Morgunblaðið - 17.10.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.10.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGU.R 17.. OKTÓBER 1993 B 13 erfiðleikunum að vera listamaður í London. Það var ekki fyrr en ég lauk námi og þurfti að fara að leita mér að vinnu, að ég fann að ég átti ekki heima þar. Það var í kringum 1960 — hrein hátíð hjá því sem það er í dag. Núorðið fer ég aðeins til Lond- on ef ég á víst flug eða lestarfar heim samdægurs. Ég hef oft hafnað vinnu þar, því ég vil undir engum kringumstæðum búa í London. Raunar þekki ég engan sem nýtur þess að búa og vinna þar. Margir þurfa að gera það og ef ég þyrfti þess myndi ég eflaust sætta mig við það. En hvenær sem ég kem þangað er ég ævinlega glaður að komast burt — og heim til Skotlands þar sem lífsmátinn hentar mér betur.“ ♦ ILondon vann Bill m.a. til Kathleen Ferrier verðlaunanna sem hafði ýmis atvinnutækifæri í för með sér, en sá ljóður hefur verið á ráði hans að hann hefur aldrei haft á sínum snærum umboðsmann. „Já, það er afar heimskulegt," segir hann nú. Hann vildi alltaf hafa sjálfur stjórn á því sem hann var að gera og hve- nær hann gerði það. Slíkt er hins vegar aðeins hægt að vissu marki. Þegar hann vann Kathleen Ferrier verðlaunin komu umboðsmenn í flokkum til að fá hann til að skrifa undir samning, en enginn þeirra vildi gefa honum tryggingu fyrir tekjum. Bill fannst það ekki ná neinni átt að skrifa undir samning sem ætti að vera báðum samnings- aðilum til hagsbóta, en öll áhættan væri hjá öðrum aðilanum. Hann stakk upp á því að umboðsmennirn- ir greiddu honum framfærslueyri í hveijum mánuði til að halda í honum líftórunni meðan hann og þeir væru að koma sér á framfæri. En það tók enginn þeirra í mál. Bill var samt sem áður boðinn aðalhlutverka-samningur í Sadler’s Wells óperunni, forvera ENO, ensku þjóðaróperunnar. En Bill fannst hann ekki vera í stakk búinn að takast það á hendur svo skjótt eftir að ljúka námi. Eldri söngvarar höfðu ráðlagt honum að taka aðeins við litlum hlutverkum til að byija með, ekki ráðast strax til atlögu við stóru hlutverkin, því annars væri hætta á að hann sliti sér út áður en hann kæmist á toppinn. Jafnframt var honum boðið að syngja í kómum í Covent Garden, en það fannst hon- um fyrir neðan virðingu sína sem einsöngvara. Bill McCue ákvað að vera sinn eigin herra og hélt heim til Skot- lands. Þar beið unnusta hans, Pat, en henni hafði hann kynnst við nám- ið í Glasgow. Hún hafði þá nýlokið námi í píanóleik og hafði fengið fasta kennarastöðu. Vegna þess að hann var margverðlaunaður var Bill undireins boðið að syngja í BBC útvarpið í Skotlandi og það varð úr að hann tók að stjóma eigin þætti sem gekk í níu ár samfleytt. Hann hélt tónleika út um allar jarðir, tók að syngja inn á hljómplötur og kom reglulega fram í sjónvarpi. Tæpum tveimur ámm eftir að hann sneri heim var Skosku ópemnni hleypt af stokkunum. Það var 1962. Bill var undireins boðið að syngja þar og þar sem Skoska óperan fór hægt af stað, aðeins vika fyrsta árið, gat hann haldið öllum öðmm verkefn- um. Vöxtur og viðgangur Skosku óperannar þykir eitt stærsta ævintýri skoskrar samtímasögu. Starfsárið lengdist ár frá ári uns Skoska óperan varð loks heilsárs ópera árið 1975, starfandi fjömtíu vikur á ári, fluttar 8-9 ópemr á ári og þijár í einu, auk þess að skipu- leggja sérstakar dagskrár, t.d. fyrir listahátíðina í Edinborg, og fara með verk til annarra landa, þ. á m. í tvö skipti með Benjamin Britten óperar til íslands. Bill McCue hefur auk þess farið á eigin vegum til íslands, einu sinni til að syngja á St. Andrews hátíð á Hótel Holti og öðm sinni á Roberts Burns hátíð sem Magnus Magnusson skipulagði í samvinnu við föður sinn, en hann var eins' og kunnugt er íslenskur konsúll í Edinborg. Bill segir að Magnus og faðir hans hafi verið miklir stuðningsmenn Skosku óper- unnar. Árið 1964, þegar Bill var þrítugur að áram, söng hann um skeið í Covent Garden. Hann var þá ný- kominn úr Rússlandsferð með Skosku ópemnni og hafði fengið frábæra dóma fyrir flutning sinn í Benjamin Britten ópemm. Hann vildi einbeita sér að ópemsöng, eri Sir Georg Solti, sem þá var tónlistar- stjóri Covent Garden, taldi hann ofan af því. Solti sagði honum að hann væri enn allt of ungur til að koma til starfa í ópemhúsi. Ef hann væri fastráðinn í ópemnni myndi hann vera notaður nánast í hverri ópem og látinn syngja erfíð hlut- verk 4-5 sinnum í viku 48 vikur á ári og áður en hann vissi af væri hann útbmnninn sem söngvari. Með því að koma nú til starfa í ópemnni væri hann því í raun að dæma sjálf- an sig á mslahaugana á unga aldri. Solti ráðlagði honum að syngja ein- ungis í einni ópem á ári. „Ef ég væri í þínum sporam," bætti hann við, „ myndi ég halda áfram eins og þú hefur gert hingað til, syngja fjölbreytt hlutverk sem hjálpa til að Flytjendur koma tíðast ekkert nálægt öllu því mikla fjármálastarfi sem liggur að baki sviðsverki. Árið 1987 stofnaði Bill sérstakt félag, The Scottish Singer’s Company, til að setja Fiðlarann á þakinu á svið. Bill fannst tilvalið að ríða á vaðið með Fiðlaranum því auk þess að vera vinsælt verk hafði hann sjálfur aflað sér alþjóðlegrar viðurkenning- ar fyrir hlutverk Tevyes í sýningu Skosku ópemnnar nokkrum ámm fyrr. Við þessa uppfærslu á Fiðl- aranum kynntist Bill því sem hann kallar „hinni dökku hlið á okkar atvinnugrein", öllum smáatriðunum sem hann hafði tæpast leitt hugann að áður. Sú var tíðin að tekjur framyfir 60 prósent aðsókn að sýn- ingu töldust hagnaður, en nú er svo komið, að sögn Bills, að það þarf a.m.k. 90 prósent aðsókn til að standa á jöfnu. Greiðslur fyrir höf- undarrétt em orðnar geysi háar; leiga á húsnæði og tekjur söngvara og leikara hafa farið síhækkandi, t.d. ef farið er fram á að söngvari færi stól jafnframt því að syngja, ennþá til og hefur m.a. séð um Roberts Burns dagskrár á listahá- tíðinni í Edinborg. ♦ Ifyrrasumar lét Bill McCue af sförfum í Skosku ópemnni eftir þijátíu ára feril. Hálft í hvom fannst honum hann þurfa á breytingu að halda, en mestu réðu þó persónuleg- ar ástæður þeirri ákvörðun hans að taka pokann sinn. „Já, ég átti í útistöðum við tónlist- arstjóra óperunnar, ungan Banda- ríkjamann. Ég hef oft deilt við fólk, en þetta er í fyrsta skipti sem slíkur skoðanaágreiningur hefur ekki leyst í bróðemi. Ég var þeirrar skoðunar að ég ynni fyrir Skosku óperuna, ekki einstaka tónlistarstjómendur. Margir þessara geysi hæfileikaríku Bandaríkjamanna eru frámunalega einsýnir og þá skortir hógværð og lítillæti. Þeir halda að hæfileikar þeirra skipti meira máli en fram- leiðsluvaran sem gefur þeim lifi- brauð, hika t.d. ekki við að breyta söguþræðinum í heilu óperunum af því þeim finnst hann ekki nógu Sem Dódon konungurí uppfærslu Skosku óper- unnar og BBC sjónvarpsins á óperu Rimsky-Kors- akovs „Zolotoy petushok" eða „Le Cog d’or“ eins og óperan er oft kölluð eftir frægri franskri upp- færslu. Með OBE-orð- una fyrir fram- an Bucking- hamhöll 1983. „Þegar ég var ungur þá hafði ég eitt markmið og það var að sigra ..." þróa þig sem söngvara og þegar þú ert fertugur, þá skaltu koma í óper- una.“ Bill sneri aftur til Skotlands og ólst upp með Skosku óperanni sem söngvari. Seinna, þegar Miche- al Langdon hætti í Covent Garden, fékk hann mjög freistandi boð um að koma þangað sem aðalbassi, en andúð hans á Lundúnalífí samhliða ást hans á Skotlandi reyndist, þegar til kastanna kom, þeirri freistingu yfírsterkari. Eg hef ekki tapað á því persónu- lega að fara heim til Skot- lands, þvert á móti. Þetta ræðst allt af því hvemig maður vegur og metur feril sinn. Clive James hefur verið að fjalla um frægðina í sjón- varpinu undanfarið, einkum þetta fyrirbæri í nútímanum að fólk verð- ur frægt á einni nóttu án nokkurs aðdraganda. Gleðin og ánægjan af að þróa feril sinn er að hverfa, allt verður að gerast svo skjótt. Stóra hjólið fer alltaf í hring, eins og þeir segja, og ég held að tímarnir hljóti að fara að breytast aftur. í mínum huga er staðbundin frægð hin sanna frægð, þegar menn byggja upp mannorð sitt á mörgum ámm, hafa ánægju af starfi sínu og leggja hart að sér, taka þátt í lífinu með með- bræðmm sínum og öðlast virðingu þeirra. Heimsfrægðin er annar handleggur, fólkið týnir sjálfu sér og verður verkfæri í höndum auglýs- ingamanna. Það má segja að þetta sé rómantískt viðhorf, en þetta er það sem hefur veitt mér lífsfyllingu — að lifa og hrærast með mínu fólki og fá það á tilfinninguna að ég sé að leggja eitthvað af mörkum fyrir meðbræður mína.“ þá fær hann sérstaka greiðslu; ótal hlutir af þessu tagi em nú vemdað- ir í lögum og samningum margs konar sem illmögulegt er að komast undan að hlýða. Það var því með naumindum að Bill og félögum tæk- ist að láta enda ná saman við upp- færsluna á Fiðlaranum, þrátt fyrir fullt hús á hveiju kvöldi. „Þetta er ansi mikil áhætta," segir hann, „það er nánast ekkert hægt að gera án þess að hafa sterka styrktaraðila." Hann ætlaði að fylgja Fiðlaranum eftir með eigin uppfærslu á South Pacifíc, því þar var gott hlutverk fyrir hann sjálfan, en þá rakst hann á óviðráðanlegan þröskuld. Camer- on Mackintosh, hinn frægi söng- leikjaframleiðandi í London, reynd- ist eiga höfundarréttinn og setti upp hátt gjald. Fyrst skyldi borga mikla fjárhæð, en síðan féllu 19 prósent af sölu hvers miða í hlut höfundar- rétthafans — án þess hann tæki nokkra áhættu! Ýmis önnur fræg verk reyndust hafa svipaða skilvnála og Bill gat ekki fundist annað en höfundarrétthöfum væri umhugað um að verkin þeirra væm alls ekki flutt. Þá athugaði Bill gaumgæfi- lega hvort það væri viðráðanlegt að ráða tónskáld til að semja nýjan söngleik, en styrktaraðiljar reyndust ekki ginkeyptir fyrir að leggja fjár- muni í slíkt happdrætti, auk þess sem það er geysi dýrt að kynna nýtt verk og stofnkostnaður er mik- ill, það þarf að prenta tónskorið, láta gera nýja búninga o.s.frv. Bill segist hafa orðið fyrir miklu áfalli þegar honúm varð ljóst hvað það er raunverulega mikið átak að koma leikhúsverki á svið. En félagið hans ,The Scottish Singer’s Company, er spennandi. Af hveiju skrifa þeir ekki sínar eigin ópemr ef þeim fínnst þessi klassísku verk ekki nógu skemmtileg? Þeirra eigið egó kemur fyrst. Ég kæri mig ekki um að vinna með slíku fólki, hversu hæfíleikaríkt sem það kann að vera.“ Bill McCue er sem sé maður sem fer sínar eigin leiðir. Hann beygir sig ekki, hvorki fyrir ofríki manna né skoðana. Hann er mikill einstakl- ingshyggjumaður, en stendur í þeirri trú hann sé sósíalisti. Lífið væri ekki ein allsheijar mótsögn ef mennirnir væm það ekki líka. „Það er of mikið af því nútildags að fólk sé hvatt til að verða ríkt með skjótum hætti," segir hann til varnar sinni jafnaðarmennsku. „Stjómvöld leggja blessun sína yfir þetta með þá lífsskoðun að leiðar- ljósi, að það sé í þágu allra að sem flestir einstaklingar verði ríkir, því þá detti fleiri molar af borðum ríka fólksins til hinna fátæku. Hvílík Iífs- skoðun!“ Hann hristir höfuðið. „Það er ótrúlegt að nokkur mannleg vera skuli geta samsamað sig slíku mottói,“ bætir hann við. Það vom mikil viðbrigði fyrir Bill að hætta í ópemnni. Fyrstu tvo til þrjá mánuðina leið honum mjög illa. Hann saknaði þess að vera ekki lengur hlekkur í stórri keðju. „Það hefur verið mín mesta ánægja í lífinu að taka þátt í ópem- flutningi," segir hann, „allt frá fyrstu æfingu uns flutningnum lýk- ur eftir 10-12 sýningar, læra að vinna úr verkinu og vita að næst þegar maður færi með hlutverkið myndi maður gera meiri kröfur til sjálfs sín og skila því betur. Ég hef notið þess mjög að vinna með hæfi- leikaríku fólki, sem leggur allt sitt í að sýna mikið listaverk í sem bestu ljósi. Þessa alls saknaði ég ákaflega fyrstu 2-3 mánuðina eftir að ég hætti. En nú þegar ég hef verið algerlega minn eigin herra í heilt ár, þá þyrfti að gera mér mjög gimi- iegt tilboð til að fá mig til baka. Ég hef gert svo margt fjölbreytilegt sem ég hafði aldrei tíma til að sinna þegar ég var í ópemnni. Allt sem ég hugsaði um á þeim áram var samningur næsta árs og þau hlut- verk sem ég átti að syngja; ég leiddi ekki hugann að neinu utan þess. Núna get ég farið í konsertferðalög út um allan heim, fer t.d. til Kanada núna í sumar, en þangað hef ég ekki komið í átján ár. Þá vinn ég miklu meira með konu minni sem er útlærður píanóleikari. Ég hef jafnframt unnið mikið í auglýsinga- skyni fyrir skoskt atvinnulíf. Áður fyrr var ég oft beðinn um að sinna slíku, en fannst það satt best að segja fyrir neðan virðingu mína, því ef manni gengi vel þá hefði maður ekki tíma fyrir slíkt. Þetta er rangt, ég hef komist að því að maður fær mikið út úr slíku starfi — og auk þess er það geysi vel borgað! Núorð- ið nýt ég þess að vera minn eigin herra.“ Bau hlutverk sem Bill þykir “ vænst um á langri söngvara- ævi eru Rocco í Fídelíó, sem var fyrsta stóra hlutverkið sem hann söng. Þá hefur hann haft ánægju af öllum Mozart-hlutverkunum sem hann hef sungið. Jafnframt minnist hann hlýlega hlutverks Dodon kon- ungs í Gullna unghananum eftir Rimsky-Korsakov, sem hann hefur farið með tvisvar. Þá hefur hann sungið öll stærstu Wagner-hlutverk- in: „Það var geysi erfitt, en ég fékk mikið útúr þeim,“ segir hann. Enn- fremur nefnir hann hlutverk í óper- um eftir Janácek og Smetana. „Raunar er fátt sem ég hef ekki notið að gera,“ bætir hann við, „ég naut þess jafnvel að vera í þeim Gilbert Og Sullivan-óperam sem ég söng í.“ Síðast en ekki síst ber að nefna hlutverk Tevyes í Fiðlaranum á þakinu sem hann hefur farið með þrisvar við frábærar undirtektir. Bill segist ávallt hafa verið þeirr- ar skoðunar að tónlist sé ódýrasta nautnalyf sem völ er á. Tónlistin hefur alltaf verið hans athvarf; þeg- ar útlitið hefur verið svart hefur hann getað leitað þar hælis um stund og vandamálin ekki sýnst jafn óviðráðanleg á eftir. „Og þegar manni gengur of vel, er upptrektur og fær ekki tíma til að stoppa og líta í kringum sig, þá þarfnast mað- ur deyfilyfsins ekki síður en þegar hallar undan fæti og maður er lítill í sér,“ segir hann. „Lífið er jafnvæg- islist,“ bætir hann við: „Ef maður tekur að sér of mörg verkefni, þá er maður undir of miklu álagi, en ef maður er ekki með nóg á sinni könnu setjast að manni áhyggjur og maður fer að efast um hæfileika sína.“ Þegar hann lítur til baka iðrast hann einskis. „Ég hef notið lífsins," segir hann, „hvort heldur í meðbyr eða mótblæStri. Þetta hefur verið dásamlegt líf í tónlist. Það er í raun- inni með ólíkindum að fá borgað fyrir að gera það sem maður nýtur mest að gera. Ég hef verið heppinn, já, afar lánsamur." Bill þagnar stutta stund. „Þegar ég var ungur hafði ég eitt markmið og það var að sigra, verða frægur eins og Mario Lanza og hinn mikli Caroso, ferðast um heiminn og gera fólk hamingjusamt með söng mínum, hafa miklar tekj- ur og lifa hátt. Svona bamalegur var draumur minn. Maður var of ungur og kappsamur til að skilja að það tekur allt lífið að læra starfs- grein, að það tekur 6-12 mánuði að læra ópemhlutverk, að það tekur a.m.k. 20 sýningar áður en maður skilur raunverulega eitthvað um hlutverkið og óperuna og 2-3 upp- færslur til að átta sig á hinum ýmsu hliðum mikils listaverks." Það er svo sem eftir öðru í þess- um heimi að loksins þegar menn eru famir að átta sig almennilega á gangi lífsins skuli þeir setjast í helg- an stein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.