Morgunblaðið - 17.10.1993, Síða 27

Morgunblaðið - 17.10.1993, Síða 27
i- MÖRGU NBLADID Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson Sveinn Björnsson ríkisstjóri ávarpar fyrstu gestina á fyrstu sýningunni vorið 1944. Listamannaskálinn rifinn 1968. SÍMTALIÐ ER VIÐ ELÍNUEIRÍKSDÓTTUR STARFSMANN AFS GATTUÐA SÆLGÆTISÁTI 25450 AFS, góðan daginn. — Góðan dag, þetta er á Morg- unblaðinu, mig langaði að fá upp- lýsingar um AFS, við hvern tala ég með leyfi? Þetta er Elín Eiríksdóttir. — Komdu sæl. Segðu mér, fyr- ir hvað stendur þessi skammstöf- un AFS? Við höfum látið AFS standa fyrir Alþjóðleg fræðsla og sam- skipti, en upphaflega stóð þetta fyrir American Field Service og má rekja til fyrri heimsstyijaldar þegar bandarískir sjúkrabílstjórar óku sem sjálfboðaliðar um víg- velli í Evrópu. Eftir síðari heims- styrjöld ákváðu þeir að stofna samtök sem stuðluðu að friði og auknum samskiptum í heiminum. Síðan hafa samskiptin þróast og orðið alþjóðleg. — Hvað hafa samtökin starfað lengi á íslandi? Fyrstu skiptinemarnir fóru út 1957. Það hefur gengið misjafnlega milli ára, í fyrra og hitteðfyrra gekk það illa, en í sumar hefur það gengið mjög vel. Ég kann nú enga skýringu á því. — Hvað þurfa fósturforeldrar að leggja af mörkum þegar þeir hýsa erlenda skiptinema? Þeir þurfa að leggja til fæði og húsnæði, og þvo af nemanum, en fatnað og vasapeninga eiga nem- arnir að fá að heiman. — Fáið þið aldrei nema hingað sem eru að sálast úr heimþrá? Jú, jú. Það er alltaf erfitt að fara að heiman! Þetta er náttúru- lega erfitt tungumál sem þau þurfa að læra hér og veturinn er oft langur finnst þeim, en yfírleitt eru þau mjög ánægð hérna. — Er eitthvað sem kemur þeim undarlega fyrir sjónir hér? Já, þeim fínnst mataræðið skrýtið, eru gáttuð á sælgætisát- inu, og þessa dagana gapa þau yfír sláturtíðinni! Svo fínnst þeim Islendingar dálítið uppteknir. — Nú, þau eru orðin svona gömul? Já, við Islendingar hýstum hins vegar ékki fyrsta ársnemann fyrr en 1978, en aðeins fyrr höfðum við hýst sumar- nema. — Hve margir eru íslensku skiptinemamir er- lendis núna og hve margir erlendir eru hér á landi? Við erum með 116 nema í 17 löndum og 28 nema frá 11 lönd- um hér á íslandi. — Hvernig hef- ur gengið að fá heimili fyrir þau hér heima? — En hvernig hefur okkar ' ungmennum gengið úti? Þau eru mjög vel liðin. Þau eru talin vera sjálfstæð, stundum nokkuð frek, en mjög mikið mála- fólk. Þau em mjög fljót að ná tungumálum og hafa fengið gæða- stimpil fyrir það. — Getur hver sem er sótt um hjá AFS? Já, við erum jP einmitt að taka við umsóknum núna. Nú, ég óska þessu unga fólki alls hins besta og þakka fyrir spjall- ið. II. FRÉTTALJÓS ÚR FORTÍÐ r Osamræmi íflónskunni? Friðun ijúpu 1913 ÖSSUR Skarphéðinsson, núver- andi umhverfisráðherra, hefur ákveðið að stytta veiðitíma á rjúpu í haust. Árið 1913 var friðun rjúpu aukin, 26. nóvem- ber það ár var vikið að „Nýu rjúpnafriðunarlögunum" í les- endabréfi í dagblaðinu Vísi: „Á því er sjálfsagt enginn vafi að þessi kynlega og hlægilega ákvörðun síðasta Alþingis, hef- ur mætt mótspyrnu um land allt.“ Hinn 9. september 1913 vom samþykkt á Alþingi lög um friðun fugla og eggja. í þeirri lagasetningu var m.a. ákveðið að ijúpur væru alfriðaðar á tímabil- inu frá 1. febrúar til 20. septem- ber, og auk þess allt árið 1915 og úr því 7. hvert ár. í dagblaðinu Vísi var dálkurinn „Raddir al- mennings". 26 nóvember birtist þar bréf undirritað „J.H.“. Þar sagði m.a: „Ástæðurnar fyrir þessum kynlegu ákvörðunum þekki jeg ekki og mjer má líka gersamlega á sama standa um þær. Jeg get bara hugsað mjer að flutningsmaðurinn sje einhver mjög gamansamur náungi, sem samþingsmenn hans hafa ekki viljað styggja með því, að greiða atkvæði gegn ... Eins og menn geta sjeð, er útflutningur á ís- lenskum ijúpum algerlega eyði- lagður með lagaákvörðun þess- ari.“ Fleiri fuglar en rjúpur Tildrög að þessari lagasetningu voru þau að þingmennirnir Bjöm Þorláksson og Jósef Björnsson lögðu fram fmmvarp á Alþingi þetta ár þar sem gert var ráð fyrir að: „Rjúpur skulu friðhelgar vera allan tíma árs, fyrst um sinn í 5 ár frá 1. janúar að telja.“ Alþingi setti nefnd til að athuga Rjúpan getur verið útflutnings- vara ... þetta mál. Við athugunina virtist nefndinni ástæða til að taka lögin um friðun fugla frá árinu 1903 til endurskoðunar og kom fram með nýtt frumvarp um friðun fugla og eggja en frumvarp tví- menninganna var dregið til baka. Frumvarp nefndarinnar gerði m.a. ráð fyrir að ijúpur skyldu alfriðaðar frá skotum í tvö ár, frá 1. janúar 1914, og frá þeim tíma liðnum á tímabilinu frá 20. desem- ber til 20. september ár hvert. Einnig var kveðið á um að ernir skildu friðaðir allan tíma árs nema þegar þeir sæktu í vörp æðar og anda, en þá hefðu varpeigendur rétt til að drepa þá. í frumvarpinu voru ennfremur upptaldar ýmsar fuglategundir sem væru algjör- lega friðaðar s.s. maríuerlur, steindeplar, sandlóur, kríur Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ... og vel feit lóa líka. o.s.frv. Hins vegar voru nokkrar tegundir upptaldar sem ekki skyldu friðaðar á neinum tíma árs m.a: Valir, smyrlar, uglur, hrafn- ar, kjóar, svartbakar o.s.frv. Hvað næst? í meðförum Alþingis tók frum- varpið nokkrum breytingum. Má þar nefna að heiðlóum var bætt inn á lista alfriðaðra tegunda. En hins vegar var dregið nokkuð úr friðun ijúpna og arna. Friðun arna var aðeins látin gilda næstu fimm ár, talið frá 1. janúar 1914. Rjúp- ur skildu alfriðaðar frá 1. febrúar til 21. september og þess að auki allt árið 1915 og úr því 7. hvert ár. Eins og oft vill verða sýndist mönnum sitthvað um lagasetn- ingu Alþingis, sumir töldu höggv- ið nærri atvinnufrelsi landsmanna og útflutningshagsmunum en þess má geta að þetta ár voru 169.500 ijúpur fluttar út. Fyrr- greindur „J.H.“ sagði í sínu les- endabréfí: „Og til þess að reka rembihnútinn á að gera lögin enn hlægilegri er örninn friðaður á alþingi með lögum! Það er einmitt sá fugl sem sækist eftir að drepa ijúpurnar! Hví skyldi þá ekki mega eins friða þjóðfuglinn fálk- • * ann, til þess að hafa samræmi í flónskunni? Þá eru lóumar líka friðaðar, sá fugl, er um allan heim er mjög sókst eftir. Fugl þessi kemur hingað aðeins til að verpa, fer svo eftir sex mánaðar dvöl til útlanda, og er þar drepinn hundr- uðum þúsunda saman. Við eigum að ala þessa fugla, svo þeir verði vel feitir og gómsætir handa út- lendingum." Ný stytting Lögum um fuglaveiði og fugla- friðun hefur síðan nokkrum sinn- um verið breytt og veiðitíma ijúpu þar með. Núgildandi lög eru að meginstofni frá árinu 1966. Hinn 13. þessa mánaðar auglýsti um- hverfísráðuneytið að ijúpnaveiðar í haust skyldu einungis heimilar á tímábilinu frá og með 15. októ- ber til og með 22. nóvember í ár. í yfírlýsingu frá stjórn Skotveiði- félags íslands var harmað að umhverfísráðherra hefði ekki haft neitt samráð við félagið áður en þessi ákvörðun var tekin. Stjórnin ítrekaði áskorun sína til umhverf- isráðherra um að rannsóknir hefj- ist á ijúpnastofninum á næsta ári og í ljósi niðurstaðna þeirra yrði ákveðið hvort þörf væri á að end- urskoða veiðitímann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.