Morgunblaðið - 17.10.1993, Side 24

Morgunblaðið - 17.10.1993, Side 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1993 Með morgimkaffinu En yndislegt að vera komin heim, einmitt mátulega til að sjá Din- asty. * Ast er... þegar litla kynslóðin man eftir afmælum TM Reg. U.S Pat Oft,—all ríghts reserved • 1993 Los Angeles Times Syndicate Er það ég eða þú sem eldar kvöld- matinn? BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Borgaraleg' ferming - frelsi til að velja Frá Hope Knútsson: Senn líður að undirbúningi fyrir sjöttu borgaralegu ferminguna á íslandi, sem félagið Siðmennt 'stendur fyrir. Alls hafa 85 ungling- ar fermst á þennan hátt síðan 1989 og hafa hátt í 1.200 manns verið viðstaddir þessa athöfn. Margir af eldri kynslóðinni, t.d. ömmur og afar /fermingarbarn- anna, hafa haft orð á því að athafn- irnar hafi verið fallegar, virðulegar og áhrifamiklar. A námskeiði okkar leggjum við áherslu á mannleg samskipti, sið- fræði, og ábyrgð einstaklingsins í nútímaþjóðfélagi. í haust verða haldnir nokkrir kynningar- og fjöl- skyldufundir þar sem unglingar, sem hafa áhuga á að fermast borg- aralega, og foreldrar þeirra fá tækifæri til að kynnast í umræð- um, hópstarfi, og í fleiru. Nám- skeiðið sjálft, þ.e. vikulegir fyrir- lestrar og umræður, heijast síðan í janúar og verður í u.þ.b. 3 mán- uði. Teknir verða fyrir málaflokk- arnir: Mannleg samskipti, sið- fræði, efahyggja, friðarfræðsla, lífsskoðanir, forvarnir um vímu- efni, kynfræðsla, umhverfísmál, mannréttindi, jafnrétti, réttur unglinga í þjóðfélaginu og missir og sorg. Tilgangur borgaralegrar ferm- ingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins. Kenna þeim að bera virðingu fyrir manninum, menningu hans og umhverfi. Undirbúa þá í að vera ábyrgir borgarar. Borgaraleg ferming snýst ekki um trúarbrögð og ekkert er kennt á námskeiðinu sem er andstætt kirkjunni. Athöfnin að loknu námskeiðinu einkennist af virkri þátttöku ferm- ingarbarnanna sjálfra og foreldra þeirra. Unglingamir flytja ljóð og ræða um þýðingu þessara tíma- móta í lífi þeirra. Auk þess er flutt tónlist og ræður eru haldnar. Að lokum er afhent skírteini sem stað- festir að unglingamir hafa hlotið þessa fræðslu og séu fermdir. Ástæður fyrir þátttöku fólks í borgaralegri fermingu eru marg- víslegar. Sumir unglingar sem hafa fermst borgaralega eru trúaðir, en þeim finnst undirbúningur okkar áhugaverðari en kirkjunnar. Aðrir fella sig ekki við prestinn í sinni sókn. Enn aðrir em ekki tilbúnir að taka afstöðu til trúmála, geta ekki sætt sig við sumar kennisetn- ingar eins og meyfæðinguna, erfðasyndina og þríeinan guð. Þá er líka hópur sem efast um tilvist guðs og vill ekki gefa nein óheiðar- leg heit. Nokkrir þeirra eru sann- færðir trúleysingjar. Það krefst hugrekkis að hugsa tað, hvað Frá Þórði E. Halldórssyni: í GÆRKVÖLDI, 5. október, hlýddi ég á útvarpsumræður frá Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra Davíðs Oddssonar. Ræður þingmanna voru heldur rislitlar, utan ræða Ólafs Ragnars Grímssonar. Hún hefði eins getað verið flutt hvenær sem var á síð- ustu áratugum. Þær frænkur lygin og skammirn- ar héldust í hendur, höfundi sínum til sæmdar eins og áður á harðasta kommatímabilinu. Orðbragðið var þó heldur á mannlegri nótunum og mildara en þegar hann hélt því svo smekklega fram í þingræðu að for- sætisráðherra Davíð Oddsson væri með skítlegt eðli. Þau ummæli voru samdægurs fordæmd um allt land. Ef ég ætti að gefa ræðunni hans Ólfs Ragnars viðeigandi einkunn mundi mér koma í hug eftirfarandi þekkt saga: Eitt sinn var heimskunnur list- málari, sem hafði fengið kunningja sinn í tölu stórmenna, til að annast sölu málverka sinna. Þegar frá leið fannst máraranum minna koma í sinn hlut af andvirði málverkanna en hann hafði reiknað með og fund- ist eðlilegt. Slitnaði þar með upp úr samstarfi þeirra. Árin liðu og sjálfstætt og fara sínar eigin leið- ir, sérstaklega á fermingaraldri. Við hjá Siðmennt teljum að ungl- ingar á þessum aldri velti yfirleitt ekki fyrir sér trúarlegum hug- myndum. Við viljum að fermingar- aldurinn sé hækkaður en við get.um ekki hækkað hann upp á okkar eindæmi. Hins vegar getum við boðið annan kost. Valfrelsi hvetur fólk til að hugsa meira um hvað það vill og hvað hæfir því best. í lýðræðissamfélögum hefur fólk frelsi til að hafa mismunandi skoð- anir á lífinu, trúmálum þar á með- al. Mikilvægt er að fólk viti að til er val.. Kynningarbæklingur um borg- aralega fermingu fæst hjá Sið- mennt. HOPE KNÚTSSON, stjómarmeðlimur í Siðmennt. er það?“ kunninginn átti merkisafmæli. Efnt var til mikils mannfagnaðar. Margt góðra gjafa barst af- mælisbarninu. Skálaræður flugu um sali. Þegar kom að því að af- mælisgjafir væru afklæddar um- búðum, biðu menn í ofvæni eftir að sjá gjöfina frá listmálaranum, sem var þó ekki mættur persónu- lega í teitið. Um síðir birtist stór kassi og stóð nú augu gesta á stilk- um að beija augum innihaldið. Annar minni kassi kom í ljós og þannig hver af öðrum þar til síðast kom í ljós eldspýtnastokkur. Við hámark forvitninnar var hann opn- aður. Kom þá í ljós bréfmiði með eftirfarandi kveðju: „Hrossaskítur, hrossatað, hvað er það? Hrossaskít- ur, hrossatað, það er það.“ Eg veit að þessi saga á eftir að koma mörgum þingmanninum í hug, sem sér á eftir Ólafi Ragnari í ræðupúltið á næstu mánuðum. Einnig má hún vera honum sjálfum leiðarljós í væntanlegum maraþon- ræðum hans þegar frænkurnar sækja að honum úr öllum áttum, að eitthvað standi þá eftir af þeim annað en hrossatað. ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON, Sólheimum 25, Reykjavík. „Hrossaskítur, hrossa HOGNI HREKKVISI /, Ll'eT Þéc 'A? ...þeTTA ER. 5'ý'NlN<5AR.WÓ£..1 “ Yíkverji skrifar Sl. miðvikudag kom til umræðu á Alþingi fyrirspurn frá Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, þing- manni Kvennalista, til Ólafs G. Ein- arssonar, menntamálaráðherra, þess efnis, hvort rétt væri, að Hrafn Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Ríkissjónvarpsins væri að fara í tveggja mánaða leyfi frá starfi, sem hann gegndi tímabundið fyrir annan mann. Hér er of langt gengið. Það er of langt gengið, að alþingismaður noti þingið, sem vettvang til þess að spytjast fyrir um það, hvort ákveðinn embættismaður fari í leyfi eða ekki. Það er af og frá, að fyrir- spurnir um slík efni eigi heima á Alþingi. Ef þingkonan hefði verið að spyrja almennt um hvaða reglur giltu hjá RÚV eða öðrum ríkisstofn- unum um leyfi starfsfólks, gat slík fyrirspurn átt heima á Alþingi. Ekki fyrirspurn um leyfi ákveðins starfs- manns. Með fyrirspurn þessari á Ingi- björg Sólrún Gísladóttir þátt í að draga þjóðþingið niður á plan, sem það hefur ekki verið á í manna minn- um. Hún er að vísu ekki ein um það, en það breytir engu um hennar gerð. Starfsfólk ríkisstofnana hlýtur að hafa rétt á því að semja við yfir- menn sína um það, hvenær sumar- Ieyfi eða vetrarleyfi eru tekin án þess, að það verði tilefni fyrirspurn- ar á Alþingi. Þessi fyrirspurn Ingi- bjargar Sólrúnar er henni sjálfri til skammar. xxx ssu til viðbótar kemur svo í ljós, að fyrirspurn þingkonunn- ar byggðist greinilega á sams konar slúðri og sögusögnum og staðhæf- ing Guðrúnar Helgadóttur í þinginu á mánudag um Iistráðunaut Seðla- bankans. Ekki var fótur fyrir full- yrðingu Guðrúnar Helgadóttur, sem hafði greinilega ekki haft fyrir því að kynna sér málið. Ekki var heldur fótur fyrir því slúðri, sem Ingibjörg Sólrún bar fram í formi fyrirspurnar á Alþingi um leyfi Iirafns Gunn- laugssonar. I samtali við Morgunblaðið sl. fimmtudag upplýsti hann, að um hefði samizt milli sín og útvarps- stjóra, að hann tæki sumarleyfi sitt í nóvember eða desember, þegar vetrardagskrá sjónvarpsins væri komin vel á veg. Þessar upplýsingar hefði Ingibjörg Sólrún getað fengið með einu símtali og þurfti ekki ræðustól Alþingis til þess að bera þá fyrirspurn fram eða milligöngu menntamálaráðherra til þess að fá svör. xxx Fólk getur haft ýmsar skoðanir á störfum alþingismanna en það er óþolandi með öllu, að þeir noti ræðustól Alþingis aftur og aft- ur, hvort sem er í formi fyrirspurna eða með öðrum hætti, til þess að dreifa út söguburði um nafngreinda einstaklinga. Það er tími til kominn, að þeir þingmenn, sem hafa stundað þessa iðju stöðvi við og hugsi um hvað þeir eru að gera. Það á við um Ingibjörgu Sólrúnu, Guðrúnu Helgadóttur og því miður nokkra fleiri alþingismenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.