Morgunblaðið - 17.10.1993, Page 19

Morgunblaðið - 17.10.1993, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1993 B 19 Morgunblaflið/Þorkell Allt umhverfi Æju ber vott um hæfni hennar. I glugganum standa tvær styttur, önnur úr gifsi en hin úr tré, hægra megin er ein af grímum hennar sem gerð er úr leir. Auk þess eru gardínurnar og dúkurinn líka gerð af Æju. „Eg keytpi bara lakaléreft og málaði á það,“ segir hún. Stewart Copeland er far- inn að semja óperutónlist. TONLIST Stewart Copeland hættur rokki og sem- ur nú sem spilaði í rokk- Police hefur breytt algjör- lega um stíl undanfarin ár bæði í klæðn- aði og tónlist. Eftir að rokkgrúppan hætti árið 1986 hefur hann alfarið snúið sér að klassískri óperutónlist. Og nýlega var hann gestaspilari með Seattle-Sinfóníuhljómsveitinni. Það sem angrar Stewart einna mest er að 23ja ára gamall sonur hans hefur fetað í fót- spor pabba síns og spilar á trommur í rokkhljóm- sveit. Stewart, sem á fimm börn, kveðst fremur hafa kosið að sonur hans yrði bankastjóri, tann- læknir eða ynni að minnsta kosti dagvinnu. „Hann á eftir að ganga í gegnum sömu mistök og ég gerði,“ sagði Stewart nýlega. Þá segist hann hafa misst út úr sér við soninn sem er að sjálfsögðu síðhærður: „Viltu gjöra svo vel að láta klippa hárið þitt.“ — Svona eru nú menn'fljótir að gleyma! SAMKEPPNI Þær eru mæðgur Mæðgurnar Anne-Belinda 32 ára og dóttir hennar Susann Nysether 15 ára báru sigur úr býtum sem líkustu mægðurnar í samkeppni sem norska tímaritið Se og Hör efndi til nýlega. Voru úrslit- in kynnt á danska skipinu „Queen of Scandinavia“ að viðstöddum þeim tuttugu kven- mönnum sem komust í úrslit. Anne-Belinda var yngsta móðirin sem tók þátt í keppninni, en auk Susann á hún þriggja ára gaml- an son. Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson Sveinn er ungur í anda og hreyfingum, þrátt fyrir að hann sé orðinn 84 ára. Með honum á myndinni er Eiríkur Snæbjörnsson. VINNA * A níræðisaldri að endurhlaða torfgarð Sveinn Einarsson torfhleðslu- maður frá Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði er að endurhlaða torfgarð úr klömbrum við kirkjuna á Stað á Reykjanesi í Reykhóla- hreppi. Kirkjan var byggð árið 1864 og lögð niður sem sóknarkirkja 1957. Þjóðminjasafnið heldur kirkj- unni við og er nú verið að gera við hana. Sveinn er orðinn 84 ára gamall en er ungur í anda og hreyfingum. Hann sýndi fréttaritara undirristu- spaða sem hann notar við að snyrta og laga til hnausana. Sveinn dengir öll sín bitverkfæri eins og gert var um aldir. Það var til dæmis vandi að klappa (dengja) ljái svo vel biti. Á stórbýlinu Stað búa nú hjónin Sigfríður Magnúsdóttir og Eiríkur Snæbjörnsson. Mmmmmmm -freistandi Emmess ís - eftirlæti allra. Það fá allir ókeypis ísrétt eftir góða máltíð hjá okkur þessa viku. *Hut, - mest selda pizzan í heiminum Hótel Esja Mjódd sími 680809 sími 682208 Gildir í veitingasal. Gildir ekki meö öörum tilboöum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.