Morgunblaðið - 17.10.1993, Page 8

Morgunblaðið - 17.10.1993, Page 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1993 ISLENSKAR FORNLEIFARANNSÓKNIR GAGNRYNDAR ÐNtMEDA tm FRAMÞR ÍSLENDINGAR eru langt á eftir nágrannalöndunum í fornleifarann- sóknum, aðferðirnar eru löngu úr- eltar og alltof mikil áhersla er lögð á ritaðar heimildir við til dæmis skráningar á fornminjum. Það eru, í stuttu máli, niðurstöður BA-rit- gerðar Steinunnar Kristjánsdóttur, „Islándsk arkeologi: stagnation ell- er utveckling?“, frá fornleifafræði- deild Gautaborgarháskóla. Texti: Sverrir Guðmundsson/ Mynd: Helena Stefánsdóttir Steinunn hefur stundað nám í fornleifafræði við háskólann í Gauta- borg síðastliðin þrjú ár. I ritgerð sinni, sem á íslensku gæti heitið: íslensk fornleifafræði: stöðnun eða framþróun? skoðar hún áhrif ríkjandi aðferða á forn- leifarannsóknir á íslandi með sér- stöku tilliti til íveruhúsa. Niður- staða hennar er sú að íslensk forn- leifafræði sé stöðnuð í gamaldags rannsóknaraðferðum. Hún segir, að hingað til hafi íslendingasögurnar stjórnað skráningu á fornminjum og þar af leiðandi hafi bara verið rann- sakaðir þeir staðir sem hægt er að tengja við þær. Það sem hafi síðan fundist hafi verið notað sem sönnun fyrir áreiðanleika þeirra. Hún kemst einnig að þeirri niður- stöðu í ritgerðinni, að við aldurs- greiningar séu ritaðar heimildir teknar fram yfir áreiðanlegri að- ferðir, til dæmis C-14. „Öskulög eru mikið notuð í þessu sam- bandi, en mörg hinna eldri ösku- Iaga eru einmitt tímasett sam- kvæmt rituðum heimildum," segir Steinunn og bætir við að engu sé líkara en að aðalmarkmið margra íslenskra fornleifafræðinga sé að staðfesta að íslenskar ritaðar heimildir séu sannleikur. — En eru ekki ritaðar heimild- ir áreiðanlegar heimildir? „Ekki í fornleifafræði. Ég tel mjög hættulegt að nota sögurnar sem viðmiðun þegar grafíð er, eins og gert hefur verið hingað til. Það getur vel verið að sögurn- ar segþ satt frá að hluta, en mun- um við einhvern tíma komast að því sem ekki er með í rituðum heimildum?" segir Steinunn. Hún bendir ennfremur á erfiðleikana með það sem höfundár heimild- anna ekki vissu um eða efeki vildu vita um, til dæmis -hinar dekkri hliðar þjóðfélagsins. Einfalt er ekki elst Mikilvægasta atriðið í ritgerð sinni segir Steinunn þó vera gagn- rýnina á gamaldags rannsóknar- aðferðir. Þær, segir hún, byggja á þróunarsinna og gerðþróunar- fræði (týpólogíu), þ.e.a.s. þróun hýbýla frá hinu einfalda til hins flókna. Þetta, segir Steinunn, er úrelt: „Það er löngu vitað að þróunin gengur ekki frá hinu einfalda til hins flókna eins og hin gamla og úrelta þróunarkenning byggir á. Þróunarferillinn er miklu flóknari en svo. Við rannsóknir á íveruhús- um verður að taka tillit til þess að einstaklingar byggja hús sín samkvæmt sínum eigin hugmynd- um og möguleikum úr umhverf- inu. Þessir möguleikar geta grundvállast á tækni, efnahag,- umhverfí, byggingareftii, trú, m.m.“ Mismunandi búskaparhættir Steinunn segir ennfremur að Steinunn Kristjáns- dóttir, ungur fornleifa- fræðingur frá Gauta- borgarháskóla, telur íslenska fræðimenn of bundna af rituðum heimildum og fasta í stöðnuðum rannsóknaraðferðum það sé ekki hægt að ganga út frá því að búskaparhættir hafi verið eins á landinu öllu. „Á síðari tím- um eru búskaparhættirnir mjög mismunandi og þannig hafa þeir örugglega verið fyrr á öldum. ís- lenskir fornleifafræðingar hafa byggt upp sérstakan ramma yfir það hvernig íslensk íveruhús hafa þróast í gegnum aldirnar. Þessi rammi byggir á þróunarkenning- unni, þar sem elsta húsið er ein- faldast og það yngsta flóknast hvað útlit og uppbyggingu varð- ar.“ í rammanum eru nú fjórar gerðir íveruhúsa frá 874-1550: 1. langhús (874-1000), langhús með bakhýsi (1000-1100), lang- hús með bakhýsi og stofu við annan gaflinn (1100-1300) og gangabær (1300-1550). „Það er löngu vitað að þegar fornminjar eru rannsakaðar með fyrirfram ákveðnar hugmyndir í bakgrunn- inum, hefur það áhrif á niðurstöð- urnar. Þess vegna hafa flest ís- lensk íveruhús frá vikingaöld og miðöldum hingað til passað inn í rammana fjóra. Þeim húsum sem ekki hafa átt heima þar er troðið þangað á einn eða annan hátt.“ Að sögn Steinunnar er vanda- mál íslenskrar fornleifafræði að hluta það að margir rannsóknar- menn eru ekki menntaðir forn- leifafræðingar. Það hafi líka vald- ið því að hinar gömlu kenningar eru enn við lýði. „Án breytinga í rannsóknaraðferðum komum við trúlega ekki til með að komast að meiru um okkar íslensku menningarsögu þrátt fyrir áfram- haldandi rannsóknir. Best er að leggja ritaðar heimildir og form- gerðarfráeði á hilluna í fornleifa- rannsóknum og rannsaka með opnun huga ef árangur á að nást.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.