Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIftUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 Einleikstónleik- ar í Deiglunni HALLFRÍÐUR Ólafsdóttir flautuleikarí heldur einleikstónleika í Deiglunni á Akureyri fimmtudagskvöldið 28. október kl. 20.30. fyrir túlkun sína og tækni. Hún lék með ýmsum sinfóníuhljómsveitum í Englandi bæði innan skóla sem utan og leikur nú með hljómsveit- um, má nefna hljómsveit íslensku óperunnar, íslenska dansflokksins og Þjóðleikhússins, Kammersveit Reykjavíkur og kammerhóp Camer- arctica. Hallfríður hefur áður leikið á Akureyri en hún hélttónleika í safn- aðarheimili Akureyrarkirkju ásamt Ataliu Weiss sumarið 1991. Á efnis- skrá tónleikanna eru einleiksverk fyrir flautu eftir Jóhann Sebastian Bach, Claude Debussy, Luciano Berio, Atla Heimi Sveinsson og Emst von Dohnanyi. ------»■ -»-♦--- Kynning á Atvinnu- trygginga- sjóðslögum SIGRÚN Björnsdóttir forstöðu- maður Vinnumiðlunarskrifstof- unnar á Akureyri verður gestur í Miðstöð fólks í atvinnuleit í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju í dag, miðvikudaginn 27. október frá kl. 15-18. Sigrún mun m.a. fjalla um ný lög um Atvinnuleysistryggingasjóð. Ýmsar upplýsingar liggja frammi og veitingar verða á borð- um þátttakendum að kostnaðar- lausu. Allir sem misst hafa vinnu eða standa frammi fyrir atvinnu- leysi eru hvattir til að mæta. Upplýsingar eru gefnar í síma í miðstöðinni milli kl. 15 og 17 á þriðjudögum og föstudögum. Bónus opnar fyrstu verslun sína á Akureyri í næstu viku Harður slagur framundan á matvörumarkaðnum Morgimblaðið/Rúnar Þór Bónusverslun opnuð SIGURÐUR Gunnarsson verslunarstjóri Bónus á Akureyri og þeir Ariton Kjartansson og Albert Jónsson voru í gær byrjaðir að und- irbúa opnun Bónusverslunarinnar, en hún verður opnuð í næstu viku. Hallfríður Ólafsdóttir lauk ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1988 og var kenn- ari hennar þar Bernharður Wilkin- son. Hún fór þá utan til náms í London og París hjá William Benn- ett og Alain Marion auk þess að sækja fjölda námSkeiða. Hallfríður hefur haldið fjölda ein- leiks- og kammertónleika bæði hér á landi sem erlendis og hlotið lof BÓNUSVERSLUN verður opnuð í húsakynnum Rúmfatalagersins við Norðurtanga á Akureyri í næstu viku og má í kjölfarið búast við enn harðarí samkeppni á matvörumarkaðnum en verið hefur. Jóhannes Jónsson í Bónus sagði að sér hefðu borist áskoranir þess efnis að setja upp verslun á Akur- eyri og það hefði lengi verið ætlunin að gera það og eftir að ákjósanlegt húsnæði hefði boðist hefði hann ákveðið að skella sér í slaginn. Þegar hafa menn hafist handa við að setja verslunina upp og verður hún opnuð laugardaginn 6. nóvember næstkom- andi. Vöruverðið mun ekki hækka „Það verður spennandi að opna verslun á Akureyri, þetta er nokkuð stórt markaðssvæði á íslenskan mælikvarða, um 25 þúsund manns,“ sagði Jóhannes. „Okkar slagorð, Bónus býður betur verður í fullu gildi fyrir norðan og ég get fullyrt að vöruverðið á svæðinu á ekki eftir að hækka eftir að við komum inn á markaðinn. Við höfum frá upphafi verið í hörðum slag og þess hafa neytendur notið, þannig að ég á ekki von á öðru en viðtökur verði góðar.“ Bregðumst við á viðeigandi hátt Hannes Karlsson deildarstjóri matvörudeildar Kaupfélags Eyfirð- inga sagðist sjá fyrir sér harðari slag framundan á þessum markaði og brugðist yrði við fyrirsjáanlegri sam- keppni á viðeigandi hátt. „Við fögn- um allri samkeppni, en vitum að fisk- unum fjölgar ekki í sjónum, það verð- ur barist um viðskiptavinina." Hann sagðist geta staðfest að sá orðrómur væri í gangi, að við það að Bónus opnaði verslun á Akureyri myndi KEÁ bregðast við og opna verslun í Reykjavík, „en ég vil í augnablikinu ekkert segja um hvað verður, hvorki játa því né neita að svo verði,“ sagði Hannes. Hann sagði að í verðkönnunum að undanfömu hefði KEA-Nettó ver- ið með lægra verð en Hagkaup og nálgaðist Bónus hvað verðlagsn- erti:„„Við höfum náð að lækka vöra- verð á svæðinu umtalsvert, það hefur krafist mikillar vinnu og aðhalds og það er ljóst að framundan er mikil vinna,“ sagði Hannes. „Það liggur í augum uppi að samkeppnin á enn eftir að harðna, það verður hörð barátta á þessum 600 metra kafla sem verslanirnar þijár eru á,“ sagði hann, en Bónusverslunin verður stað- sett nokkurn vegin miðja vegu milli Hagkaups og Nettó. Ný Bónus- verslun á Akureyri íþróttamiðstöð við Þelamörk var tekin í notkun um helgina Kostnaðurínn er um 112 milljónir ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ við Þelamörk hefur verið tekin formlega í notkun. Bygging íþróttahúss hófst í fyrravor og jafnframt voru miklar endurbætur gerðar á sundlaug og umhverfi hennar. Heild- arkostnaður er um 112 milljónir króna, en fjórir hreppar standa að þessum framkvæmdum, Glæsibæjar-, Arnarnes-, Skriðu- og Öxnadalshreppar. Sveitarfélögin hafa á síðustu árum lagt fé til hliðar vegna framkvæmdanna og þannig að tveir hreppanna þurftu ekki að taka lán vegna þessara umfangsmiklu framkvæmda. Byijað var á byggingu íþrótta- húss í fyrravor, síðan hefur verið unnið af krafti og lauk_ fram- kvæmdum fyrr í haust. Iþrótta- kennsla fer fram í húsinu fyrri hluta dagsins og ungmennafélögin stunda þar æfingar, en síðan eru leigðir út tímar og sagði Helgi Jó- hannsson forstöðumaður að ágætis aðsókn væri í tímana þrátt fyrir að seint hefði verið farið af stað með bókanir. Togaraátak Helgi sagði að mikið væri um Akureyringar stunduðu íþróttir í húsinu þeir létu það ekki aftra sér að aka úr bænum og að Þelamörk. Hann sagði að mikið væri um vinnuhópa sem tækju sig saman um að leiga tíma í húsinu og þá væri hann þessa dagana að kynna starfsemina áhöfnum togara og sú fyrsta, áhöfnin á Hrímbak hefði komið á mánudagskvöld. Þeir sem stunda íþróttir í húsinu geta notfært sér aðstöðuna við sundlaugina endurgjaldslaust og sagði Helgi að það hefði mikið aðdráttarafl, en auk laugarinnar eru þrír heitir pottar og gufubað á svæðinu og þá verður vatnsrenni- braut sett þar upp næsta vor. „Það er vinsælt að koma hingað í sund Morgunblaðið/Uúnar Þór ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ á Þelamörk hefur verið tekin í notkun, en kostnaður við framkvæmdir er um 112 milljónir króna sem sveit- arfélögin fjögur sem að mannvirkjunum standa höfðu safnað fyrir um skeið. á kvöldin," sagði Helgi, en siind- laugin er opin frá kl. 17 til 22 virk kvöld og um helgar er opið frá 13 til 21. Kostnaður við byggingu íþrótta- hússins nam um 94 milljónum króna og framkvæmdir við sund- laug og lóð um 18 milljónum þann- ig að heildarkostnaður við þessar framkvæmdir er um 112 milljónir króna. Eiríkur Sigfússon oddviti á Sílastöðum í Glæsibæjarhreppi sagði að rætt hefði verið um þessar framkvæmdir í alllangan tíma, sveitarfélögin hefðu lagt til hliðar peninga til að nota til þessa verkefnis um nokkurt skeið þannig að ljóst var að hægt yrði að ljúka því á nokkuð skömmum tíma. Fjögur inn- brot hjá gull- smið á stutt- um tíma RÚÐA var brotin og fjarlægðir hringar úr sýningarglugga Gull- smíðaverslunar Jóhannesar Leifs- sonar á Laugavegi í gærmorgun. Jóhannes telur tjónið hlaupa á nokkrum hundruðum þúsunda. Fjórum sinnum hefur verið brotist inn eða gerð tilraun til innbrots í verslunina á stuttum tíma. Jóhannes sagði að öryggiskerfí tengt Vara hefði farið af stað uppúr kl. 5 um morguninn. Starfsmaður Vara og lögregla hefðu strax farið á staðinn en ekkert séð til þjófanna. Öryggisgler er í rúðunni og sagð- ist Jóhannes telja að þjófarnir hefðu þurft þungt áhald, t.d. hamar eða stálbút, til að bijóta hana en innri rúða, um 60 sm frá, brotnaði líka. Hann sagði að þeir sem þarna hefðu verið að verki hefðu tekið nokkra hringa, suma nokkuð verðmæta, og væri verið að meta hversu tjónið væri mikið. Þó væri Ijóst að það hlypi á nokkram hundraðum þúsunda. Aðspurður sagði Jóhannes að þrisvar hefði verið brotist inn í versl- unina að undanförnu. Fyrir um mán- uði hefði verið brotist inn bakdyra- megin en engu stolið og fyrir síðustu jól hefði tvisvar verið brotist inn og gripum stolið. Taldi Jóhannes að tjón hefði numið hátt í milljón króna. Hann sagðist vera tryggður fyrir tjóni sem þessu að hluta en ekki öllu. Þá væri aldrei hægt að meta að fullu verðmæti þess sem stolið hefði verið enda lægi í því mikil vinna. RLR er með málið til meðferðar. Spil og leik- íong’ til sýnis SÝNING á hugspilum og leikföng- um ásamt kynningu á tómstunda- starfi, verður haldin í Perlunni 27. til 31. október. Þetta er fjöl- skyldusýning sem er opin frá kl. 17 til 22 frá miðvikudegi til föstu- dags og frá kl. 13 til 17 laugardag og sunnudag. Við innganginn fá gestir get- raunaseðla með léttu krossaprófi og era leikföng- og spilavinningar í boði. Sýnd verða ný leikföng og spil auk þess sem Þjóðminjasafnið sýnir göm- ul leikföng. íþrótta- og tómstund- aráð kynnir vetrarstarfsemina og fjöltefli fer fram kl. 14 á laugardag. Á laugardag og sunnudag mun tríó Björns Thoroddsens skemmta og kynna plötuna „Við göngum svo létt- ir í lundu“ og Margrét Ómólfsdóttir kynnir nýju barnaplötuna „Hvað á að gera“. Þá munu Flugmódelfélagið Þytur og Keiluhöllin kynna starfsemi sína. Aðgangur er ókeypis að sýn- ingunni. -----» ♦ » Framsókn sjónvarp- aði 1992 MORGUNBLAÐINU barst í gær athugasemd frá Framsóknar- flokknum: „Að gefnu tilefni þykir rétt að vekja athygli á því að Framsóknar- flokkurinn átti frumkvæði að því að sjónvarpa beint frá flokksþingi. Dag- ana 27.-29. nóvember 1992 var sjón- varpað í heiid frá 22. Flokksþingi Framsóknarmanna. Einnig var sjón- varpað frá sérstakri ráðstefnu sem flokkurinn hélt um nýsköpun í at- vinnulífinu. Sú ákvörðun að sjónvarpa beint frá Flokksþingi Framsóknarflokksins var tekin til þess að stuðla þannig að opinni umræðu um starfsemi flokksins og stjórnmálum almennt. Það er því fagnaðarefni að Sjálfstæð- isflokkurinn hefur nú fetað í fótspor okkar Framsóknarmanna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.