Morgunblaðið - 17.10.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.1993, Blaðsíða 2
I 'jáÓRGtfNrm'lÁkiro. gUtjÁíiiÍÁ&íiíiÍL 2 nB - ÍCMdLMi -kOMUH NORÐUR- LÖND 1.600' 1.400 1.200 1.000 800 600 400 -j 200 0 co Utlendingar á Islandi ASÍA 600 400- 200- -f ¥5 *o c g . 5. c O-q; iE •2 ,q> S T3 £ <n EVRÓPULÖND önnur en Norðurlönd ■o c iS e 0Q "O c .2 s ■5 t3 LO V. =3 3.0- C P :OUl a -ic 'O c ra -3' S r lC ^ co J=L ..rj~i..n=L i—1^3 AFRÍKA 200 -- nJ=n EYJA- ÁLFA Ástralía og Nýja Sjáland 200 -1=0 AMERÍKA 800 600 400 200 u ■p Bandarikin £ 4S - co c .«0 c mm að var árið 1956 sem íslensk stjórnvöld tóku fyrst á móti hópi flóttamanna. Voru það 52 Ungveijar sem komu í kjölfar uppreisnarinnar þar í landi. Árið 1959 kcm hópur Júgó- slava, 35 manns, og 1979 kom fyrsti hópurinn frá Víetnam, 34 manns. Pólvetjar, 26 talsins, komu hingað árið 1982^ en þeir eru flest- ir farnir aftur. Á árunum ’90-’91 komu tveir hópar aftur frá Víetnam, alls 60 manns. Alls hafa því komið hingað 207 flóttamenn frá íjórum löndum. Flóttamenn sem íslensk yfirvöld hafa tekið á móti eru þó aðeins lít- ill hluti þeirra útlendinga sem hér búa. Samkvæmt skýrslum Hag- stofu íslands bjuggu á íslandi í árslok 1992 um 10.230 borgarar fæddir á erlendri grundu. Eru þá íslensk börn fædd erlendis þar með- talin. Erlendan ríkisborgararétt hafa 4.826 manns. Frá stríðslokum hefur innflytj- endum fjölgað jafnt og þétt og af einstökum þjóðum eru Danir, Svíar, Bandaríkjamenn og Þjóðveijar fjöl- mennastir. Konur eru í nokkrum meirihluta 2.600 — 2.400 --- 2.200 — - 2.000 T 1.800 1.600 1.400- 1.200- 1.000' 800- 600 400 200 o J— þegar á heildartölu innflytjenda er litið og eru konur frá Flippseyjum og Thailandi hlutfallslega flestar. Flestir útlendinganna eiga ís- lenskan maka og afkomendur og líta því á ísland sem framtíðarland sitt. Land breytlnganna Það sem bíður nýbúanna í fram- tíðarlandinu fyrir utan óblíða veðr- áttu og hátt verðlag, er aðlögun að nýju samfélagi. Þrátt fyrir hreina loftið og fijálsræðið virðist sú aðlög- un ekki vera auðveld. Að öllum lík- indum er erfiðara fyrir útlendinga að setjast að á íslandi en í öðrum Evrópulöndum, því hér í fámenninu hafa flestir sömu siði og venjur, sömu trú, sama mataræðið, tala sama tungumálið, halda upp á sömu hátíðisdaga og því ekki auðvelt að vera öðruvísi. Það er heldur ekki sama á hvaða tíma innflytjandi hefur komið til landsins, því íslenskt þjóðfélag hef- ur breyst gífurlega síðustu fjörutíu árin. Elísabet Csillag frá Ungveija- landi kom árið 1956 inn í þjóðfélag þar sem lífsgæðakapphlaup var nær óþekkt, þar sem menn höfðu meiri tíma hver fyrir annan og hjálpuðu og gáfu náunganum af því litla sem þeir áttu sjálfir. Bandaríska konan Hope Knúts- son kom árið 1974 inn í þjóðfélag sem hafði fundið þefinn af verald- legum gæðum, hafði lítinn tíma fyrir uppeldi bama en þeim mun meiri fyrir húsbyggingar, og hafði skorðað sig rækilega fyrir framan sjónvarpið. Víetnaminn Jón Bui, sem kom í lok árs 1979, þurfti að taka þátt í verðbólgudansi og vísitöluflækjum, og horfa upp á hömlulausa eyðslu- semi og hápunkt agaleysis. Sparsamir nýbúar í samtölum við Elísabetu, Hope, Jón og á annan tug útlendinga sem rætt var við, kemur í ljós að fremur auðvelt hefur verið að fá húsnæði og atvinnu hér á landi. Að vísu hafí ekki allir fengið atvinnu við sitt hæfi í fyrstu meðan tungumálið var þröskuldur, en í flestum tilvik- um hafí úr ræst þegar á leið. Athyglisvert er hversu mörgum útlendingum hefur tekist að eignast þak yfir höfuðið þótt laun þeirra liafi oft verið lág fyrstu árin. Allir sem talað var við sögðust forðast SJÁ SÍÐU 4 JÁKVÆTTAÐ l/vffl ÚÐttWÍSI FÁIR hafa sótt það jafn fast að búa á íslandi og Hope Knútsson frá Bandaríkj- unum. Hún leit á ísland sem fyrirmynd- arþjóðfélag, herlaust og vopnalaust, en þrátt fyrir það fannst henni erfitt að aðlagast íslensku þjóðfélagi. Hope hefur nú búið hér í tæp 20 ár, hefur gegnt formennsku í mörgum félögum hér á Islandi, og ætíð verið tilbúin til að berj- ast fyrir betra mannlífi. * Asjöunda áratugnum var ég mikill að- gerðarsinni og var ósátt við margt sem var _að gerast í Bandaríkjunum,“ segir Hope. „Ég var á móti Víetnamstríðinu og kjamorkuvopnum, og var alltaf að mót- mæla. Árið 1969 ákvað ég að fara til Evr- ópu til að upplifa siðræna menningu. Á leið minni yfir hafíð kom ég við á Islandi og dvaldi hér í sólarhring. Ég fór í hefð- bunda skoðunarferð þar sem meðal annars var sagt frá félagslega kerfínu héma og sá að það mundi vera yndislegt að búa hér og ala upp börn í fijálsræðinu og hreina loftinu.” Hope, sem er með BA-próf í sálarfræði og mastersgráðu í iðjuþjálfun, ákvað að sækja um vinnu á íslandi, sem hún og fékk strax. „Ég kom aftur til landsins, dvaldi hér í þijár vikur, skoðaði sjúkrahús, ferðað- ist um, og fór svo út aftur til að undirbúa flutninginn. Meðan á þeim undirbúningi stóð fór ég að hanga í afgreiðslu Loftleiða á Kennedyflugvelli. Þar var ég að spjalla við starfsfólkið og grínast, biðja það um að kenna mér íslensku og sagðist endilega vilja fá stefnumót við víking. Eitt kvöldið gekk hann svo inn, Einar Knútsson flug- virki, og allir hrópuðu sem einn maður: Þarna er einn fyrir þig! Sögðu svo flugvirkj- anum, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, að ég væri að leita að víkingi. Til að gera langa sögu stutta, þá giftum við okkur ári seinna, eða 1971. Einar átti þó eftir að starfa þijú ár úti í Bandaríkjun- um þannig að það dróst að ég hæfi störf hér sem iðjuþjálfi. Við komum hingað al- komin árið 1974, en þá var eldra bamið okkar fætt. Ég hafði þá komið alls ellefu sinnum til landsins og hélt að enginn útlend- ingur gæti verið betur undirbúinn en ég. En samt var þetta það erfiðasta sem ég hef gert í lífínu. Ég hef aldrei átt erfitt með að umgang- ast fólk og eignast vini, en þegar ég hafði verið hér í tvö ár og hafði aðeins eignast kunningja en engan trúnaðai’vin fór ég að halda að það væri eitthvað að mér. Það var ekki fyrr en eftir fimm ár sem ég fór að íhuga að það væru kannski íslendingar sem ættu erfítt með að eignast vini.“ Fyrstu fimm árin þorði Hope heldur ekki að gagnrýna neitt. „Ég var enn í vímu, vegna þessa fyrirmyndarþjóðfélags sem mér fannst vera hér, aðallega vegna þess að hér fóru skattpeningar ekki í vopnafram- leiðslu. Ofbeldi var litið á þessum ámm svo og mengun, en það hefur valdið mér von- brigðum að sjá þessi vandamál sem algeng eru erlendis fara vaxandi hér, einkum of- beldið og fíkniefnaneyslu. Hið dæmigerða íslenska agaleysi og skipulagsleysi olli mér líka vonbrigðum, og það sem hneykslaði mig mest var afskipta- leysi gagnvart börnum. Það var þó ekki fyrr en bömin mín fóru í skólann að ég varð fyrir vonbrigðum með skólakerfið. Skóladagurinn og skólaárið fannst mér alltof stutt, kennsluefnið úrelt en það versta fannst mér þó ofbeldið í skól- unum. Árið 1984 varði ég átta mánuðum í að rannsaka ofbeldi í skólum og fór um landið með fyrirlestra um þau mál, skrifaði í blöð og talaði í útvarp. Það er skoðun mín að börn hér hafi fengið kennslu í glæp- um með því að horfa á ofbeldismyndir, auk þess sem enginn er heima til að segja þeim hvemig þau eigi að koma fram og leysa vandamál á eðlilegan hátt. Ég missti tnína á ísland sem fyrirmynd- arþjóðfélag. Ég var reið í fyrstu þótt ég gerði mér auðvitað grein fyrir því síðar að engin þjóð er fullkomin.“ Hope segist ekki skilgreina sig sem ís- lending enda þótt hún sé með íslenskan ríkisborgararétt. „Ég held líka að íslending- ar líti ekki á menn sem landa sína nema þeir séu fæddir og uppaldir hér. Ég hef kynnst útlendingum sem viljá vera ná- kvæmlega eins og íslendingar, segja sko og hérna í þriðja hveiju orði, og það er bara hlegið að þeim. Stærsta vandamálið, sem útlendingur glímir við í sambandi við aðlögun, er að taka ákvörðun um hversu mikið af fyrri persónuleika og menningar- heimi hann ætlar að halda, og hversu mik- ið hann ætlar að tileinka sér frá nýju þjóð- inni. Þeir útlendingar sem ætla að haga sér nákvæmlega eins og íslendingar, eiga það á hættu að tapa hluta af persónuleika sínum. Morgunblaðið/Júlíus Hope Knútsson STÆRSTA vandamálið sem útlendingur glímir við í sambandi við aðlögun er að taka ákvörðun um hversu mikið af fyrri persónuleika og menningarheimi hann ætlar að halda. Ég varði þijátíu árum í föðurlandi mínu og get því aldrei hagað mér eins og væri ég Islendingur. Fyrstu árin fannst mér ég vera að glata persónuleika mínum að hluta. Ég varð hlédrægari, hló ekki eins mikið, hætti að nota hendurnar þegar ég talaði því þá horfði fólk svo á mig, þorði ekki að tala hátt, í stuttu máli fannst mér ég vera orðin hundleiðinleg. Vegna tungumálaerfíð- leika gat ég ekki verið blátt áfram og átti erfitt með að grínast og vera með orðaleiki eins og ég var vön. Loks ákvað ég að breyta þessu, ég sá að ég yrði að hlæja meira og gera eitthvað til að halda í það besta. Ég setti á mig grímu, fór í búninga og mætti þannig í kvöldverð hjá fólki bara til að fá það til aðhlæja! Islendingar brosa fremur lítið og tala yfirleitt ekki við fólk á förnum vegi, eins og tíðkast erlendis. Mér fínnst þeir ekki vera mjög hamingjusamir. Kannski er þetta ótti við að gera sig að fífli, einhver minni- máttarkennd sem lítur oft út eins og mikil- mennska á yfirborðinu." Hope segir að fólk fái ekki aðeins menn- ingaráfall þegar það sest að í nýju landi, heldur koma einnig fram sorgarviðbrögð þegar það fínnur hvað það hefur misst. „Eg saknaði sárt hátíðisdaganna sem ég var vön að halda upp á með íjölskyldu minni, ég sakna enn vísindasafnanna, og náttúrunn- ar. Mér fínnst einhver tómleiki í íslenskri náttúru, það vantar öll litlu dýrin sem lifa í náttúrunni í Norður-Ameríku.“ Fordóma í garð útlendinga hefur Hope ekki orðið vör við, en segir að það sé erfitt fyrir útlending, jafnvel þann sem er eins vel ef ekki betur menntaður en íslending- ur, að komast áfram í kerfinu. „Þegar ég byijaði sem iðjuþjálfi hér, með BA-próf og mastersgráðu, fékk ég minni laun en þessir fáu íslensku iðjuþjálfar sem Á meóan horfbi ég á alla skreppa úr vinnunni. Hvad þýbirþetta ab skreppa, spurbi ég. voru ekki einu sinni með BA-próf. Auk þess var átta ára starfsreynsla mín ekki metin. Mér var ekki einu sinni treyst til að fara í bæinn og kaupa blýanta. Ég þurfti að stimpla mig inn þótt fólk sem gegndi svipuðum störfum og ég þyrfti ekki að gera það. Á meðan horfði ég á alla skreppa úr vinnunni. Hvað þýðir þetta að skreppa, spurði ég. Fólk var að fara til tannlæknis, kaupa sófasett, tala við bankastjóra, allt á vinnutíma! Það kom mér því margt undarlega fyrir sjónir í íslensku þjóðfélagi, en ég þorði ekkert að segja fyrstu fimm árin, því mér fannst ég bara vera gestur. Ég spurði hins vegar margs og fékk alltaf mjög opinská svör. En eftir þennan tíma, þegar ég var búin að vinna í kerfinu, hlusta vel og fylgj- ast með öllu, klippa út greinar um mennta- mál, heilbrigðismál, neytendamál og leggja á minnið tölfræðilegar staðreyndir, þá fannst mér að ég hafa rétt til að segja eitt- hvað.“ Hope er ekki kristin en segist vera húm- anisti. Hún hefur verið einn helsti forsvars- maður borgaralegrar fermingar hér á landi. Bömin sín tvö hefur hún reynt að ala upp sem heimsborgara. „Ættin mín kemur frá Rússlandi, Póllandi, Ungveijalandi og Þýskalandi, auk þess að vera bandarísk, og ég hef reynt að miðla börnum mínum arfí hennar. Það er hlutverk föður þeirra að gefa þeim það sem íslenskt er. Mér finnst það mjög jákvætt að vera öðruvísi hér á Islandi, því hér vantar fjölbreytni, skapandi hugmyndir, tilfínningar og áhrif annars staðar frá.“ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.