsins til
að halda þar aftur af hizbollah-
skæmliðum kæmi í veg fyrir að
ísraelar semdu um frið við Líbani.
Forsenda samninga við Líbani
væri að þeir fengju að senda her-
lið að öryggissvæði ísraela í suður-
hlutanum og einangra skæmliða
frá því að gera árás á Israel. Ef
það gengi eftir myndu ísraelar
hverfa frá suðurhlutanum hálfu
ári seinna.
Stjómarerindrekar sögðu í gær
að þrátt fyrir samninga Israela og
ar Sýrlendinga að samningum af
því tagi. Þeir hafa þótt ósveigjan-
legir í samningaviðræðum ísraela
og araba sem hófust í Madríd fyr-
ir tveimur árum. Er það sögð
meginástæða harðrar andstöðu
margra samtaka Palestínumanna
gegn nýgerðum friðarsáttmála
Israela og PLO. Sögðu erlendir
sendifulltrúar að andstaðan hefði
engin orðið ef Hafez al-Assad
Sýrlandsforseti hefði lýst sam-
þykki við sáttmálann.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
ræddi við Assad í síma í gær og
sagði eftir það að Sýriandsforseti
væri reiðubúinn að lýsa stuðningi
við samkomulag ísraela og PLO.
Sjá „Fyrirheit um afsal svæða
og hvers kyns . . .“ á bls. 24.
Hefja her-
ferð gegn
gagnslaus-
um lyfjum
Amsterdam. Reuter.
ALÞJÓÐLEGT samband 150
neytenda- og heilbrigðissam-
taka í 70 ríkjum, HAI, hóf í
gær herferð gegn svokölluð-
um gagnslausum og jafnvel
hættulegum lyfjum sem not-
uð eru við lækningar. Nýtur
sambandið fulltingis Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar
(WHO) sem heldur því fram
að 70% af lyfjum sem í boði
eru á heimsmarkaði séu óþörf
eða beinlínis óæskileg.
Samkvæmt upplýsingum Al-
þjóðabankans era um 100.000
lækningalyf fáanleg í heiminum.
Að sögn WHO em aðeins 270
þeirra nauðsynleg og segir stofn-
unin að innan við helmingur jarð-
arbúa hafi aðgang að þessum lyfj-
um.
Lítiil ávinningur
Alls nam lyfjasala í heiminum
186 milljörðum dollara, jafnvirði
13.020 milljarða króna, árið 1990
og er áætlað að upphæðin nemi
330 milljörðum dollara um alda-
mótin.
Að mati Matvæla- og lyfjaeftir-
lits Bandaríkjanna var læknis-
fræðilegur ávinningur af einungis
3% nýrra lyfja, sem fram komu á
áranum 1981-1988.
Kveflyf gagnslaus?
Að sögn talsmanns HAI em
hverskyns kvef- og hóstameðul
algengust i flokki gagnslausra
lyfy'a. Rúmlega 80% kvef- og hósta-
lyijja em gagnslaus, að sögn HAI,
en láta mun nærri að sala lyfja
við kvillum af því tagi hafí numið
7,3 milljörðuni dollara í heiminum,
jafnvirði 510 milljarða króna, árið
1990. Sérfræðingar spá að með
sama áframhaldi muni sala slíkra
lyQa nema 9,5 milljörðum dollara
á aldamótaárinu.
Studningsmenn Gamsakhurdia efna til átaka í vesturhluta Georgíu
Níu létust í átökum
við stjómarherinn
Tbilisi. Reuter.
ÞING Georgíu samþykkti í gær að gera tveggja mánaða hlé á störf-
um sínum til að koma til móts við kröfu Edúards Shevardnadze,
leiðtoga landsins. Var þinghléð skilyrði þess að hann endurskoðaði
ákvörðun sína um að segja af sér.
Á sama tíma og þingið ákvað að
taka sér hlé frá 20. september og
gera Shevardnadze kleift að stjórna
með neyðarlögum, blossuðu upp
átök í vesturhluta landsins. Létust
að minnsta kosti níu manns í átök-
um stuðningsmanna Zviads Gams-
akhurdia, fyrmm forseta landsins,
og stjórnarhersins.
Stuðningsmenn Gamsakhurdia
lokuðu umferð um höfnina í Poti
en hún er mikilvæg vegna aðgangs
að Svartahafínu.
Staða Gamsakhurdia er sterkust
í vesturhéruðum Georgíu. Hefur
hann hvatt landsmenn til að snúast
gegn stjórn Shevardnadze.
Reuter
Viðbúnaður í Tbilisi
LÖGREGLUMENN vopnaðir vélbyssu gæta þess að allt sé með friði
og spekt á götum Tbilisi, höfuðborgar Georgíu.