Morgunblaðið - 17.10.1993, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.10.1993, Qupperneq 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ MENIMIMGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1993 Himinn og jorð eflir Slone Það telst viðburður þegar bandaríski leik- stjórinn Oliver Stone frumsýnir mynd eftir sig og það gerist í Bandaríkj- unum nú í haust þegar „Heaven and Earth“ eða Enn í Víetnam; Tommy Lee Jones í nýjustu mynd Olivers Stones. Himinn og jörð fer í dreif- ingu. Stone leikstýrir og skrifar handritið uppúr verkum víetnömsku kon- unnar Le Ly Hayslip en með aðalhlutverkin fara Hiep Thi Le, Tommy Lee Jones, Joan Chen, Haing S. Ngor úr „The Killing Fields“ og Debbie Reyn- olds af öllum. „Himinn" er þriðja og að líkindum síðasta Víet- nammynd Stones sem gert hefur stríðinu skil í tveimur öðrum myndum, „Platoon" og „Bom on the Fourth of July“. Hér segir af víet- namskri bónda- konu sem sökuð er um njósnir í stríðinu, flýr land og gerist húsmóðir í Banda- ríkjunum en snýr svo aftur til Víet- nam í heimsókn. Myndin er byggð á sannri sögu Hayslip og var tekin í Thailandi. Stone setti reynslulausan háskólastúdent, Thi Le, í aðalhlutverkið eftir mikla leit að réttri leikkonu í hlutverk Hayslip, sem tók oft nærri sér sviðsetning- ar leikstjórans á hennar eigin lífí og þufti stundum að yfírgefa tökustaði. Á dagskrá í vetur; úr mexíkósku myndinni Kryddlegin hjörtu. Listrænar myndir Regnbogans Regnboginn í samvinnu við kvikmyndaklúbb- inn Hvíta tjaldið ætlar að bjóða reglulega upp á list- rænar bíómyndir í vetur og er Píanóið eftir Jane Campi- on sú fyrsta í þeim dúr. Aðrar eru eftirfarandi: Kryddlegin hjörtu frá Mexíkó hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum en hún er gerð eftir sam- nefndri bók sem komið hef- ur út á íslensku og er í leik- stjórn Alfonso Arau. „Toto the Hero“ kemur frá Belgíu og hreppti Camera D’Or verðlaunin á Cannes-hátíð- inni. „Arizona Dream" er frönsk/bandarísk mynd með Johnny Depp, Jerry Lewis og Faye Dunaway. „Les Nuits Fauves" er frönsk verðlaunamynd og „Les Visiteurs" einnig með Jean Reno, en hún segir af vík- ingum sem ferðast til nú- tímans. Frá Ítalíu kemur mynd- in„La corsa dell’innocente", frá írlandi kemur fjöl- skyldumyndin „Into the West“ með Gabriel Byme og Ellen Barkin og frá Bandaríkjunum „Passion Fish“ með Mary McDonnell. Þá eru flórar franskar eftir: „„Germinal" með Gérard Depardieu, Allir morgnar heimsins einnig með Dep- ardieu og þriðja Depardieu- myndin, „Mon pere le he- ros“. Loks má nefna „Un coeur en hiver“. «*KVIKMYNDIR» Hvemig var á Kvikmyndahátíb? Ellefia sinnið HÚN LEYNDI nokkuð á sér 11. Kvikmyndahátíð Listahá- tíðar. Úrvalið leit ekkert alltof vel út þegar byrjað var að kynna hana en þegar til kom voru á henni margar góðar myndir sérstaklega frá Bretlandi í þetta skiptið, nokkrar frá Bandaríkjunum voru ómótstæðilegar og þær kanadísku. Hins vegar saknaði maður Frakkanna sem enga mynd áttu á hátíðinni (þær eru ófáanlegar) og Spán- verjarair, þrátt fyrir Carlos Saura frægasta gest hátíðar- innar, voru svipur hjá sjón miðað við oft áður. Mynd um flamencódansa er engin „Ay, Carmela". Ein af þeim bestu; úr kanadísku myndinni Léolo. Qóður leikstjóri; Mike Leigh (Nakinn) við iðju sína. Svo þetta var eins og allt- af spuming um þær myndir sem fengust og þær sem fengust ekki. Kanada- menn, með vesturíslenska sprelligos- ann Guy Maddin í farar- broddi, sem líklega er ættaður vestan af Snæfells- nesi, áttu kannski sérstæðustu mynd- irnar. Varlega eftir Maddin var enn ein skopleg úttekt leikstjórans á samspili forms og innihalds; fjallaloftið í Ölpunum kom manni til að geispa af hlátri. Öllu meira drama var Léolo, fímasterk, ljóðræn og sorgleg saga um greindan strák sem er að uppgötva kynlíf einhverstað- ar á milli vanþekkingar og hryllings en em búin hræði- leg örlög í fjölskyldu þar sem geðveiki er ættgeng. Sannar- lega ógleymanleg mynd eftir frábæran leikstjóra að nafni Jean-Claude Lauzon. Ekki höfum við séð mikið af myndum breska leikstjór- ans Mikes Leighs en hann átti sem betur fer þijár myndir og var Cannesverð- launamyndin Nakinn ein af þeim bestu á hátíðinni. Þar var leikarinn David Thewlis stórkostlegur á ferðalagi sínu um niðumítt, myrkt og fátæklegt Bretland sam- tímans en einhverstaðar leyndist ástarævintýri sem gaf von. Ken Loach er kvik- myndahátíðargestum að góðu kunnur og var hér með fína mynd sem hét „Raining Stones". Af óháðu bandarísku leik- stjómnum vom myndir Hals Hartleys og Todds Haynes kannski eftirminnilegastar. Hartley sýndi í Einföldum mönnum að hann er húmor- isti góður og húmanisti ekki síður og í „Poison" sýndi Haynes þtjár frásagnarað- ferðir á fílmu í jafnmörgum sögum sem áttu sameigin- lega mannlega eymd og útskúfun. Mynd fínnska leikstjórans Mikas Kaurismakis var þunglyndisleg og leiðinleg og sýndi fátt nýtt frá þeim manni og fulltrúi Austur- landa fjær, Sunnanvindar, var einkar viðburðasnauð. Einnig klikkaði Ricky Tognazzi frá Ítalíu með „La Scorta" sem var yfirkeyrð, amerísk stæling. Líklega hefur myndaflokkur Edgars Reitzs farið fyrir ofan garð og neðan og einnig myndirn- ar frá Indlandi og íran. Ein mest sótta myndin var frá Belgíu, Maður bítur hund, og var auðvitað nærmynd af fjöldamorðingja, og „Urga” frá Rússlandi boðaði nýja tíma á sléttunum í Mongólíu. Danir geta verið Ijúfustu húmoristar og sýndu það í rússneska pizzablúsnum. Allt í allt var hér um at- hyglisverða hátíð að ræða. Ljóst var að aukin samkeppni við kvikmyndahús, kvik- myndaklúbba og kvikmynda- vikur hafði áhrif á myndaval- ið á hátíðinni en enn einu sinni tókst henni að rækja hlutverk sitt með sóma. ■ Framhaldsmyndin Systragervi 2 eða „Sister Act 2“ með Whoopi Goidberg verður frumsýnd í Bandaríkjunum í haust. Fyrri myndin naut mikilla vinsælda og sáu hana m.a. 35.000 manns hér heima í Sambíóunum. í þetta sinn upprætir Goldberg spillingu og glæpi í nunnuklaustr- inu góða. Leikstjóri er Bill Duke. WkEinnig er Veröld Waynes 2 væntanleg vestra í haust. Fara þeir Mike Myers (sem einnig skrifar handrit- ið) og Dana Carvey með aðalhlutverkin sem fyrr en eins og fyrri myndin er þessi byggð á sjónvarpsgríni þeirra. ■ Og enn heldur fram- haldsmyndafárið áfram: „Beethoven’s 2nd“ segir af enn frek- ari ólund Charles Grodins í garð St. Bernard hundsins stóra; „Look Who’s Talking Now“ segir af enn frekari barn- eignum John Travolta og Kirstie Alley og „Addams Family Values“ er framhald Addamsfjölskyldunnar og ku helsti munurinn á þeim vera sá að þessi nýja er með söguþræði. Vonandi. eftir Arnald Indriðason 19.000 hafaséð í skotlínu ALLS höfðu um 19.000 manns séð spennu- myndina í skotlínu með Clint Eastwood í Stjörnubíói um síðustu helgi að sögn Karls 0. Schiöths bíóstjóra. Þá höfðu um 31.000 séð spennumyndina Á ystu nöf með Stallone og rómantíska gamanmyndin Svefnlaus í Seattle byrjaði vel um síð- ustu helgi að sögn Karls an þá sáu hana um 3.000 manns. Næsta mynd Stjörnubíós verður gamanmyndin „So I Married an Axe Murderer" með Mike Myers (Veröld Waynes) en hún verður frumsýnd 12. nóvember. Eftir hana kemur svo jóla- mynd Stjörnubíós í ár sem er ekki grínmynd Mel Brooks um Hróa hött eins og í fyrstu var ákveðið heldur nýjasta mynd Martins Scorseses, „The Age of Innocence", með Daniel Day-Lewis, Michelle Pfeiffer og Vinona Ryder. Verður hún að líkindum frumsýnd um miðjan desem- ber og sagði Karl að útlit væri fyrir að um Evrópu- frumsýningu yrði að ræða því ekki er áætlað að hún byiji í Evrópu fyrr en í sum- ar. Jólamynd Stjörnubíós; úr„The Age of Innocence". ÍBÍÓ * Urvaiið í kvikmynda- húsunum í Reykjavík í haust er óvenjugott. í Laugarásbíói er fima- sterk mynd um ástandið í svertingjahverfunum í Los Angeles þar sem Uzi-vélbyssur em látnar tala. í Háskólabíó er frönsk stórmynd, Indó- kína með hinni heillandi og dáðu Chaterine Dene- uve, sem fer á kostum. Þar er einnig spennu- myndin „The Firm“ eða Fyrirtækið með Tom Cm- ise gerð eftir samnefndri metsölubók John Gris- hams. Hún er einnig sýnd í Sambíóunum sem líka bjóða uppá Harrison Ford í þmmustuði á hröðum og spennandi flótta undan hinum eldklára Tommy Lee Jones. Ekki má gleyma ævisögulegu myndinni um Tinu Tumer í Sambíóunum. í Regn- boganum vinnur Holly Hunter leiksigur í Píanó- inu, sérstakri og hrífandi ástarsögu frá Nýja Sjá- landi og önnur ástarsaga, Svefnlaus í Seattle eftir Nom Ephron, er bæði skondin og skemmtileg rómantísk gamanmynd. Þar á bæ er einnig Clint Eastwood í essinu sínu. Sumsé; óvenjugóðar haustmyndir hvert sem litið er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.