Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 Breytingartillaga þingmanna Alþýðubandalagsins Eiiga aukafjái’vcitingii vegua Hæstaréttar Fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að stjórn- arþingmenn felli tillögu Alþýðubandalagsins ÞRÍR þingmenn Alþýðubandalagsins hafa lagt fram breytíngartil- lögu við frumvarp tíl fjáraukalaga fyrir árið 1993 sem er nú tíl afgreiðslu á Alþingi. Lagt er tíl að fellt verði niður 13 milljóna króna framlag tíl Hæstaréttar íslands vegna yfirvinnu dómar- anna. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segist, gera ráð fyrir að stjórnarflokkarnir standi að tillögunni í fjáraukalögunum og því verði breytingartillaga þingmanna Alþýðubandalagsins felld. Tillaga Markúsar var felld 52-26 VILLA var í fyrirsögn á frétt um atkvæðagreiðslu í sjávar- útvegsnefnd landsfundar Sjálfstæðisflokksins um til- lögu frá Markúsi Möller um jafnan rétt allra íslendinga til arðsins af fískistofnunum. Tillagan var felld með 52 atkvæðum gegn 26, eins og sagði í fréttinni sjálfri, en ekki 56-26 líkt og sagði í fyrirsögn. Fulltrúar. Alþýðubandalagsins í fjárlaganefnd, Guðrún Ilelgadóttir og Margrét Frímannsdóttir, hafa ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni for- manni Alþýðubandalagsins lagt fram breytingartillögu við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1993. í fjáraukalagafrumvarpinu er farið fram á viðbótarframlag að fjárhæð 13 milljónir króna vegna yfirvinnu, en Hæstiréttur ákvað fyrir nokkru að dómarar við réttinn fengju vegna vaxandi vinnuálags greidda yfírvinnu sem næmi 48 stundum tíu mánuði ársins. Á blaðamannafundi í gær vitnaði Ólafur Ragnar Grímsson til þess að hæstaréttardómaramir hefðu í at- hugasemd sem birst hefði í Morg- unblaðinu 13. október lýst því yfir að löggjafarvaldið ætti lokaorð um þessar sem aðrar fjárveitingar úr ríkissjóði. Formaður Alþýðubandalagsins benti á að Alþingismenn kvæðu upp sinn úrskurð um ákvörðun Hæsta- réttar þegar þeir greiddu atkvæði um fjáraukalagafrumvarpið. Alþýðu- bandalagsmenn flyttu tillögu strax við fyrstu umræðu breytingartillögu um að þessi liður í 3. gr. frumvarps- ins væri felldur niður. „Og þar með komið í veg fyrir að rétturinn geti haldið áfram þessari sjálftöku," sagði formaður Alþýðubandalagsins. Hann lét þess getið að með því að flytja sérstaka breytingartillögu væri knúið á um að skýr meirihluti kæmi fram í málinu. Ólafur Ragnar benti á að „ef eingöngu væru greidd atkvæði um liðinn sjálfan gætu ýmsir skotið sér á bak við það að sitja hjá“. Guðrún Helgadóttir nefndarmaður í fjárlaganefnd vildi benda á afleið- ingar þess ef launaákvörðun Hæsta- réttar yrði ekki afnumin. „Það myndi æra óstöðugan ef fleiri stofnanir tækju slíkar ákvarðanir í trausti þess að Alþingi samþykkti slíkar ákvarð- anir á íjáraukaiögum." Tillagan verður felld Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að Hæstiréttur teldi sig vera að greiða hæstaréttardómurum fyrir aukið vinnuálag sem varð til á síðasta ári og ríkisstjómin gerði tillögu um að þessar greiðslur komi úr ríkissjóði með fyrirliggjandi fjáraukalagafrumvarpi. „Öll ríkisstjómin stendur að því, og við gemm ráð fyrir því að stjóm- arflokkamir styðji þá tillögu sem er í fjáraukalögum. Þannig munum við að sjálfsögðu fella þessa breytingart- illögu. Ég vil hins vegar riíja það upp að hæstaréttardómarar hafa sagt það í opinberri tilkynningu að Alþingi eigi síðasta orðið,“ sagði Friðrik. Ekið á konu EKIÐ var á tæplega fertuga konu á gangbraut móts við sjónvarpshús- ið við Laugaveg síðdegis í gær. Hún var flutt á sjúkrahús, meidd á höfði og fæti en ekki alvarlega slösuð að sögn lögreglu. Seðlabankinn á 193 listaverk Tryggingamatsverð þeirra 54,7 milljónir ALLS eru 193 listaverk í eigu Seðlabanka íslands, og er trygginga- matsverð þeirra 54,7 milljónir króna. Á listaverkaskrá bankans kem- ur ekki fram kaupverð listaverka, af hverjum þau hafa verið keypt og hvenær, en um þetta eru þó tíl heimildir í bókhaldsgögnum bank- ans sem ekki hefur verið unnið úr. Þessar upplýsingar komu fram á alþingi í gær í svari viðskiptaráðherra við fyrirspum Guðrúnar Helgadóttur alþingismanns um listaverkaeign Seðlabankans. í svari viðskiptaráðherra kemur fram að Seðlabanki íslands á 101 olíumálverk, 33 vatnslitamyndir, 8 Fyrsta tap Rússa var gegn Islandi Skák Bragi Kristjánsson ÍSLENSKA landsliðið í skák vann það frækilega afrek að sigra heims- og ólympíumeist- ara Rússa í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í Luzera í Sviss í fyrradag. Þetta er fyrsta tap Rússa siðan þeir fóra að tefla sjálfstætt eftir að Sov- étríkjunum var skipt upp. Rúss- ar eru bæði Ólympíumeistarar og Evrópumeistarar. Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við Alexander Khalifman, Margeir Pétursson yið Sergei Dolmatov, og Helgi Ólafsson við Alexei Drejev, en Hannes Hlífar Stef- ánsson tryggði sigurinn með því að leggja Alexei Vyzmana- vin að velli. íslendingar fengu boð um þátttöku einungis nokkrum klukkustundum áður en mótið byrjaði, og urðu þess vegna að fá keppninni við Úkraínu í fyrstu umferð frest- að. í 2. umferð töpuðu þeir fyr- ir Úsbekum, IVj-21/?, Jóhann, Margeir og Helgi gerðu jafn- tefli, en Hannes Hlífar tapaði slysalega. Úrslit í mótinu tíl þessa: 1. umferð: Bandaríkin - Kúba 2V2-IV2 Úkraína - ísland frestað Úsbekistan - Kína 1-3 Rússland - Sviss 3-1 Armenía - Lettland V/2-2V2 2. umferð: Kúba - Lettland 1-3 Sviss - Armenía 2-2 Kína - Rússland l'/2-2'/2 ísland - Úsbekistan 1V2-2V2 Bandaríkin - Úkraína 2-2 3. umferð: Úkraína - Kúba 3-1 Úsbekistan - Bandaríkin V2-2V2 + biðskák Rússland - ísland 1 Vt-2 V2 Armenía - Kína 1 Vj-2 V2 Lettland - Sviss 2-2 Staðan eftir 3. umferð (af 9): 1. Lettland, 7 V2 v. 2. Bandaríkin, 7 v. + bið- skák. 3. -4. Kína og Rússland, 7 v. 5. Úkraína, 5 v. + 4 frestað- ar skákir. 6. -7. Sviss og Armenía, 5 v. 8. ísland, 4 v. + 4 frestaðar skákir. 9. Úsbekistan, 4 v. + bið- skák. 10. Kúba, 3Vj. Við skulum nú sjá allar fjórar skákimar í sögulegum sigri ís- lendinga á Rússum, en þetta er í fyrsta skiptið, sem ísland vinnur Rússland í sveitakeppni í skák, en áður náðist best jafntefli á ólympíuskákmótinu í Dubai 1986. Til að gefa skákáhugamönnum hugmynd um styrk rússnesku sveitarinnar, þá má benda á, að andstæðingur Hannesar, sem vafalaust er lítt þekktur á ís- landi, er mjög sterkur íjtórmeist- ari með svipuð alþjóðleg skákstig og Jóhann Hjartarson! 1. borð: Hvítt: Khalifmann. Svart: Jóhann. Spænskur leikur. 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - Rxe4, 6. d4 - b5, 7. Bb3 - d5, 8. dxe5 - Be6, 9. c3 - Be7, 10. Be3 - Dd7, 11. Rdb2 - Hd8, 12. Hel - 0-0, 13. Bc2 - f5, 14. exf6 - ep Rxf6, 15. Rg5 - Bf5, 16. Bf4 - Bc5, 17. Rb3 - Bxf2+, 18. Kxf2 - Bxc2, 19. Dxc2 - Re4+, 20. Rxe4 - Hxf4+, 21. Kgl - dxe4, 22. Hxe4 - Df5, 23. He2 - Dxc2, jafntefli. 2. borð: Hvítt: Margeir. Svart: Dol- matov. Kóngsindversk vöm. 1. d4, - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - Bg7, 4. e4 - d6, 5. Be2 - 0-0, 6. Bg5” - Ra6, 7. Dd2 - e5, 8. d5 - c6, 9. f3 - cxd5, 10. cxd5 - Bd7, 11. Bb5 - Bxb5, 12. Rxd5 - Db6, 13. Rc3 - Rc5, 14. b3 - Rh5, 15. Be3 - Rf4, 16. g3 - Rfd3+, 17. Kfl - Da6, 18. Kg2 - b5, 19. Rh3 - b4, 20. Rdl - f5, 21. Rdf2 - fxe4, 22. Rxe4 - Rxe4, 23. fxe4 - Hac8, 24. Hhfl - Hc3, 25. Hxf8+ - Bxf8, 26. Hfl - Dc8, 27. Ddl - Rc5, 28. Bxc5 - Dxc5, 29. Dg4 - Dc8, 30. Dh4 - Hc2+, 31. Hf2 - Hxf2+, 32. Rxf2 - Dc2, 33. Df6 - Dxa2, 34. De6+ - Kg7, 35. Dd7+ - Kg8, 36. De6+ - Kg7, 37. Dd7+ - Kg8, jafntefli. 3. borð: Hvítt: Drejev. Svart: Helgi. Drottningarindversk vöm. 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - b6, 4. Rc3 - Bb4, 5. Db3 - c5, 6. Bf4 - Re4, 7. e3 - Bb7, 8. Bd3 - d5, 9. 0-0 - 0-0, 10. Hfdl - Bxc3, 11. bxc3 - dxc4, 12. Bxc4 - Rd7, 13. a4 - Bd5, 14. a5 - Rdf6, 15. dxc5 - Rxc5, jafntefli. 4. borð: Hvítt: Hannes Hlífar Stefáns- son. Svart: Alexei Vyzmanavin. Caro-Kann. 1. e4 - c6, 2. d4 - d5, 3. Rd2 - dxe4, 4. Rxe4 - Rd7, 5. Bc4 - Rgf6, 6. Rg5 - e6, 7. De2 - Rb6, 8. Bd3 - h6. Ekki gengur 8. - Dxd4?, 9. Rlf3 - Dd5, 10. Re5! - Dxg2, 11. Hfl - Be7, 12. Ref3 - Dg4, 13. Rxf7! og hvítur á vinnings- stöðu (Jón L. Ámason - Hel- mers, Reykjavík 1982). 9. R5f3 - c5, 10. dxc5 - Bxc5, 11. Re5 - Rbd7, 12. Rgf3 - Dc7, 13. Bf4 - Bd6?! Best hefur verið talið að leika hér 13. - Bb4+!, t.d. 14. Kfl - Bd6, 15. Bg3 - 0-0, 16. Hdl - Rxe5, 17. Rxe5 - Hd8!, 18. Rc4 - Bxg3, 19. hxg3 - Bd7 með góðu tafli fyrir svart (Timman - Karpov, Amsterdam 1988). 14. Bg3 - 0-0, 15. 0-0 - Rc5, 16. Kbl - Hd8, 17. Bh4 - Be7, 18. g4 - Möguleikar Hannesar liggja á kóngsvæng, og þess vegna opnar hann sér línur til sóknar þar. 18. - Rd5, 19. Bxe7 - Dxe7, 20. Bc4 - Bd7, 21. Rxd7 - Hvítur græðir ekkert á 21. Bxd5 - exd5, 22. Hxd5 - Bxg4 o.s.frv. 21. - Dxd7, 22. g5 - hxg5, 23. Rxg5 - De7, 24. h4 - Df6, 25. Bxd5! - exd5, 26. Hh3 - Dg6, 27. Hgl - He8, 28. Ddl - Had8, 29. Hf3 - Re4, 30. a3 - Eftir 30. Rxf7? - Re2+, 31. Kcl - Dxgl!, 32. Dxgl - Rxf3, 33. Dhl - Hd7, 34. Dxf3 - Hxf7, 35. Dxd5 - Hel+, 36. Kd2 - He2+ ásamt 37. - Hexf2 ætti svartur að halda sínu. 30. - Dh5, 31. Dd3 - f6?! Eftir þennan leik fær svartur tapað tafl á þvingaðan hátt, en hann á úr vöndu að ráða, því að hvítur hótar að fara í riddarakaup og tvöfalda hrókana á g-línunni, t.d. 31. - Rxg5, 32. hxg5 - Dg6, 33. Dd2 og svartur getur ekkert gert við hótun hvíts um að tvö- falda hrókana á h-línunni. 32. Rxe4 - dxe4, 33. Db3+ - Df7, 34. Hfg3! - Dxb3, 35. Hxg7+ - Kh8, 36. cxb3 og svartur gafst upp, því að staða hans er töpuð, t.d. 36. - Hd2, 37. Hg6 með hótununum 38. Hh6+ mát og 38. Hcf6. teikningar, 10 grafíkverk, 21 skúlptúrverk og 20 önnur verk. Verkin eru staðsett í Seðlabanka- húsinu, skjala-, bóka- og myntsafni bankans í Einholti 4 og í gestaíbúð bankans á Ægisíðu 54. Trygginga- matsverð er 54,7 milljónir, en í svar- inu kemur fram að það byggist á mati frá árinu 1987, og miðað við gangverð á listaverkum í dag megi ætla að það sé 10-15% of hátt. Fram kemur að síðastliðin sex ár hafí að meðaltali verið keypt lista- verk fyrir 3,6 milljónir á ári, en í ár verði sú fjárhæð helmingi lægri. ♦ ♦ ♦ Dæmdur fyrir að mis- nota börn HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 25 ára gamlan fatlað- an mann í 6 mánaða fangelsi skil- orðsbundið til þriggja ára fyrir kynferðisbrot sem framin voru í eitt skipti sumarið 1992 gegn pilt og stúlku sem þá voru á fimmta ári. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða telpunni 250 þúsund króna miskabætur. Maðurinn bjó í sama fjölbýlishúsi og börnin. Brotin áttu sér stað í íbúð hans. Hann sýndi þeim myndir af fólki og lék telpan þær eftir ásamt manninum en drengurinn neitaði. í vitnistburði foreldra bamanna kom fram að móðir stúlkunnar téldi atburði þessa hafa haft þau áhrif á hana að hún þyrfti sálfræðiaðstoðar við auk þess sem almenn vitneskja barna í hverfi hennar um atburðinn valdi henni erfiðleikum. Hún sæki ekki skóla í heimahverfi til að forð- ast einelti. í niðurstöðum Júlíusar Georgsson- ar, setts héraðsdómara, kemur fram að maðurinn hafi í meginatriðum játað sakargiftir og skýrt hreinskiln- islega frá málavöxtum. Hann hafí notfært sér þroskaleysi barnanna á ámælisverðan hátt og það að fötlun hans vakti forvitni og sérstakan áhuga bamanna á honum. Við ákvörðun refsingar var einnig litið til þess að brotavilji hans var ekki ekki styrkur né einbeittur og refsing talin h æfíleg fangelsi í sex mánuði skilorðsbundið til 3 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.