Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 Tveimur ráðherrum falið að fjalla um heilsukortin RÍKISSTJÓRNIN fól þeim Guðmundi Áma Stefánssyni heilbrigðis- ráðherra og Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra í gærmorgun að gera í sameiningu tillögur um tekjuöflun fyrir heilbrigðiskerfið, sem heilbrigðisráðherra hafði þar til gáfu heilsukorta. Guðmundur Ámi sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að málið hefði verið rætt á ríkisstjómarfundi þá um morguninn og niðurstaðan hefði orði sú að honum og fjármál a- ráðherra var falið að gera í samein- ingu tillögur um tekjuöflun. „Við stefnum að því að ljúka okkar vinnu fyrradag ætiað að afla með út- fyrir næsta ríkisstjórnarfund, sem er á föstudaginn," sagði heilbrigðis- ráðherra. Aðspurður hvort afstaða sjálfstæðismanna í ríkisstjórn gegn tekjutengdu iðgjaldi, gerði það að verkum að ráðherrann ákvæði á nýj- an leik að halda sig við útgáfu hejlsu- korta, svaraði Guðmundur Árni: Sameiginlegur vinnumarkaður LAGÐAR hafa verið fram í borgarráði samþykktir bæjarstjórna Sel- tjarnarness, Garðabæjar, Bessastaðahrepps og Hafnarfjarðar þar sem staðfest er fyrra samkomulag forsvarsmanna sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu. Samkomulagið gerir ráð fyrir að höfuðborgarsvæðið sé sameiginlegur vinnumarkaður. Þar er áréttuð sú meginstefna að ekki vali. Með slíkum vinnubrögðum við útboð og verksamninga verði verði hagsmunir allra best tryggðir jafnan leitað hagkvæmustu niður- og eðlilegar er að líta á landið sem stöðu fyrir viðkomandi sveitarsjóð, einn markað. en skráð heimilisfesti fyrirtækis ráði „Nei, það er á þessu stigi ekkert hægt að fullyrða um það. Við ætlum bara að ræða saman um þessi mál. Mín skilaboð fri-í gær, eru óbreytt." Guðmundur Ámi var spurður hvort hann væri með þessu að segja að hann væri með öllu horfinn frá hugmyndinni um heilsukort: „Ég segi það eitt, að mér sýnist hafa orðið viðhorfsbreyting hjá samstarfs- flokknum í þessum efnum og sú við- horfsbreyting er mjög í samræmi við þær hugmyndir sem ég var með í ágústmánuði. Ég vil því láta á það reyna og geri það í viðræðum við fjármálaráðherra." Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að á ríkisstjómarfundinum hefði verið leiðréttur sá misskilning- ur heilbrigðisráðherra sem uppi hefði verið um niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins. „Landsfundur fjallaði ekkert um heilsukortin. Nið- urstaða ríkisstjórnarfundarins í morgun varð sú að við tveir skoðum þessi mál,“ sagði Friðrik. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 27. OKTOBER YFIRLIT: Milli Islands og Grænlands er 990 mb lægð sem hreyfist alln- orðaustur. Um 600 km suður af Hvarfi er 990 mb lægð sem hreyfist norður. Yfir Bretlandseyjum er 1.038 mb hæð. STORMVIÐVÖRUN: Stormur á SV-miðum, Faxaflóamiðum, Breiðafjarðarm- iðum, NA-miðum, Austfjarðarmiðum, V-djúpi, N-djúpi og A-djúpi. SPÁ: Um hádegi verður hæg suðlæg átt og skýjað en úrkomulítið sunnan- lands og vestan en norðaustantil á landinu léttir til með minnkandi vest- anátt. Síðdegis verður sunnankaldi og súld vestanlands en hægari suð- vestlæg átt í öðrum landshlutum. Skýjað suöaustanlands en léttskýjað norðanlands. Hiti 7-11 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Áframhaldandi suðlægar áttir. Rigning eða súld SV- og V-lands, en þurrt og viða bjart veður annars staðar. Hiti 5-10 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Breytileg eða norðlæg átt og fer kólnandi. El við norður- og vesturströndina, en úrkomulítið annars staðar. HORFUR Á LAUGARDAG: Hægviðri um allt land, víða bjart en svalt. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað * / * * r r * r Slydda Hálfskýjað Skýjað Alskýjað * * * * * * * * Snjókoma V Skúrir Slyddué! V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnír vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Þjóðvegir landsins eru- nú flestir greiðfærir og hálkulausir. Víða er unnið við vegagerð og eru ökumenn beðnir að gæta varúðar og aka þar eins og annars staðar, samkvæmt merkingum. Um færð á hálendinu er ekki vitað. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hlti 12 10 veður aiskýjað rigning BJörgvin vantar Helsinki 3 skýjað Kaupmannahöfn 7 alskýjað Narssarssuaq -r4 léttskýjað Nuuk ri-3 hálfskýjað Ósló vantar Stokkhóimur 10 skýjað Þórshöfn 10 skýjað Aigarve 20 léttskýjað Amsterdam 13 skýjað Barcelona 15 skýjað Berlín 6 skýjað Chicago 8 léttskýjað Feneyjar 15 hálfskýjað Frankfurt 8 alskýjað Glasgow 7 skýjað Hamborg 10 skýjað London 11 rigningogsúld Los Angeles 15 þokumóða Lúxemborg 7 skýjað Madríd 8 alskýjað Malaga 14 rigning Mallorca 16 skýjað Montreal iéttskýjað NewYork 13 alskýjað Orlando 21 þokumóða Parte 9 alskýjað Madelra 19 skýjað Róm 21 skýjað Vín 8 skýjað Washington 12 þokumóða Winnlpeg 3 alskýjað IDAG kl. 12.00 HeimiW: VeÖurstofa Islands (Byggt á veðurspó kl. 16.15 í gaar) Hin helgu vé Steinþór Matthíasson og Tinna Finnbogadóttir í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Hin helgu vé. Hin helgn vé frum- sýnd á föstudag Frumsýning Hrafn Gunnlaugsson við veggspjald til kynningar á kvikmyndinni, sem verður frumsýnd á föstudag. HIN helgu vé, kvik- mynd Hrafns Gunn- laugssonar, verður frumsýnd í Regnbog- anum næstkomandi föstudag, 29. október. í framhaldi verður hún frumsýnd í Svíþjóð 19. nóvember næstkom- andi og hefur verið ákveðið að hún fari beint til fullrar kvik- myndahúsadreifingar á almennum sýningum. Svo hröð byijun- ardreifing heyrir til undantekninga þegar um norrænar myndir er að ræða. Myndin er tekin á ís- landi, mest í Gróttu, og var tilbúin í júní í sumar. Hrafn vildi bíða eftir að Svensk filmindustri hefði séð hana og í raun Iagt mat á hana til dreif- ingar. Þegar fréttamenn sáu mynd- ina í gær kvaðst hann mjög ánægð- ur með hana og hvernig henni var þar tekið. Hin helgu-vé fjalla um reykvísk- an dreng og hans fyrstu kynni af ást og kynlífi. Drengurinn er send- ur í sveit út í Breiðaíjarðareyjar. Er frásögnin Ijúf og falleg, sem m.a. kemur fram í því að þrátt fyrir efniviðinn þá hafa hvorki Svíar né íslenska eftirlitið séð ástæðu til að setja á hana nokkurt aldurstakmark. Á sænsku heitir myndin Pojkadrömmar, draumar ungs drengs. Myndin sækir að nokkru efni í æskuupplifun Hrafns sjálfs. Drenginn leikur Steinþór Matt- híasson, jafnöldru hans leikur Tinna Finnbogadóttir, Alda Sigurð- ardóttir leikur ungu heimasætuna sem hrífur drenginn, Helgi Skúla- son föður hennar óg Valdimar Flygenring unnusta hennar, sem veldur afbrýðisemi hans. Leikstjóri er Hrafn Gunnlaugsson og hann skrifaði handritið ásamt Bo Jons- son og kvikmyndatökumaður er Per Kallberg. Myndin er samvinnu- verkefni Viking fílm AB, SVT Ka- nal 1 Drama, AB Svensk Filmind- ustri, Svenska Filminstitutet, AB Filmteknik, Nordisk Film och TV fond og FILM. Pétur Þorsteinsson fyrr- verandi sýslumaður látinn PETUR Þorsteinsson, fyrrum sýslumaður Dalamanna, lést hinn 23. okt. sl. Pétur var fæddur á Óseyri við Stöðvarfjörð 4. janúar 1921. Hann lauk embættisprófi I lögfræði frá Iiáskóla Islands 1950 varð héraðsdómslögmaður 1951 og hæstaréttarlögmaður 1991. Pétur var málafærslumaður í Reykjavík 1950-63. Hann var kennari 1963-67. Lögreglufulltrúi hjá sýslumanni S. Múlasýslu sumrin 1965 og 1966. Fulltrúi sýslumanns Gullbringu- og Kjósarsýslu og í Hafnarfirði 1967-74. Sýslumaður Dalasýslu 1974-91. Pétur lét félagsmál mikið til sín taka m.a. starfaði hann ötullega fyrir ungmennafélagshreyfinguna á sínum yngri árum. Jafnframt störf- um sínum sem sýslumaður Dala- manna var hann forgöngumaðúr um menningar- og framfaramál þar Pétur Þorsteinsson í sýslu. Eftirlifandi kona hans er .Björg. Ríkharðsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.