Morgunblaðið - 17.10.1993, Page 12

Morgunblaðið - 17.10.1993, Page 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1993 SKOTLANDS BASSINN ÞÁTTUR AF BILL MCCUE ÓPERUSÖNGVARA eftir Jakob F. Ásgeirsson Á ferð um Skotland nýverið átti ég þess kost að spjalla stuttlega við óperusöngvarann Bill McCue. Hann hefur oft hefur verið kallað- ur „fjölhæfasti söngvari Skotlands". Hann var í þrjátíu ár einn aðalsöngvari Skosku óperunnar, mikill bassi, en auk þess geysi vinsæll sem alhliða skemmtikraftur. Hann hefur lengi sljórnað eig- in þáttum í skosku sjónvarpi og útvarpi, til dæmis í meira en aldar- fjórðung sjónvarpsþætti þar sem gamla árið var kvatt og nýju heilsað. Utan Skotlands er hann mjög þekktur meðal annarra söngv- ara. Hann hefur komið nokkrum sinnum til íslands, man eftir „Steini Hannesson“ úr Covent Garden, kynntist Garðari Cortes á erlendum listahátíðum og þekkir náttúrlega vel landa sinn (og okkar!), Magn- us Magnusson. Bill McCue er maður mikill vexti svo sem hæfir hans dimmu og þungu bassarödd. Hann er fædd- ur „sjó“-maður, nýtur þess að koma fram og ekki síst í eigin persónu. Hann er jafnan hrókur alls fagnaðar og ennþá mikill leikur í honum þótt hann sé kominn um sextugt. En eins og oft er um slíka menn þá hættir þeim til að setja upp spari- svipinn í blaðaviðtölum. Á bak við gárungann á yfirborðinu býr oft mikill alvörumaður sem er annt um virðingu sína. Við sitjum í vinnuherbergi hans á notalegu heimili þeirra Pat, eigin- konu hans, í Bothwell, skammt frá Glasgow. Á vegg er ljósmynd af Bill McCue með öðrum frægum „sjó“-manni, Jóni heitnum Páli, frá Hálandaleikjunum fyrir nokkrum árum. Bill McCue er í þann mund að setjast í helgan stein. Hann gerir það með bros á vör — eins og ann- að. Það er, eins og við vitum, fyrst og fremst innræti manna sem ræður lífshamingjunni, það er hvemig menn bregðast við hinum óhjá- kvæmilegu vonbrigðum lífsins. Bill McCue er einn af þeim sem hefur verið svo lánsamur að fá í vöggu- gjöf innræti sem gætir þess að von- brigði lífsins skyggi ekki á sólardag- ana. Sjálfur þakkar hann það for- eldrum sínum og umhverfi æskuár- anna. Veganestið úr föðurhúsum hafi verið glaðlyndi og bjartsýnn baráttuandi, en jafnframt ríkur skilningur á fallvaltleik hamingj- unnar. Hann hafi verið alinn upp til þess að njóta lífsins, jafnt í með- byr sem mótbyr. Hann fæddist í Allanton, litlum námabæ í Lanarkshire í Skot- landi, miðja vegu milli Edinborgar og Glasgow, árið 1934, yngstur fimm systkina. Móðurætt hans kom upphaflega frá Hollandi og föður- ættin frá Norður-írlandi, en báðir foreldrar hans vora fæddir Skotar. Faðir hans var námamaður sem lenti ungur í slæmu slysi og varð að hætta að vinna og dó á fímmtugs- afmælinu sínu. Bill McCue ólst samt sem áður ekki upp við neina fá- tækt, móðir hans var ákaflega spar- söm, og hann minnist æsku sinnar mjög hlýlega. Hann hætti í skóla mjög ungur og er reiður sjálfum sér fyrir það. En lífið virtist hafa upp á svo margt að bjóða skemmtilegra en að sitja á skólabekk. Bill var mikill íþróttamaður, spilaði fótbolta, hljóp langhlaup, synti og naut þess að vera úti í náttúrunni. Æsku- draumur hans var að verða bóndi og landsliðsmaður i íþróttum. Hann byijaði að vinna fyrir sér fimmtán ára gamall og hafði um skeið tekjur af því að spila fótbolta. Sextán ára varð hann lærlingur í rafvirkjun á vegum skosku kolavinnslunnar. Lærlingstíminn var fimm ár — og það er á þeim árum sem hann ákveð- ur að verða atvinnusöngvari. Reyndar var mikið músíklíf á heimili hans, öll bömin lærðu að leika á hljóðfæri, og um hveija helgi var leikin tónlist í húsinu. Móðirin söng í kór og faðirinn var frægur harmónikkuleikari heima í héraði, lék á skemmtunum og í giftingar- veislum um allt Lanarkshire, sem var ekki auðhlaupið í þá daga þegar samgöngur voru strjálar. Bill lærði ungur að spila á píanó og var dreng- sópranó frá unga aldri. Hann söng í hljómsveit föður síns, sem var stolt- ur af því að sýna bömin sín syngj- andi. Skólabörn í þá daga voru ák- aft hvött til að kynna sér kvæði Roberts Burns, þjóðskálds Skota, og byijaði Bill ungur að syngja þau. Hann vann til sinna fyrstu verðlauna 1947, þrettán ára, í Bums söngva- keppni. Verðlaunin voru Kvæðasafn Burns, sem hann er mjög stoltur af, og ekki síst af því að það er bókin sem kom dóttur hans, Kirste- en, á sporið, hrífandi mezzósópran söngkonu, sem er í þann mund að ljúka doktorsritgerð frá Oxford- háskóla um ævi og störf Georges Thomsons, skosks tónlistarútgef- 'anda, sem fékk mörg frægustu tón- skáld heims til að semja tónlist við skoska Ijóðlist og þ. á m. mörg kvæði Bums. Hlé varð á söngnum þegar rödd- in brást. Þegar hún kom aftur var Bill færður yfir í bassadeildina í kómum. Þar.tók stjarna hans brátt að skína og hann var fljótlega beð- inn um að syngja einsöngsparta og leiðandi raddir i kórnum. Jafnframt tók hann að syngja upp á eigin spýt- ur þjóðlög og trúarsöngva við mikl- ar vinsældir í heimabyggð sinni. Allt sem hann söng féll í góðan jarð- veg og hann naut þess að syngja. Hann hélt áfram að vinna fullan vinnudag í námunni að læra raf- virkjun. Það var ekki fýrr en góður kunningi hans tók sig til og nánast þvingaði hann til að fýlla út um- sóknareyðublað um söngstyrk frá skoska kolaráðinu að það fór að hvarfla að honum að hann gæti haft sönginn að lifibrauði. Hann fór í hæfnispróf og vann eins árs náms- styrk við konunglega tónlistarskól- ann í Glasgow. En hann varð að ljúka Iærlingstímanum í rafvirkjun- inni áður en hann gat hafið söng- námið. Hann var þvi orðinn 21 árs þegar hann fór í söngskólann í Glasgow. í þann mund sem hann lauk því námi hreppti hann tveggja ára styrk við Royal Academy of Music í London. En þá var hann kallaður í herinn! Hann var tæp tvö ár í konunglega flughernum. „Þar lærði ég að hugsa um sjálfan mig,“ segir hann. „Heima hafði móðir mín gert allt fýrir mig. Allar mæður vilja spilla börnum sínum og öll börn vilja vera spillt. Enda þótt ég sé mjög andvíg- ur öllu hernaðarbrölti er ég þeirrar skoðunar að allir ungir menn hefðu gott af því að fara í herinn. Sérstak- lega held ég að ungu fólki nú til dags veitti ekki af dálitlum persónu- legum aga. Hermennskan var mér góður og þroskandi skóli sem gerði mér auðveldara að takast á við lífið á eigin spýtur í London.“ Bill stóð að því leyti betur að vígi en samnemendur hans í Glasgow og London, að hann hafði mikla reynslu í að koma fram, en þeir á hinn bóginn voru betur skólaðir í bóklegu fræðunum, Hann þurfti því að leggja hart að sér til að standa jafnfætis þeim enda þótt hann væri talsvert eldri en þeir. „London var ný reynsla," segir Bill. „í Glasgow vomm við tuttugu í hveijum árgangi, en í London vom 150 söngvarar á fyrsta ári. Allt var svo miklu stærra í sniðum. Mér fannst það á engan hátt þrúgandi — þvert á móti æsandi og ögrandi. Eg var eins og maður með mikla matar- lyst sem hefur ekki fengið að full- nægja henni en fær skyndilega að eta fylli sína. Ég tók þátt í öllu af lífi og sál. Ég fór á alla tónleika sem ég komst á og fylgdist með æfíngum á óperam. Jafnframt hélt ég áfram að sinna íþróttum, fór á fótboltaleiki og fylgdist með hnefaleikum. Ég hitti margt fólk og eignaðist marga nýja vini. Hver dagur var ævintýri og með því að halda sjálfum mér uppteknum naut ég þess að vera í London. Ef ég hefði hægt á ferðinni hefði ég ugglaust ekki þolað við og farið heim með fyrstu lest. Á þessum tíma gerði ég mér enga grein fyrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.